Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 60
FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 95. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» 5 milljónir snúa til baka  Um fimm milljónir flóttamanna hafa snúið til baka til Afganistans á undanförnum árum, en málefni landsins eru til umræðu á leiðtoga- fundi Nató sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra sitja. Leiðtogafundurinn samþykkti yfirlýsingu um að Georgía og Úkraína ættu rétt á aðild að Nató. » Miðopna TM biðst afsökunar  Anton Bjarnason sem lýsti lélegri neyðarþjónustu TM og VISA eftir skíðaslys á Ítalíu í Morgunblaðsgrein í gær, fékk afsökunarbeiðni frá TM í gær og jafnframt ætlar VISA að kanna hvað hafi farið úrskeiðis. »12 Átelur Hannes  Höfundarréttarbrot Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors gegn Halldóri Laxness er áfall fyrir Háskóla Íslands að mati rektors. »6 SKOÐANIR» Staksteinar: Skilin á vinstri væng Forystugreinar: Fellum niður stimpilgjöld | Hækkanir og hungur Ljósvakinn: Íslenskan og fjölmiðlar UMRÆÐAN» Kaupendamarkaður Með ósýnilega hönd og blá augu Ógleymanleg sumardvöl í Vindáshlíð Færeysk menningarveisla Mikill samdráttur í bílasölu í BNA Hetja áttunda áratugarins Viktor á uppleið í Formúlu-3 Verðlauna Volvo fyrir árekstravörn BÍLAR» #4# 4 #4 4 4 4 # '4## 5  !6 ( / , ! 7  $  & 2 '' # 4 #4' 4 4 4# # '4# 4' '4 . 82 ( # 4 # 4## 4  #4 '4# 9:;;<=> (?@=;>A7(BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA(8 8=EA< A:=(8 8=EA< (FA(8 8=EA< (3>((A& G=<A8> H<B<A(8? H@A (9= @3=< 7@A7>(3,(>?<;< Heitast 0 °C | Kaldast -6 °C  Norðlæg átt, 5-10 m/s. Léttskýjað sunn- an og vestan til á land- inu en dálítil él norðan og austan til. » 10 Píanóleikarinn Ro- bert Levin vonar að nemendur sínir við Harvard muni verja peningum í menn- ingu og listir. » 54 TÓNLIST» Opnar dyr að undrum TÓNLIST» Ánægður með að vera kominn aftur. »57 Múgison er aðals- maður vikunnar. Í partífíling er nafnið borið fram mjúkíson en mögisön hjá ömmu hans. »59 TÓNLIST» Gríðarlega vel byggður TÓNLIST» Mínusliðar klæðast túrskónum að nýju. »52 KVIKMYNDIR» Diaz er sátt við hvar kílóin setjast. »55 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Nöfn þeirra er létust 2. Mikill hiti í bílstjórum 3. Mamma Beckhams brjáluð 4. Úthald ekki lykillinn  Íslenska krónan veiktist um 0,03% Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is FRANSKI knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, Emmanuel Petit, festi í fyrradag kaup á tveimur málverkum eftir Óla G. Jóhannsson listmálara á Akureyri. Verkin kaupir Petit gegnum umboðsaðila Óla, Opera-galleríið, í Lundúnum. Jean-David Malat, galleristi, segir að Petit sé mikill áhuga- maður um myndlist og hafi safnað verkum kerfisbundið undanfarinn áratug. „Okkur Petit er vel til vina og hann hef- ur keypt mikið af okkur. Ég hef verið að ráðleggja honum að kaupa verk eftir listamenn sem eru nýir á sjónarsviðinu, m.a. Óla, enda sé það góð fjárfesting. Hann þurfti raunar lítillar sannfær- ingar við þar sem hann er þegar orðinn mikill aðdá- andi Óla.“ Petit er ekki eini sparkandinn sem skiptir reglu- lega við Opera-galleríið því William Gallas, fyrirliði Arsenal, er fastagestur á sýningum á þess vegum. Petit gerði garðinn frægan m.a. með ensku félög- unum Arsenal og Chelsea en frægastur er hann lík- lega fyrir að hafa skorað þriðja mark Frakka í fræknum sigri á Brasilíumönnum í úrslitaleik HM fyrir tíu árum. Hann leggur nú stund á viðskipti, auk þess að annast sparklýsingar í sjónvarpi. Óli segir alltaf ánægjulegt þegar mikilvægir safnarar sýni verkum hans áhuga, ekki síst þegar þeir eru jafn þekktir og Petit. „Það spillir heldur ekki fyrir að hann lék með Arsenal en ég hef lengi haft taugar til þess liðs.“ Opnar listhús á Akureyri Óli hefur í ýmsu að snúast þessa dagana en 17. þessa mánaðar verður opnuð sýning á verkum hans í Singapúr. Sama dag opnar hann listhúsið Fest- arklett í gömlu kartöflugeymslunni í Listagilinu á Akureyri. Þá opnar hann einkasýningu hjá Opera- galleríinu í New York 1. maí. Þegar orðinn mikill aðdáandi  Knattspyrnumaðurinn Emmanuel Petit kaupir málverk eftir Óla G. Jóhannsson  Listamaðurinn opnar á næstu vikum sýningar í Singapúr og New York Aðdáandi Emmanuel Petit og Malat galleristi hjá Opera við annað verkið sem Petit keypti. Óli G. Jóhannsson Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is BANDARÍSKI lögmaðurinn og refsiréttarsérfræðingurinn Alan Dershowitz segir að nýtt form stríðs kalli á nýjar reglur. „Það þarf nýjar alþjóðlegar regl- ur til að taka á óhliðstæðum átök- um, til dæmis milli hryðjuverka- manna og lýðræðisríkja,“ segir hann. „Í gömlu reglunum var skýr skilgreining þess efnis að menn væru almennir borgarar nema þeir væru klæddir einkennisbúningum merktum stöðu þeirra. Það er fá- ránlegt nú. Hryðjuverkamenn eru ekki í einkennisbúningum, þeir bera ekki vopn á almannafæri og eru ekki merktir stöðu sinni. Hryðjuverkamenn eru stríðsmenn. Það er ekki lengur skýr lína á milli almennra borgara og stríðs- manna.“ Kona breytist t.d. í stríðsmann ef hún gerist mannlegur skjöldur, en taki hún barnið sitt með geti það ekki talist stríðsmaður. „Stríð eru ekki lengur háð af fólki í einkennisbúningum,“ segir Dershowitz. „Getur nokkur maður neitað því að þeir, sem stóðu á bak við hryðjuverkin 11. september voru hermenn?“ | 26 Alan Dershowitz segir stríð hafa tekið á sig nýtt form Vill nýjar reglur um átök Morgunblaðið/Árni Sæberg Verjandinn Alan Dershowitz fór í lögfræði til að taka málstað lítilmagnans og þiggur ekki þóknun fyrir helming þeirra mála, sem hann tekur að sér. „ÉG er svo mikil puttamanneskja og vil helst alltaf vera að búa eitthvað til,“ segir Ragnheiður Bjarnadóttir sem á aðeins fjög- ur ár í að verða 100 ára. Hún man tímana tvenna en hún var t.d. fyrsta stúlkan sem lærði á bíl í Þingeyjarsýslu. Ragnheiður er aldrei verkefna- laus og nýtir hverja stund til að prjóna agnar- smáa vettlinga á langömmubörnin. Eftir hana liggja ófáir fagrir hand- gerðir munir sem hún hefur flesta gefið en eitt af því sem er enn í fór- um hennar er stór kaffidúkur sem hún saumaði út í. Munstrið tók hún upp eftir postulínskaffistelli skreyttu páfuglum sem hún og mað- ur hennar, Arthur Guðmundsson, fengu í brúðargjöf árið 1942. Saga dúksins er sérstök, efnið í hann fékk hún t.a.m. í þakklætis- skyni fyrir að hlaupa uppi þjóf og árið 1980 vildi forstjóri Royal Crown Derby-verksmiðjunnar sem framleiddi postulínsstellið kaupa dúkinn dýrum dómum en fékk af- svar: Dúkurinn er ekki falur. | 24 Dýrmætur páfugladúk- ur ekki falur Fékk dúkefnið fyrir að hlaupa uppi þjóf Ragnheiður Bjarnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.