Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 22
|föstudagur|4. 4. 2008| mbl.is daglegtlíf Ég er alsæll með afraksturinn því hérhefur tekist að skapa þann hlýleikasem að var stefnt og hér er ég kom-inn með einvalalið starfsfólks, sem ég í reynd átti svo sem ekki von á að ná í. Við lítum því bara björtum augum til framtíð- arinnar enda má segja að þetta sé stærsta veit- ingaverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi,“ segir Sigurður Gíslason, yfirmat- reiðslumeistari og framkvæmdastjóri Veislu- turnsins við Smáratorg. Veisluturninn er á tveimur efstu hæðum Turnsins, stærstu bygg- ingu landsins, í samtals 1.550 fermetra stóru rými og getur skipst niður í allt að sex sali, þrjá á hvorri hæð. Salirnir taka samtals allt að 450 manns í sæti, þar af getur hádegisverðarstað- urinn tekið við um 200 manns í hverju hádegi. „Við ætlum okkur að gera út á hádegis- traffíkina með þessum nýja veitingastað, sem hlotið hefur nafnið Nítjánda þar sem við erum hér á nítjándu og næstefstu hæð Turnsins,“ segir Sigurður og bætir við að veitingastað- urinn þjóni auk þess um eitt hundrað starfs- mönnum nokkurra fyrirtækja í hádeginu. Góð aðstaða er til funda- og ráðstefnuhalds í Turninum, sem er með einum þeim fullkomn- asta funda- og tækjabúnaði sem völ er á, að sögn Sigurðar. Á 20. hæðinni eru veislusalirnir með sex metra lofthæð, setustofu og bar, sem hlotið hefur heitið T20. Salir 20. hæðarinnar eru eingöngu leigðir út, en hádegisverðarstað- urinn og barinn, sem opnaður verður innan fárra daga og opinn verður fyrst um sinn á fimmtudags-, föstudags- og laugardags- kvöldum, verða opnir almenningi. Hönnun var í höndum arkitektsins Sigurðar Gústafssonar. Húsgögn og innréttingar eru úr dökkbæsaðri valhnotu, stólar klæddir ítölsku leðri og mikið hefur verið lagt upp úr réttri lýs- ingu, sem hægt er að breyta eftir efnum, ástæðum og tilefni. Sjálfur segist Sigurður hafa hannað eldhúsið, þar sem matreiðslu- meistarar una glaðir við sitt, enda eru þeir örugglega með flottara útsýni en margir koll- egar annars staðar. Á Nítjándu verður í boði hlaðborð í hverju hádegi á virkum dögum til að byrja með, en til stendur að bjóða upp á „brunch“ um helgar þegar fram líða stundir. „Hlaðborðið okkar samanstendur af tíu til fimmtán tegundum af salötum, tvenns konar súpum og brauði, sem bakað er á staðnum, sushi, wokréttum, einum heitum fiskrétti og einum heitum kjötrétti,“ segir Sigurður. Þá eru uppi hugmyndir um að bjóða hópum upp á sýnikennslu í matargerð enda býður öll aðstaða upp á slíkt fyrirkomulag. „Ég gæti trúað að það gæti orðið vinsælt til dæmis hjá saumaklúbbum eða fyrirtækjahópum að panta sér sýnikennslu í sushi-, konfekt- eða köku- gerð, slaka á yfir hvítvínsglasi og fá svo kannski makana með í mat um kvöldið,“ segir Sigurður, sem gaf Daglegu lífi sýnishorn af há- degisverðarmatseðlinum í formi tveggja ljúf- fengra salatuppskrifta. Bulgursalat með gúrkum, ólífum og fetaosti 1 bolli bulgur salt 1¼ bolli sjóðandi vatn ¼ bolli fínt saxaður rauðlaukur 3 msk. sítrónusafi 2 msk. saxað ferskt kóríander 1 msk fínt saxað kapers 1 fínt saxaður hvítlauksgeiri ¼ bolli extra virgin-ólífuolía ½ gúrka, skræld, fræhreinsuð og skorin í teninga ¼ bolli kalamata-ólífur ferskur mulinn hvítur pipar 60 g mulinn fetaostur Bulgur sett í skál ásamt heitu vatni, plast- filma sett yfir og látið standa í 20 mín. Rauð- lauk, sítrónusafa, kóríander, hvítlauk og kapers blandað saman. Ólífuolían sett út í ásamt gúrkum og ólífum. Hrært í bulgurinu með gaffli og það sett út í dressinguna. Krydd- að með salti og pipar eftir smekk og fetaost- inum sáldrað yfir réttinn. Borið fram með romaine-salati. Heitt kryddað nautasalat með engifer 500 g nautafilet, steikt medium og kælt 200 g snjóbaunir, forsoðnar og kældar 100 g baunaspírur 1 fínt skorinn rauðlaukur ¼ bolli cashew-hnetur Chili-dressing 1 tsk. fínt rifin engiferrót 2 tsk. rauð chili, fínt söxuð ¼ bolli sítrónusafi 2 msk. sykur 1 tsk. fiskisósa Til að laga dressinguna setjið þá engifer, chili, sítrónusafa, sykur og fiskisósu saman í skál og pískið saman. Nautakjötið er svo skorið fínt og sett í skál með snjóbaunum, bauna- spírum, rauðlauk og hnetum. Dressing sett yf- ir. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Útsýnið Það er ekki amalegt að geta virt fyrir sér útsýnið á meðan hádegismaturinn er borðaður í hæstu byggingu landsins. Meistarar Hallgrímur Þorláksson, yfirkokkur á Nítjándu, Sigurður Gíslason, yfirmatreiðslu- meistari og framkvæmdastjóri Veisluturnsins, og Xing Shi Li, wok- og sushigerðarmeistari. Sushi Mörgum finnst sushi afar ljúffengt. Bulgursalat Með gúrkum, ólífum og fetaosti. Ný skrautfjöður bættist við veitingahúsaflóru landsins í gær er hádegisverðarstaðurinn Nítjánda var formlega opnaður á 19. hæð Turnsins við Smáratorg. Jóhanna Ingvarsdóttir var í hópi fyrstu gesta, sem létu sér vel líka bæði matinn og útsýnið. www.turninn.is Hádegisverður með flottu útsýni á Nítjándu Ferskt Ferskleikinn verður í fyrirrúmi áhlaðborðinu og allt unnið frá grunni. Nautasalat Heitt og kryddað með engifer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.