Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hulda Krist-insdóttir fæddist í Samkomugerði í Eyjafirði 28. mars 1926. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 19. mars síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin María Stefánsdóttir, f. 30.10. 1885, d. 9.10. 1979, og Kristinn Jó- hannesson, f. 15.8. 1875, d. 26.5. 1951. Systur Huldu voru Helga Magnea, f. 13.2. 1911, d. 18.1. 1965, og Gunnhildur, f. 22.3. 1912, d. 15.7. 1995. Uppeld- issystkin Huldu voru Friðjón Jó- hannesson, f. 4.12. 1915, d. 17.11. 1955, María Guðmundsdóttir, f. 23.12. 1915, d. 31.3. 1995, og Lúð- víg Halldórsson, f. 7.12. 1932. Hulda giftist á Akureyri 16. nóv- ember 1950 Ásgeiri Guðjónssyni, f. 6.11. 1914, d. 8.12. 1981, frá Björk í Sölvadal. Foreldrar hans voru Guðjón Benjamínsson, f. 5.5. 1884, d. 25.5. 1966, og Aðalheiður Signý Jónasdóttir, f. 4.11. 1875, d. 16.10. 1960. Börn Huldu og Ásgeirs eru: 1) Kristinn, f. 13.11. 1953, maki Þórunn Ingólfsdóttir, f. 23.12. 1953, börn þeirra eru a) Harpa Dögg, f. 5.4. 1976, maki Eiríkur Stefán Ásgeirsson, f. 16.7. 1977, sonur þeirra er Ásgeir Bjarni, f. 24.2. 2004, og b) Elv- ar Örn, f. 24.6. 1985, unnusta Tina Paic, f. 23.4. 1988. 2) Að- alheiður Björk, f. 2.7. 1961, maki Jó- hann Grímur Hauks- son, f. 20.1. 1959, synir þeirra eru a) Ásgeir, f. 13.4. 1982, og b) Jóhann Ari, f. 21.10. 1986, sambýliskona Anna Sæunn Ólafsdóttir, f. 9.1. 1987. Hulda ólst upp í Samkomugerði en þar hófu hún og Ásgeir sinn bú- skap. Þau Hulda og Ásgeir voru í Samkomugerði til 1957 en þá ákváðu þau að flytja til Akureyrar. Á Akureyri vann Hulda ýmis störf, þar á meðal á netaverkstæði Út- gerðarfélags Akureyringa, Gefjun og mötuneyti fataverksmiðju Heklu, ásamt því að sinna heimili og uppeldi barna sinna. Seinustu ár starfsævinnar vann hún í afleys- ingum við ýmis mötuneyti á Ak- ureyri. Útför Huldu verður gerð frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Huldu tengdamóður minni kynnt- ist ég fyrir rúmum 30 árum. Fyrstu kynnin voru frekar stopul þar sem ég bjó í Kópavogi og var enn í námi, kynnin urðu meiri og betri þegar ég fór að vinna og búa fyrir norðan, en við Björk bjuggum hjá henni og Ás- geiri í tvö sumur í Munkaþverár- strætinu þegar ég var að vinna sumarvinnu á Akureyri. Það fyrsta sem maður tók eftir í fari hennar var að þar fór glaðvær og skemmti- leg kona og hún hafði gaman af því að ræða málin en Hulda hafði mikla réttlætiskend og vildi engum neitt illt. Ég man að það var Huldu mikið kappsmál að tengdasonurinn væri ekki svangur og spurði hún mig oft hvort mig langaði ekki í eitthvað að borða, þó að maður væri nýbúinn að borða stóra máltíð hjá henni. Hún Hulda hugsaði mjög vel um okkur þann tíma sem við bjuggum hjá henni og Ásgeiri. Þegar við Björk keyptum okkar fyrstu íbúð vantaði ekki hennar stuðning og það var sama hvað við tókum okkur fyrir hendur, hún sýndi því mikinn áhuga og vildi fá að fylgjast með. Ásgeir féll frá rétt fyrir jólin 1981 og var það Huldu og okkur öllum mikið áfall. Jólin voru erfið þá en Hulda sýndi mikinn styrk í sorginni og var það okkur öllum mikil hugg- un. Hulda hefur síðan þá verið hjá okkur öll jól og verður hennar sárt saknað á næstu jólum, en við vitum að hún verður hjá okkur í anda. Hulda stundaði alla tíð handa- vinnu og eftir hana eru til margar fallegar útsaumaðar myndir og aldrei vantaði okkur sokka og vett- linga en hún var mjög afkastamikil á því sviði og hafa margir notið þess að vera í sokkum og vettlingum frá henni. Börn og barnabörn Huldu voru henni allt og hef ég sjaldan vitað um mömmu og ömmu sem var jafn umhugað um sína nánustu. Hún var alltaf að athuga hvort hún gæti ekki hjálpað með eitthvað, hvort sem það var að passa ömmubörnin, keyra þau eitthvað eða hjálpa þeim við kaup á einhverjum hlut. Það var einkenni Huldu að drífa í hlutunum og gera hlutina strax þannig að ömmubörnin þurftu aldrei að bíða eftir henni og stundum fannst okk- ur nóg um fljótheitin og þegar barnabörnin voru komin með bíl- próf stóð ekki á henni að lána þeim bílinn sinn. Að gróðursetja blóm og tré fannst Huldu gaman að gera og var hún dugleg að planta trjám í land- inu sem hún hélt eftir þegar hún og Ásgeir fluttu frá Samkomugerði. Þar má sjá mörg falleg tré sem hún plantaði sem og aðrir fjölskyldu- meðlimir. Hulda var alla tíð heilsugóð og keyrði bíl þanngað til í nóvember á síðasta ári en síðastliðið ár hefur heilsunni hrakað og nú eftir áramót versnaði hún mikið. Hulda var ekki vön að kvarta mikið yfir heilsunni og fannst allt umstang varðandi það óþarfi og sjúkrahúsvist var henni ekki að skapi. Mánudaginn fyrir páska var Hulda lögð inn á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri og andaðist þar um kvöldið hinn 19. mars með þá sem hún unni mest hjá sér, börnin sín og barnabörn. Nú þegar komið er að leiðarlok- um vil ég þakka kærri tengdamóður minni fyrir allt sem hún hefur fyrir okkur gert í gegnum árin og allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Minningin um kæra móður, tengdamóður, ömmu og langömmu lifir. Guð blessi minningu Huldu Kristinsdóttur frá Samkomugerði. Þinn tengdasonur Jóhann Hauksson. Í dag kveðjum við Huldu frænku mína. Hún var yngst systranna í Samkomugerði í Eyjafirði, móður- systir mín og aðeins 10 árum eldri. Ég fæddist í Samkomugerði þar sem foreldrar mínir bjuggu í sam- býli við afa og ömmu. Það má segja að Hulda hafi verið hluti af lífi mínu alla mína ævi. Ég var þriggja ára þegar við fluttum frá Samkomu- gerði og bestu minningarnar árin á eftir voru heimsóknir til afa og ömmu þar sem Hulda gætti mín og lék við mig. Svo liðu árin, hún var orðin ung kona, kynntist Ásgeiri og þau byrj- uðu að búa saman. Hann keyrði mjólkurbíl og þau bjuggu í litlu her- bergi uppi á lofti hjá afa og ömmu. Gaman var að príla upp snarbrattan stigann í heimsókn, og oftar en ekki var eitthvert góðgæti fundið til að stinga upp í lítinn munn. Þegar afi dó árið 1951 tóku Hulda og Ásgeir við búinu og þar fæddist Kristinn sonur þeirra. Árið 1957 brugðu þau búi og fluttu til Ak- ureyrar. Þar bjuggum við nálægt hvor annarri, búnar að eiga elstu börnin okkar og samgangur var mikill á þessum árum. Amma flutti með þeim til Akur- eyrar, þá farin að missa heilsuna. Samband þeirra mæðgna var ein- stakt. Amma lést árið 1979, þá 94 ára. Þær Hulda höfðu verið saman alla tíð og mátti hvorug af hinni sjá. Á elliheimili var ekki minnst og má heita kraftaverk hvernig Hulda annaðist móður sína og getum við afkomendur ömmu verið þakklát Huldu fyrir þá fádæma fórnfýsi og kærleik sem hún sýndi henni. Hulda og Ásgeir eignuðust dótt- urina Björk eftir að þau fluttu til Akureyrar. Eftir að Ásgeir lést 1981 helgaði Hulda líf sitt börnum og seinna barnabörnum. Þá var ég löngu flutt suður og voru samskipti okkar því í gegnum síma og heim- sóknir þegar ég kom norður. Þótt ég þekki þessi frændsystkini mín ekki mikið hef ég fylgst með þeim í gegnum Huldu frá því þau voru lítil. Hún var óþreytandi að segja mér frá þeim og stoltið og kærleikurinn til þeirra leyndi sér ekki. Síðasta símtalið sem ég fékk frá Huldu var viku áður en hún dó. Hún var glöð og ekki datt mér í hug að komið væri að leiðarlokum. Hún sagði mér að ég væri sín besta vin- kona og það þótti mér vænt um að heyra. Gengin er góð kona sem mér þótti innilega vænt um og heim- sóknir til Akureyrar verða öðruvísi en áður. Hulda mín hafðu þökk fyrir langa og góða samfylgd. Börnum þínum, tengdabörnum og afkomendum votta ég mína dýpstu samúð. Hvíl í friði. Þín frænka, Kolbrún Daníelsdóttir. Hulda Kristinsdóttir ✝ Steindór Hall-dórsson fæddist á Akureyri 24. sept- ember 1927. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri sunnu- daginn 30. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Friðgeir Sigurðs- son, f. 26.1. 1880, d. 17.11. 1960, og Svanfríður Alberts- dóttir, f. 26.10. 1895, d. 20.6. 1966. Þau eignuðust 12 börn, en eitt lést í fæðingu. Systkini Steindórs eru: Anna, f. 18.8. 1913, d. 24.11. 1978, Jónína Katrín, f. 15.8. 1915, d. 27.4. 1935, Guðjón, f. 18.8. 1917, d. 2.10. 1991, Lilja, f. 4.6. 1919, d. 13.2. 2005, Sigurður, f. 8.9. 1921, d. 1.7. 2000, Sturla, f. 13.7. 1922, d. 1.3. 2008, Kópavogshæli, þar sem hann var í mörg ár. Þar leið honum vel og eignaðist mjög góða vini meðal starfsfólks og vistmanna. Stein- dór var duglegur að vinna og á Kópavogshæli var hann líka starfsmaður, sá um póstinn, þvottinn og gekk að ýmsum verk- um. Seinna kom Sigurður bróðir hans þangað og annaðist Stein- dór hann vel og voru þeir miklir vinir. Steindór kvæntist 24.9. 1994 Guðrúnu Pétursdóttur sem hann kynntist á Kópavogshæli. Þau bjuggu í Kópavogi um tíma en fluttust síðan á Kumbaravog á Stokkseyri. Þar leið þeim vel og starfsfólkið þar annaðist þau af mikilli natni og hlýju. Guðrún lést á aðfangadag 2006, var hún hon- um mikill harmdauði og saknaði hann hennar sárt. Guðrún átti fyrir son, Jóhann Egil Hólm, f. 14.7. 1948. Hann er kvæntur Helgu Jónsdóttur, f. 14.9. 1957. Útför Steindórs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Guðjón Guðmundur, f. 2.2. 1926, d. 2.9. 1954, Ólafur, f. 16.7. 1929, d. 19.6. 1999, Málfríður, f. 22.5. 1931, og Jón Laxdal, f. 7.6. 1933, d. 15.5. 2005. Auk þess ólst Jón Hjörtur Jóhann- esson, f. 27.4. 1935, sonur Jónínu Katr- ínar, upp með þeim systkinum. Steindór var um tíma hjá frændfólki sínu í Bol- ungarvík og undi þar vel. Seinna fór hann í sveit að Látrum í Ísafjarðardjúpi og var þar sem vinnumaður hjá góðu fólki. Síðar á ævinni fór hann til Önnu systur sinnar og Jóns Ein- arssonar sem bjuggu í Fljótum í Skagafirði. Þau voru honum sem aðrir foreldrar. En heilsan versn- aði, svo ákveðið var að hann færi á Hjartans elsku besti bróðir, brosandi með þelið hlýja, oft þú fórst um fjallaslóðir, finna vildir staði nýja. Nú í skjólin flest er fokið, flæða úr augum heitu tárin, fyrst að þinni leið er lokið, lengi brenna hjartasárin. Minning þín er mikils virði, mun um síðir þrautir lina, alltaf vildir bæta byrði, bæði skyldmenna og vina. Nú er ferð í hærri heima, heldur burt úr jarðvist þinni, þig við biðjum guð að geyma, gæta þín í eilífðinni. (Björn Þorsteinsson) Þetta kvæði skrifaði ég í minning- argrein um minn ástkæra bróður Sturlu núna í mars og gat mig ekki grunað að Steindór bróðir kveddi svona skyndilega í sama mánuði. Þetta er óumræðilega sárt að sjá á bak þeim báðum, ekki síst af því ekki er langt síðan við misstum með stuttu millibili systkini okkar, Jón Laxdal og Lilju. Um Steina bróður er margt hægt að segja, hann var þvílík persóna, sem manni þótti óskaplega vænt um. Hans aðalsmerki var tryggð við sína fjölskyldu og vini, hvar sem hann dvaldi hverju sinni. Hann var gam- ansamur og stríðinn og engan hef ég þekkt minnugri, ef hann heyrði um eitthvað þá mundi hann það það sem eftir var. Við vorum í símasambandi, þar sem við búum á Ísafirði og hann á Stokkseyri. Í þessum símtölum gat hann alltaf sagt fréttir, talaði um þjóðmálin, spurði eftir ættingjum og vinum og bað alltaf fyrir kveðju til allra. Síðasta símtalið okkar var þeg- ar hann hringdi í mig daginn áður en hann dó. Þegar ég hugsa um samtalið eftir á var eins og hann væri að kveðja mig. Steindór var sjúklingur frá barns- aldri, en þrátt fyrir fötlun sína var hann bráðduglegur og fór snemma að vinna, bæði þegar hann var í sveit og eins eftir að hann kom á Kópavogs- hæli. Þar var hann vistmaður og ekki síður starfsmaður þar sem hann sá bæði um póstinn og að fara með þvott á allar deildir. Við sem þekktum Steina erum full- viss um að ef hann hefði fengið þá þjálfun sem er í boði í dag hefði hann náð fullum bata. Hann var alltaf vin- sæll af starfsfólki og öðrum sem hann hafði samskipti við. Hamingjuna fann hann er hann giftist Gunnu sinni, eða Guðrúnu Pét- ursdóttur, hinn 24. september 1994. Þau bjuggu fyrst í Kópavogi, en flutt- ust síðan í Kumbaravog. Eftir það var erfiðara að heimsækja þau, en við fórum þó alltaf í hvert skipti sem við komum til Reykjavíkur, og svo hjálp- aði síminn mikið. Konu sína missti hann á aðfanga- dag 2006 og saknaði hann hennar óskaplega mikið. Hann nefndi hana í hverju samtali og sagði oft að sér fyndist hún standa við rúmið sitt, en hyrfi þegar hann talaði til hennar. Guðrún átti son, Jóhann Egil Hólm, og þótti Steina mjög vænt um hann og fjölskyldu hans. Elsku besti Steini minn. Ég gæti sagt svo miklu meira um þig, því það var ekki hægt að eiga betri bróður. Guð blessi minninguna um þig. Við þökkum öllum þeim sem hafa annast Steina og sýnt honum vináttu og tryggð og biðjum Guð að launa ykkur. Starfsfólki á Kumbaravogi er sér- staklega þakkað fyrir góða umönnun og hlýju og þökkum við fallegu kveðjustundina, sem við fengum með Steina okkar. Guð blessi ykkur öll. Málfríður og Jón Hjörtur. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Elsku Steini minn! „Einstakur“, þú varst það svo sannarlega, því um- hyggja þín fyrir öðrum var einstök. Þú vildir vita hvernig fólkinu þínu leið og fylgdist vel með ef eitthvað bjátaði á hjá fjölskyldu og vinum. Það er óhætt að segja að þú áttir marga vini. Þú eignaðist alstaðar vini, hvar sem þú fórst og sýndir þeim tryggð. Ég man fyrst eftir þér þegar ég heimsótti ykkur bræður á Kópavogs- hæli. Þú varst alltaf að vinna, en gafst þér tíma til að sýna okkur staðinn. Greinilegt var hvað allir báru mikla virðingu fyrir þér og þú hafðir lag á að hjálpa starfsfólkinu með vist- mennina. Ljúfmennska þín og virð- ing fyrir öðrum átti þar mestan þátt, en auðvitað hafðir þú stærðina þér til hjálpar, varst með stærri mönnum á þeim tíma. Við systkinin minnumst oft á stóru sandalana þína, við höfð- um aldrei séð svona stóra skó. Það er margt hægt að segja sem væri of langt að telja hér. Minningu um þig er best að geyma í hjartanu og ég reyni að læra af þínum góðu verk- um og vinsemd. Pabbi minn Arnór fór með vísustúf sem passar svo vel við þig að ég læt hann fljóta með. Hann lærði verk sín að vanda, að verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, ef þúsundir gerðu eins. (Davíð Stefánsson.) Elsku vinur minn og frændi. Minn- ing þín er ljós í lífi okkar. Far þú í Guðs friði. Ég sendi Önnu og starfsfólki á Kumbaravogi innilegar samúðar- og þakkarkveðjur. Ummhyggja ykkar er einstök og megi góður Guð launa ykkur það. Steini var stór hluti af samfélaginu þar og munu margir sakna hans sárt. Elfa Dís Arnórsdóttir. Steindór Halldórsson REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.