Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 37 höfðu veg og vanda af að leggja á borð fyrir matartíma, auk þess sem Þóra var búrrektor ef svo má að orði komast. Þóra hafði mikla ánægju af söng, eitt eftirlætisljóð hennar var Rósin, sem ósjaldan var sungið þegar við hófum upp raust og tókum lagið. Nú að leiðarlokum langar mig að kveðja á myndrænan hátt og senda þér fingurkoss, elskulega Þóra, sem nú hefur lagt augun aftur hinsta sinni, vertu Guði geymd engillinn minn. Í nýjum heimkynnum handan- heimanna hafa vafalítið orðið góðir endurfundir Þóru og móður hennar sálugu, sem mér var sagt af konu sem býr yfir tveggja-heima-sýn að fylgdi Þóru hvert fótmál. Að lokum vil ég kveðja með ljóði eftir mið- ilinn: Guð veri með þér í nýrri framtíð fjarri ástvinum en þó svo nærri í heimi andans. Himneskur friður fullur kærleika ylríkur sefar einmana sál á framandi slóðum. Farðu frjáls áfram veginn til góðra verka í eilífðar faðmi um aldir alda. (Jóna Rúna Kvaran) Blessuð sé minning Þóru Vigfús- dóttur. Jóhanna B. Magnúsdóttir. Ég kynntist Þóru fyrir tæpum 6 árum er ég hóf störf á yndislegu heimili, þ.e. sambýli aldraðra í Gullsmára 11 í Kópavogi. Mér var í fyrstu tjáð að Þóra væri nú ekki alveg allra því hún var mjög hænd að Elsu matráði sem var að láta af störfum. Einhverra hluta vegna tók Þóra mig undir sinn verndarvæng og reyndist mér góður vinur og hjálparhella alla tíð. Þóra gekk um með göngugrind sem var gjarnan kölluð „bíllinn“ hennar Þóru. Þegar pöntuð voru aðföng á heimilið og þau komin í hús var hún mætt með bílinn og hann fulllestaður. Var síðan ekið sem leið liggur út ganginn og inn í búr þar sem hann var affermdur, vörurnar settar í hillur, pappakass- ar brotnir saman og gengið frá hlutunum til fullnustu. Bíllinn var í daglegum akstri með kartöflur, kaffi og hvað sem þurfti í það og það skiptið. Einnig fylgdist hún með þegar gekk á vistir og lét vita. Þetta starf vann hún af áhuga og einlægni, því hún vildi hafa allt á hreinu. Það sem einkenndi Þóru var blíða í garð barna og dýra og það segir allt sem segja þarf um henn- ar persónu. Hún var skapmikil kona og lét berlega í ljós ef henni mislíkaði eitthvað en ef þannig var ástatt þegar börn komu í heimsókn gleymdist það og sælusvipur birti upp andlit hennar þannig að hún blátt áfram geislaði. Svo bar við að Rauði kross Ís- lands í Kópavogi hafði samband við heimilið og spurði hvort mætti koma með hund í heimsókn tvisvar í mánuði og var það auðfengið. Til okkar kom tík er Tóta heitir. Væg- ast sagt var Þóra gjörsamlega heilluð og komst á sérstakt sam- band þeirra á milli frá fyrstu stundu. Eigandi Tótu, Björn, tók eftir þessu og kom með hundakex sem Þóra hafði í sinni vörslu. Enda var raunin sú að þegar Tóta kom hljóp hún rakleiðis til Þóru. Það fæst ekki með orðum lýst hve þetta gaf henni mikið. Þóra var mikil félagsvera. Alla föstudaga í félagsmiðstöðinni hér í Gullsmára var bingó annan föstu- daginn og söngur Gleðigjafanna ásamt leikskólabörnum hinn. Hún sá um að hóa heimilisfólkinu saman til að drífa þær niður á þessar sam- verustundir. Stundum heldur tím- anlega að sumra mati en hún vildi að þær fengju góð sæti. Á seinni mánuðum kom í ljós að hún var mjög svo listfeng. Sat hún tímum saman við alls konar föndur og bjó til úr bréfum flugvélar og báta, sem sumir hverjir voru svo litlir að undrum sætir hve fingra- fim hún var, því þeir minnstu voru ekki stærri en nögl á litla fingri. Einnig gerði hún stjörnur sem hverju jólatré væri sómi af að skarta. Þóra var trúuð kona og þegar von var á prestinum í sína mán- aðarlegu heimsókn sagði hún gjarnan: „Séra prestur kemur á eftir“. Síðan fór hún rakleiðis inn í herbergið sitt og sótti sálmabókina og var tilbúin þegar presturinn kom. Ég á eftir að sakna Þóru, vin- konu minnar, mikið og veit og trúi að hún muni hvíla í friði. Berglind. að þú komst alltaf á æfingar, á með- an þú gast ennþá keyrt, og gafst mér Egils-appelsín og nammi. Svo man ég alltaf eftir því þegar ég kom í heimsókn, þá baðstu mig að spila á píanóið. Það sem mér þykir leiðinlegast er að ég heimsótti þig ekki nógu oft þó að ég vildi það, en þegar ég kom þá varst þú alltaf með naglalakk og varalit og sast inni í eldhúsi með vindilinn í hendinni og hárið fallega greitt. Elsku kæra amma mín, ég vil bara segja þér hversu heitt ég elska þig og að ég muni aldrei gleyma þér. Eins og hann Andri sagði, þá ert þú mest kúl amma í heimi. Ég sé þig seinna. Soffía Sólveig Halldórsdóttir. Elsku amma Lilla, við munum alltaf eftir þér þegar þú varst að kenna okkur fimleika og hvattir okkur áfram og varst svo glöð þeg- ar við gátum gert eitthvað nýtt. Þú varst bara alltaf glöð þegar við náð- um árangri í hverju sem var. Þegar við komum í heimsókn þegar við vorum litlar bauðstu okkur alltaf nammi sem var í nammiskúffunni. Þú varst alltaf svo fín, hvort sem þú varst að fá okkur í heimsókn eða fara út. Við söknum þín og hlökkum til að sjá þig aftur. Langömmustelpurnar þínar Rakel Dögg og Diljá Anna. Fimleikadrottningin, ballerínan, íþróttakennarinn og móðursystir mín, Guðrún Lilja Halldórsdóttir, hefur kvatt með áætlunarþotunni til eilífðarlandsins – 85 ára að aldri, geri aðrir betur! Lilla var drottning, hvort sem um var að ræða fagrar hreyfilistir, tísku, heimilishald eða bara það að vera til. Ég minnist Lillu og Sigga þegar ég sem barn heimsótti þau á þeirra fyrsta heimili á Miklabraut 90. Siggi, Sigurður Ármann Magnússon heildsali, var afar listrænn og mikill fagurkeri, og er erfitt að gleyma gifslistaverkinu er hann lét reisa í stigaganginum, myndverk af svön- um sem var nýjung á Íslandi í kringum 1950. Síðar reistu þau sér glæsivillu á Barðaströndinni á Sel- tjarnarnesinu, þar sem listrænir hæfileikar þeirra hjóna nutu sín til fullnustu. Það er nánast ólýsanleg tilfinning að minnast fjölskylduboðanna á Barðaströndinni, þar sem veitt var af myndugleik, bæði í mat og drykk. Systkinin voru fjögur, móðir mín Klara var elst, þá kom Nonni, síðan Lilla og að lokum Anna, sem búið hefur í Bandaríkjunum sl. 60 ár – og sú sem lifir systkini sín og telst því ættarhöfðingi okkar! Þessar systur voru algerar drottningar eins og það leggur sig, að ógleymdri ættardrottningunni Guðmundu ömmu, sem ól upp allar konur í ætt- inni í myndarskap og kvenleika, og sem dró línuna hjá þeim öllum hvaða stelli ætti að safna, hvort borðdúkarnir væru úr damaski og hvort gólfin væru bónuð með Cobra-bóni! Og mér líður seint úr minni þegar Anna frænka í Am- eríku sendi til Íslands sneisafullar ferðakistur af fatnaði á okkur kon- urnar, amma gleiðgeng yfir góssinu með stjórnsprotann, tilbúin að ákvarða hver fengi hvað! Lilla fengi þetta, mamma hitt og ég svo stelpu- fötin, enda gekk ég eingöngu í am- erískum fötum til 14 ára aldurs, sem var alveg einstakt, því það átti bara enginn á þessum árum glæra plastkápu með rock & roll-lógói, eða lillaða svamp-fermingarkápu. Lilla og Siggi eignuðust fjögur mannvænleg börn, sem sjá nú á eft- ir móður sinni inn í eilífðarlandið. Lilla fylgdist alla tíð með mér og var óhrædd að hvetja mig til dáða í skoðanadansi mínum í fjölmiðlum – og reyndist mér sem besta móðir í þeim efnum. Það er táknrænt fyrir þessa drottningu, hana Lillu móðursystur mína, að láta snyrta á sér neglurnar aðeins nokkrum klukkustundum fyrir brottför! Falleg heimkoma það. Siggi og Lilla eru sameinuð á ný. Ágæta fjölskylda, Guð geymi ykkur og minninguna um stór- brotna konu – sem í rauninni átti engan sinn líka! Rósa Ingólfsdóttir. Kært var með bræðrunum Hall- dóri og Stefáni þó aldursmunur væri nokkur. Því var það alloft að þeir bræður hittust og fékk ég ung- ur að fylgja föður mínum inn á heimili þeirra Halldórs og Guð- mundu að Njálsgötu 94. Þá var það ævintýri líkast að ferðast frá Hafnarfirði til Reykja- víkur og fá að kynnast svo fallegu heimili sem þau áttu. Þar ólu þau hjónin upp börnin sín fjögur talsins og var Guðrún Lilja – Lilla Hall- dórs – þeirra yngst. Uppvaxin hafði íþróttakennarinn, Lilla Halldórs, forystu fyrir þeim systkinum og féll það í hennar hlut að bjóða ættingjum og vinum í heimsókn á heimili sitt og Sigurðar Ármanns, þegar Anna systir hennar kom í heimsókn frá Bandaríkjunum, en með þeim systrum var einlæg vinátta allt til enda. Einlæg gest- risni og höfðingsskapur var ríkur þáttur í eðlisfari Lillu frænku. Dugur frænku minnar var ein- stakur allt til æviloka. Að lokum bjó hún ein á heimili sínu þó hún ætti erfitt með gang og útí bílinn skreiddist hún, ók að versluninni og beið þess að út kæmi einhver með innkaupakerru, sem hún gæti notað sér til stuðnings, eins og hún sagði mér skömmu fyrir andlátið. Hennar verður minnst með hlý- hug og þakklæti. Jón Gunnar Stefánsson. Elskuleg frænka mín, Guðrún Lilja Halldórsdóttir, sem ávallt var kölluð Lilla Halldórs, er fallin frá. Lilla var dóttir Halldórs ömmu- bróður míns, en hann og Sigríður amma voru börn Jóns Sigurðssonar bónda, ferjumanns og kaupmanns í Kalastaðakoti á Hvalfjarðarströnd, sem var hreppstjóri í sinni sveit. Lilla hét í höfuðið á ömmu sinni, Guðrúnu Jóhannesdóttur bústýru í Kalastaðakoti, en amma var dóttir Soffíu Pétursdóttur, eiginkonu Jóns. Hlýtt var á milli allra systk- inanna frá Kalastaðakoti og gott samband á milli frændsystkinanna. Jón eignaðist tvö börn með Guð- rúnu, Hallgrímínu sem varð aðeins tveggja ára og Halldór. Svo komu Stefán og Sigríður, börn Jóns með Soffíu, en með Narfa, fyrri manni sínum, hafði Soffía átt fjögur börn þau Petrínu, Eirík, Sigurjón og Matthías. Þótt óskyldar væru minnti Lilla um margt á Petu frænku sem var alltaf í sérstöku uppáhaldi hjá okkur öllum, ótrúlega blíð og fríð á hverju sem gekk og varð hundrað ára. Ég á góðar minningar um Lillu frænku frá fyrstu tíð. Svo vildi til að eftir að við fluttum af Laugaveg- inum og inn á Kleppsveg, þá vorum við komin í nágrenni við Lillu sem bjó í Sporðagrunninu með fjöl- skyldu sinni, en Sigurður Ármann maður hennar rak þá verslun við Dalbrautina. Þegar ég var kominn á annað ár í Barnamúsíkskólanum var komið að því að læra á píanó. Ekkert hljóðfæri var til heima, en það gerði ekkert til því að Lilla frænka bauð mér að koma og æfa hjá þeim, þar sem píanó var fyrir hendi. Ekkert var sjálfsagðara en að leyfa mér að glamra á hljóðfærið þar. Gekk þannig til fram eftir vetri eða þar til við fengum píanó heim. Lilla var ein af þessu fólki sem gefur endalaust frá sér með blíðu og hlýju. Hún kunni auk þess þann galdur að láta mann finna að maður væri í sérstöku uppáhaldi hjá henni sem gat gert manni undur gott. Hitt, að hún hefur vafalítið látið ótalmarga finna það sama, dró ekk- ert úr gæðunum. Þannig var hún. Ég votta frændsystkinum mínum og fjölskyldum þeirra innilega sam- úð. Blessuð sé minning yndislegrar frænku. Sveinn Rúnar Hauksson. Ég kynntist ömmu minni í raun og veru fyrst þegar ég var orðin fullorðin kona sjálf. Þegar ég var barn hafði hún öðrum hnöppum að hneppa en að vera að vesenast í kringum krakkaorma. Hún lifði sínu lífi fyrir sig og lifði því til fulls. Ferðaðist og vann af metnaði og ástríðu að sínu starfi og áhugamáli; fimleikum og dansi. Síðustu 15 árin hafa leiðir okkar aftur á móti legið saman og finnst mér ég hafa grætt mikið á því að eiga hana sem vinkonu mína. Vin- átta okkar fór í raun að þróast þeg- ar börnin mín voru lítil. Þá fórum við iðulega til hennar um helgar til að vinna í garðinum. Krakkarnir fengu nammi og svala, ég volgan Tuborg. Amma Lilla sat í eldhúsinu og skipaði fyrir, með vindilinn í vinstri. Í leiðinni stýrði hún krökk- unum með harðri hendi í alls kyns fimleikakúnstum. Þá var amma Lilla í essinu sínu. Eftir að börnin komust á þann aldur að nammi var ekki lengur sér- legt aðdráttarafl og fimleikaæfingar í eldhúsinu ekki heldur fór ég að fara ein til hennar. Og kynntist henni á enn annan hátt. Þar eign- aðist ég vinkonu sem ég á eftir að sakna. Hún amma Lilla var aldrei væm- in í eðli sínu, þótt hún gerði sér það upp oft og tíðum. Hún sagði mér hikstalaust að þegja ef ég sagði eitt- hvað sem henni mislíkaði og „ég elska þig asninn þinn“ er setning sem á eftir að lifa svo lengi sem ég. Sögð með hrjúfri röddu og hlátri í bland. Það var amma; hrjúf með hlátri í bland. Kona sem hafði húm- or fram á síðasta dag, drakk bjór, reykti vindla og blótaði örlítið. Hjá ömmu Lillu var eins og lífið tæki á sig tímalausa mynd. Þar gat ég setið tímunum saman og hlustað á hana af aðdáun tala um lífið fyrir meira en hálfri öld. Að sama skapi gat hún hlustað á mig, 50 árum yngri, með mínar vonir, áhyggjur og þrár. Hún sagði mér frá sínum fyrri ástum, sem enginn mátti vita af, og ef ég kyssti strák var það amma sem vissi það fyrst og skildi svo vel hvað ungar konur þurfa í lífi sínu. Þar mættust tveir heimar sem í raun og veru voru ekki svo langt hvor frá öðrum, hvorki í tíma né rúmi. Alveg er ég viss um að tekið verður á móti mér hinum megin með volgum Tuborg og það verður hún amma mín; hrjúf með hlátur í bland, kona sem hafði húmor fram á síðasta dag, drakk brjór, reykti vindla og blótaði örlítið. Guðný Pálsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og tengdadóttir, SOFFÍA THORARENSEN frá Akureyri, Álfkonuhvarfi 61, Kópavogi, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring- braut miðvikudaginn 2. apríl. Kjartan Tómasson, Elísabet Kjartansdóttir, Jón Örn Pálsson, Ármann Kjartansson, Klara Eiríka Finnbogadóttir, Lára Guðleif Kjartansdóttir, Gunnar Magnússon, Elísabet Sigurðardóttir og barnabörn. ✝ Ástkær faðir minn og afi okkar, EGGERT THORARENSEN forstjóri BSR, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 30. mars. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 8. apríl kl. 15.00. Sendum starfsfólki Sóltúns bestu þakkir fyrir umönnunina. Guðmundur Börkur Thorarensen, Þröstur Thorarensen, Eggert Thorarensen, Kristófer Börkur Thorarensen. ✝ SÉRA GUNNAR GÍSLASON fyrrverandi prófastur og alþingismaður, Glaumbæ, Skagafirði, sem lést 31. mars, verður jarðsunginn frá Glaumbæjarkirkju, Skagafirði, laugardaginn 5. apríl klukkan 11.00. Gréta María Bjarnadóttir, Gunnar Gunnarsson, Þórdís Elín Jóelsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Arnór Gunnarsson, Ragnheiður Sövik, Margrét Gunnarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Þuríður Kristjana Þorbergsdóttir og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.