Morgunblaðið - 04.04.2008, Page 22

Morgunblaðið - 04.04.2008, Page 22
|föstudagur|4. 4. 2008| mbl.is daglegtlíf Ég er alsæll með afraksturinn því hérhefur tekist að skapa þann hlýleikasem að var stefnt og hér er ég kom-inn með einvalalið starfsfólks, sem ég í reynd átti svo sem ekki von á að ná í. Við lítum því bara björtum augum til framtíð- arinnar enda má segja að þetta sé stærsta veit- ingaverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi,“ segir Sigurður Gíslason, yfirmat- reiðslumeistari og framkvæmdastjóri Veislu- turnsins við Smáratorg. Veisluturninn er á tveimur efstu hæðum Turnsins, stærstu bygg- ingu landsins, í samtals 1.550 fermetra stóru rými og getur skipst niður í allt að sex sali, þrjá á hvorri hæð. Salirnir taka samtals allt að 450 manns í sæti, þar af getur hádegisverðarstað- urinn tekið við um 200 manns í hverju hádegi. „Við ætlum okkur að gera út á hádegis- traffíkina með þessum nýja veitingastað, sem hlotið hefur nafnið Nítjánda þar sem við erum hér á nítjándu og næstefstu hæð Turnsins,“ segir Sigurður og bætir við að veitingastað- urinn þjóni auk þess um eitt hundrað starfs- mönnum nokkurra fyrirtækja í hádeginu. Góð aðstaða er til funda- og ráðstefnuhalds í Turninum, sem er með einum þeim fullkomn- asta funda- og tækjabúnaði sem völ er á, að sögn Sigurðar. Á 20. hæðinni eru veislusalirnir með sex metra lofthæð, setustofu og bar, sem hlotið hefur heitið T20. Salir 20. hæðarinnar eru eingöngu leigðir út, en hádegisverðarstað- urinn og barinn, sem opnaður verður innan fárra daga og opinn verður fyrst um sinn á fimmtudags-, föstudags- og laugardags- kvöldum, verða opnir almenningi. Hönnun var í höndum arkitektsins Sigurðar Gústafssonar. Húsgögn og innréttingar eru úr dökkbæsaðri valhnotu, stólar klæddir ítölsku leðri og mikið hefur verið lagt upp úr réttri lýs- ingu, sem hægt er að breyta eftir efnum, ástæðum og tilefni. Sjálfur segist Sigurður hafa hannað eldhúsið, þar sem matreiðslu- meistarar una glaðir við sitt, enda eru þeir örugglega með flottara útsýni en margir koll- egar annars staðar. Á Nítjándu verður í boði hlaðborð í hverju hádegi á virkum dögum til að byrja með, en til stendur að bjóða upp á „brunch“ um helgar þegar fram líða stundir. „Hlaðborðið okkar samanstendur af tíu til fimmtán tegundum af salötum, tvenns konar súpum og brauði, sem bakað er á staðnum, sushi, wokréttum, einum heitum fiskrétti og einum heitum kjötrétti,“ segir Sigurður. Þá eru uppi hugmyndir um að bjóða hópum upp á sýnikennslu í matargerð enda býður öll aðstaða upp á slíkt fyrirkomulag. „Ég gæti trúað að það gæti orðið vinsælt til dæmis hjá saumaklúbbum eða fyrirtækjahópum að panta sér sýnikennslu í sushi-, konfekt- eða köku- gerð, slaka á yfir hvítvínsglasi og fá svo kannski makana með í mat um kvöldið,“ segir Sigurður, sem gaf Daglegu lífi sýnishorn af há- degisverðarmatseðlinum í formi tveggja ljúf- fengra salatuppskrifta. Bulgursalat með gúrkum, ólífum og fetaosti 1 bolli bulgur salt 1¼ bolli sjóðandi vatn ¼ bolli fínt saxaður rauðlaukur 3 msk. sítrónusafi 2 msk. saxað ferskt kóríander 1 msk fínt saxað kapers 1 fínt saxaður hvítlauksgeiri ¼ bolli extra virgin-ólífuolía ½ gúrka, skræld, fræhreinsuð og skorin í teninga ¼ bolli kalamata-ólífur ferskur mulinn hvítur pipar 60 g mulinn fetaostur Bulgur sett í skál ásamt heitu vatni, plast- filma sett yfir og látið standa í 20 mín. Rauð- lauk, sítrónusafa, kóríander, hvítlauk og kapers blandað saman. Ólífuolían sett út í ásamt gúrkum og ólífum. Hrært í bulgurinu með gaffli og það sett út í dressinguna. Krydd- að með salti og pipar eftir smekk og fetaost- inum sáldrað yfir réttinn. Borið fram með romaine-salati. Heitt kryddað nautasalat með engifer 500 g nautafilet, steikt medium og kælt 200 g snjóbaunir, forsoðnar og kældar 100 g baunaspírur 1 fínt skorinn rauðlaukur ¼ bolli cashew-hnetur Chili-dressing 1 tsk. fínt rifin engiferrót 2 tsk. rauð chili, fínt söxuð ¼ bolli sítrónusafi 2 msk. sykur 1 tsk. fiskisósa Til að laga dressinguna setjið þá engifer, chili, sítrónusafa, sykur og fiskisósu saman í skál og pískið saman. Nautakjötið er svo skorið fínt og sett í skál með snjóbaunum, bauna- spírum, rauðlauk og hnetum. Dressing sett yf- ir. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Útsýnið Það er ekki amalegt að geta virt fyrir sér útsýnið á meðan hádegismaturinn er borðaður í hæstu byggingu landsins. Meistarar Hallgrímur Þorláksson, yfirkokkur á Nítjándu, Sigurður Gíslason, yfirmatreiðslu- meistari og framkvæmdastjóri Veisluturnsins, og Xing Shi Li, wok- og sushigerðarmeistari. Sushi Mörgum finnst sushi afar ljúffengt. Bulgursalat Með gúrkum, ólífum og fetaosti. Ný skrautfjöður bættist við veitingahúsaflóru landsins í gær er hádegisverðarstaðurinn Nítjánda var formlega opnaður á 19. hæð Turnsins við Smáratorg. Jóhanna Ingvarsdóttir var í hópi fyrstu gesta, sem létu sér vel líka bæði matinn og útsýnið. www.turninn.is Hádegisverður með flottu útsýni á Nítjándu Ferskt Ferskleikinn verður í fyrirrúmi áhlaðborðinu og allt unnið frá grunni. Nautasalat Heitt og kryddað með engifer.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.