Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „ÉG fullyrði að þetta er viðamesta könnun á skoðunum grunnskóla- nemenda í landinu sem fram hefur farið. Í reynd bjuggum við til lands- þing grunnskólanemenda á þessum degi, sem að vísu kom ekki saman í einu herbergi heldur hundruðum kennslustofa vítt og breitt um land- ið, þar sem alls staðar var fjallað um sama efni og svörin voru skýr,“ sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, í setningarávarpi sínu á ráðstefnu um niðurstöður For- varnadagsins 2007 í gær. Einstakt félagslegt módel Hann var síðast haldinn 21. nóv- ember sl. og tóku þá yfir 90% nem- enda 9. bekkjar á landinu þátt í verkefnavinnu. Það var í annað skiptið sem þetta er gert og hefur dagurinn fest sig í sessi sem mik- ilvægur hluti af forvarnastarfi grunnskólanna gegn áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna. Til- gangur hans er að fá fram sjón- armið unglinga sjálfra og hlusta á skoðanir þeirra og reynslu. Upplýs- ingum er safnað með verkefna- vinnu og umræðuhópum í ráð- stefnustíl. Ólafur Ragnar sagði Forvarna- daginn orðinn kunnan víða um Evr- ópu. Í samræðum hans við fjöl- marga forystumenn í evrópskum borgum spyrji þeir grannt um For- varnadaginn og reynslu Íslendinga af forvarnastarfi sem þessu. „Það sem við höfum skapað er að mörgu leyti einstakt félagslegt módel í baráttunni gegn fíkniefnum og það á sér engan sinn líka,“ sagði Ólafur Ragnar og kvaðst vona að stjórn- völd nýttu sér vitneskjuna um vilja ungmenna í stefnumótun sinni héð- an í frá. Velja vinnu í stað frítíma Inga Dóra Sigfúsdóttir, deild- arforseti kennslufræði- og lýð- heilsudeildar Háskólans í Reykja- vík, kynnti niðurstöðurnar. Í máli hennar kom fram að greinilegt er að unglingar vilja verja meiri tíma með foreldrum sínum. Sýnt hafi verið fram á að ef Íslendingum standi til boða val milli meiri vinnu og meiri frítíma, þá velji þeir meiri vinnu. Nokkur samhljómur var um það á ráðstefnunni að viðhorf unglinga væri alls ekki lengur að það sé „hallærislegt að hafa mömmu og pabba með“ enda fái ungmenni í dag líklega fæst nóg af foreldrum sínum. Þeim finnist foreldrarnir skemmtilegir og vilji verja tíma með þeim. Einnig vakti Inga Dóra athygli á því að skorti unglinga til- finningatengsl við foreldra sína fari þeir síður eftir þeim reglum sem foreldrarnir setja. Meiri samvera fjölskyldunnar gerir reglur því að markvissara tæki sem kemur frek- ar í veg fyrir svonefnda fráviks- hegðun unglinga. Tómstundastarf mikilvægt „Fjölmörg dæmi hafa verið nefnd um unglinga í áhættuhópum sem sneru baki við afbrotum eða fíkn vegna þátttöku sinnar í skipulögðu starfi, þar sem þeir náðu að mynda samband við fagfólk og jafningja og hlutu stuðning og hvatningu, sem þá ef til vill skorti heima við,“ sagði Inga Dóra um svör 9. bekkinga við spurningum um samhengi íþrótta- og æskulýðsstarfs og vímuefna- varna. „Þeir [unglingar] nefna að það sé gefandi og skemmtilegt. Þar finni þeir vettvang fyrir sköp- unargleði, stuðning og góðan fé- lagsskap.“ Inga Dóra talaði einnig um mik- ilvægi þess að fresta áfengisneyslu unglinga sem lengst. Hún sagði neysluna fylgja árgöngum. „Ár- gangur sem mælist yfir meðallagi í áfengisneyslu við 14 ára aldur mælist líka yfir meðallagi við 18 ára aldur.“ Miðað við svör unglinga í könnun Forvarnadagsins hafi skila- boðin um að hvert ár skipti máli í því samhengi komist vel til skila. Forvarnadagurinn er eins konar landsþing unglinga Morgunblaðið/Kristinn Ávarp Í pallborði sátu forseti Íslands, borgarstjórinn í Reykjavík og fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ÍSÍ, UMFÍ og skátahreyfingunni. Hvert ár sem tekst að fresta áfengisneyslu táninga skiptir máli fyrir framtíðina Morgunblaðið/Kristinn „FORDÓMAR gegn geð- sjúkum eru hættulegir því þeir koma í veg fyrir að fólk leiti sér hjálpar og vinna jafn- framt gegn því að fólk nái bata,“ segir Eggert Sigurðs- son, fræðslu- og upplýsinga- fulltrúi Geðhjálpar. Félagið stendur fyrir borg- arafundi um fordóma á morg- un, laugardaginn 5. apríl, kl. 14 sem verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja- víkur. Frummælendur á fund- inum verður fólk sem allt hef- ur glímt við fordóma á einn eða annan hátt á lífsleiðinni, þau Sigurður Þór Guð- jónsson, Margrét Pála Ólafs- dóttir og Einar Már Guð- mundsson. Að framsögu þeirra lokinni verða pallborðsumræður þar sem gestir eru hvattir til að- leggja fram spurningar eða koma með ábendingar. Allir glíma við fordóma Eggert segir fundinn ætl- aðan til að vekja máls á for- dómum almennt og að fyr- irlesararnir hafi haft frjálsar hendur með efnistök. „Það fyrirfinnst ekki sá einstaklingur sem ekki þarf að óttast eða berjast gegn fordómum því fordómar bein- ast gegn öllu og öllum. Okkur er því öllum málið skylt og það er nauðsynlegt að við- urkenna fordóma og ræða um þá.“ Hann segir hugmyndina að fundinum hafa kviknað þegar umræða um geðraskanir fór í gang í sambandi við síðustu borgarstjórnarskiptin í Reykjavík. Í þeirri umræðu hafi fordómar gegn geð- sjúkdómum bersýnilega kom- ið í ljós og sýnt að umræðu væri þörf. Eins og aðrir sjúkdómar „Það er nauðsynlegt að geðraskanir verði litnar sömu augum og aðrir sjúkdómar, þetta eru líkamlegir og oft menningartengdir sjúkdómar og við þeim eru gefin lyf rétt eins og við öðru,“ segir Egg- ert. Hann segir að fólk átti sig oft ekki á því hvað sé að ger- ast þegar það byrji að veikj- ast og dæmi sjálft sig mjög hart. „Rífðu þig nú bara upp úr þessu“ sé það sem margir fái að heyra úr umhverfinu og þau viðbrögð kalli á enn meiri vanlíðan. Fordómar fagfólks í garð geðraskana segir Eggert gott dæmi um vandann. „Ef við tökum sem dæmi starfandi geðlækni og starfandi hjarta- lækni sem báðir veikjast af þeim sjúkdómum sem þeir meðhöndla, þá þarf hjarta- læknirinn ekki að óttast við- mót starfsfélaganna. Geð- læknirinn myndi þó eflaust gera það, jafnvel þó engin ástæða væri til og hann mætti engu öðru en vinalegu við- móti, þessi hugsanagangur er okkur nefnilega svo tamur.“ Geðhjálp boðar til borgarafundar um fordóma í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á morgun Fordómar skipta alla máli Geðhjálp Félagið stendur fyrir borgarafundi á morgun. NÍU spurningar voru lagðar fyrir ní- undubekkinga í grunnskólum lands- ins á forvarnadeginum sl. haust. Svör þeirra voru svo greind með orðaleit. Spurningarnar vörðuðu samveru fjöl- skyldunnar, íþrótta- og æskulýðs- starf og kosti þess að fresta áfengis- neyslu sem lengst. Vilja „tjilla“ með foreldrunum Fyrst var spurt hvað unglingarnir vildu gera oftar með fjölskyldunni. Algengasta svarið var að fjölskyldan ætti að borða oftar saman. Einnig kom fram að margir unglingar óska sér skipulagðra samverustunda með fjölskyldu á ákveðnum vikudögum, þótt þær þurfi ekki alltaf að vera skipulagðar. „Setjast niður með fjöl- skyldunni og spjalla. Spila, fara í ferð- ir, elda, baka eða bara tjilla,“ var al- gengt svar. Þá töldu unglingarnir aukna sam- veru fjölskyldunnar stuðla að sterk- ari tengslum og meiri virðingu milli meðlima hennar. Þeir höfðu ekki síð- ur hugmyndir um eigin getu til að auka samvistirnar. „Vera minna í tölvunni, sleppa ómikilvægum hlutum og því að vera einn inni í herbergi,“ var efni margra svara. Einnig sást mikill áhugi þeirra á því að fá foreldra til að vinna minna og skilja vinnuna eftir þegar heim væri komið. Fjölskyldan hreyfi sig saman Almennt sást að jákvæð forvarn- aráhrif hreyfingar og tómstunda- starfs eru unglingum vel kunn. Hins vegar komu fram hjá þeim óskir um að íþróttastarf miðaðist ekki endilega við árangur í keppni, heldur þátttök- una sjálfa. Einnig er það fyr- irkomulag íþróttastarfs að skipta öllu eftir aldursflokkum og kynslóðum úr- elt í hugum margra þeirra. „Það vant- ar líkamsræktarstöðvar fyrir for- eldra og börn. Hreyfa sig saman í staðinn fyrir að henda börnunum í eitthvert herbergi meðan foreldr- arnir hreyfa sig,“ var svar sumra. Undir þetta var tekið á ráðstefnunni í gær og þar sagt jákvætt að íþrótta- og æskulýðsstarf væri nú æ oftar kallað íþrótta- og tómstundastarf, án áherslu á að æskan sjái alfarið um þennan hluta mannlífsins. Þekkja áhrif áfengisneyslu Svörin við spurningum um áfeng- isneyslu sýndu skýr neikvæð viðhorf margra til hennar. Unglingar tengdu bindindi bæði við betri möguleika á líkamlegum og andlegum þroska, minni líkum á því að skaða sig eða verða fyrir ofbeldi. Þeir telja stuðning fjölskyldu, heil- brigðan félagsskap og íþrótta- og tómstundastarf skipta mestu fyrir þá sem ekki vilji byrja að drekka á ung- lingsárum. Flestir töldu hópþrýsting jafnaldra sinna algengustu upp- sprettu þrýstings til að hefja áfeng- isneyslu. Áherslur unglinga FÉLAGARNIR Baldur Kristjánsson og Matthías Aron Ólafsson eru í 9. bekk í Hagaskóla. Þeir voru meðal þátttakenda í Forvarnadeginum og unnu einnig að gerð kynningarefnis fyrir hann. Báðir segja þeir forvarnir skipta máli og mikilvægt að unglingar séu hver öðrum góðar fyrirmyndir. Gaman að taka þátt í verkefninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.