Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ A lan Dershowitz er einn af þekktustu og fremstu lög- fræðingum Bandaríkjanna og sérfræðingur í refsirétti. Hann er virtur og umdeildur fyrir skoðanir sínar og skrif um lögfræði og al- þjóðamál. „Móðir mín er 93 ára göm- ul og hún kvartar nánast daglega yfir því sem hún er ósammála í skrifum mínum,“ segir hann. Dershowitz hef- ur tekist á við erfið mál í rétt- arsalnum og kennir við lagadeild Harvard-háskóla – og hefur reyndar enginn verið skipaður þar prófessor jafn-ungur og hann. Dershowitz hef- ur gefið út fjölda bóka um marg- víslegustu málefni, allt frá dómsmál- unum, sem leiddu til boðorðanna tíu, til réttarhaldanna yfir O.J. Simpson. Dershowitz er nú staddur á Íslandi. Hingað kom hann fyrir atbeina Kristins Ólasonar, rektors Skálholts- skóla, og hélt meðal annars nám- skeið í Skálholti fyrir lögfræðinga og dómara og opinn fyrirlestur á Hilton-hóteli í Reykjavík. Bréf Jeffersons og málfrelsið Nýjasta bók hans nefnist Finding Jefferson og fjallar um það þegar hann fann bréf eftir Thomas Jeffer- son, þriðja forseta Bandaríkjanna, og með hvaða hætti inntak þess skiptir máli á okkar dögum þegar deilt er um málfrelsi í skugga ógn- arinnar af hryðjuverkum. „Ef ég væri trúaðri maður hefði ég haldið að ég hefði fundið bréfið fyrir forsjón æðri máttar,“ segir hann. „Bara tilhugsunin um að ég skyldi finna þetta bréf. Í því er komið inn á svo marga þætti, sem skipt hafa máli í lífi mínu. Eitt af því, sem ég hef lagt mest upp úr í kennslu minni svo ár- um skiptir, er hvernig eigi að finna jafnvægið á milli fullkomins mál- frelsis og áhyggja af öryggi og mál- flutningi þar sem ýtt er undir hryðjuverk. Jefferson fjallar um þessi atriði í bréfinu, þótt í stuttu máli sé, og þegar það er notað sem stökkpallur inn í líf hans og skrif skapast dásamlegt tækifæri til að kanna þennan flókna mann, sem var meingallaður og snillingur um leið, og fjalla um málefni dagsins í sömu andrá.“ Dershowitz tekur upp eintak af dagblaðinu International Herald Tribune og bendir á forsíðuna: „Á forsíðu The New York Times og Int- ernational Herald Tribune í dag [1. apríl] er frétt um það hvernig Hamas kyndir í auknum mæli undir hatri á gyðingum og hvernig það stendur í vegi fyrir friði,“ segir Dershowitz. „Ég var að koma frá Ísrael þar sem ég talaði um þessa hluti og hvatti Ísr- aelsstjórn til að leyfa algert málfrelsi og reyna ekki að loka á jafnvel hrylli- legasta málflutninginn, vegna þess að þegar einu sinni er farið af stað er engin leið að hætta.“ Markaður hugmyndanna Dershowitz skrifaði grein í dag- blaðið Wall Street Journal á liðnu ári þar sem hann fjallaði um mæður, sem ælu börn sín upp til að fremja sjálfsmorðssprengjutilræði. „Það er hræðilegt mál. Eins og ég nefni í bókinni um bréf Jeffersons þá er markaður hugmyndanna ekki alls staðar opinn. Sums staðar í heim- inum eru lokaðir markaðir, þannig var það þar til nýlega í Kína, Sov- étríkjunum og á Kúbu.“ – En er markaður hugmyndanna opinn í Kína? „Hann er að opnast með tilkomu Google og Netsins,“ segir hann. „Ég held að hvert einasta land með að- gang að alþjóðlegum fjarskiptaleið- um sé að hefja opnunarferlið. Það er stigsmunur á því hve langt þetta er komið og mér fannst til dæmis mjög miður að Google skyldi lúta skil- yrðum Kínverja og ég tók eftir því í sjónvarpinu í dag að CNN er bannað að starfa í Simbabve og fær ekki að greina frá kosningunum frá fyrstu hendi, en einhverjir aðrir gera það. En ég held að við séum smátt og smátt að upplifa endalok hins lokaða samfélags.“ – Er þetta ein mesta breytingin í heiminum í dag? „Þetta er gríðarleg breyting, til góðs eða ills, og ég ætla að tala um það hér því að Ísland er mjög háð Netinu og hátækni og skiptir miklu máli á tæknimarkaðnum,“ segir hann og snýr sér síðan aftur að Kína: „Þegar ég var í Kína 1980 fór ég þangað með tiltölulega nýjar hug- myndir, sem enginn hafði heyrt um áður. Í dag er ekki hægt að koma til lands færandi hendi með nýjar hug- myndir. Þegar ég kem nú til Kína vita þeir allt um mínar hugmyndir, þeir hafa gúglað þær og lesið um þær á Netinu og lesið bækurnar mínar. Staðan er mjög breytt frá því að ég fyrst fór til Kína fyrir rúmum tutt- ugu árum. Það sama á við um Rúss- land. Þegar ég fór til Rússlands 1974 þurfti ég að smygla bókum til lands- ins og þakklætið var mikið, en nú er nánast allt fáanlegt.“ Líka vettvangur haturshópa – En af hverju segirðu til góðs eða ills? „Vegna þess að haturshópar, sem eitt sinn voru einangraðir hver í sínu horni í heiminum, nýnasistar eða rasistar, hafa nú vettvang þar sem þeir geta talað og komið saman. Net- ið og fjarskiptatæknin veitir haturs- hópum og rasistum vald. Það er verðið sem þarf að gjalda, en það er þess virði.“ – En þessi tækni veitir einnig and- ófsmönnum vald. „Já, þessi tækni er dásamleg og hefur gert dásamlega hluti mögu- lega,“ segir Dershowitz. „Hún gerir í raun kúgun á laun nánast ómögu- lega. Ég er til dæmis í hópi í Boston, sem nú er að útvega lögfræðingum í Darfur síma með myndatökuvélum til að taka upp vitnisburði, sem hægt er að senda samstundis þannig að við getum komið þeim í hendur al- þjóðaglæpadómstólsins, sem er að rannsaka ódæðisverkin, sem þar hafa verið framin. Heimildir til pyntinga? Meira að segja Abu Ghraib kom fram vegna nútímatækni. Þú verður að hafa í huga að allir vissu hvað var að gerast þarna í fangelsinu. Það þarf ekki nema að lesa Washington Post eða Atlantic Monthly. Þar hafði því verið lýst í smáatriðum með orð- um, en öllum var sama þar til mynd- irnar komu fram og þá sá heimurinn hvað var á seyði – nútímatækni.“ Hann segir að enn séu þó leyni- fangelsi. „Nútímatækni hjálpar ekki þegar Bandaríkjamenn standa í fangaflutn- ingum og senda menn í fangelsi í Egyptalandi eða á Filippseyjum eða taka menn í báta á miðju Kyrrahafi til að pynta þá. Menn hafa enn ekki þurft að axla ábyrgð á því. Það er hræðileg staða og hún varð til þess að ég skrifaði mjög umdeilda grein um leyfi til pyntinga.“ Í grein þessari, sem birtist í Wall Street Journal, sagði Dershowitz að rétt væri að leyfa pyntingar í alger- um undantekningartilfellum og þá þyrfti dómari eða Bandaríkjaforseti sjálfur að veita leyfið. „Ég setti fram tillöguna um pynt- ingaheimildir vegna þess að ég er al- farið á móti pyntingum, en þær eiga sér stað. Því vil ég tryggja að ábyrgðin á þessum hræðilegu verkn- uðum sé til staðar og með því að láta dómara undirrita heimildir væri komin óbein leið til afnáms.“ Tillaga þessi mætti harðri gagn- rýni, en Dershowitz segir að hann hafi hitt háttsetta embættismenn, sem tekið hafi undir hana vegna þess að þá sé ábyrgðin til staðar; þannig verði tilfellin fá, ef nokkur. „Þetta vakti fyrir mér, en fólk mis- skildi mig og hélt að ég væri hlyntur pyntingum,“ segir hann. „Sambæri- legt tilfelli væri Víetnamstríðið, sem ég var andvígur, en ég hvatti til þess að þingið lýsti yfir stríði. Ég vildi að það lægi fyrir að þingið vildi fara í stríð. Kosningarnar í nóvember gætu oltið á því að þingið samþykkti að fara í stríð í Írak í atkvæða- greiðslu og Hillary Clinton gæti tap- að út af því – hún greiddi atkvæði með því að fara í stríð og það er dæmi um ábyrgð.“ Í bókinni um bréf Jeffersons ræðir Dershowitz ritskoðun og segir að rit- skoðarinn verði aldrei mettur, en hvað með pyntarann? „Það sama á við um hann og þess vegna þarf einhver að veita leyfið. Dómarinn verður fljótt mettur, hann mun ekki vilja flekka hendur sínar með því að undirrita pyntingaheim- ildir. Atburðirnir í Abu Ghraib hefðu aldrei átt sér stað ef dómari hefði þurft að veita leyfi.“ Hann segir mun betra að nota aðr- ar aðferðir, til dæmis sálrænar, til að fá fram upplýsingar. „Ég vildi að ég gæti sagt að pyntingar bæru aldrei árangur, en í síðari heimsstyrjöldinni voru menn úr frönsku and- spyrnuhreyfingunni pyntaðir til að láta uppi hvar þeirra nákomnustu ættingjar voru niðurkomnir. Pynt- ingar virka því stundum, en það er ekki nóg til að réttlæta þær. Sið- menntað samfélag ætti aldrei að samþykkja pyntingar, en þær eiga sér stað og fyrst svo er vil ég gera mönnum erfiðara fyrir og þar kemur ábyrgðin til skjalanna.“ Hann segir að sumir hafi vísvit- andi snúið út úr fyrir sér þegar hann lagði fram hugmyndina um pynt- ingaleyfi, aðrir hafi ekki skilið hvað hann væri að fara, en margir væru ósammála sér af grundvallar- ástæðum, þar á meðal konan sín, vegna þess að ekki væri hægt að vera andvígur pyntingum, en þó hlynntur pyntingaheimildum. „Þetta er áhugaverð umræða og hún snýst ekki fyrst og fremst um pyntingar heldur um ábyrgð,“ segir hann. „Lífspeki mín hefur alltaf snú- ist um að fá hlutina upp á yfirborðið. Öll mín fræðimennska hefur snúist um það. Ég trúi ekki á svarthol í lög- unum. Ég trúi ekki á laumuspil stjórnvalda. Ég tel að í lýðræðisríki eigi allt að vera inni á ratsjárskerm- inum, en ekki utan hans.“ Vesturbakkinn verði vin Dershowitz hefur skrifað mikið um ástandið fyrir botni Miðjarðar- hafs þar sem George Bush Banda- ríkjaforseti hyggst nú leggja aukna áherslu á að koma á friði. Hann telur að rétta leiðin sé að stofna sjálfstætt ríki Palestínumanna við hlið Ísraels og eftir fráfall Palestínuleiðtogans Yassers Arafats sé hún orðin greið- færari. Síðan hafa hlutirnir hins veg- ar breyst og nú stjórnar Fatah- hreyfingin, sem Arafat leiddi, á Vest- urbakkanum og Hamas á Gaza. „Það sem ég vil að gerist áður en Bush fer frá – sem ég vona að verði fyrr heldur en síðar – er sam- komulag í grundvallaratriðum um stofnun palestínsks ríkis á Vestur- bakkanum sem næði yfir nánast allt landið sem var hernumið í stríðinu 1967 og landtökusvæðin og að Pal- estínumenn samþykki að stöðva hryðjuverk frá Vesturbakkanum. Ég vil að Vesturbakkinn verði að Vest- ur-Berlín, blómlegri byggð, sem efnahagslega stendur undir sér, dásamlegt ríki með góðum háskól- Alan Dershowitz er einn þekktasti mál- flutningsmaður Banda- ríkjanna. Hann er þekktur fyrir að hafa varið fræga einstak- linga, en mest fær hann út úr því að koma lítilmagnanum til bjargar. Karl Blöndal ræddi við hann um málfrelsi, sóknina að friðhelgi einkalífsins í þágu baráttunnar gegn hryðjuverkum, ástand- ið fyrir botni Miðjarð- arhafsins og lífið í rétt- arsalnum. Morgunblaðið/Árni SæbergÁkveðnar skoðanir „Móðir mín er 93 ára gömul og hún kvartar nánast daglega yfir því sem hún er ósammála í skrifum mínum,“ segir Alan Dershowitz. Verjandi hins glataða málstaðar » Gætir þú hugsað þér að bjóða Larry Bird á há-tindi ferils síns að verða dómari? Ég vil ekki vera dómari, ég vil vera leikmaður og ég held að dómarastarfið sé mjög ofmetið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.