Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 29 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞEGAR apríl gengur í garð verður mér oft hugsað til þess tíma þegar ég sem barn beið full til- hlökkunar eftir fyrsta skráning- ardegi í sum- arbúðir KFUK í Vindáshlíð. Spenn- an var mikil því langar biðraðir mynduðust og flestir flokkar fylltust á fyrsta degi. Heppnin var þó ávallt með mér og í mörg sum- ur átti ég yndislegar stundir í Vind- áshlíð. Það er þroskandi og mótandi reynsla fyrir börn að dvelja í sum- arbúðum og hefði ég ekki fyrir nokk- urn mun viljað missa af þeirri reynslu. Að standa á eigin fótum í nokkra daga, læra að taka tillit til annarra, taka þátt í þroskandi leikjum, setja upp leikrit, fara í gönguferðir, syngja, hlusta á góðan siðferðisboðskap Biblíunnar og njóta lífsins með jafnöldrum er upplifun sem barn gleymir seint. Öll aðstaða á staðnum er til fyrirmyndar og ekki spillir fyrir að Vindáshlíð í Kjós er staðsett á einum fegursta stað landsins í kjarri vöxnu landi um- kringd fögrum hlíðum og fellum. Ég tel það hafa verið forréttindi að kynnast því góða starfi sem KFUM og KFUK hefur upp á að bjóða og vona að sem flest börn fái tækifæri til að taka þátt í sumarbúðastarfi félag- anna, hvort heldur er í Vindáshlíð, Vatnaskógi, Ölveri, Kaldárseli eða við Hólavatn. Skráning hefst laugardaginn 5. apríl og eru allar nánari upplýsingar á heimasíðu félaganna, www.kfum.is. GUÐBJÖRG S. PETERSEN, sagnfræðingur og kennsluréttindanemi í HÍ. Ógleymanleg sumardvöl í Vindáshlíð Frá Guðbjörgu S. Petersen Guðbjörg S. Petersen Á KJARVALSSTÖÐUM hefur síðan 26. janúar verið í boði yfirlitssýning á verkum eftir hinn merka færeyska listmálara Sámal Elias Joensen- Mikines. Yfirlits- sýningin hefur þá kosti að sýning- argestir öðlast áhrifamikla innsýn í lífsbaráttu Fær- eyinga, eins og Mikines þekkti hana. Á sýning- unni eru um 50 málverk sem spanna tímabilið frá 1928-1971. Kjarval Færeyinga Fyrir Færeyingum er Mikines eins og Kjarval er fyrir Íslendingum og sótti hann innblástur í náttúru og líf Fær- eyinga. Tengsl landanna ná langt aftur í aldir og langt út fyrir myndlist eins og hátíðin endurspeglar, en við und- irbúning á Mikines-sýningunni komst á einstakt samband aðila úr færeysku og íslensku menningarlífi sem skilar sér núna í þessari glæsilegu hátíð. Mikines er þungavigtarmálari í nor- rænni myndlistarsögu og hefur haft gríðarleg áhrif á færeyska myndlist- armenn. Hann var fjölhæfur listamað- ur og leitandi í efnistökum. Við skoðun sýningarinnar koma ýmsir og ólíkir ís- lenskir málarar frá hinu móderníska tímabili upp í hugann. Viðfangsefnin eru einnig að ýmsu leyti skyld, einkum í sjávarþorpsmyndum og eyjalands- lagi. Nú er að renna upp síðasta sýning- arhelgin á Kjarvalsstöðum og því ærið tilefni til að tengja þessa frábæru sýn- ingu við færeyska menningarveislu sem verður á laugardaginn kl. 14-18. Samstarfsaðilar Listasafns Reykja- víkur um Færeyska menningarveislu eru Færeyingafélagið í Reykjavík, Vestnorræna ráðið, Færeyska send- iskrifstofan í Reykjavík, Hótel Örkin og Flugfélag Íslands. Fjöldi fær- eyskra listamanna kemur fram í Fær- eyskri menningarveislu sem haldin verður á vegum Listasafns Reykjavík- ur og samstarfsaðila á Kjarvalsstöðum næstkomandi laugardag frá kl. 14-18. Fram koma færeyskir tónlistarmenn og dansarar, boðið verður upp á leið- sögn og leiki fyrir alla aldurshópa um sýningu Mikines og Leikbrúðuland sýnir brúðuleikhús fyrir börnin. Fróð- leikur um Færeyjar í máli og myndum verður í boði allan daginn en hátíðinni lýkur með einstakri matarkynningu á færeyskum þjóðarréttum, sem eiga engan sinn líka. ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR, formaður menningar- og ferðamálaráðs. Færeysk menningarveisla Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir ÞEGAR dregur úr spurn eftir íbúðarhúsnæði er gott að kaupa. Frá því síðla árs 2004 og fram á árið 2007 var dæmigerður seljendamarkaður, eignir seldust hratt og kaupendum vannst oft ekki tími að skoða eignir nægilega vel. Helsta umkvörtunar- efni kaupenda í þenslunni var að margir væru að bjóða í sömu eign og afleiðingin að oft seldust eignir á hærra verði en uppsett var og að fólk sæti eftir með sárt ennið þar sem þeir fengu ekki þá eign sem þeir buðu í. Þá var eitthvað um að kaupendur töldu sig hafa spennt bogann of mikið við þessar aðstæður. Í dag geta kaupendur skoðað eign- ir vandlega, kannað sínar fjármögn- unarleiðir og keypt á ásettu verði og jafnvel í sumum tilvikum á eitthvað lægra verði en ásett er. Lánakjör eru ekki eins góð í dag og þau voru frá því síðla árs 2004 og fram eftir árinu 2007, en þau eru samt betri en þau hafa verið undanfarna áratugi. Gott er að semja um lán sem eru ekki með uppgreiðslugjaldi ef kostur er og hafa því möguleika á endurfjármögnun þegar vextir lækka sem búast má við að ekki sé langt í. Regluleg endur- skoðun á lánskjörum er eitthvað sem fyrirtæki og einstaklingar hafa stundað í síauknum mæli, þannig að lánakjör á kaupdegi eru ekki aðal- atriðið, ef samið er um uppgreiðslu- heimild án sérstaks kostnaðar. Það er mun heppilegra að kaupa á afslöpp- uðum markaði, þá gefst tækifæri til að skoða eignina vel, grandskoða sambærilegar eignir á markaðnum og gera verðsamanburð. Úrvalið er meira, í dag eru til eignir á vinsælum stöðum sem stoppuðu ekki áður á skrám fasteignasala þegar selj- endamarkaður var til staðar. Í dag er einnig meira um skipti á eignum en sést hefur undanfarin ár, þannig að meiri líkur eru á því að mögulegt sé að bjóða íbúð sem hluta af greiðslu upp í stærri eign en verið hefur. Það er hins vegar mikill mis- skilningur að við slíkar aðstæður sé hægt að fá íbúðir keyptar á útsölu- verði, oftar en ekki er um heimili fólks að ræða og eigendur því bundir eigninni meiri tilfinningaböndum en almennt gerist um fjárfestingar. Hins vegar er ekkert sem mælir gegn því að bjóða hóflega niður ásett verð, má þá reikna með að fá tilboð samþykkt eða hóflegt gagntilboð á móti. Rétt er að leita ráðgjafar hjá fasteignasalan- um, hann kann leikreglurnar og á auðvelt með að benda tilboðsgjafa á skynsamlegar leiðir við tilboðsgerð- ina, til þess hefur hann menntun og reynslu. Við slíkar aðstæður þurfa í raun bæði kaupendur og seljendur að end- urskoða stöðuna. Seljandinn þarf að átta sig á því að það bíða ekki kaupendur í röðum eftir hans eign og því er mikilvægt að ná samningum við þá sem sýna eigninni áhuga. Það getur verið langur tími í næsta mögulega kaupanda, í dag eru vextir háir og andvirði eignar því fljótt að ávaxta sig. Kaupandinn þarf að átta sig á því að kaupendamarkaður þýðir ekki að eignir seljist langt undir ásettu verði, heldur að möguleiki er á að athafna sig með meiri varkárni en gerist á seljendamarkaði og að eignir seljast ekki á yfirverði og jafnvel á verði sem er einhverjum prósentustigum undir ásetta verðinu. Hætta er á að missa af góðri eign með að bjóða hana of langt niður enda erfitt að fá selj- endur til að svara slíkum tilboðum. Reynslan hef- ur síðan sýnt að eftir að tregða hefur verið á markaði er hætt við snöggum verðhækk- unum þegar eftirspurn eykst. Fjölda fólks í dag vantar nýtt húsnæði, bæði ungt fólk sem er að stofna heimili og aðra sem þurfa eða vilja breyta til. Marg- háttaðar aðstæður geta legið að baki, t.d. breytingar á fjölskylduhögum, fjárhag, búferlaflutningar, breyt- ingar á vinnustað og ýmsu öðru. Nú með hækkandi sól getur verið góður og skemmtilegur tími að kanna mögu- leikana á fasteignamarkaðnum, og, þegar draumaeignin er fundin, gera í hana tilboð með aðstoð fasteignasal- ans og vinna að því með honum að fá kauptilboð samþykkt. Töflu um öll helstu lán sem bjóðast á íbúðalánamarkaði og kjör má sjá á heimasíðu Félags fasteignasala, ff.is Grétar Jónasson og Viðar Böðvarsson skrifa um hagstæðan fasteignamarkað fyrir kaupendur » Þegar dregur úr spurn eftir íbúðar- húsnæði er gott að kaupa Grétar Jónasson Höfundar eru löggiltir fasteignasalar. Viðar Böðvarsson Kaupendamarkaður VIÐ stöndum nú frammi fyrir miklum vanda. Við erum meðal þeirra þjóða sem hæstar tekjur hafa á mann. Skortur veldur eft- irspurn eftir íslenskri orku og eru horfur á að svo verði áfram. Í því felast tækifæri sem við hljótum að nýta. Verðmæti sjáv- arafla er með mesta móti. Ekki er því við ytri öfl að sakast. Stjórnvöld hafa hins vegar gert mistök sem munu færa okkur neð- ar á lista velmegandi þjóða. Tískubundin oftrú stjórnvalda á af- skiptaleysi í hagstjórn olli því. Mistökin voru að láta lánaþenslu ár- anna 2004-7 afskipta- lausa. Fyrirséð þróun Ef segja má fyrir um hagþróun má stjórna henni. Vand- inn var fyrirséður. Fyrir þremur árum var Morgunblaðið svo vinsamlegt að birta fjórar greinar mínar 11.-14. janúar 2005. Fyrst ,,Sápukúlur springa að lokum“, þá ,,Eru markaðsverðmæti ofmetin?“, næst ,,Útlánaaukning og velferð“ og loks ,,Fyrst draumur, svo mar- tröð“. Algleymi dansins í kringum gullkálfinn var slíkt að fólk kippti sér ekki upp við skrifin. Fleiri skrif- uðu, vöruðu við og hvöttu til um- ræðna. Ósýnileg hönd Adam Smith er nefndur faðir hagfræðinnar. Hann ritaði um hina ósýnilegu hönd, sem hjálparlaust átti að tryggja jafnvægi frjálsra markaða. Ég settist í viðskiptadeild HÍ 1972. Gylfi Þ. Gíslason kom þá aftur til starfa sem prófessor eftir langvarandi afskipti af stjórn- málum. Rekstrarhagfræði var hans grein. Hann kenndi að allur hagn- aður ætti upptök í ófullkomleika markaða og að ekkert væri til sem kalla mætti fullkominn markað. En ef hann væri til mundi það leiða til þess að hagnaður hyrfi í samkeppn- inni. Tilvist hagnaðar sýndi að markaðir væru varla frjálsir eins og Adam Smith áskildi. Annar minn- isstæður heiðursmaður er Ólafur Björnsson prófessor og áður þing- maður. Ólafur kenndi þjóðhagfræði. Hann fjallaði um árin frá 1900-1930 og ,,Laizzes-faire“-stefnuna sem þá var í tísku, sem hann taldi hafa valdið mestu um kreppuna miklu. Sú stefna fól í sér tröllatrú á af- skiptaleysi og hina ósýnilegu hönd. Ólafur gerði grín að þeirri oftrú, hló sínum smitandi hlátri að vit- leysunni og stúdent- arnir með. Hann taldi afskiptaleysi í hag- stjórn fullreynt. Hugmyndir og framkvæmd Hannes H. Giss- urarson kom síðar sprenglærður frá Ox- ford með gamlar hug- myndir í nýjum bún- ingi, vígfimur og krafðist umræðu. Á þessum tíma voru stjórnmálin leiðinleg og snerust um ,,moðið á miðjunni“. Hannesi er það einkum að þakka að þetta breytt- ist. Andstæðingar hans leystust úr álög- um. Umræða varð mikil og ritstjórar dag- blaða fengu nýja hleðslu á sín batterí. Hannes tók ástfóstri við hina ósýnilegu hönd. Hugmyndir eru til umræðu, en stjórn- völd verða að staðfæra, því breyt- ingar þurfa að taka tillit til raun- veruleikans. Sköpuð voru almenn vaxtarskilyrði. Í hönd fór lengsta góðæri í sögu þjóðarinnar 1994- 2007, með mjúkri millilendingu 2001-2. Á slíkum tímum reynir lítt á hagstjórn, en þó ber að vakta að hagstærðir fari ekki úr böndum. Ástæðan er sú að þá hætta stýri- vextir að virka, þeir eru aðeins til fínstillingar á hagkerfinu. Einkavæðing banka var hluti af endurmati á þátttöku ríkisins í rekstri. Í örsmáu hagkerfi er sér- stök þörf fyrir að vakta skipulag stofnana hvers markaðar vegna fá- keppni. Alþjóðlegar reglur gera skýran greinarmun á hlutverki inn- lánsstofnana annars vegar og fjár- festingarbanka hins vegar. Rétti til að taka við innlánum fylgja sér- stakar skyldur um starfshætti því sparifjáreigendur fá engar trygg- ingar. Traust þeirra er ómissandi. Á hinn bóginn leita fjárfesting- arbankar til fjársterkra stofnana um lánsfé og geta í því ljósi tekið meiri áhættu. Þegar bankarnir voru einkavæddir varð það slys að inn- lánsstofnanir komust í hendur spá- kaupmanna sem réðu stjórnendur úr fjárfestingarbönkum. Gamla Kaupþing var fjárfestingarbanki og FBA var það líka. Þetta er innsti kjarni óhappsins: Þeir komust yfir innlán til að nota í fjárfestingum sínum. Stjórnvöldum yfirsást að ekki má reka innlánsstofnanir eins og spilavíti. Stærð bankanna er nú áttföld þjóðarframleiðslan. Sú spila- borg, að mestu erlendis, stendur á veikum grunni. Vissu þeir sem lán- uðu bönkunum þetta fé ekki að rík- isábyrgðir eru liðin tíð? Á íslensk þjóð nú að taka lán vegna umsvifa sem ekki voru í hennar þágu? Bláeyg stjórnvöld Forystumenn þjóðarinnar þurfa að staðfæra hugmyndir. Stundum verða menn því að leggja sín póli- tísku prinsipp til hliðar og gera það sem er skynsamlegt. Sú staðreynd blasir við að fæstir markaðir á Ís- landi eru frjálsir eins og Adam Smith áskildi. Allt frá árinu 1993, þegar sérstök samkeppnislög tóku fyrst gildi hér á landi, hefur orðið mikil samþjöppun í átt til fákeppni. Æ ofan í æ hafa orðið sameiningar sem yfirvöld hafa samþykkt með skilyrðum, í stað þess að synja. Flestir markaðir eru nú orðnir fá- keppnismarkaðir sem einstakir markaðsaðilar geta haft áhrif á. Leggjum því hugmyndina um ,,La- izzes-faire“ og hina ósýnilegu hönd til hliðar, hún á ekki við hér á landi. Stjórnvöld, sem hafa verið bláeyg og sofið á verðinum, þurfa nú að vakna upp, þó að við vondan draum sé. Með ósýnilega hönd og blá augu Ragnar Önundarson skrifar um hagþróun » Vissu þeir sem lánuðu bönkunum þetta fé ekki að rík- isábyrgðir eru liðin tíð? Á ís- lensk þjóð nú að taka lán vegna umsvifa sem ekki voru í hennar þágu? Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur, bankamaður og fjármálaráðgjafi. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.