Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 41 var ljóst, að nú var komið að kveðju- stund okkar. Ég sat hjá þeim mætu hjónum í nokkra stund, líf þessa ljúf- mennis og gáfumanns var að fjara út, en eftir stendur minningin um kær hjón, sem kunnu að lifa lífinu öðrum til eftirbreytni. Hvíl í friði, góði vinur, Tómas. Við hjónin biðjum guð að blessa þig, Hædý mín, og hans vernd fylgi þínu fólki. Hilmar Pétursson. Þann 28. mars síðastliðinn lést Tómas Tómasson. Mig langar að minnast Tómasar með nokkrum orð- um. Margt störfuðum við Tómas saman. Þar fór mest fyrir því að við vorum báðir 24 ár í bæjarstjórn Keflavíkur, þar af 12 ár í bæjarráði. Lengst af þessum tíma var Tómas forseti bæjarstjórnar. Fram að því er Tómas var tilnefndur til forseta bæj- arstjórnar hafði ekki tíðkast að minnihluti styddi kjör forseta en fljótlega fór svo að allir kusu Tómas til forseta, jafnt minnihluti sem meirihluti. Það segir allt sem segja þarf um forsetastörf hans. Hann var maður sátta og sam- starfsvilja og hann á sinn góða þátt í því að vel yfir 90% mála voru af- greidd samhljóða í bæjarstjórn á þeim tíma. Þótt við værum á önd- verðum meiði í pólitík þróaðist traust og góð vinátta okkar á milli og hygg ég að sjaldgæft sé að „höfuðandstæð- ingar“ í pólitík verði eins góðir vinir og við Tómas urðum. Hann var mikill áhugamaður um sameiningu sveitar- félaga á Suðurnesjum. Ekki varð af því í okkar tíð en ég held að góður grunnur hafi verið lagður. Tómas var sparisjóðsstjóri í Sparisjóðinum í Keflavík þegar illa áraði hjá Spari- sjóðinum. Lipurð hans og velvilja í því starfi var viðbrugðið. Við starfs- lok skilaði hann góðu búi. Við vorum félagar í Lionsklúbbi Keflavíkur. Hann var einn stofnenda klúbbsins og fyrsti formaður. Hann tók alla tíð virkan þátt í starfsemi klúbbsins og mætti næstum á alla fundi. Þar, sem annarsstaðar, lagði hann gott til mála. Ég tel víst að margir muni rekja feril Tómasar svo að ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri. Ég vil að lokum þakka Tómasi innilega fyrir samfylgdina og alla hans hlýju og velvild í garð minn og minna. Ég bið góðan Guð að styrkja og styðja Hædý og fjölskyldu þeirra nú þegar Tómas kveður. Lifið heil. Ólafur Björnsson. Tómasi Tómassyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra, man ég fyrst eftir er ég sá hann haustið 1942 í Mennta- skólanum á Akureyri, hann var í sjötta bekk en ég í fyrsta bekk. Hann vakti strax athygli mína fyr- ir glæsilega og ljúfmannlega fram- komu, sem einkenndi allt hans líf og starf, og ég átti sjálfur eftir að kynn- ast náið og njóta í marga áratugi einkanlega eftir að vegir okkar lágu saman í samstarfi sparisjóðanna í landinu. Tómas varð sparisjóðsstjóri í Sparisjóðnum í Keflavík árið 1974 en ég í Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis 1976. Ég var kosinn í stjórn Sambands íslenskra sparisjóða þá um haustið og sat þar til október- mánaðar 1996, lengst af sem stjórn- arformaður. Hjá Sparisjóðnum í Keflavík var sá háttur hafður á, að ráða tvo hliðsetta sparisjóðsstjóra: Tómas Tómasson og Pál Jónsson. Af verkaskiptingu sparisjóðsstjóranna leiddi að í hlut Páls kom m.a. að vera fulltrúi Keflvíkinga í stjórn Sam- bands ísl. sparisjóða. En þótt Tómas sæti ekki stjórnarfundi Sambands sparisjóða varð samstarf okkar Tóm- asar þeim mun nánara utan funda, eins og raunar annarra stjórnar- manna í SÍSP. Vikulega áttum við mörg símtöl og ef okkur greindi á sem auðvitað kom fyrir leystum við þann vanda áður en símtalinu lauk. Tómas var einstaklega glöggur á að greina kjarna hvers máls og skilja hann frá hisminu. Hann var sáttfús en slyngur samningamaður og eyddi ekki tímanum í þras um smáatriði. Ávallt þegar mikið lá við og öldur risu í samstarfi sparisjóðanna var kallað í Tómas og fyrir glöggskygni hans og skarpa hugsun ásamt hóf- sömum málflutningi tókst að greiða úr vandanum. Ég þykist vita að sparisjóðafólk í Keflavík og Keflvíkingar almennt eigi Tómasi margt og mikið að þakka og muni minnast hans með virðingu og þökk fyrir mikilsverð leiðtoga- störf í Sparisjóðnum í Keflavík og sem forvígismanns í sveitarstjórnar- málum um áratuga skeið. En með sama hætti eigum við öll í sparisjóða- fjölskyldunni um land allt öndvegis- manninum Tómasi Tómassyni ómælda þakkarskuld að gjalda. Við minnumst hans með söknuði og virð- ingu. Ég og eiginkona mín Halldóra J. Rafnar færum Hædý og fjölskyld- unni allri hjartanlegar samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að blessa þeim minninguna um sannan og góðan dreng, sem nú er horfinn yfir móðuna miklu. Baldvin Tryggvason. Jákvæður, ráðagóður og hvetjandi eru lýsandi orð fyrir Tómas Tómas- son. Hann var ávallt tilbúinn að ræða málefni íbúanna og sveitarfélagsins og gerði það reglulega bæði að eigin frumkvæði og að okkar ósk. Fyrir þann okkar sem fyrir 6 árum síðan tók við embætti bæjarstjóra í Reykjanesbæ settist Tómas niður á þeim tíma og ræddi um bæjarmálin. Hann hafði af mikilli reynslu að miðla vegna forystu sinnar í bæjarmálum og atvinnumálum um áratugaskeið. Mál sitt setti hann ávallt fram á fal- legu íslensku máli og hugleiðingar voru í mikilli hógværð dregnar sam- an í jákvæðar athugasemdir og ráð- leggingar. Tómas var einstaklega bjartur maður bæði í hugsun, orðum og framkomu allri. Hvar sem þau hjón komu skein af þeim hlýja og birta. Jákvæðni Tómasar, þekking og virð- ing fyrir náunganum voru hans ein- kunnarorð. Við erum Tómasi afar þakklátir fyrir ráðleggingarnar frá okkar fyrstu kynnum og hefur þeim á ýms- an hátt verið fylgt eftir. Allt fram á síðustu vikur, þegar fundum okkar við Tómas bar saman, var enn auð- velt og gott að njóta þekkingar hans, ráða og jákvæðra viðhorfa. Tómas Tómasson hefur markað djúp og merk spor í uppbyggingu Suðurnesja. Hans verður minnst sem eins af frumkvöðlunum til að skapa hér öfl- ugt samfélag þar sem manngildið er í öndvegi. Hann var baráttumaður fyrir sameiningu sveitarfélaga á Suð- urnesjum og taldi hana grundvöll fyrir enn frekari framþróun og vel- gengni. Það er okkar að halda í heiðri hvatningu hans um samstöðu, skyn- semi og jákvæðni. Það er okkar að byggja á þeim grunni sem hann hef- ur lagt. Við færum Halldísi eiginkonu hans og aðstandendum innilegustu sam- úðarkveðjur með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessum merka Suður- nesjamanni. Árni Sigfússon, bæjarstjóri. Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs. Í hverju bæjarfélagi eru einstak- lingar sem standa upp úr fjöldanum og setja meiri svip á samfélagið sem þeir búa og starfa í en aðrir. Tómas Tómasson var slíkur einstaklingur, en hann lést 28. mars s.l. á 84. aldurs- ári. Með honum er genginn einn þeirra einstaklinga sem mótuðu sam- félagið í Keflavík og samfélagið allt á Suðurnesjum, með störfum sínum um áratugaskeið. Tómas Tómasson valdist snemma til forystu í félagsmálum. Hann var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kefla- vík um áratugaskeið, sat í bæjar- stjórn Keflavíkur og var forseti bæj- arstjórnar. Með störfum sínum að bæjarmálum má segja að hann hafi um margt mótað það samfélag sem bærinn okkar byggist á í dag. Sam- starf sveitarfélaga á Suðurnesjum var honum hugleikið og átti hann mikinn þátt í að byggja það upp. Hann taldi að hagsmunum sveitarfé- laganna á Suðurnesjum væri best borgið með sameiginlegu átaki, að- eins þannig næðu Suðurnesjamenn árangri í sameiginlegum málum. Á þeim árum sem Tómas sat í bæj- arstjórn Keflavíkur náðu mörg af stærstu málum sveitarfélaganna á Suðurnesjum fram að ganga, íbúum svæðisins til mikilla hagsbóta. Þegar ég hóf þátttöku mína í stjórnmálum var Tómas að ljúka sín- um opinberu afskiptum af bæjarmál- um. Tómas var eigi að síður áfram ráðagóður við þá sem á eftir komu og naut ég þess. Fyrir það er nú þakk- að. Að leiðarlokum eru Tómasi þökk- uð mikil og góð störf fyrir samfélag okkar á Suðurnesjum og ekki síst fyrir störf hans í þágu Keflavíkur í áratugi. Þau störf munu halda minn- ingu hans hátt á lofti. Eftirlifandi eiginkonu hans, börn- um, tengdabörnum og öðrum ætt- ingjum sem nú kveðja mætan mann, sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Björk Guðjónsdóttir. Fallinn er í valinn minn besti vin- ur, Tómas Tómasson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavík- ur, eftir stutta en stranga sjúkra- legu. Oft er sagt að stutt sé stórra högga á milli, en fyrir aðeins 16 mán- uðum missti ég Lillý, eiginkonu mína, og nú þig vinur minn. Margs er að minnast á áratugalöngum kynn- um. Samverustundir okkar hjóna í sumarbústöðum hér heima, í Lund- únum, á Spáni og á Kanaríeyjum. Ófáir voru síðan bíltúrar okkar um nágrannasveitirnar, þar sem þú þekktir flesta bæi, fjöll, ár og dali og óþarft var því að hafa ferðakort með- ferðis. Allt voru þetta einstakar ánægju- og ógleymanlegar stundir sem hér ber að þakka. Síðast en ekki síst minnist ég bridsspiladaga og -kvölda okkar, hvort heldur var á ykkar heimili eða okkar. Elsku Hædý mín, ég og fjölskylda mín sendum þér og börnum þínum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styðja og styrkja ykkur öll á sorgarstundu. Hvíl í friði kæri vinur. Jón Ísleifsson og fjölskylda. Það var vorið 1940 að ungur mað- ur frá Járngerðarstöðum í Grinda- vík, sonur merkishjónanna Tómasar Snorrasonar og Jórunnar Tómas- dóttur, kom norður til Akureyrar til að þreyta þar gagnfræðapróf við Menntaskólann á Akureyri með það í huga að halda þar áfram námi til stúdentsprófs. Hann hafði lokið námi við Flensborgarskólann í Hafn- arfirði. Við kynntumst um veturinn. Hann hafði fengið húsnæði þann vetur í ná- munda við heimili mitt hjá Baldvini Ryel og konu hans Gunnhildi, mikl- um ágætishjónum. Ég átti vináttu að mæta hjá Ryels-fjölskyldunni og þannig kynntumst við Tómas og urð- um miklir vinir. Hann reyndist mér tryggðavinur til hinstu stundar. Við héldum vel saman öll skólaárin, þótt ekki værum við í nábýli seinni vet- urna sem við vorum í MA. Hann hafði fengið herbergi í heimavist skólans. Tómas reyndist frábær námsmað- ur. Hann hlaut hæstu einkunnir á stúdentsprófi 1943, enda var Tómas sérstaklega vel gefinn maður og stundaði nám sitt af alvöru og iðni. Honum var létt um nám. Tómas átti miklum vinsældum að fagna meðal skólafélaganna. Hann var svo skapi farinn að menn löðuð- ust að honum. Hann var einlægur og hlýr í viðmóti, trygglyndur og sér- staklega velviljaður maður. Hann var lifandi í tali, skemmtinn og um- talsgóður. Hann vakti traust í allri viðkynningu. Þannig var hann meðal okkar skólasystkinanna og glaður í vináttunni. Þetta þykir mér hafa ver- ið einkenni hans alla ævi. Ég á Tómasi Tómassyni mikið að þakka í vináttu okkar og tryggð hans sem aldrei bar skugga á og einnig kom fram í viðmóti hans við fjöl- skyldu mína. Eftir samvistir í Háskólanum skildi leiðir okkar nokkuð þar sem við störfuðum hvor á sínum starfs- vettvangi og í fjarlægð hvor frá öðr- um en fylgdumst þó með úr fjar- lægðinni. Eftir að við létum af störfum og aldur færðist yfir hafði samneyti okkar eflst. Við hittumst oftar. Ævistarf Tómasar var að lang- mestu leyti bundið við Keflavík. Hann var þar sparisjóðsstjóri og for- stöðumaður í bæjarstjórn og í fé- lagsmálum öðrum. Það var áreiðan- lega mikill fengur og lán fyrir Keflvíkinga að fá svo vandaðan mann til ábyrgðarstarfa. Hann var trúr og samviskusamur að eðlisfari og bar virðingu fyrir starfi sínu. Hann kunni vel að um- gangast fólk, var skilningsríkur og framúrskarandi velviljaður. Návist hans var traust, einlæg og góðgjörn. Það var hinn 6. desember 1952 sem Tómas kvæntist Halldísi Berg- þórsdóttur. Höfðu þau búið saman í farsælu hjónabandi í rúm 55 ár er ævi hans lauk. Börn þeirra eru fimm. Tómas var prýðilegur heimilisfaðir og veit ég að mikil ástúð var með for- eldrum og börnunum og fjölskyldum þeirra. Ég veit að Tómas hafði mik- inn stuðning af eiginkonu sinni. Þau voru samhent og samhljóðan var í heimilislífinu. Ég kveð vin minn Tómas Tómas- son með söknuði og virðingu og sömuleiðis gera það skólasystkinin öll er notið hafa margra samveru- stunda og vináttu við þau hjónin und- anfarin ár. Við vottum Halldísi og fjölskyldunni allri einlæga samúð okkar. Arngrímur Jónsson. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það kemur upp í hugann er við fylgjum Tómasi Tómassyni mági okkar til hinstu hvíldar. Þrátt fyrir alvarleg veikindi hans lifði vonin meðal okkar allra sem þótti svo vænt um hann um að fá enn eitt vor og sumar í návist hans. Tómas var Suðurnesjamaður, átti þar ástríkt heimili og systkini hans voru honum afar kær og náin alla tíð. Tómas fór að heiman til að afla sér mennta og að námi loknu með glæsi- brag kom hann aftur til starfa í heimabyggð þar sem hann átti glæstan starfsferil. Þar eignaðist hann sína glæsilegu eiginkonu, Hædý, og yndisleg börn. Heimilið var þeirra helgireitur og gestrisnin í hávegum höfð. Fjölskylda og vinir voru aufúsugestir alla tíð. Hugurinn hvarflar yfir öll 55 árin sem við vorum svo heppin að eiga samleið. Þau ár skilja eftir sig marg- ar kærkomnar minningar sem aldrei bar skugga á. Við þökkum fyrir þær. Við trúum að það felist sannleikur í orðunum „Þar sem góðir menn fara, þar eru guðs vegir“. Tómas gekk þann veg. Nú biðjum við Guð að styrkja Hædý og alla fjölskyldu hans á saknaðar- og skilnaðarstund. Minningin um Tómas mun lifa kær með okkur öllum sem hann þekkt- um. Blessuð sé minning hans. Dóra og Halla Bergþórsdætur. Þegar góður vinur fellur frá eru fyrstu hugsanir bundnar við sorg og trega en þegar farið er að rifja upp samskipti við viðkomandi gegnum tíðina breytast viðhorfin til hins betra og minningar liðinna samveru- stunda hrannast upp. Ég var svo heppinn að fá að njóta vináttu Tóm- asar Tómasarsonar og fjölskyldu hans um áraraðir, konur okkar spiluðu brids saman í mörg ár, dætur okkar skólasystur og vinkonur frá barnæsku og svo má lengi telja. Tómas kom víða við í starfi, fé- lagslífi, bæjarmálum og alls staðar var hann kallaður til forystu, enda var hann mjög vel af Guði gerður, skarpgreindur, vel lesinn og mennt- aður, hafði ákveðnar skoðanir í flest- um málum og fylgdi þeim eftir. Mér er hann einkum minnisstæður fyrir frábærar tækifærisræður, hugvekj- ur og hvatningarorð, sem hann átti svo létt með að hrífa áheyrendur með, hvort sem var á félagsfundum, samkomum eða á fundum Spari- sjóðsins í Keflavík, ekki síst eftir að hann lauk störfum hjá honum. Var hans sárt saknað á aðalfundi sjóðsins í síðasta mánuði, sem hann gat ekki sótt vegna veikinda sinna. Ég sé ekki þörf á að telja upp fleiri af mannkostum Tómasar en endur- tek hve mjög ég met áratuga vináttu við hann, Hædý og fjölskyldu þeirra og flyt henni, börnum og öðrum ætt- ingjum innilegar samúðarkveðjur okkar Emilíu, barna okkar og fjöl- skyldna þeirra. Blessuð sé minning Tómasar Tómasarsonar. Árni Þ. Þorgrímsson. Nú er komið að því að kveðja Tóm- as Tómasson, sem ég minnist fyrst og fremst sem vinar og öflugs for- ystumanns. Ég var svo heppinn að kynnast Tómasi þegar við sátum saman í bæjarstjórn Keflavíkur kjörtímabil- ið 1982 til 1986. Þá var Tómas forseti bæjarstjórnar. Hann gegndi því starfi með miklum sóma, vanur og góður ræðumaður, ótrúlega vel að sér á mörgum sviðum, góður stjórn- andi og það sem mestu skipti, góður og hlýr einstaklingur sem lærdóms- ríkt var að starfa með. Þessa bæjarstjórn hef ég oft kall- að „Eðalbæjarstjórnina“ vegna þess góða anda sem þar var. Tómas var í forystu, oddviti sjálfstæðismanna og í meirihlutasamstarfi með framsókn- armönnum en þá var Hilmar Péturs- son forystumaður þeirra. Það fór ekki á milli mála að á milli þeirra var vinskapur og mikið traust. Oddviti Alþýðuflokksins var Ólafur Björns- son. Allir höfðu þessir menn verið í bæjarstjórn í nokkur kjörtímabil þegar ég kem í hópinn, tæplega þrjá- tíu ára oddviti Alþýðubandalagsins. Það var mjög lærdómsríkt að koma í þennan hóp þessara reynslu- bolta. Stundum var tekist kröftug- lega á enda vorum við fulltrúar mis- munandi flokka, en í sveitarstjórnum er verið að vinna að málefnum sveit- arfélagsins og oft næst mjög góð samstaða um þau mál sem þar eru á dagskrá. Ég tel að til að svo verði skipti miklu máli hvernig stjórnandinn er. Hefur hann þann myndugleika og þann þroska að sjá að þrátt fyrir mis- munandi sjónarmið er oft meira sem sameinar og þrátt fyrir mismunandi skoðanir erum við öll einstaklingar með okkar kosti og galla? Þá er ein- mitt mikilvægt að stjórnandinn nái að sjá og draga fram kosti þeirra sem í hópnum eru. Þannig stjórnandi var Tómas. Ég minnist tilvika þegar við tók- umst á af miklum krafti. Að loknum slíkum fundum áttum við yfirleitt langt og gott spjall þar sem við fór- um yfir málin, vorum ekki endilega sammála en treystum tengslin og skildum í vináttu. Sameiginleg ferð ásamt konum okkar til Finnlands varð enn til að treysta böndin. Frá þessum tíma hafa leiðir okkar legið saman á margvíslegan hátt. Tómas var einn af stofnendum Lionsklúbbs Keflavíkur og var virk- ur í starfi hans alla tíð. Síðasti fundur sem ég sat með Tómasi var í upphafi þessa árs. Það var aðalfundur Hjartaheilla á Suðurnesjum, en það er enn eitt félagið sem Tómast starf- aði mikið í, var forystumaður um langt skeið og mótaði að miklu leyti starf þess félags. Á þann fund kom hann ásamt Heidy konu sinni. Eins og alltaf var mjög ánægjulegt að hitta þau. Þar tók Tómas til máls og lagði gott til málanna. Þá gerði ég mér ekki grein fyrir að það væri svona stutt eftir. Við Hulda vottum Heidy og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúð. Það er sárt að missa mann eins og Tóm- as. Það eru líka til margar góðar minningar og margt að þakka. Bærinn okkar hefur misst góðan leiðtoga og góðan einstakling. Jóhann Geirdal. Stúkubræður í Oddfellowstúkunni Nirði nr. 13 hafa misst heiðursfélaga sinn og fyrsta yfirmeistara. Í stúku- starfinu var Tómas fremstur á meðal jafningja. Fáguð framkoma þrosk- aðs leiðtoga og uppbyggilegar skoð- anir á málefnum okkar einkenndu framkomu hans. Hann var óþreyt- andi að leiðbeina, var ráðagóður og lifði einlægur samkvæmt einkunnar- orðum reglunnar. Tómas var traust- ur maður og eldhugi og fyrirmynd SJÁ SÍÐU 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.