Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ingum. Í öllum þessum málum hefur kerfið sýnt styrk og hæstiréttur í Ísrael er sennilega sá atkvæðamesti í heiminum þegar kemur að því setja mörkin milli stríðsins gegn hryðju- verkum og mannréttindakrafna.“ – Talandi um dómara, eru áhrif hæstaréttar Bandaríkjanna of mikil? „Ég held það,“ segir hann. „Mér finnst að hæstiréttur taki margar ákvarðanir, sem ættu að vera í hönd- um almennings. Bush gegn Gore er mest sláandi dæmið um það. En hann hefur einnig gegnt mikilvægu hlutverki. Til dæmis hefði enginn getað afnumið kynþáttaaðskilnað í skólum hefði hæstiréttur ekki tekið forystu. Svo má til dæmis deila um mál Roe gegn Wade, sem færði kon- um rétt til fóstureyðinga. Ég var að sjálfsögðu hlynntur niðurstöðunni og vil að konan eigi rétt á að ákveða sjálf hvort hún fari í fóstureyðingu, en á hinn bóginn er spurning hvort þetta hefði ekki átt að vera í höndum þing- anna í hinum einstöku ríkjum, sú lög- gjafarbarátta hefði unnist og þá hefði það gerst með lýðræðislegum hætti. Er það ekki betra en að níu dómarar taki ákvörðunina?“ Dershowitz hefur verið verjandi í tíu morðmálum, vann þau öll og lítur á þau sem sín uppáhaldsmál. „Það eru heilaskurðlækningarnar í lagaheiminum,“ segir hann. „Ég elska mál þar sem hægt er að leysa málið með hjálp réttarlæknisfræði, félagsvísinda og rannsóknum. Ný- lega var ég með mál þar sem læknir hafði verið dæmdur fyrir að myrða konu sína með því að sprauta hana með lyfi, sem lamar og hefði stöðvað hjarta hennar. Það munaði einu at- kvæði að hann yrði dæmdur til dauða. Ég tók málið að mér til áfrýj- unar, fór yfir vísindavinnuna og sannaði að sýnagreiningin hefði verið vitlaus og maðurinn væri blásaklaus. Hann var látinn laus og býr nú frjáls og hamingjusamur maður í Vancouv- er í Kanada. Þetta veitir mér mesta ánægju, þegar ég get vísindalega sannað sakleysi skjólstæðingsins. Það gerist ekki of oft, en þegar það gerist er það mjög ánægjulegt.“ Að verja sekan mann – Hefur þú alltaf verið viss um sakleysi skjólstæðinga þinna? „Alls ekki.“ – Hefur þú bjargað sekum manni í morðmáli? „Án nokkurs vafa,“ segir hann. „Ég myndi segja að af þeim tíu morðmálum, sem ég hef tekið að mér, hafi helmingurinn sennilega verið sekur – sennilega – ég get ekki fullyrt það því að það myndi rjúfa trúnað lögfræðings og skjólstæðings. En ég hef tekið að mér mál vitandi að hinn ákærði er sekur. Ég veit það reyndar aldrei fyrir víst, en jafnvel þótt ég sé nokkuð viss verður að verja þá. En það er mjög erfitt, sér- staklega þegar þeir ljúga blákalt og sverja við gröf móður sinnar og þú veist að þeir eru að ljúga og hatar þá. Ég þoli ekki að vera í sama herbergi og margir af skjólstæðingum mín- um.“ – Þú hefur líka varið menn, sem voru ákærðir fyrir hatursáróður. „Ég hef varið nasista, en ég rétt- lætti það með því að ég tryði á mál- frelsið. Ég hef varið fólk, sem hefur viljað drepa mig og það er erfitt. Eitt sinn stökk skjólstæðingur yfir borð og reyndi að kyrkja mig. Verðirnir urðu að koma inn í herbergið til að skilja okkur að. Rithöfundurinn Norman Mailer bað mig um að taka málið að mér. Ég fór að hitta skjól- stæðinginn og hann reyndi að ráðast á mig. Hann hét John Henry Abbot. Mailer fékk hann lausan úr fangelsi, svo myrti hann þjón og síðan reyndi hann að ná mér. Það hefur síðan komið að ég hef þurft lögregluvernd þegar skjólstæðingar eða fólk, sem ég hef neitað að vinna fyrir, hefur ætlað að ná sér niðri á mér.“ Óvirðing fyrir eigin einkalífi – Frá hryðjuverkunum 11. sept- ember hefur verið þrengt að almenn- um réttindum og spurningin vaknar hvar draga eigi mörkin milli friðhelgi einkalífsins og aðgengis yfirvalda að upplýsingum og hvort það sé ekki mótsögn að verja frelsið með því að draga úr því. „Það hefur ekkert verið haggað við málfrelsinu, en það gegnir öðru máli um friðhelgi einkalífsins,“ segir Dershowitz. „Þetta er spurning um stigsmun, hversu langt á að ganga. Það er ljóst að höfundar stjórnar- skrárinnar sáu aldrei fyrir sér að hægt væri að hlera og skoða sam- skipti með þeirri hátækni, sem til er í dag. Í þeim efnum vil ég ekki horfa fram hjá þeirri staðreynd að við get- um síað samtöl. Ég er hlynntur því að nota tæknina til að hlusta eftir orðum og orðasamböndum, sem gefa hryðjuverkastarfsemi til kynna. Þeg- ar hins vegar einstaklingur hefur verið dreginn fram og ætlunin er að hlera samtöl hans þarf að réttlæta það með heimild frá dómara. Ég myndi hafa stigsmun á hve langt má seilast inn í einkalíf fólks eftir því hvað menn hafa miklar sannanir, sem benda til að viðkomandi sé við- riðinn hryðjuverkastarfsemi. Ég er á móti öfgunum, annars veg- ar því að aldrei eigi fylgjast með samtali eða samskiptum og hins veg- ar því að alltaf megi fylgjast með samtölum svo fremi að þau séu í þágu hryðjuverka. Ég vil fara milli- leiðina þannig að fylgjast megi með upp að einhverju marki. Eitt dæmi um þessa umræðu er heiti á tölvubréfin. Sumir segja að leyfilegt eigi að vera að lesa heiti á tölvupóstum fólks án heimildar. Ég held að það sé rangt, heiti tölvupósta geta veitt miklar upplýsingar. Þetta er ekki eins og að horfa framan á um- slag. Lögin kveða nú á um að það megi skoða umslög og aftan á póst- kort, en heiti tölvupósta gefa til kynna efnið og oft setja menn allt efni skeytisins í póstinn.“ – Hvað með aðgang því hvaða bækur menn lesa á bókasöfnum? „Ég er alfarið á móti því sem og flestu því sem kveðið er á um í ætt- jarðarlögunum (Patriot Act),“ segir Dershowitz. „Þegar ég fór fyrst til Sovétríkjanna kom ég með ungan andófsmann með mér til baka. Ég fékk honum vinnu og hann bjó heima hjá mér um tíma. Þegar ég fór með hann á Harvard-torg trúði hann því ekki að hægt væri að ganga inn í bókabúð og kaupa bók með reiðufé án þess að nokkur skráði hjá sér hvaða bók þú værir að kaupa. Í Moskvu voru nefnilega engar opnar hillur, stjórnvöld fylgdust með öllu sem þú last og keyptir. Slíku er ein- faldlega ekki hægt að una í lýðræð- isríki. Ég held að stjórnvöld eigi ekki að geta fylgst með því hvað þú lest, hvað þú skoðar á Netinu – ég held að stjórnvöld gangi of langt, jafnvel varðandi klám og barnaklám, þau eru allt of aðgangshörð.“ Erfitt að bæta upp skaðann Dershowitz heldur að það verði erfitt að lagfæra það, sem fór úr- skeiðis með ættjarðarlögunum. „En við skulum líta á björtu hlið- ina. Ekkert hefur verið hróflað við málfrelsinu. Við óttuðumst það mjög. Hver einasta stjórn hefur fordæmt að yfirvöld dragi í dilka eftir kyn- þætti – það er gert, en við fordæmum það. Hræsni er virðingarvottur last- anna við dyggðina. Það er betra að fordæma það. Stóra málið er friðhelgi einkalífs- ins og flestir Bandaríkjamenn eru hlynntir því að henni séu takmörk sett. Við lifum á tímum fyrirbæranna My Space og FaceBook. Ég er af- brotalögfræðingur og það fyrsta sem ég geri þegar ég tek að mér mál er að láta einkaspæjara skoða það sem kemur fram á þessum stöðum um þá, sem í hlut eiga, og það er ótrúlegt hvað fólk setur þarna. Fólk ber sjálft enga virðingu fyrir friðhelgi eigin einkalífs. Fólk talar um kynferð- ishneigðir sínar, kynlíf og sín við- kvæmustu leyndarmál. Það er því rétt að stjórnvöld hafa brotið gegn friðhelgi einkalífsins, en einstakling- arnir virðast ekki telja að friðhelgi einkalífs þeirra hafi neitt gildi og það er að minni hyggju stærra vandamál. Mesta ógnin við friðhelgi einkalífsins er því ekki stjórnvöld – þótt það sé miklu verra þegar þau rjúfa hana því að þá er Stóri bróðir kominn á kreik – heldur einkafyrirtæki vegna gagnagrunna, til dæmis hjá greiðslukortafyrirtækjum. Þau vita allt um þig. Ef þú vilt í raun eiga einkalíf þarftu að nota reiðufé, sem nánast er búið að afnema, hætta að nota farsíma og svo framvegis.“ Baráttan fer harðnandi í forkosn- ingum demókrata í Bandaríkjunum og Dershowitz fylgist grannt með. „Þetta er mjög hörð kosningabar- átta og ég vil að hún haldi áfram,“ segir hann. „Ég styð Hillary, hún er vinur minn og ég hef þekkt hana lengi. Ég þekki Barak Obama líka og kann að meta hann. Ég studdi hann mjög ákaft þegar hann bauð sig fram til öldungadeildarinnar. Ég kýs Hillary þó frekar, en mun styðja hvort þeirra sem sigrar.“ Dershowitz er ekki sammála þeim sem segja að það sé slæmt fyrir demókrataflokkinn að Hillary Clint- on skuli ætla að berjast til þrautar fyrir tilnefningu demókrata. „Það er greinilega áróður úr her- búðum Obama og fólk Clintons segir hið gagnstæða,“ segir hann. „Hillary á enn möguleika, en hún þarf að sigra með yfirburðum í Pennsylvaníu og afgerandi í Indiana. Ef hún sigrar afgerandi í þessum tveimur ríkjum hefur hún borið sigur úr býtum í öll- um þeim ríkjum þar sem á eftir að verða mjótt á mununum í forseta- kosningunum. Obama hefur hins vegar sigrað í öllum ríkjunum, sem hann getur ekki náð í forsetakosn- ingunum sjálfum. Ég tel Hillary Clinton eigi meiri möguleika á að sigra í forsetakosningunum.“ Dershowitz telur að kosningarnar nú séu ekki góður mælikvarði á það hvort Bandaríkjamenn séu fremur reiðubúnir til að kjósa konu eða blökkumann í embætti forseta vegna þess að hvorugt þeirra sé dæmigert. „Ég held að við séum tilbúin til að kjósa konu, tilbúin til að kjósa blökkumann og tilbúinn til að kjósa Gyðing,“ segir hann. „En erum við tilbúin til að kjósa blökkumann, sem í 20 ár sótti messur í afrósentrískri kirkju hjá presti, sem predikaði kyn- þáttafordóma? Erum við tilbúin að kjósa forseta konu, sem er maki Bills Clintons?“ Dershowitz finnst hræðilegt hvað mikil áhersla er orðin á það að fram- bjóðendur þurfi að sýna fram á að þeir séu sanntrúaðir. „Þetta er ekki bara hjá repúblik- önum, heldur einnig demókrötum. Barak Obama komst í vandræði vegna þess að hann bast kirkjunni sinni svo sterkum böndum að Jeffer- son hefði snúið sér við í gröfinni. Jefferson neitaði að segja börnunum sínum frá sínum trúarskoðunum vegna þess að þær væru einkamál. Hann sagði: „Það kemur hvorki við budduna hjá mér né brýtur á mér fótinn hvort nágranni minn trúi á einn guð, marga guði eða engan guð.“ Við ættum að halda trúnni utan stjórnmála.“ Úrslitin velta á efnahagnum Dershowitz segir að margt megi finna George Bush til foráttu, en hann sé ekki rasisti eins og sjáist af því að hann hafi skipað fólk af öllum kynþáttum til hárra embætta. „Persónulega er Bush nokkuð virðingarverður maður,“ segir hann. „Bush er góður eiginmaður, hjóna- bandið er gott, eftir því sem ég kemst næst er hann góður faðir, hann er trúr konu sinni og hann er ekki vitlaus. En hann er fullkomlega áhugalaus um innviði hlutanna og áttar sig ekki á hinu margslungna. Hann hefur einfalda sýn á heiminn. Það er gott og illt. Hann hefði orðið góður prins, en ekki góður kóngur eða forseti. Hann var ekki einu sinni kosinn í fyrra skiptið og komst í emb- ætti með því að svindla í skjóli hæstaréttar. Svo var hann endur- kjörinn að mínu mati vegna þess að demókratar völdu rangan mótfram- bjóðanda þegar þeir tilnefndu John Kerry. Hann hefur verið lánsamur og setið í átta ár, en hann verður sennilega talinn til eins af verstu for- setunum á næstum öllum sviðum.“ Dershowitz telur að það hafi verið bráðsnjallt hjá repúblikönum að velja John McCain sem forseta- frambjóðanda. „McCain er ekki eins og Bush, hann er ekki arftaki Bush, hann er mjög ólíkur honum. Hann hefur ver- ið mjög sjálfstæður repúblikani og getur því boðið fram án þess að frammistaða Bush þvælist fyrir hon- um. Síðan eru demókratar klofnir. 16% stuðningsmanna Hillary segjast aldrei munu kjósa Obama – ég er ekki einn þeirra – og 16% stuðnings- manna Obama segjast aldrei munu kjósa Hillary. Þetta gæti farið niður í sex til sjö prósent. Úrslitin munu hins vegar velta á því hvað gerist í efnahagsmálunum. Því verra sem efnahagsástandið verður, þeim mun meiri möguleika eiga demókratar.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Einkalíf Dershowitz telur stigsmun á hve langt megi seilast inn í einkalífið. » Fólk talar um kyn-ferðishneigðir sínar, kynlíf og sín viðkvæm- ustu leyndarmál. Það er því rétt að stjórnvöld hafa brotið gegn frið- helgi einkalífsins, en einstaklingarnir virðast ekki telja að friðhelgi einkalífs þeirra hafi neitt gildi og það er að minni hyggju stærra vandamál. V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 2 1 9 6 0 1 1 9 6 9 8 2 9 1 9 9 3 8 7 7 1 4 7 7 2 6 6 0 0 3 3 7 0 6 6 2 3 6 9 8 9 5 2 0 5 2 4 2 9 6 5 6 3 8 9 4 3 4 8 1 6 8 6 0 1 6 6 7 0 8 0 4 4 3 1 0 0 1 6 2 0 8 1 1 3 0 1 8 0 3 8 9 8 5 4 8 2 9 8 6 0 4 9 0 7 0 9 0 9 3 9 9 1 0 1 0 4 2 0 8 9 3 3 0 3 9 1 3 9 7 3 9 4 8 3 4 6 6 0 8 1 1 7 1 0 5 5 8 1 5 1 0 4 0 4 2 1 3 0 7 3 0 4 2 7 3 9 8 9 7 4 9 7 3 4 6 0 9 3 9 7 1 3 8 8 9 3 3 1 0 6 4 6 2 1 3 4 9 3 1 2 3 3 4 0 3 8 1 5 0 5 5 4 6 1 3 4 3 7 1 4 3 2 2 0 3 1 1 1 4 1 8 2 1 7 6 1 3 1 2 7 7 4 0 4 5 9 5 0 8 3 7 6 1 7 1 9 7 1 7 6 8 2 1 6 2 1 1 9 7 7 2 1 7 6 2 3 1 6 8 9 4 0 6 2 4 5 0 9 1 9 6 2 0 2 2 7 1 9 9 2 3 4 3 2 1 2 0 9 1 2 1 7 6 4 3 1 7 6 5 4 0 8 0 1 5 1 2 8 1 6 2 0 4 1 7 2 1 0 0 3 6 5 0 1 2 1 4 7 2 1 9 0 1 3 2 0 1 1 4 1 0 0 6 5 1 4 5 0 6 2 3 7 6 7 2 3 4 8 3 8 0 8 1 2 8 1 5 2 2 2 2 8 3 2 5 8 7 4 1 0 9 2 5 1 5 0 9 6 2 5 4 1 7 4 2 7 6 4 3 3 0 1 3 3 5 2 2 2 7 4 5 3 2 7 4 9 4 1 5 2 9 5 1 5 1 2 6 2 6 0 5 7 4 7 1 5 4 4 3 4 1 4 1 6 6 2 2 7 6 0 3 3 5 7 6 4 1 7 4 5 5 2 0 3 9 6 2 6 0 6 7 5 3 6 5 5 4 2 1 1 4 4 4 4 2 2 7 7 7 3 3 7 5 3 4 2 2 2 7 5 2 6 7 9 6 3 0 8 4 7 5 5 0 1 5 7 8 3 1 4 7 3 5 2 3 2 8 5 3 3 8 9 7 4 2 7 2 1 5 3 0 5 4 6 3 4 7 5 7 5 6 7 9 5 9 9 4 1 4 7 8 2 2 3 4 9 6 3 4 0 3 9 4 3 1 4 4 5 3 2 1 2 6 3 6 4 6 7 6 2 9 5 6 4 1 5 1 4 8 3 8 2 3 8 2 8 3 4 0 8 7 4 3 1 7 8 5 4 1 4 0 6 3 8 7 1 7 6 8 2 7 6 4 6 0 1 4 9 2 2 2 4 1 4 3 3 4 8 0 7 4 3 2 0 1 5 4 3 7 0 6 4 1 2 0 7 7 0 1 5 6 5 2 0 1 5 2 9 6 2 4 3 8 3 3 4 8 5 4 4 3 3 0 5 5 4 4 4 8 6 4 4 7 3 7 7 5 8 8 6 5 5 6 1 5 5 1 6 2 4 3 9 5 3 4 8 5 5 4 4 2 8 8 5 4 9 5 6 6 5 0 2 7 7 7 7 5 5 6 5 8 3 1 5 5 2 1 2 4 5 0 0 3 5 3 3 1 4 4 3 7 6 5 5 1 0 1 6 6 0 2 7 7 8 0 4 6 6 6 9 3 1 6 2 9 8 2 4 8 5 4 3 5 7 4 5 4 4 8 3 5 5 6 2 6 6 6 6 1 7 9 7 9 3 2 0 7 3 7 1 1 6 8 0 9 2 5 0 7 8 3 6 2 8 6 4 4 9 4 7 5 6 5 0 5 6 6 4 4 9 7 9 4 4 7 7 5 9 6 1 6 9 6 1 2 5 1 0 5 3 6 6 4 9 4 5 2 4 7 5 6 5 2 4 6 6 6 1 6 7 9 5 0 2 7 6 0 8 1 7 8 5 4 2 5 1 3 6 3 6 7 8 7 4 5 2 6 3 5 6 7 0 3 6 6 8 1 0 7 9 6 2 0 8 1 1 1 1 7 9 8 3 2 5 6 8 5 3 6 8 3 4 4 5 3 4 4 5 6 9 5 3 6 6 8 7 2 7 9 7 3 0 8 4 9 4 1 8 2 4 4 2 5 8 3 4 3 7 3 7 4 4 5 5 4 2 5 7 3 0 7 6 8 4 8 3 8 5 2 3 1 8 3 2 5 2 6 5 3 9 3 7 7 9 4 4 6 0 0 5 5 7 4 8 1 6 8 8 3 9 8 5 7 4 1 8 6 0 9 2 6 7 7 7 3 8 1 4 5 4 6 2 3 2 5 7 8 7 1 6 9 1 3 7 9 4 1 4 1 8 9 4 3 2 7 6 1 5 3 8 2 8 7 4 6 6 8 7 5 8 2 9 7 6 9 2 8 6 9 4 3 1 1 9 5 6 8 2 8 0 6 5 3 8 4 8 3 4 6 6 9 9 5 8 4 9 7 6 9 5 4 4 9 4 4 7 1 9 5 8 1 2 9 1 8 3 3 8 6 0 4 4 7 6 6 7 5 9 4 5 4 6 9 7 2 2 V i n n i n g a s k r á 49. útdráttur 3. april 2008 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 1 4 2 1 3 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 7 9 2 4 1 1 3 0 1 6 0 9 7 5 6 5 3 5 6 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1980 21888 25108 44126 51549 52485 4849 23607 27388 45182 52330 75673 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 6 9 9 1 1 3 1 9 2 2 0 1 6 3 6 5 7 6 4 2 7 7 4 5 7 0 5 3 6 8 0 7 2 7 7 1 6 7 1 5 2 7 1 2 0 6 6 2 2 1 0 0 3 7 2 2 2 4 2 8 8 1 5 7 5 1 0 6 8 4 7 7 7 7 2 1 6 3 4 1 2 1 2 4 6 5 2 3 2 5 4 3 7 6 5 1 4 4 1 8 8 5 8 0 0 5 6 9 0 7 0 7 7 9 7 3 4 4 1 0 1 2 9 4 3 2 5 1 7 2 3 7 7 0 4 4 4 6 2 4 5 8 4 4 2 6 9 3 7 5 7 8 3 8 3 4 5 1 9 1 3 4 7 2 2 6 7 2 6 3 7 7 5 3 4 5 5 9 2 5 8 6 7 4 6 9 5 1 3 7 8 5 2 2 5 3 4 2 1 3 4 9 1 2 9 7 2 9 3 7 7 7 6 4 6 0 0 4 5 9 1 6 4 6 9 6 6 8 7 8 9 0 8 6 6 0 7 1 3 6 3 9 3 0 0 0 6 3 8 1 0 9 4 8 2 1 4 6 1 2 2 9 7 1 1 5 9 7 8 9 3 6 7 4 8 7 1 5 8 6 1 3 0 4 7 7 3 8 3 1 1 4 9 5 6 4 6 2 1 9 6 7 2 7 1 4 7 9 0 8 7 9 2 7 4 1 6 7 4 1 3 1 1 0 7 3 8 6 0 8 5 1 0 8 4 6 2 7 4 7 7 3 4 1 3 7 9 1 4 8 9 3 3 0 1 6 9 5 9 3 2 1 3 3 3 9 7 9 0 5 2 2 4 4 6 4 5 6 2 7 3 6 9 9 9 7 9 3 1 9 2 9 8 3 2 9 6 0 3 9 8 3 3 5 2 8 1 4 6 7 3 1 9 7 3 7 2 2 1 0 0 6 8 1 9 3 5 8 3 3 0 8 7 4 0 0 4 4 5 3 0 0 8 6 7 8 0 8 7 4 1 6 8 1 1 0 7 9 2 1 3 1 1 3 5 0 2 7 4 2 6 7 1 5 4 7 4 7 6 7 9 7 6 7 6 6 1 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.