Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 24
daglegt líf 24 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Kökudiskurinn Þessum diski skellti hún undir stækkara til að geta tekið upp mynstrið. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Ég er svo mikil puttamann-eskja og vil helst alltafvera að búa eitthvað til.Ég var alin upp við hand- verk og þegar ég var lítil stúlka saumaði ég föt á dúkkurnar mínar á fyrstu saumavélina sem kom í Þing- eyjarsýslu, en hana átti amma mín, Regina Sivertsen, prestsfrú á Grenj- aðarstað,“ segir Ragnheiður Bjarna- dóttir sem á aðeins fjögur ár í að verða hundrað ára, en það er ekki á henni að sjá eða heyra. Hún er alveg eldspræk og full af lífi og frásagnar- gleði. Eftir hana liggja ófáir fagrir handgerðir munir; skírnarkjólar, alt- arisdúkar, sængurver, veggmyndir, jóladúkar, töskur úr silunganeti og barnaflíkur. Flest hefur hún gefið frá sér til afkomenda en eitt af því sem enn er í fórum hennar er stór kaffidúkur sem hún saumaði út í, en munstrið tók hún upp eftir kaffistelli sem hún og maður hennar Arthur Guðmundsson fengu í brúðargjöf þegar þau gengu í það heilaga árið 1942. Eiginmaðurinn alveg bit á þessu veseni í konunni „Ég hafði verið að vinna hjá Versl- unarmannafélaginu og þeir hafa sennilega verið ánægðir með störf mín því þeir gáfu okkur forláta hand- málað enskt kaffistell, svona eins og konungsfjölskyldum sæmir, enda heitir það Royal Crown Derby. Þeg- ar ég sá litríkar myndirnar af páfugl- unum og fiðrildunum langaði mig strax til að taka mynstrið upp og sauma það út. Og ég gerði það. En fyrst fluttum við Arthur norður á Akureyri og komum okkur fyrir en ég tók til við þetta bróderí tveimur árum eftir brúðkaupið,“ segir Ragn- heiður og bætir við að það hafi verið þó nokkur kúnst. „Ég hafði lært ljós- myndun og unnið á ljósmyndastofu Eðvarðs Sigurgeirssonar á Akureyri og þangað fór ég með kökudiskinn úr stellinu, brá honum undir stækkara og tók mynstrið þannig upp. Ég setti það svo upp á smjörpappír og pikk- aði það allt saman út. Maðurinn minn var alveg dauðhneykslaður á þessu veseni á mér og spurði hvernig mér dytti í hug að standa í þessu, enda var þetta tæplega tveggja ára vinna. En mér fannst það gaman. Ég hef dregið upp ótal munstur, bæði fyrir sjálfa mig og aðra. Ég dró til dæmis upp stórmerkilegt fornt munstur frá því fyrir aldamótin 1900 hjá fyrrnefndri ömmu minni.“ Hljóp uppi þjóf og fékk efni En saga dúksins er skrautleg því þegar Ragnheiður fór í Hannyrða- verslun Ragnheiðar nöfnu sinnar á Akureyri til að kaupa efni í dúkinn, þá kom þaðan út hermaður með refa- skinn undir hendinni. „Ég brá skjótt við og hljóp þjófinn uppi og í þakk- lætisskyni gaf nafna mín mér efnið í dúkinn.“ Sumarið 1980 stóð til að Ragn- heiður og Arthur færu til Englands að heimsækja dóttur sína Þórdísi sem þar bjó, skammt frá Royal Crown Derby-verksmiðjunum. „Við ætluðum að sýna þeim dúkinn en ég var svo óheppin að detta og hand- leggsbrjóta mig rétt fyrir brottför. Mér fannst engin ástæða til að láta Fyrsta stúlkan sem lærði á bíl í sýslunni Systrabrúðkaup Ragnheiður (t.h) og Bryndís systir hennar á brúðkaups- deginum 1942, ásamt foreldrum sínum en faðir þeirra varð 65 ára þann dag. það hefta för mína en maðurinn minn tók það ekki í mál. Ég var svolítið fornemuð út í hann að skilja mig eft- ir. Hann fór því einn með dúkinn til Englands og Þórdís hafði þar sam- band við forstjóra verksmiðjunnar sem bauð þeim að koma með dúkinn. Þetta var heilmikil athöfn, allt starfsfólkið var kallað saman í hátíð- arsal og Þórdís sagði sögu dúksins. Forstjórinn vildi kaupa dúkinn dýr- um dómum en hann var ekki falur. Því miður hafði konan sem hafði haft það að ævistarfi að handmála mynstrið látist tveimur árum áður.“ Ævintýri og stríð í kóngsins Kaupmannahöfn Ragnheiður er norðankona, fædd og uppalin á Húsavík en bjó allan sinn hjúskap á Akureyri og þau hjónin leigðu út herbergi fyrir skóla- pilta í mörg ár. En áður en hún gifti sig þá sigldi hún tvítug til Kaup- mannahafnar með vinkonu sinni, af því hana langaði til að sjá heiminn. „Þetta var mikið ævintýri og ég vann þar á saumastofu. Ég dvaldi þarna í rúmt ár. En svo skall stríðið á og pabbi varð alveg snarvitlaus og heimtaði að við kæmum heim. Ég sigldi heim með farþegaskipinu Kötlu og fór í svo miklu hasti að ég þurfti að skilja eftir saumvélina mína og hjólið mitt.“ Ragnheiður man tímana tvenna og hún var fyrsta stelpan sem lærði á bíl í Þingeyjarsýslu. „Það helgaðist af því að pabba vantaði bílstjóra og ég lét mig hafa það þótt mér þætti þetta ekki kvenmannsstarf.“ Hún ólst upp í sextán systkina hópi á miklu sjálfstæðisheimili og faðir hennar hafði mikið umleikis, var bæði með útgerð og verslun. „Það var svolítið skondið að ég og Bryndís systir mín, sem giftum okkur sama daginn, sóttum okkur báðar menn í raðir framsóknarmanna.“ Á æsku- heimili Ragnheiðar var gestkvæmt og þar sem hennar svefnstaður var í tvíbreiðu rúmi í gestaherberginu deildi hún oft rúmi með kvenkyns gestum sem þurftu að gista. „Ég segi stundum að ég hafi sofið hjá öllum frægustu kerlingum lands- ins,“ segir hún og skellihlær. „Ég upplifði svo skemmtilegar kerlingar á þessum tíma og er ævinlega þakk- lát fyrir það.“ Rjómalíkjörinn var stúku- stúlkunni kunnuglegur „Hún Theódóra Thoroddsen gisti alltaf hjá okkur á haustin og það var ægilega gaman. Hún vildi alltaf fá lútsterkt kaffi með tíu sykurmolum upp til sín seint á kvöldin. Hún hrærði lengi vel í bollanum áður en hún fyllti hann með rjóma. Svo sat hún á nóttunni og las með sopann sinn og reykti vindla. Hún var mikill lestrarhestur. Og hún sagði mér svo ótalmargt frá því hún var í Breiða- fjarðareyjunum. Við urðum miklar vinkonur og Maja dóttir hennar varð líka mikil vinkona mín. Halldóra Bjarnadóttir, sem varð kvenna elst á Íslandi, deildi líka með mér rúmi og hún Bríet Bjarnhéðins. Þessar konur voru miklir höfðingjar og gaman að kynnast þeim.“ Ragnheiður var alin upp í stúku en á fullorðinsárum fór hún að smakka vín, en ævinlega hóflega. „Þegar ég smakkaði líkjör í fyrsta sinn, þá gift kona, gat ég varla kyngt þessum fína Bailey’s-rjómalíkjör, því það greip mig svo mikill hlátur. Ég hafði nefni- lega oft smakkað þetta hjá henni Theodóru sem bjó sinn líkjör til sjálf úr rjóma, sykri og spíra og gaf okkur Maju þegar okkur var kalt,“ segir Ragnheiður og hlær að minningunni. Þessi káta kona er aldrei verk- efnalaus og nýtir hverja stund til að prjóna agnarsmáa vettlinga á lang- ömmubörnin sín. Dúkurinn Einn af mörgum fuglum sem Ragnheiður saumaði út eftir myndum á diskinum. „Theodóra hrærði lengi vel í bollanum áður en hún fyllti hann með rjóma. Svo sat hún á nótt- unni og las með sopann sinn og reykti vindla. Hún var mikill lestrarhestur.“ Morgunblaðið/Valdís Thor Kát með stellið Ragnheiður er hláturmild og hér fær hún sér sopa úr gamla sparistellinu frá brúðkaupsdeginum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.