Morgunblaðið - 04.04.2008, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Tómas Tóm-asson fæddist á
Járngerðarstöðum í
Grindavík 7. júlí
1924. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja föstu-
daginn 28. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Jórunn Tóm-
asdóttir, húsfreyja,
f. 31. mars 1890, d.
3. október 1966, og
Tómas Snorrason,
skólastjóri og leið-
sögumaður, f. 29. ágúst 1872, d.
20. desember 1949.
Tómas kvæntist 6. desember
1952 Halldísi Bergþórsdóttur, f.
23. september 1926. Foreldrar
hennar voru Ásgerður Skjald-
berg, húsfreyja, f. 31. maí 1894, d.
19. janúar 1993, og Bergþór
Bergþórsson, bóndi, hótelhaldari
og verkamaður, f. 13. maí 1893, d.
17. nóvember 1967. Börn Tóm-
asar og Halldísar eru: 1) Ásgerð-
ur Kormáksdóttir, gift Jóni R. Jó-
hannssyni. Þeirra börn eru: a)
Jóhann Gunnar, og b) Halldís,
maki Sigurður Ingimundarson,
börn þeirra eru Nói og Frosti. 2)
Jórunn Tómasdóttir, sambýlis-
maður Skúli Thoroddsen. Dóttir
Tómas vann alla tíð ötullega að
félagsmálum. Hann var formaður
Stúdentaráðs HÍ frá 1947 til 1948.
Hann var einn af stofnendum
Lionsklúbbs Keflavíkur og fyrsti
formaður klúbbsins. Hann var
umdæmisstjóri Lionshreyfing-
arinnar á Íslandi frá 1960 til
1961. Hann var einnig einn af
stofnendum Oddfellowstúku í
Keflavík árið 1976 og fyrsti yf-
irmeistari hennar auk þess að
vera í yfirstjórn reglunnar á Ís-
landi.
Tómas var ætíð mikill áhuga-
maður um sveitarstjórnarmálefni
og sterkur talsmaður samein-
ingar minni sveitarfélaga í stærri
einingar. Hann var bæjarfulltrúi
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kefla-
vík frá 1954 til 1962 og síðan frá
1970 til 1986. Hann var varafor-
seti bæjarstjórnar frá 1954 til
1962 en forseti bæjarstjórnar frá
1970 til 1986. Hann var formaður
bæjarráðs frá 1954 til 1962. Hann
lagði hönd á plóg til margra
góðra verka í sínum heimabæ.
Tómas sat í margvíslegum
nefndum og stjórnum á vegum
Keflavíkurbæjar og í samstarfi
sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Hann var í miðstjórn Sjálfstæð-
isflokksins frá 1975 til 1979. Árið
1978 var hann kosinn af Alþingi
til setu í stjórnarskrárnefnd.
Útför Tómasar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
þeirra er Halldís. 3)
Halla Tómasdóttir,
gift Pálma B. Ein-
arssyni. Börn þeirra
eru: a) Linda B.,
sambýlismaður
Björn Vilberg Jóns-
son, dóttir þeirra er
Jórunn, dóttir Lindu
er Þórdís Halla
Gunnarsdóttir, b)
Jórunn, d. 2004, c)
Finna, sambýlis-
maður Guðjón Árni
Antoníusson, og d)
Tómas. 4) Bergþóra
Tómasdóttir, sambýlismaður Stef-
án Eyjólfsson. Dóttir þeirra er
Bryndís. 5) Tómas Tómasson,
sambýliskona Svala B. Reyn-
isdóttir. Sonur þeirra er Tómas.
Tómas lauk stúdentsprófi frá
MA árið 1943. Cand. juris frá HÍ
árið 1950 og Hdl 1951. Tómas
stundaði lögfræðistörf á Akureyri
frá 1950 til 1951 auk þess að vera
jafnframt ritstjóri Íslendings.
Hann starfaði sem fulltrúi hjá
Bæjarfógetaembættinu í Keflavík
frá 1954 til 1961 en frá þeim tíma
og fram til þess að hann tók við
starfi sparisjóðsstjóra við Spari-
sjóðinn í Keflavík árið 1974 rak
hann eigin lögfræðiskrifstofu og
fasteignasölu í Keflavík.
Í minningu ástríks eiginmanns og
föður.
Hann er brimgarðurinn
sem öldur lífs okkar brotna á
Hann er vindurinn
sem hvíslar viskunni í eyru okkar
Hann er regnið
sem ræsir fram sorgina
Hann er máninn
sem brosir til okkar í myrkrinu
Hann er sólin
sem sveipar okkur birtu og yl
Hann er skærasta stjarnan
sem lýsir okkur leiðina í nóttinni.
Hann er skjólið okkar.
(JT)
Blessuð sé minning góðs manns.
Missir okkar er mikill.
Hans er sárt saknað.
Hvíli hann í friði.
Eiginkona og börn.
Tómas Tómasson er látinn. Hann
vissi hvert stefndi, var við öllu búinn
og tók orðnum hlut af yfirvegun og
æðruleysi. Hvítblæði tók stjórn á at-
burðarásinni í lok febrúar, upphaf að
endinum. Þeim fyrirsjáanlegu úrslit-
um mætti Tómas í styrk trúar og það
var eins og honum léki fremur for-
vitni á að kynnast endalokunum en
að kvíða þeim. Hans hinsta för varð
honum að athyglisverðum ferli.
Dæmigert fyrir Tómas, að vilja
kynnast málum að eigin raun, láta
ekki segja sér.
Þannig voru líka mín fyrstu kynni
af Tómasi, að hans frumkvæði, fyrir
um tveim áratugum. Hann bankaði
óvænt upp á, áður en Jórunn dóttir
hans hafði haft tækifæri til að kynna
mig til fjölskyldunnar. Þá þegar var
mér ljóst að þar fór höfðingi og húm-
anisti, mannvinur með útgeislun, for-
ingi. Tómas var afar vel greindur og
hafði ástríðu fyrir aukinni þekkingu
og símenntun. Hann var víðsýnn og
skýr, óvenju bóngóður og hjálpfús og
vildi greiða hvers manns götu án
þess að ætlast til nokkurs fyrir sinn
snúð. Ég hef fyrir satt að lögmanns-
störf hafi oftar enn ekki verið unnin
án endurgjalds. Honum fór því fjár-
hagslega betur að stunda launa-
vinnu, en reiða sig á sjálfstæðan
rekstur, enda fór það svo að honum
var trúað fyrir ábyrgðarstörfum í
sínu samfélagi.
Hann var óumdeildur leiðtogi
sjálfstæðismanna í Keflavík um ára-
bil og forseti bæjarstjórnar þar í 16
ár. Það óvenjulega við Tómas í póli-
tíkinni var sú bjargfasta lífsskoðun
hans að vinna samfélaginu gagn, ekki
til eigin frama. Að hygla sér eða
mylja undir sína var ekki hans stíll.
Hann hafnaði öruggu þingsæti, vildi
heldur nota hæfileika sína heima í
héraði. Hann var talsmaður samein-
ingar sveitarfélaga vegna þess að það
var skynsamlegt, hagkvæmt og
mundi styrkja nærþjónustu á svæð-
inu. Hann lét sig menntamál varða,
var einn öflugasti frumkvöðull að
stofnun Fjölbrautaskóla Suðurnesja
og að þangað yrði ráðinn hæfasti
stjórnandi. Skipti þá ekki máli þó sá
hinn sami kæmi úr röðum hörðustu
andstæðinga í pólitík. Slíkt var auka-
atriði.
Af mikilli framsýni var hann
hvatamaður að stofnun Hitaveitu
Suðurnesja, fyrirtækis í þágu sam-
félagsins. Þá skipti máli að öll sveit-
arfélögin á Suðurnesjum væru með í
för, trúr hugsun sinni um sameigin-
lega hagsmuni. Sem sparisjóðsstjóri
í Keflavík var honum umhugað um
stöðu sparisjóðanna og upprunalegt
hlutverk þeirra í þágu íbúanna og
honum stóð viss stuggur af þeirri nú-
tímaþróun bankamála sem hann ef-
aðist um að væri hagsmunum fólks-
ins til góðs. Hann var
sjálfstæðismaður af gamla skólanum,
stétt með stétt. Frjálshyggjan átti
ekki upp á pallborðið, þótt hann verði
alltaf sinn flokk, prinsippfastur, hvað
sem á gekk.
Tómas var vinmargur og heimili
þeirra Hædýjar stóð öllum opið, hve-
nær sem var. Gestrisni við brugðið.
Fjölskyldan var þó í forgrunni, ekki
síst barna- og barnabarnabörnin sem
áttu ljúft athvarf hjá alltumvefjandi
afa þar sem fróðleikurinn varð
skemmtun og frásögnin lifandi. Við
hin sem eldri vorum áttum líka greið-
an aðgang að visku- og kærleiks-
brunni Tómasar. Fyrir það vil ég
þakka. Megi minning hans lifa.
Skúli Thoroddsen.
Orðin hafa lítinn mátt í dag þegar
við veitum afa okkar hina hinstu
kveðju. Við eigum ekki nógu sterk
orð til að lýsa mannkostum og gæsku
afa okkar. Svo mikið mikilmenni var
hann. Hann snerti sálu okkar líkt og
svo margra á sinni lífsleið. Heimur-
inn er fátækari án hans.
Hann gekk hér um að góðra drengja sið,
gladdi mædda, veitti þreyttum lið.
Þeir fundu best sem voru á vegi hans
vinarþel hins drenglundaða manns.
Þó ævikjörin yrðu máski tvenn,
hann átti sættir jafnt við Guð og menn.
(G.J.)
Minningin um yndislegan mann
verður varðveitt í hjörtum okkar að
eilífu.
Linda, Finna, Tómas
og Þórdís Halla.
Elsku afi minn.
Nú ertu farinn en ég veit að þú hef-
ur það gott hjá þínum. Ég á svo ótal
margt að þakka þér. Þú hefur stutt
mig í gegnum allt mitt nám, alltaf ver-
ið til staðar fyrir mig ef eitthvað hefur
bjátað á.
Ég man allar þær stundir sem þú
hjálpaðir mér með stærðfræðina,
reyndir að troða þessari þríliðu inn í
hausinn á mér sem engum hafði áður
tekist. En þú hafðir þolinmæðina, og
það tókst að lokum, nú nota ég þessa
aðferð í öllum dæmum sem hægt er.
Mig langar að þakka þér fyrir alla þá
þolinmæði sem þú hefur sýnt mér í
gegnum tíðina, það varst þú sem
kveiktir þennan svaka stærðfræði-
áhuga hjá mér og ég veit að ég mun
nýta mér hann til hins ýtrasta.
Það er mér alltaf minnisstætt að
koma heim til ykkar ömmu eftir
skóla, fá mér eitthvað af góðgætinu
sem amma bakar, setjast svo inn á
skrifstofu til afa, læra og biðja þig um
að fara yfir og útskýra fyrir mér. Það
var alveg sama hvað það var, íslenska,
stærðfræði, náttúrufræði eða enska,
þú gast alltaf útskýrt allt fyrir mér
þannig að ég skildi það.
Þér fannst alltaf svo gaman að
segja okkur barnabörnunum fullt af
Grindavíkursögum, sérstaklega á
staðnum sjálfum. Við fórum svo oft í
bíltúra til Grindavíkur og skoðuðum
Járngerðarstaði og fengum okkur ís.
Þú varst líka alltaf svo örlátur, gafst
mér eitthvað við minnsta tækifæri.
Afi minn var einn besti maður sem
ég hef á ævi minni kynnst. Hann var
svo góður við allt og alla og öllum lík-
aði vel við hann. Hann var fjölfróður
maður sem kenndi mér að hafa gam-
an af hinum margvíslegustu hlutum.
Takk fyrir að hafa fengið að eiga
þig í átján og hálft ár, þessum árum
mun ég aldrei gleyma.
Guð geymi og styrki ömmu mína á
þessari erfiðu stundu.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Þín afastelpa,
Halldís S. Thoroddsen.
Í desember 2007 hittumst við Tóm-
as á fundi stofnfjáraðila í Sparisjóðn-
um í Keflavík.
Þá kallaði hann á mig afsíðis og
sagði mér að hann hefði greinst með
krabbamein.
Frá þeim tíma höfum við reglulega
talast við og ég fylgst með baráttu
hans við þennan vágest. Eftir páska
heimsótti ég hann tvívegis á sjúkra-
húsið í Keflavík. Þá var hann mikið
veikur og fannst mér að faðmlög okk-
ar þá gætu verið þau síðustu – ég var
þá nokkuð viss með sjálfum mér að
honum var eins innanbrjósts. Daginn
eftir var hann allur.
Forlögin höguðu málum þannig að
leiðir okkar Tómasar lágu lengi sam-
an. Fyrst í bæjarstjórn Keflavíkur,
en af þeim slóðum verður Tómasar
lengi minnst fyrir farsæl störf, sem
bæjarfulltrúi og ávallt var hann for-
seti bæjarstjórnar.
Í áratugi var Tómas leiðtogi Lions-
hreyfingarinnar á Suðurnesjum og
Oddfellowreglunnar.
1974 ákvað stjórn Sparisjóðsins í
Keflavík að ráða okkur báða spari-
sjóðsstjóra og á þeim vettvangi störf-
uðum við saman í 20 ár. Sameiginleg
hugsjón okkar var ávallt sú að gott
samstarf sparisjóðanna væri besta
trygging þeirra í harðnandi sam-
keppni við bankana.
Því miður hefur í dag orðið gliðnun
á þessu samstarfi.
Að leiðarlokum minnist ég allra
okkar samverustunda með trega-
blandinni hlýju.
Við vorum ekki alltaf sammála, en
vinátta okkar og virðing var ávallt
einlæg og gagnkvæm.
Tómas var einn allra traustasti
maður sem ég hef kynnst. Persónu-
töfrar hans heilluðu alla og í ræðu-
púltinu bar hann af, en alltaf fannst
mér hann bestur þegar hann talaði
blaðalaust. Allt hans lífshlaup snérist
um að veita samborgurum sínum
þjónustu sem m.a. var endurgoldin í
miklu kjörfylgi D-listans í Reykja-
nesbæ á hans dögum, sem hefur fylgt
flokki hans allar götur síðan.
„Sá sem hefur fáar óskir mun fá
þær uppfylltar.
Sá sem girnist margt missir af
þeim.“
Þessi speki finnst mér eiga vel við
lífshlaup Tómasar. Guð blessi sporin
og minningarnar.
Elsku Hædý!
Við Magga sendum þér, börnunum
og fjölskyldum þeirra innilegar sam-
úðarkveðjur.
Minningin um góðan mann mun
lýsa ástvinum Tómasar um ókomin
ár og af nafni hans mun stafa birtu
langt út fyrir raðir fjölskyldu hans.
Páll Jónsson fv.sparisj.stj.
Í dag verður Tómas Tómasson,
fyrrverandi sparisjóðsstjóri, jarð-
sunginn frá Keflavíkurkirkju. Kynni
okkar Tómasar hófust árið 1965 en
þá hóf ég störf hjá Sparisjóðnum í
Keflavík og var Tómas þá hægri
hönd Guðmundar heitins Guðmunds-
sonar, þáverandi sparisjóðsstjóra.
Einkum annaðist hann lögfræðilega
ráðgjöf og einnig við útbúning lög-
gjörninga. Ekki datt mér þá í hug að
Tómas ætti eftir að verða sparisjóðs-
stjóri síðar, ekki vegna þess að hann
hefði ekki hæfileika til þess, heldur
fyrst og fremst vegna þess að lög-
fræðin var hans sérfag og miklir
möguleikar á öðrum sviðum fyrir
menn með slíka menntun og hæfi-
leika.
Ég hafði reyndar kynnst Tómasi
og hans fjölskyldu nokkuð sem ung-
ur maður í Keflavík, enda fór það
ekki framhjá neinum þegar þessi
glæsilegu hjón, Hædý og Tómas, létu
sjá sig. Þegar svo ég giftist minni
konu árið 1965 verða í framhaldinu til
tengsl við fjölskyldu Tómasar sem
gáfu mér tækifæri til að kynnast hon-
um betur. Upp frá því spratt ævar-
andi vinskapur.
Tómas var hlýr maður og ljúfur og
átti auðvelt með að laða að sér fólk.
Hann var þó fjarri því að vera skap-
laus, það vissu þeir sem til hans
þekktu.
Árið 1974 urðu tímamót í Spari-
sjóðnum í Keflavík. Þáverandi spari-
sjóðsstjóri lét af störfum sökum veik-
inda og starf sparisjóðsstjóra var
auglýst laust til umsóknar. Meðal
umsækjenda voru tveir þekktir bæj-
arbúar, reyndar hvor á sínu sviði,
þeir Tómas Tómasson lögfræðingur
og mikill sjálfstæðismaður, sem hér
er kvaddur, og Páll Jónsson, nokkru
yngri en Tómas, gjaldkeri Íslenskra
aðalverktaka og framsóknarmaður.
Ekki datt mönnum í hug að fram-
sóknarmaður yrði ráðinn í starf
sparisjóðsstjóra á þeim tíma, enda
Sparisjóðurinn rakin íhaldsstofnun.
En viti menn; til starfsins voru fram-
angreindir umsækjendur ráðnir, þeir
Tómas og Páll, sem með tímanum
reyndist hin ágætasta blanda.
Á árinu 1974 voru einnig tímamót í
rekstrarlegu tilliti. Mikil verðbólga
ríkti þá í landinu og lausafjárvand-
ræði fóru að segja til sín af ýmsum
ástæðum. Var því nýjum sparisjóðs-
stjórum nokkur vandi á höndum
strax þegar þeir tóku til starfa.
Ekki skal fleira tíundað því í hönd
fóru miklir uppgangstímar hjá Spari-
sjóðnum undir forystu þessara
tveggja manna. Um áramótin 1992
og 1993 lét Tómas af störfum fyrir
aldurs sakir eftir 18 ára heilladrjúgt
starf sem sparisjóðsstjóri. Síðan hef-
ur Tómas verið nánast daglegur
gestur í afgreiðslu sjóðsins í Keflavík
og fylgst með núverandi og fyrrver-
andi starfsmönnum sem hann hefur
alla tíð borið mikla umhyggju fyrir.
Hann hefur líka látið málefni sjóðsins
til sín taka, sérstaklega á vettvangi
stofnfjáreigenda, og er skarð höggv-
ið í þann hóp eftir fráfall hans. Á síð-
asta aðalfundi sjóðsins var hans sárt
saknað enda þá orðinn sjúkur, en gat
samt komið skilaboðum til fundarins
með öðrum stofnfjáreiganda.
Elsku Hædý og fjölskylda. Við
Vallý sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Vallý og Geirmundur.
Mig langar til að minnast vinar
míns Tómasar Tómassonar, fyrrver-
andi sparisjóðsstjóra í Keflavík.
Fljótlega eftir að ég fluttist til
Keflavíkur kynnist ég Tómasi. Hann
kom mér þannig fyrir sjónir að hann
væri vel greindur ungur lögmaður,
mjög félagslega sinnaður, bindindis-
maður og óhræddur að ræða þau
málefni.
Við Tómas áttum eftir að verða
samferða á ýmsum sviðum.
Hann var einn af stofnendum
Lionsklúbbs Keflavíkur og fyrsti for-
maður hans. Tómas var stofnfélagi
Oddfellowstúku nr. 13. Njarðar,
fyrsti yfirmeistari hennar og fyrsti
og eini heiðursfélagi stúkunnar. Inn-
an þessara samtaka valdist hann til
æðstu starfa fyrir mikil og góð störf.
Tómas sat í bæjarstjórn Keflavík-
ur í 24 ár. Þar áttum við langt og mik-
ið samstarf. Hann var forseti bæjar-
stjórnar öll þau ár, sem samstarf
okkar stóð yfir, eða frá 1970 til 1986.
Forsetastarfið leysti hann af hendi
með glæsibrag og oft var hann kos-
inn til þessa starfs mótatkvæðalaust.
Ræðumaður var Tómas í fremstu
röð, ég man oft eftir því á sveitar-
stjórnarráðstefnum í Reykjavík, hve
margir fulltrúar á þessum fundum
öfunduðu okkur af því að eiga slíkan
mann í okkar röðum.
Oft fannst mér Tómasi takast hvað
best upp þegar hann var sem minnst
undirbúinn. Á framboðsfundum gat
hann orðið nokkuð hvassyrtur, aust-
anvindarnir voru honum ekki að
skapi.
Á síðari árum ræddum við stund-
um okkar langa og góða samstarf.
Gagnkvæmt traust er það, sem gild-
ir, sagði minn gamli og góði vinur. Er
hægt að orða þetta betur en hann
gerði? Ég held ekki.
Sem betur fer sá Tómas margt af
sínum áhugamálum rætast, m.a.
sameiningu sveitarfélaga, Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja og uppbygg-
ingu sveitarfélags okkar á sem flest-
um sviðum.
Í gegnum tíðina myndaðist traust
og góð vinátta milli fjölskyldna okkar
Tómasar, sem aldrei hefur fallið
skuggi á.
Tómas var hamingjumaður, hann
eignaðist glæsilega og trausta eigin-
konu, Halldísi Bergþórsdóttir, ætíð
nefnd Hædý, og börn þeirra öll mikið
mannkostarfólk.
Á heimili þeirra er gott að koma,
það þekkjum við Ásís eiginkona mín
vel, þar ræður ríkjum Hædý vinkona
okkar, húsmóðurstarfið fer henni af-
ar vel, heimilisrekstur í föstu formi
og allar veitingar af bestu gerð.
Við Dísa þökkum öll ferðalögin,
sem við höfum farið með þeim hjón-
um, bæði erlendis og ekki síður inn-
anlands, betri ferðafélaga höfum við
aldrei átt.
Hin síðari ári urðu Tómasi vini
mínum erfið heilsufarslega, þurfti að
ganga undir umfangsmiklar aðgerð-
ir, sem tóku sinn toll af líkamsþreki
hans, en andlegri reisn hélt hann
þrátt fyrir öll sín veikindi.
Á síðasta degi í lífi hans hitti ég
fjölskyldu hans á Sjúkrahúsinu í
Keflavík. Hædý bauð mér að líta inn
til hans á sjúkrastofu hans, hann
brosti til mín eins og vanalega. Mér
Tómas Tómasson