Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Falleg ferðadress í miklu úrvali STÆRÐIR 42-52 KYNNUM VOR- OG SUMAR 2008 DAGANA 3.-12. APRÍL Hverfisgötu 6 101 Reykjavík sími 562 2862 M bl .9 77 38 8 Vorið er komið Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 www.damask.is Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. Glæsidagar 4 - 5 apríl 20% afsláttur af allri barnavöru 30% afsláttur af Lyocell satínsettum Laugavegi 47, sími 552 9122. Laugavegi 47, sími 551 7575. 25% afsláttur af öllum buxum föstudag og langan laugardag M b l 9 07 90 4 Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FÉLAGAR Bandalags háskóla- manna telja að laun þeirra þyrftu að hækka um 26-28% til að geta talist sanngjörn. Þetta kemur fram í nýrri kjarakönnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir BHM og kynnt var á tveggja daga aðalfundi banda- lagsins sem hófst í gær. Kjaramálin eru efst á baugi á fundinum en samningar BHM- félaga losna 1. maí. Í könnuninni kom í ljós að mun- ur á meðallaunum karla og kvenna reynist 13,3% en þar af er kynbund- inn launamunur 5,7%. Kynbundinn launamunur er minnstur hjá fé- lagsmönnum 30 ára og yngri. Helm- ingur aðspurðra taldi sig ekki eiga möguleika á launahækkun í starfi sínu og er aðalástæðan sú að laun eru fastbundin af kjarasamningum að mati félagsmanna BHM. Séu heildarlaun svarenda greind eftir atvinnugreinum kemur í ljós að þau voru hæst í samgöngum og sam- skiptum eða að meðaltali 548.275 kr. en lægst í menntageiranum þar sem þau voru 404.840 kr. Hallar verulega á BHM í samanburði við VR og SSF Gerður hefur verið samanburður við laun annarra stéttarfélaga, þar sem Capacent hefur einnig unnið sambærilegar kjarakannanir fyrir VR og Samtök starfsmanna fjármála- fyrirtækja. Í ljós kemur að þar hallar verulega á félagsmenn BHM því sam- anburðurinn leiðir í ljós að heildar- laun háskólamenntaðra innan VR eru 10% hærri og heildarlaun háskóla- menntaðra innan SSF heilum 22% hærri en heildarlaun félagsmanna BHM. Einnig kemur fram að vinnuvikan er lengri hjá BHM eða 46,1 klukku- stund á móti 43,8 stundum hjá starfs- mönnum fjármálafyrirtækja (SSF) og 45 stundum hjá VR. Að mati forystu BHM er ljóst af þessu að aðildarfélög BHM hafi verk að vinna í kjarabaráttu komandi vikna enda sé eitt helsta baráttumál samtakanna að öll háskólamenntun sé metin að verðleikum. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar eftir starfsstéttum kemur fram að hærri stjórnendur eru með hæstu launin eða um 520 þús. á mánuði og háskólakennarar koma næstir í röð- inni með um 486 þús. í heildarlaun að meðaltali. Lægsti hópurinn eru sjúkra-, þroska- og iðjuþjálfar með um 331 þúsund í heildarlaun að með- altali og bókasafns-og upplýsinga- fræðingar með rúm 337 þús. kr. í heildarlaun að meðaltali. Hæstu heildarlaunin er að finna í Félagi há- skólakennara, prófessora (rúm 572 þús kr. á mánuði) en lægstu meðal- launin eru hjá Leikarafélagi Íslands (rúm 298 þús. kr. á mánuði). Kjarakönnunin var gerð 24. nóv- ember 2007 – 17. janúar 2008. Í end- anlegu úrtaki voru 3.059 félagsmenn og svarhlutfallið var 54,2%. Ólíkt verðmat á starfsstéttum Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, bendir á varðandi samanburð- inn við VR og SSF á heildarlaunum að ólíku sé saman að jafna að ýmsu leyti. Félagsmenn í BHM séu að stórum hluta á taxtalaunum, stór hluti kvennastéttanna sem starfa í heilbrigðisgeiranum, sé með mjög lé- leg grunnlaun, sem þær bæta svo upp með álagsgreiðslum og mikilli yfir- vinnu. „Það er því erfitt að bera sam- an heildarlaun svona ólíkra hópa en það er engu að síður athyglisvert að sjá niðurstöðurnar í þessu samhengi,“ segir hún. Halldóra segist vera ánægðust með að í ljós kom að launamunur kynjanna er töluvert minni meðal félagsmanna BHM en VR og SSF. „Það er stað- festing á því sem ég hef haldið fram lengi, að launamunur kynjanna hjá hinu opinbera felst ekki í að verið sé að mismuna fólki sem vinnur sömu störf. Launamunur kynjanna hjá hinu opinbera felst í að það er verið að verðmeta stéttir mjög misjafnlega. Það eru engar hreinræktaðar karla- stéttir innan okkar raða. Ef svo væri liti þetta örugglega öðruvísi út. Ef lit- ið er á meðaltal dagvinnulauna hjá Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna, þá má t.d. sjá að mjög mikill munur er á dagvinnulaunum verkfræðinga sem vinna hjá ríkinu og ljósmæðra sem eru með 6 ára há- skólanám að baki og tveggja ára nám umfram það sem krafist er í verk- fræðinni. Þetta snýst því að miklu leyti um verðgildi stétta.“ Gert er ráð fyrir að BHM-félögin semji hvert fyrir sig í kjaraviðræðun- um sem framundan eru. Rætt verður á aðalfundinum í dag umhvaða leiðir séu vænlegastar til að ná sömu launum og gilda á almenna markaðinum. Telja launin þurfa að hækka um 26-28%                                              !   " #  $#      %&%'   !         ! " " !## $ %%%" $! $# #  %!$ #"! ! ( $$ " !) * $# $ &$* %&* #    '()() '*+,) Halldóra Friðjónsdóttir Í HNOTSKURN »BHM eru samtök 25 stétt-arfélaga háskólamenntaðra og eru félagar í dag rúmlega tíu þúsund. »Heildarlaun karla voru skv.könnuninni að meðaltali 465.329 kr. og kvenna 403.520 kr. Um 77% voru með lægri heild- arlaun en 500 þús. á mánuði. »Karlar í BHM vinna að jafnaði48 stundir í viku og konur 45 stundir. Kynbundinn launamunur í BHM mælist 5,7% www.sjofnhar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.