Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LJÓSMYNDIR Spessa sem nú má sjá í listasal Orkuveituhússins í Reykjavík eru einfaldar við fyrstu sýn. Þær sýna matarbakka starfs- manna Orkuveitunnar að loknum hádegisverði einhvern tíma á liðnum vetri. Sýninginn ber nafn réttar dagsins þann daginn; „Kjúklinga- lund „fajitas“ að hætti Google– manna, mexíkósk maíssúpa og súkkulaðiís“. Myndir Spessa hafa einnig verið gefnar út á bók ásamt uppskrift að réttinum sem ætluð er fyrir fjögur hundruð manns, með textum eftir Jón Proppé og Sjón. Spessi myndar töluverðan fjölda af matarbökkum, ofan frá þannig að diskurinn og matarleifarnar blasa við, formin eru einföld, hringur og ferningur brotin upp á mismunandi hátt af matarleifum, servíettum eða kókflöskum. Gulur litur maíssúp- unnar er stundum ríkjandi, eða lit- ríkt salat, hýði appelsínubáta. Hér er m.a. vísað til hugmynda listamanna frá síðari hluta 20. aldar, þegar bandaríski listamaðurinn Jo- seph Kosuth skrifaði texta sem hann nefndi „Listamaðurinn sem mann- fræðingur“ og líkti starfi listamanns- ins við mannfræðirannsókn á eigin umhverfi. Slíkar hugmyndir eru í dag orðnar sjálfsagður hluti af hugs- un margra listamanna. Skrásetning var einnig algeng vinnuaðferð hug- myndalistamanna á síðustu öld. Spessi vinnur verk sín í þessum anda og er oft lunkinn að finna við- fangsefni sem leyna á sér, líkt og hann gerir nú. Hugrenningar við skoðun myndanna eru margvíslegar og áleitnar hvað varðar íslenskt samfélag og hegðun stórfyrirtækja og einstaklinga innan þess. Mötu- neyti Orkuveitunnar einkennist af algjörri ofgnótt, kjöt, salat, ávextir, súpa og eftirréttur. Diskarnir eru ólíkir og bera notendum sínum fjöl- breytilegt vitni. Margir hafa til- hneigingu til að fá sér allt of mikið á diskinn, líkt og við könnumst flest við, og sóunin er mjög mikil. Í yfirfærðri merkingu má líta á það sem einkenni samtímans; að fá sér of mikið á diskinn. Og erum við ekki einmitt að súpa seyðið af græðginni í þessum skrifuðu orðum? Ástandið sem ríkir í samfélaginu í dag ljær sýningu Spessa aukið vægi og þáttur samtímaádeilu verður sterkari en ella. Portrett af samtímanum MYNDLIST Gallerí 100°, Húsi Orkuveitunnar í Reykjavík Til 2. maí. Opið alla virka daga frá kl. 8:30-16. Aðgangur ókeypis. „Kjúklingalund „fajitas“ að hætti Google– manna, mexíkósk maíssúpa og súkku- laðiís“, Ljósmyndir, Spessi bbbnn Matarbakki „Myndir Spessa hafa einnig verið gefnar út á bók ásamt upp- skrift að réttinum sem ætluð er fyrir fjögur hundruð manns.“ Ragna Sigurðardóttir SUMT fólk heldur að fagott sé eitt- hvað sem maður tengir við samkyn- hneigð. Ekki allir vita hvað fagott er, enda eru fagotttónleikar fátíðir. Hljóðfærið býður ekki heldur upp á svo marga möguleika að það rétt- læti löng einleiksverk. Tónleikar í 15:15-röðinni á sunnudaginn voru því forvitnilegir, en þar flutti Krist- ín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari íslensk verk, nokkur þeirra með fulltingi Guðrúnar Óskarsdóttur semballeikara. Hugleiðing Önnu S. Þorvalds- dóttur, sem var fyrsta verkið á dag- skránni, olli vonbrigðum. Þar voru að vísu áheyrilegar hendingar, en þær urðu aldrei að neinu bitastæðu. Og Sónata XII og Sumarsólstöður eftir Jónas Tómasson, sem á eftir komu, voru einkennilega rislitlar og hugmyndasnauðar tónsmíðar. Mun athyglisverðari var Fönsun IV sem Atli Heimir Sveinsson samdi árið 1968, verk sem var þó aldrei borið fram fyrir áheyrendur á þeim tíma. Atli endurskoðaði verkið fyrir skömmu og var það frumflutt á tónleikunum í nýrri mynd. Einn tónn var hálfgert leið- arstef, öll tónlistin hverfðist um hann, hann breiddi úr sér í ýmsar áttir en kom alltaf aftur og varð þá bara að sjálfum sér á ný. Fókusinn í tónlistinn gaf henni spennu sem ánægjulegt var að upplifa, og var það kærkomið eftir ládeyðuna þar á undan. Túlkun Kristínar var líka ágætlega útfærð. Síðasta atriði dagskrárinnar, Úr rímum af Rollant (einn af riddurum Karla-Magnúsar) eftir Þorkel Sig- urbjörnsson, er líka skemmtileg músík. Þar byggir tónskáldið einkar skáldlega á einfaldri hend- ingu sem hefur á sér suðrænt yf- irbragð og er útkoman í sjálfu sér mergjuð. Verkið kom þó ekki alveg nógu vel út á tónleikunum, aðeins örlaði á óöryggi í flutningi, auk þess sem styrkleikaójafnvægi á milli hljóð- færanna var bagalegt. Semballinn var svo veikradda að hann náði aldrei að seiða fram réttu stemn- inguna, þótt það hafi ekki verið semballeikaranum að kenna. Óneit- anlega velti maður því fyrir sér hvort ekki hefði verið hægt að magna sembalinn aðeins upp, líkt og gert er þegar gítar kemur við sögu í sinfónískum verkum. Við lif- um jú ekki lengur á tímum Bachs – af hverju ekki að notfæra sér þá tækni sem í boði er í dag? Hinn eini tónn TÓNLIST Norræna húsið Tónsmíðar eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Jón- as Tómasson, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Kristín Mjöll Jak- obsdóttir lék á fagott; Guðrún Ósk- arsdóttir lék á sembal. Sunnudagur 30. mars. Fagotttónleikarbbnnn Morgunblaðið/Ómar Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir. Jónas Sen ÞAÐ kom ekki fram af tónleika- skrá. En fyrir staðvirka menning- arrannsóknarblaðamennsku (þ.m.t. heimildarýni í Dagskrá Listvina- félags Hallgrímskirkju 2007-8) hafðist þó upp að tónleikar sl. sunnudags undir fyrirsögninni Sálmar og tónaljóð hefðu upp- haflega átt að vera 24.2. sl., en féllu þá niður vegna veikinda. Mán- aðarseinkunin dró samt ekki úr að- sókn, því stærsta kirkja landsins var vel setin þetta sunnusíðdegi, þrátt fyrir norðannepju og ískrandi gluggasól. Tvö fyrstu verk dagsins klæddu hvort annað. Þau voru oftast hæg- ferðug og gegnsæ og féllu að sama skapi vel að stórheyrð staðarins. Efst á blaði var Allir verði eitt, frekar stutt [9] en laundjúp ein- söngskantata Þorkels Sigurbjörns- sonar við sálm lútherska prestsins Johs. Heermann (1585-1647) í þýð- ingu Sigurbjörns Einarssonar bisk- ups. Sálmtextinn átti fyrir sinn tíma fágætt ekúmenískt erindi til allra samkristinna játninga – í miðju síðasta og harðsvíraðasta trúarbragðastríði Norðurálfu þegar kaþólskir og mótmælendur bárust á banaspjót – en í nútímaframleng- ingu kannski einnig til sambúðar kirkna Vesturlanda og íslams. Hér hefði að vísu verið fróðlegt að fá þýzka frumtextann með til víddarauka. Allt um það virtist sá er fyrir lá hinn vænlegasti til inn- blásturs, eins og fljótt mátti heyra á kliðfögru tónmáli Þorkels. Hér birtist hlustendum sannkölluð upp- hafning einfaldleikans í tímalaust eterísku ákalli; stundum flúrað kyrrlátum arabeskum í n.k. hljóð- líki steinvíravirkja á við aldingarða Alhömbru. Ómenguð fegurð úr yf- irvegaðri hendi þroskaðs mann- vinar, að viðbættum töfrum frá- bærrar spilamennsku. Sálmar á atómöld – 20 mín. lagaflokkur Elínar Gunnlaugs- dóttur við ljóð úr samnefndri bók Matthíasar Johannessen er ég heyrði frumfluttan í Skálholti sum- arið 2004 – höfðu elzt vel eftir ítrekun sunnudagsins að dæma, með viðeigandi lágstemmdu há- marki í lokin á heillandi nátt- úrunótum næfurtærra hillinga. Nú veit maður auðvitað ekkert um hvort höfundur hafi hugsanlega nýtt sjálfsögð forréttindi sín til að breyta einhverju eða bæta í milli- tíðinni. En hvort sem er þá kom verkið afar fallega út í innsærri meðferð Camerarcticu, og und- irtektir voru eftir því góðar. Hallgrímskirkja er varla kjör- vettvangur kammerverka. Það sannaðist í svanasöng Max Regers (1873-1916), Klarínettkvintettinum í A-dúr frá andlátsári hans. Eink- um í hraðari þáttum, er í hljóm- skoli guðshússins verkuðu nærri sem uppvakningarórar dóp- sjúklings eftir afeitrun. Á hinn bóginn komu hæggengari staðir oft fallega út í samstilltum flutn- ingi Camerarcticu með ofurdýnam- ískum leik Ármanns Helgasonar í forgrunni, og var trauðla við hóp- inn að sakast þó að krómatísk eft- irlegukind þýzka síðrómantismans teygði lopann í lúshæga Largo- þættinum. Eterískt ákall til friðar TÓNLIST Hallgrímskirkja Þorkell Sigurbjörnsson: Allir verði eitt (frumfl.). Elín Gunnlaugsdóttir: Sálmar á atómöld (2004). Reger: Kvartett í A Op. 146. Kammerhópurinn Camerarctica (Marta G. Halldórsdóttir sópran, Hall- fríður Ólafsdóttir flauta, Ármann Helga- son klarínett/bassakl., Hildigunnur Hall- dórsdóttir & Ingrid Karlsdóttir fiðla, Guðrún Þórarinsdóttir víóla og Sigurgeir Agnarsson selló). Sunnudaginn 30. marz kl. 17. Kammertónleikarbbbbn Ríkarður Ö. Pálsson Í HINU smáa sýningarrými Boxi við Kaupvangsstræti á Akureyri hefur hin kanadíska Erin Glover, gesta- listamaður Gilfélagsins, unnið inn- setningu sem opnuð var á skírdag. Þar hefur hún af hugulsemi fært Ís- lendingum, a.m.k. um stundarsakir, lítinn skóg eins og yfirskriftin gefur til kynna: „A Forest for Iceland“. Sýningin er unnin í samstarfi við listahópinn Populus Tremula. Það er sem þyrping stíliseraðra trjágreina vaxi út úr veggnum og staka grein þar hjá. Greinarnar eru hvítar að lit og yfirborð þeirra er ör- lítið loðið. Þær teygja sig út í rýmið og mynda, ásamt mjúkum skugg- unum, „greinótt“ mynstur. Verkið er jafnframt nokkurs konar felumynd, því að við nánari athugun reynist sumir „skugganna“ vera málaðir (fölbláir) á vegginn: verkið er þrívítt og hefur einnig tvívíða eiginleika málverks. Þetta er ljóðrænt verk sem lætur lítið yfir sér en nær að laða fram lúmskan leik við áhorfand- ann. Þá felur það, í einfaldleika sín- um í sér ýmis merkingarlög – ekki síst vísun í skóg (og „fjarveru“ hans hér á landi) en hin hvíta útfærsla ber með sér andlegar, jafnvel trúarlegar skírskotanir. Er hér á ferðinni hug- vekja í tilefni páskanna? Hugleiðing MYNDLIST GalleriBOX Til 6. apríl 2008. Opið lau – su. kl. 14– 17. Aðgangur ókeypis. Erin Glover – A Forest for Iceland Hugleiðing Ljóðræn verk í lúmskum leik við áhorfandann. Anna Jóa 33B er sýningarrými og vinnustofur myndlistamanna og tónlistamanna að Skipholti 33b. Nafnið vísar í húsnúmer, sjúkrahúsdeild, og starfsmannaleigur. 33b er fyrir aftan hið sívinsæla Bingó í Vinabæ eða gamla Tónabíó. Í frétt frá 33b segir að ekki sé úr vegi að sameina ferð á sýningu við eina umferð í Bingó því hin árlega sýning vinnustof- unnar verði nú um helgina. Tvísýnt hafi verið um framtíð deildarinnar og því blásið til erfidrykkju. Annað hafi komið á daginn og verði upprisan því að erfidrykkju lok- inni. Sýnendur og flytjendur eru: Pétur Thomsen, Karen Ósk Sigurðardóttir, Arndís Gísladóttir, Sandra María Sigurðardóttir, Róbert Örn Hjálmtýsson, Viðar Jónsson, Brynja Emilsdóttir, Þórunn Inga Gísladóttir, Arnar Ingi Hreiðarsson, Margrét M. Norðdahl og Elísabet Stef- ánsdóttir. Hljómsveitin Les Kunt sem einhverjir kann- ast við úr pönklagasamkeppni Rásar 2 leikur við opn- unina í kvöld kl. 20 - 23, en opið er um helgina frá 14-17. Allir eru velkomnir. Erfidrykkja og upprisa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.