Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 39 skólann, Ósýnilega félagið, en það var stofnað og starfrækt á 18. öld. Mark- mið félagsins er að efla menntir og vísindi með rannsóknum og fyrir- lestrum. Reyndist Bolli þeim fé- lagsskap drjúgur liðsmaður. Sagan og listin voru Bolla einkar hugleikin viðfangsefni enda marg- fróður í þeim greinum auk þess að vera sjálfur þjóðkunnur listamaður. Fannst honum sjálfgefið að á Hóla- stað risi kirkjumuna- og kirkjulista- safn. Fékk hann því framgengt með hjálp áhugasamra samherja að frum- varp var lagt fram á Alþingi þar að lútandi. Ekki naut það þó stuðnings svo af framkvæmd yrði, en hugsjónin vakir og bíður þess að verða með ein- hverjum hætti að veruleika. Bolli lét þó ekki staðar numið heldur hófst handa um að vekja söguna til lífs á Hólastað þótt með öðrum hætti væri. Fékk hann þá snjöllu hugmynd að endurreisa Auðunarstofu hina fornu, sem verið hafði biskupsstofa á Hólum í 500 ár, og bæta þar með úr aðstöðu- leysi embættisins á staðnum. Er ekki að orðlengja það að með aðstoð góðra manna fékk hann því framgengt að stofan var reist. Er hún hin mesta staðarprýði og ber fagurt vitni fornri húsagerðarlist sem og snilld í hönnun og handbragði þeirra sem að unnu. Jafnframt er hún veglegur minnis- varði um herra Bolla Þ. Gústavsson Hólabiskup. Blessuð sé minning hans. Blessuð séu þau öll sem hann unni. Jón Aðalsteinn á Hólum. Hann stendur fyrir altari og tónar. Hér er ekkert raul heldur sungið full- um rómi, bjartri, mikilli tenórrödd. Hátíðasöngvar séra Bjarna ná há- punkti þegar hann lyftir höndum til að blessa. Þá fyllist kirkjan ekki bara af blessun Drottins heldur líka músík þeirra tveggja, tónskáldsins og flytj- andans. Og söfnuðurinn hrífst. Þannig munum við séra Bolla. Munum hann greinilega þótt næstum séu 17 ár liðin síðan hann hætti sem prestur í Laufási og varð biskup á Hólum. Við sáum eftir honum þá en gátum þó ekki kvartað, höfðum fengið að hafa hann í 25 ár. Kannski vorum við líka dálítið spennt fyrir hans hönd að sjá hann taka við þessu embætti. Svolítið stolt líka. Vissum að hann mundi bera biskupskápuna með sóma. Okkar prestur. Á næstu mynd stendur hann í stólnum. Skýrmæltur, orðhagur og flytur predikun sína af sannfæringu þess sem veit að hann hefur boðskap að flytja. Hvað skyldi hann vitna í mörg skáld í dag? hugsar söfnuður- inn. Að vitna í skáld var sérgrein séra Bolla sem hann beitti af mikilli íþrótt. Hann var afar vel heima í bókmennt- um og það var list hans að flétta snjallyrði skálda og rithöfunda inn í mál sitt. Skipti eiginlega ekki máli um hvað hann talaði, alltaf gat hann kall- að eitthvert skáld sér til fulltingis til að skerpa mál sitt eða sýna á því nýj- an flöt. Lán hvers safnaðar er að hafa góð- an prest, sérstakt lán að fá að hafa hann lengi. Í litlu samfélagi verður presturinn kunningi og heimilisvinur allra og verður þannig einn af þeim föstu punktum tilverunnar sem hægt er að ganga að vísum og reiða sig á að séu þarna þegar á þarf að halda á stundum gleði og sorgar. Tilbúinn til þátttöku í daglegu lífi fólksins, fé- lagslífi þess jafnt sem hversdagslegu amstri. Þannig var séra Bolli. Hann tók meira að segja þátt í vörutalningu í búðinni hjá Pétri. Það var gaman að umgangast Bolla. Hann hafði þennan smitandi hlátur og þetta glaðlega yfirbragð sem geislaði út frá honum. Það fylgdi honum gleði. Líka á sorgarstundum. Stundum heyrðist sagt eftir jarðar- farir: „Þetta hefði enginn prestur get- að gert betur.“ En séra Bolli var ekki bara þessi afbragðs prestur. Hann var líka lista- maður og ekki einhamur á því sviði. Hann hefði getað orðið óperusöngv- ari. Hann hefði náð langt sem mynd- listarmaður eða skáld og rithöfundur ef honum hefði gefist meiri tími til að sinna því. Um það bera bækur hans glöggt vitni. Þær hefðu átt að verða fleiri þegar starfsævi lauk og um hægðist. Vægðarlaus sjúkdómur kom í veg fyrir það. Og nú er komið að því sem hann sjálfur orðaði þannig í ljóði sínu Endadægur sr. Björns Halldórs- sonar: Heilagt englalið kallar skáld til farar. Það fylgdi honum gleði. Þess vegna kveðjum við hann núna með gleði og þakklæti fyrir að hafa fengið að vera samvistum við hann og njóta þess sem hann hafði að gefa. Gleði yfir því að hann skuli nú laus úr þeim fjötrum sem hann var bundinn síðustu árin. Hugur okkar í söfnuðum Laufáss og Grenivíkur er þessa dagana hjá Matthildi og hennar stóru fjölskyldu. Við sendum þeim okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Björn Ingólfsson. Mér þykir mjög vænt um bókina sem hún Hildur Eir færði mér fyrir fáeinum árum. Kveðja höfundarins, föður hennar, fylgdi bókinni. Það var hlýleg kveðja góðs manns sem alltaf hafði sýnt mér velvild og vinsemd en var nú sífellt meira markaður af erf- iðum sjúkdómi. Fyrstu samskipti okkar voru á menntaskólaárum mínum þegar við í KSS báðum hann um að skrifa grein í Kristilegt skólablað. Það gerði sr. Bolli með mikilli ánægju. Nokkrum árum síðar kom ég í Laufás í hópi guðfræðinema. Móttökurnar tóku öllu fram sem hópurinn hafði kynnst – og þó var alls staðar tekið á móti honum af miklum myndarskap. En glæsilegur kvöldverður hjá frú Matt- hildi og sr. Bolla í Laufási er ógleym- anlegur. Þau hjónin voru samhent í þessu sem öðru. Þó var ekki erfitt að álykta að hún hefði átt meiri aðild að undirbúningi máltíðarinnar! Frú Matthildur stóð fullkomlega við hlið eiginmanns síns og átti sinn drjúga þátt í því hve vel honum farnaðist. Eftir að ég vígðist varð ég aldrei var við að sr. Bolli kæmi öðruvísi fram við mig en sem jafningja. Hann var þannig gerður að öllum mátti líða vel í návist hans og farsæll í þjónustu sinni við Guð og kirkju hans. Á vegferð lífsins hefi ég kynnst flestum börnum þeirra hjóna. Þau hafa fengið gott veganesti í foreldra- húsum og fyrir þeim hefur legið að þjóna trúnni og listinni. Það hefur föður þeirra líkað. Sr. Bolli Gústavs- son var einlægur trúmaður og mikill listamaður. Hann orti, teiknaði og skrifaði góðan texta. Í honum mætt- ust trú kynslóðanna og menningar- arfleifð þjóðarinnar með einstökum hætti. Kirkjunni reyndist hann góður þjónn og kollegum í prestastétt ljúfur samþjónn. Það kom ekki á óvart að Norðlendingar skyldu velja hann vígslubiskup í Hólastifti hinu forna. Að leiðarlokum skal þökkuð fögur þjónusta sr. Bolla við kirkjuna okkar og kristni landsins. Söknuðurinn við fráfall hans er samofinn feginleikan- um yfir því að hann skuli nú hafa fengið lausn frá erfiðum, ólæknandi sjúkdómi. Hann dó til að rísa upp með frelsara sínum, í eilífri dýrð hans. „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist“ (I. Kor. 15:57). Sr. Ólafur Jóhannsson, for- maður Prestafélags Íslands. Við hjónin kynntumst þeim Bolla og Matthildi er þau komu að Hólum á prestastefnu eða aðra viðburði tengda kirkjunni. Þessi ljúfi og kviki maður, ævinlega með bros á vör, hafði afar góða nær- veru og lagði alltaf gott og uppbyggj- andi til mála. Þegar Bolli var svo kosinn vígslu- biskup Hólastiftis flutti hann með fjölskyldu sinni heim að Hólum. Í vígslubiskupstíð Bolla og búsetu á Hólum átti hann ríkan þátt í að festa enn betur í sessi hið nýendurreista biskupsembætti. Saga, aldagömul menning og helgi Hólastaðar fékk með Bolla sterkan talsmann og góðan leiðtoga. Bolli hafði einstaklega fallega og hljómmikla rödd. Hann var gott skáld, gæddur geislandi frásagnar- hæfleikum og flutti talað mál svo vel að unun var á að hlýða. Bolli Gústavsson í biskupsskrúðan- um fyrir altari Hóladómkirkju, þar sem hann tónar guðspjallið með hina fornu altarisbrík Jóns Arasonar í bakgrunn og tekur undir messusöng- inn fullum hálsi, er upplifun sem lét engan ósnortinn. Þau voru eins og sköpuð hvort fyrir annað, helgi og einstakur hljómburð- ur Hóladómkirkju og djúp og fyllt rödd Bolla Gústavssonar. Hið forna biskupshús, Auðunar- stofa sem Auðunn biskup Þorbergs- son lét reisa um 1320, stóð í fullri reisn allt til þess er biskupsstóll var lagður niður á Hólum upp úr alda- mótum 1800. Á þeim niðurlægingar- árum sem í hönd fóru var Stofan því miður rifin. Bolli einsetti sér að endureisa Auð- unarstofu sem líkast því sem hún var til forna. Við minnumst með aðdáun elju hans og þrautseigju í að ná því hugð- arefni fram. Ferð hans til Björgvinjar í Noregi í þessu skyni er eftirminnileg. Ljúka þurfti samningum um hlut Norðmanna í byggingunni. Þeir lögðu til timbrið og hluta af fornri verk- þekkingu í byggingu hússins. Hólastóll átti fyrr á öldum rétt til viðarhöggs í tilteknum skógum Nor- egs. Sagnir eru til um viðarhögg Auð- uns biskups rauða og Jóns biskups Arasonar í norskum skógum Hóla- staðar. Var gantast með að nú gengi Bolli Gústavsson sömu skógargötu og sækti sér viði líkt og hinir fornu bisk- upar Hóla gerðu. Það var léttstígur biskup með sig- urbros á vör sem steig upp í flugvél- ina á leið heim til Hóla með alla samn- inga um endurgerð Auðunarstofu í höfn. Húsið var svo vígt og tekið í notkun við hátíðlega athöfn skömmu áður en Bolli lét af biskupsembætti á Hólum. Auðunarstofa hin nýja er fagurt list- verk og handiðn sem mun standa um ókomnar aldir sem órækt minnis- merki um biskupstíð Bolla Gústavs- sonar á Hólum. Samstarf og vinskapur okkar Bolla á Hólum var afar náinn og góður. Atvikin höguðu því svo til að börn okkar bundust hjúskaparböndum og urðu því tengslin og vináttan við hann og fjölskylduna enn nánari en ella. Það er ljúft að minnast manns eins og Bolla Gústavssonar. Hann auðgaði samfélagið með gleði sinni, kærleik og hlýju. Guð gefi landi voru marga slíka. Við fjölskyldan þökkum Bolla fyrir vináttu og samstarf á undanförnum áratugum og sendum Matthildi og fjölskyldunni allri einlægar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Bolla Gústavs- sonar. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason. Fornvinur okkar Bolli Gústavsson hefur verið kallaður burtu eftir giftu- drjúgt ævistarf, en langa og erfiða sjúkdómslegu. Við minnumst margra ánægjustunda með honum, mikil- hæfri konu hans og börnum þeirra sex og söknum liðinna ánægjustunda á Akureyri og í Laufási við Eyjafjörð þar sem hlátur og fölskvalaus gleði ríkti. Við minnumst einnig samveru- stunda við Bolla frá björtum árum okkar í Menntaskólanum á Akureyri, skólaleikritinu Æðikollinum, málfund- um á Sal og umræðum á síðum skóla- blaðsins Munins, sem Bolli ritstýrði, og einnig vinnu okkar við skreytingar á skóladansleikjum og teikningar í Carminu. Minningarnar hópast að og fyrir þessar góðu minningar og sam- ferðina gegnum lífið viljum við þakka. Bolli Gústavsson var miklum hæfi- leikum búinn, næmur rithöfundur, góður ræðumaður, listfengur teiknari og smekkvís söngmaður. Þó er það fremur góðvilji hans, hlýja og glaðvær hlátur sem eru okkur efst í huga á þessari skilnaðarstund. Orð Páls post- ula í fyrra Korintubréfi um kærleik- ann koma okkur í hug, því að kær- leikur Bolla var mikill. „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ Vinátta og margvíslegar gjafir þeirra Matthildar og Bolla frá liðnum árum eru okkur mikils virði. Eina gjöfina höfum við fyrir augunum dag hvern, hinar fögru vatnslitamyndir Jóns Engilberts við ljóð Jónasar Hall- grímssonar. Þessar myndir eru okkur mjög kærar eins og minningarnar um Bolla Gústavsson, þann góða dreng. Um leið og við þökkum vegferðina vottum við Matthildi og börnunum samúð okkar. Margrét Eggertsdóttir. Tryggvi Gíslason. Kveðja frá íbúum Grýtubakkahrepps Látinn er séra Bolli Gústavsson, fyrrverandi sóknarprestur í Laufási. Séra Bolli gerðist sóknarprestur okk- ar árið 1966 en áður hafði hann þjónað í Hrísey. Árið 1991 var hann vígður vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal og flutti fjölskyldan þá frá Laufási. Þessa dagana leitar hugur sveitunganna til baka og þeir rifja upp góðar stundir með horfnum vini. Séra Bolli og hans fjölskylda settu fljótt svip á samfélagið, m.a. var hann einn af stofnendum Lionsklúbbsins Þengils. Séra Bolli var fjöllistamaður. Hann var gott skáld og afar pennafær, enda liggja eftir hann góð og mikil verk. Einnig var hann drátthagur og prýða myndir eftir hann veggi víða í sveitar- félaginu. Í kirkjunni fyllti rödd séra Bolla út í hvern krók og kima, hvort heldur þegar hann tónaði eða þegar hann flutti talað mál. Það var því aldr- ei svefnsamt í kirkju hjá presti. Síðast en ekki síst einkenndi séra Bolla hversu brosmildur hann var og hefur sá eiginleiki ríkulega erfst til barnanna sem og aðrir fyrrnefndir eiginleikar. Brosið áorkar miklu sé því stráð á lífsins veg. Kæra Matthildur, Hlín, Jóna Hrönn, Gústav Geir, Gerð- ur, Bolli Pétur, Hildur Eir og allt ykk- ar fólk. Íbúar Grýtubakkahrepps votta ykkur innilega samúð sína og við þökkum séra Bolla fyrir góða samfylgd. Guðný Sverrisdóttir. Kærleikur, sköpunarkraftur, hóg- værð og skemmtileg kímnigáfa eru mér efst í huga þegar ég minnist Bolla Gústavssonar. Leiðir okkar lágu saman á Hólum í Hjaltadal, er við hófum þar störf um svipað leyti upp úr 1990. Samskiptin voru marg- vísleg og með okkur tókst góð vinátta. Heimsóknir til Bolla, Matthildar og fjölskyldu voru ætíð gefandi og ófáar samræður og pælingar sem þar áttu sér stað. Þessi samskipti vörpuðu nýju ljósi á tilveruna, hjálpuðu mér að þroska tilfinninguna fyrir gildi Hóla- staðar og skjóta þar rótum. Bolli var boðberi fagurrar menn- ingar og það sem hann tók sér fyrir hendur bar merki lista- og fræði- manns. Fljótlega ræddum við að æskilegt væri að stofna vísinda- og fræðafélag á Hólum, og þegar farið var að huga að skipulagi þess hafði Bolli fundið einkar snotra leið. Ósýni- lega félagið sem stofnað var á Hólum á síðari hluta 18. aldar skyldi endur- vakið. Það var gert og síðan hefur fé- lagið verið mjög virkt og sýnilegt! Stórhugur Bolla um framtíð Hóla var mikill og hann var einlægur tals- maður staðarins. Hann og fjölskylda hans urðu órofa hluti af samfélagi staðarins og munu ætíð verða. Hug- mynd hans um endurreisn hinnar fornu Auðunarstofu varð að stórvirki. Auk þess að vera byggingarlistaverk hýsir Auðunarstofa skrifstofu vígslu- biskups, margvíslegt menningarstarf og bækur Hólaprents. Hún er verð- ugur minnisvarði um Bolla, yfirlæt- islaus og djúpfögur. Samstarf kirkju og skóla hefur ávallt verið hornsteinn starfseminnar á Hólum. Það var gott að vinna með Bolla að málefnum Hóla. Virðing, tillitssemi og hug- myndaauðgi einkenndu framkomu hans og ekki síður smitandi gleði. Ósjaldan voru brosið og glettnislegur hlátur hans meðölin sem hjálpuðu við úrlausn jafnvel erfiðustu verkefna. Ég lærði mikið af honum. Allt líf Bolla einkenndist af djúpri tilfinningu fyrir helgustu verðmætum lífsins. Það eru mikil forréttindi að hafa átt samleið með slíkum manni. Hann var sannur vinur. Á Hólum minnumst við öll góðs og gefandi manns. Við Sólrún vottum Matthildi, börnunum og öllum að- standendum Bolla okkar dýpstu sam- úð. Skúli Skúlason rektor. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, GUNNAR G. GUÐMUNDSSON frá Rafnkelsstöðum, Garði, Kirkjuvegi 5, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn 1. apríl. Gunnar verður jarðsunginn frá Útskálakirkju fimmtudaginn 10. apríl kl. 14.00. Unnur Sigurðardóttir, Hreiðar Gíslason, Thelma María og Aron Ingi. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, HERDÍS ÓLAFSDÓTTIR, Brennigerði, lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki, laugardaginn 29. mars. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 5. apríl kl. 14.00. Margrét Stefánsdóttir, Álfur Ketilsson og fjölskylda. ✝ Okkar ástkæri, FLOSI ÓLAFSSON múrarameistari, Jónsgeisla 1, Reykjavík, lést af slysförum miðvikudaginn 2. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigríður Steinunn Jónasdóttir, Hólmgeir Elías Flosason, Berta Björg Sæmundsdóttir, Valgeir Ólafur Flosason, Valgerður Guðmundsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Bolla Gústafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.