Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 27 um, frábæru heilbrigðiskerfi og nán- um tengslum við Ísrael, Jórdaníu og Arabísku furstadæmin. Síðan er hægt að leyfa Palestínumönnum að ákveða hvort þeir vilja stjórnarhætt- ina á Vesturbakkanum eða Gaza. Ég veit ekki hvert svarið verður. Margir þeirra gætu frekar kosið bókstafs- trúarríki undir Hamas. Ísraelar geta ekki samið um frið við Hamas vegna þess að Hamas viðurkennir ekki til- vistarrétt Ísraels. Kannski væri hægt að gera langtíma-friðar- samkomulag við Hamas og það yrði góð byrjun. Ég myndi því ganga til samninga við Hamas.“ Hefði viljað samskipti við Hamas Bandaríkjastjórn hefur lagt áherslu á lýðræði, en var á móti því að samið yrði við Hamas þrátt fyrir að samtökin hefðu fengið umboð í kosningum á þeirri forsendu að þau væru hryðjuverkasamtök. – Telur hann að það hefði átt að nálgast Hamas af meiri sáttfýsi eftir kosn- ingasigur samtakanna? „Bandaríkjamenn voru á móti því og sömuleiðis Evrópusambandið,“ segir hann. „Ég hefði hins mun frek- ar viljað sjá samskipti við Hamas og jafnvel að reynt yrði að skipta sam- tökunum upp í pólitískan arm og her- skárri arm – að deila og drottna er ekki slæm stefna þegar raunveruleg- ar öfgar eru annars vegar og ég tel að hinir raunverulegu öfgamenn meðal Palestínumanna séu minni- hluti. Meirihluti Palestínumanna vill í raun og veru frið. Ef þeir fengju sínu framgengt myndu þeir helst vilja sjá eyðingu Ísraels, en margir þeirra eru raunsæir og ég held að það eigi að reyna að ná til allra, sem gætu tekið þátt í að koma á friði. Jafnvel þegar Hamas setur fram fá- ránlegar tillögur – í gær sögðu sam- tökin að þau myndu hætta að drepa almenna borgara og bara drepa her- menn ef Ísraelar hættu að drepa þeirra borgara – eigi að ganga til við- ræðna. Tilboðið er fáránlegt vegna þess að Ísraelar eru ekki vísvitandi að drepa almenna borgara, þeir eru að reyna að drepa hryðjuverkamenn. En þeir drepa almenna borgara um leið vegna þess að hryðjuverka- mennirnir fela sig meðal þeirra.“ Í einni af greinum sínum vitnar Dershowitz í Goldu Meir, fyrrver- andi forsætisráðherra Ísraels, sem sagði: „Ég get fyrirgefið ykkur fyrir að drepa börnin okkar, en ekki að láta okkur drepa börnin ykkar.“ „Ef Hamas myndi hætta að skjóta frá borgaralegum svæðum yrði um að ræða átök milli hermanna, en það er ekki hægt að segjast annars vegar ætla að hætta að skjóta á almenna borgara, en hins vegar fela sig bak við almenna borgara. Ég lít þannig á málið að legðu Palestínumenn niður vopn yrði friður, en ef Ísraelar legðu niður vopn yrði framið þjóðarmorð. Ég held að enginn dragi það í efa að létu Ísraelar vopn sín af hendi og ákvæðu að lifa í anda Gandhis yrði þeim slátrað, en létu Palestínumenn vopn sín af hendi myndu Ísraelar samstundis blása til friðar. Hryðju- verk eru helsta hindrunin, en ég held að landtökubyggðirnar hafi verið mestu mistök Ísraela. Ég hef verið andvígur landtökubyggðunum frá 1973. Nú er hernám Ísraela ekki vegna þeirra, heldur hryðjuverk- anna. Það eru nánast engin hryðju- verk framin frá Vesturbakkanum í dag, þetta kemur allt frá svæðum, sem Ísraelar eru farnir frá, Gaza og Suður-Líbanon. Í hugum margra Ísraela er lærdómurinn að ekki eigi að fara, því þá verði fleiri eldflaugum skotið á Ísrael. Eitt er þegar eld- flaugum er skotið frá Gaza sem ná aðeins til jaðarsvæða, en ef þeim væri skotið frá Vesturbakkanum gætu þær drifið á Ben Gurion- flugvöll, Tel Aviv og Jerúsalem og gert Ísrael að ólífvænlegu ríki. Það er ekki hægt að leyfa að eldflaugum verði skotið frá Vesturbakkanum.“ Rússnesk rúlletta – En viðbrögð Ísraela eru ekki í neinu samræmi við skaðann, sem þeir hafa orðið fyrir. „Það á við um skaðann, en ekki áhættuna,“ svarar Dershowitz. „Ég var í síðustu viku í landamærabæn- um Sderot. Þar hafa aðeins tólf manns látið lífið, en daglega koma eldflaugarnar fljúgandi og ein þeirra á eftir að lenda á skólabíl eða leik- skóla. Ekkert land er skuldbundið til að leyfa hryðjuverkamönnum að nota borgara þess í rússneska rúll- ettu. Þessar eldflaugar eru rússnesk rúlletta. Hingað til er mannfallið hjá Ísraelum aðeins 12 til 13 manns – hingað til – en hver eldflaug gæti banað tíu manns og þeir hafa skotið rúmlega þúsund flaugum. Menn hafa verið heppnir. Í Sderot hitti ég barn, sem hafði misst fótinn. Ég hitti móður, sem misst hafði barn sitt. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þau sætti sig við þetta bara vegna þess að flaugarnar eru ómarkvissar. Ein af ástæðunum fyrir misvæg- inu í mannfalli er að Ísraelar hafa lagt gríðarlegar fjárhæðir í að byggja sprengjubyrgi. Í Sderot er fyrirvarinn 15 sekúndur þegar eld- flaug er skotið. Þar er maður aldrei lengur en 15 sekúndur að komast í byrgi, það er aldrei meira en 15 sek- úndna gangur í byrgi. Hezbollah í Suður-Líbanon og Hamas á Gaza hafa hins vegar neitað að reisa byrgi. Í Líbanon reisa þeir skýli fyrir sprengjurnar sínar, en ekki borg- arana og þeim er ekki hleypt í þau. Hér er dæmi um það, sem Ísraelar þurfa að horfast í augu við. Fyrir nokkrum vikum fann ísraelska leyni- þjónustan hús þar sem geymdar voru Qassam- og Katyusha-flaugar. Það sást á upptökum úr mannlausum njósnaflugvélum hvar menn komu í húsið til að ná í flaugarnar, fóru nokkra metra frá því og skutu þeim í loftið. Þetta hús var því lögmætt hernaðarskotmark, en þar bjó fjöl- skylda. Herforinginn hringdi því í fjölskylduna og sagði: Við vitum að húsið ykkar er notað til að geyma eldflaugar. Þið hafið 30 mínútur til að koma ykkur burt og þá munum við skjóta á húsið til að eyðileggja það og eldflaugarnar, sem þar eru geymdar. Þetta var lögmætt, en í stað þess að fara hringdi fólkið í Hamas, sem sendi 50 eða 60 konur upp á þak á húsinu. Ísraelar skjóta vitaskuld ekki á húsið undir þessum kring- umstæðum og því gat Hamas haldið áfram að nota flaugarnar. Þeir not- uðu mannlega skildi. Hvað myndu Reykvíkingar gera ef Grænlendingar byrjuðu að skjóta eldflaugum og fela sig bak við al- menna borgara. Þið mynduð ekki líða slíkt. Ísraelar verða að gera eitthvað og hverjir eru kostirnir? Hermenn á jörðu niðri? Það er óviðunandi. Loft- árásir? Þá munu borgarar drepast. Loka svæðinu? Þá skapast mann- úðarvandamál. Hvað hafa Ísraelar gert? Þeir hafa þróað sprengjur, sem þeyta ekki frá sér sprengjbrotum. Sem dæmi um árangur þeirra er að í intifada-uppreisninni 2001 og 2002 féll einn almennur borgari fyrir hvern vígamann, sem var drepinn í loftárásum. Hlutfallið var einn á móti einum. 2007 og það sem af er 2008 er hlutfallið einn á móti 27. Á móti 27 vígamönnum fellur aðeins einn al- mennur borgari. Þetta er besta hlut- fall, sem nokkur her í heiminum hef- ur náð, mun betra en bandaríski eða breski herinn hafa náð í Írak eða Afganistan. En öðru gegnir með að- gerðir á jörðu niðri eins og í mars þegar 120 manns létu lífið, 93 hryðju- verkamenn og rúmlega 20 óbreyttir borgarar.“ Hann telur framferði Palest- ínumanna vera stríðsglæpi. „En það er tvöfaldur stríðsglæpur að fela sig bak við almenna borgara. Í fyrsta lagi er verið að drepa al- menna borgara og í öðru lagi er verið að nota þá sem skildi, en það er mjög árangursríkt. Það virkaði í Líbanon, það virkar á Gaza og gæti virkað á Vesturbakkanum ef Ísraelar færu þaðan án þess að fyrir lægi raun- verulegt friðarsamkomulag.“ Dershowitz gefur Palestínu- mönnum að sök að fremja stríðs- glæpi, en það sama hefur verið sagt um Ísraela. Aðgerðir þeirra gegn Palestínumönnum séu úr öllu sam- hengi við tilefnið og beri því að líta á þær sem hóprefsingu, sem stangist á við Genfarsáttmálann. „Hóprefsingin er efnahagsleg, til dæmis eyðilegging heimila,“ segir hann. „Hæstiréttur í Ísrael hefur sagt að ekki megi eyðileggja heimili nema eigandinn hafi verið meðsekur í hryðjuverki. Svo er hin hliðin: hefur það gerst áður í stríði að annar að- ilinn útvegi hinum rafmagn? Á Gaza er eldflaugunum beint að Askhalom- rafveitunni. Þar spyrja starfsmenn- irnir sig hvers vegna Palestínumenn beini að sér eldflaugum á meðan þeir sjái þeim fyrir rafmagni. Hvaða land í heiminum hefur gert þetta? Hvert einasta land, sem á í stríði, beitir hóprefsingu. Bandaríkjamenn beittu Þjóðverja og Japana hóprefsingu í seinna stríði. Það er óumflýjanlegt í stríði, sérstaklega þegar um kjörna ríkisstjórn er að ræða – fólk kaus Hamas – því að þá er einnig hóp- ábyrgð. Það ber líka að hafa í huga að sam- kvæmt Genfarsáttmálanum telst Gaza ekki lengur hernumið land og því gilda aðrar reglur. Það er hægt að tala um hóprefsingu, en um leið og hliðin voru opnuð og Gaza-búar gátu farið til Egyptalands sneru þeir aftur með Katyusha-flaugar, sem eru mun langdrægari. Ísraelar hafa aug- ljóslega rétt til að verjast.“ Nýtt form stríðs – nýjar reglur Dershowitz segir að hér sé um að ræða nýtt form stríðs. „Það þarf nýjar alþjóðlegar reglur til að taka á óhliðstæðum átökum, til dæmis milli hryðjuverkamanna og lýðræðisríkja. Í gömlu reglunum var skýr skilgreining þess efnis að menn væru almennir borgarar nema þeir væru klæddir einkennisbúningum merktum stöðu þeirra. Það er fárán- legt nú. Hryðjuverkamenn eru ekki í einkennisbúningum, þeir bera ekki vopn á almannafæri og eru ekki merktir stöðu sinni. Hryðjuverka- menn eru stríðsmenn (combatants). Það er ekki lengur skýr lína á milli almennra borgara og stríðsmanna. Nú hefur orðið til litróf, sem hefst á raunverulegum almennum borg- urum, börnum og einstaklingum, sem ekki eru þátttakendur, og lýkur með sjálfsvígsmanninum, sem festir á sig sprengju og heldur af stað. Þar á milli er fólk, sem leyfir að híbýli sín séu notuð til að geyma eldflaugar. Það stendur nær stríðsmönnunum en almennu borgurunum. Þetta er fólk, sem af fúsum og frjálsum vilja býðst til að verða mannlegir skildir. Það á ekki við um börnin, þau eru óbreyttir borgarar, en öðru gegnir um mæðurnar, sem koma með þau. Móðir verður stríðsmaður þegar hún gerist mannlegur skjöldur, en þegar hún tekur barnið sitt með sér er ekki hægt að sprengja.“ – Þetta er mjög róttæk breyting. „Það verður að vera róttæk breyt- ing vegna þess að það hefur orðið róttæk breyting á því hvernig stríð eru háð. Stríð eru ekki lengur háð af fólki í einkennisbúningum. Getur nokkur maður neitað því að þeir sem stóðu á bak við hryðjuverkin 11. september voru hermenn? Eða Osama bin-Laden? Hann er ekki í einkennisbúningi. Hvert einasta lýð- ræðisríki í heiminum myndi gera bin-Laden að skotmarki ef það gæti. Einnig þyrfti að styrkja ákvæðið um að það sé stríðsglæpur að nota mann- lega skildi.“ Glæpir gegn mannkyni Dershowitz telur einnig að taka þurfi á fullveldismálum í þjóðarétti þannig að hægt sé að grípa í taumana þegar leiðtogar ráðast gegn sinni eigin þjóð. „Í bók minni Preemption færi ég rök fyrir því að skerast í leikinn í mannúðarskyni. Ef stjórnvöld í Súd- an leyfir morð á eigin borgurum er það sterkur grundvöllur fyrir því að skerast í leikinn í mannúðarskyni. Það voru sömuleiðis rækilegar for- sendur á Balkanskaga og það sama átti við um Þýskaland nasista og Kambódíu. Í öllum þessum tilfellum ætti fullveldi að víkja fyrir því að koma þurfi í veg fyrir glæpi gegn mannkyni. Þess vegna er mér mjög umhugað um að Bandaríkjamenn gangi í alþjóðaglæpadómstólinn, sem við höfum ekki gert enn. Ef demó- krati verður kosinn forseti mun ég þrýsta mjög fast á að við gerum það. Menn óttast að dómstóllinn verði notaður gegn Bandaríkjamönnum, en það verður ekki því að hann er að- eins ætlaður til að taka fyrir mál, sem ekki fara fyrir dómstóla í heima- landinu. Hann yrði ekki heldur not- aður gegn Ísrael vegna þess að dómskerfið þar er framúrskarandi, hefur tekið á þessum málum af skil- virkni og endurtekið dæmt gegn ákvörðunum stjórnvalda, meðal ann- ars um öryggismúrinn, gegn til- ræðum við tiltekna aðila og pynt- Dershowitz hefur átt litríkan feril og skjólstæðingar hans hafaverið bæði frægir og umdeildir. Hann virðist þrífast á því aðtaka upp hanskann í erfiðum og umdeildum málum og jafnvel njóta sín best fyrir hinn tapaða málstað. „En ég vinn glötuðu málin,“ segir hann. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að vinna glötuð mál.“ – Og það vakti áhuga þinn á lögfræði? „Já, ég ólst upp í Brooklyn í New York í fjölskyldu, sem slapp undan helförinni – kom frá Póllandi – og mig langaði alltaf að helga líf mitt því að verja lítilmagnann,“ segir hann. „Fyrir mér var það eðlilegur hlutur og alveg frá upphafi tók ég að mér að verja lítilmagnann, oft menn, sem áttu dauðarefsingu yfir höfði sér. Flestir skjólstæðingar mínir hafa ver- ið lítt þekkt fólk án peninga. Ég vinn helming málanna, sem ég tek að mér, án þess að þiggja þóknun fyrir og yfirleitt er um fólk að ræða, sem enginn þekkir. En frægt fólk leitar einnig til mín og ég hef hafnað um- leitunum mjög margra frægra einstaklinga, ég get ekki sagt hverjir það eru, en þar á meðal eru tveir forsetar, forsætisráðherra og leiðtogi stórs stjórnmálaflokks. Ég hef einnig varið þjóðarleiðtoga. Ég hjálpaði við málsvörn Bills Clintons og Benjamins Netanyahus. Ég varði líka aðstoð- arframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.“ Dershowitz hefur einnig varið frægt fólk. Einn þekktasti skjólstæð- ingur hans er O.J. Simpson, en einnig má nefna hnefaleikarann Mike Tyson, verðbréfasalann Michael Milken og hóteldrottninguna Leonu Helmsley, en þekktust er sennilega málsvörn hans fyrir Klaus von Bülow, sem gefið var að sök að hafa myrt konu sína. Gerð var kvikmynd, sem heitir Reversal of Fortune, um málið, með Jeremy Irons og Glenn Close í aðalhlutverkum. Í því máli tókst Dershowitz að knýja fram sigur. „Þetta hafa hins vegar ekki verið áhugaverðustu málin mín,“ segir hann. „Þau áhugaverðustu hafa verið mál lítt þekkts fólks. Ég varði til dæmis mann, sem skaut lík, sem hann hélt að væri lifandi. Spurningin var hvort hægt væri að ákæra hann fyrir tilraun til morðs. Ég varði Anatolí Scharansky (nú Natan Scharansky) þegar hann var í fangelsi í Sovétríkjunum og ég gat ekki einu sinni hitt hann. Það atvik- aðist þannig að eiginkona Scharanskys hringdi í mig þegar hann var handtekinn. Ég hafði hvorugt þeirra hitt, en í níu ár var ég lögmaður hans, án þess að hitta hann nokkurn tímann, ásamt kanadískum lög- manni, sem síðar varð dómsmálaráðherra Kanada. Við unnum sleitu- laust við að halda honum á lífi og fá hann lausan. Mandela vildi ekki losna Á sama tíma unnum við fyrir Nelson Mandela og vorum að reyna að fá fram fangaskipti. Það merkilega var að Mandela neitaði að láta skipta á sér sem fanga og Schaharansky gerði það í upphafi líka, en loks sagði hann að hann myndi gera það ef hann yrði frelsaður á sínum forsendum og gengist yrði við því að hann hefði verið samviskufangi. Og það var gert og ég hitti hann í síðustu viku.“ – Telur þú að ákvörðun Mandelas hafi verið rétt? „Algerlega, hann sá að meira var í húfi en hans eigið frelsi. Hann yrði að fara úr fangelsi til að taka að sér forustu í landinu. Þegar hann ákvað að fara úr fangelsi var það til þess að breyta stjórn Suður-Afríku, ein- hver mesta tímamótaákvörðun seinni hluta tuttugustu aldar.“ – Varst þú sammála honum á sínum tíma? „Nei, vegna þess að ég vildi fá hann lausan,“ segir Dershowitz og hlær. „En eftir á að hyggja hafði hann svo greinilega rétt fyrir sér. Ég er ekki stjórnmálamaður og tek ekki pólítískar ákvarðanir. Það eina sem ég geri er að halda fólki utan fangelsis.“ – En hefur þú aldrei velt því fyrir þér að fara í pólitík? „Ég gæti aldrei gert það, ég er allt of umdeildur og myndi segja það sem ég er að hugsa.“ – En að gerast dómari? „Nei, ég átti þess kost að verða dómari þegar ég var 35 ára og hafnaði því,“ segir hann og hikar aðeins í fyrsta skipti í samtalinu áður en hann heldur áfram. „Gætir þú hugsað þér að bjóða Larry Bird á hátindi ferils síns að verða dómari? Ég vil ekki vera dómari, ég vil vera leikmaður og ég held að dómarastarfið sé mjög ofmetið.“ Mike Tyson Nelson Mandela O.J. Simpson Michael Milken Claus von BülowBenjamin Netanyahu Natan Scharansky Leona Helmsley Bill Clinton Í þágu lítilmagnans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.