Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sr. Bolli ÞórirGústavsson fæddist á Akureyri 17. nóvember 1935. Hann lést á Landa- kotsspítala 27. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Gústav Elís Berg Jónasson raf- virkjameistari á Ak- ureyri, f. 16.11. 1911, d. 20.11. 1990, og Hlín Jónsdóttir húsfreyja, f. 17.6. 1911, d. 27.1. 1973. Systkini Bolla eru ónefndur drengur, f. 13. febrúar 1937, d. skömmu eftir fæðingu og Ingi- björg sjúkraliði, f. 25.9. 1941. Bolli kvæntist 27.5. 1962 Matt- hildi Jónsdóttur hárgreiðslumeist- ara og húsfreyju, f. 2. janúar 1936. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Friðrik Matthíasson loft- skeytamaður í Reykjavík, f. 23.8. 1901, d. 22.10. 1988, og Jónína Jó- hannesdóttir húsfreyja, f. 27.8. 1907, d. 4.8. 1996. Börn Bolla og Matthildar eru: 1) Hlín kennari og nemi, f. 21.7. 1963, gift Agli Erni Arnarsyni kaupsýslumanni, f. 7.10. 1962. Börn þeirra eru Gyrðir Örn, f. 26.3. 1990, og Þórunn Þöll, f. 22.2. 1993. 2) Jóna Hrönn sókn- arprestur í Garðaprestakalli í Garðabæ, f. 22.7. 1964, gift Bjarna Karlssyni sóknarpresti í Laug- arnesprestakalli í Reykjavík, f. 6.8. 1963. Börn þeirra eru Andri kennari og tónlistarmaður, f. 13.4. 1983, sambýliskona Unnur Bryn- dís Guðmundsdóttir sjúkraþjálf- ari, f. 24.2. 1983, Matthildur, f. 8.5. 1988, og Bolli Már, f. 13.3. 1992. 3) Gústav Geir myndlistarmaður, f. stifti, síðar í Prestafélagi þess sama stiftis, og þá sinnti hann for- mennsku í Hólanefnd eftir að hann tók við embætti vígslubiskups á Hólum. Um árabil var sr. Bolli formaður úthlutunarnefndar listamanna- launa og lét í því samhengi víða til sín taka í lista- og menningarlífi þjóðarinnar. Hann var kunnur fyr- ir ritstörf bæði fyrir blöð og tíma- rit og skrifaði lengi reglulega pistla og greinar í Morgunblaðið ásamt leiklistargagnrýni fyrir sama blað um sýningar Leikfélags Akureyrar. Um tveggja ára skeið ritstýrði hann tímaritinu Heima er best og tók saman ófáar dagskrár um skáld og skáldskap til útvarps- flutnings. Sr. Bolli skrifaði sex bækur um menn og málefni. Flestar þeirra myndskreytti hann sjálfur og fyrir bókina Vorganga í vindhæringi fékk hann viðurkenningu Al- menna bókafélagsins á 25 ára af- mæli þess. Hann hlaut styrk úr Gjöf Jóns Sigurðssonar fyrir söfn- un og útgáfu á ljóðmælum séra Björns Halldórssonar í Laufási og ritgerð um skáldið. Á afmælisdegi sr. Bolla hinn 17. nóvember síðast- liðinn kom út bókin Lífið sækir fram, sem er safn prédikana og ljóða eftir hann og gefin út að frumkvæði fjölskyldu hans. Eftir að sr. Bolli tók við embætti vígslubiskups á Hólum beitti hann sér fyrir byggingu Auðunarstofu, en það er endurgerð stokkahúss, sem Auðun biskup rauði reisti á 14. öld og var rifið, illu heilli, í byrjun 19. aldar. Hús þetta prýðir nú Hólastað, það vitnar um forna sögu og nýtist um leið sem fræði- og fundaraðstaða starfi kirkju og kristni til blessunar. Útför sr. Bolla verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 6.10. 1966, kvæntur Veronique Legros myndlistarkonu, f. 13.8. 1969. Sonur þeirra er Axel Franz, f. 10.12. 1998. 4) Gerður söngkona og leikskólakennari, f. 7.12. 1967, gift Ás- geiri Jónssyni hag- fræðingi, f. 21.6. 1970. Börn þeirra eru Sólveig Kolka, f. 13.6. 1993, Þórir Kolka, f. 6.3. 2000, og Kjartan Kolka, f. 27.10. 2005. 5) Bolli Pétur prestur í Seljaprestakalli í Reykjavík, f. 9.8. 1972, kvæntur Sunnu Dóru Möller guðfræðinema, f. 28.5. 1975. Börn þeirra eru Jakob Þór, f. 20.12. 1994, Sigrún Hrönn, f. 2.1. 2000, og Matthildur Þóra, f. 10.10. 2002. 6) Hildur Eir prestur í Laug- arnesprestakalli í Reykjavík, f. 25.4. 1978, gift Heimi Haraldssyni námsráðgjafa við Háskólann í Reykjavík, f. 29.10. 1976. Sonur þeirra er Haraldur Bolli, f. 19.2. 2002. Sr. Bolli lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1963 og vígð- ist sama ár sóknarprestur til Hrís- eyjarprestakalls. Hann var skip- aður sóknarprestur í Laufásprestakalli árið 1966, þar sem hann gegndi embætti uns hann varð vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal árið 1991, en lét síðan af því embætti árið 2002 sökum heilsubrests. Sr. Bolli gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum innan kirkju sem utan. Þar má af mörgu nefna formennsku hans í æsku- lýðssambandi kirkjunnar í Hóla- Láréttir geislar yfir alhvítu landi bræða frerann seint. Þó logar hjartað er dauðinn þokast nær þá brennur hjartað lífið sækir fram gagnstæð skaut mætast fljúga neistar í milli leiftrandi neistaflug kveikir í þurru tundri hjartans og það slær. Við staðnæmumst hjá gröfunum finnum þanþol lífsins vaxa í dauðanum líkt og vorhimin eilífðar yfir hvítu landi. (Bolli Gústavsson) Með ástkærri þökk, Matthildur. Áður en ég settist niður til að skrifa minningarorð um föður minn, sr. Bolla Þóri Gústavsson, fékk ég mér göngu út með sjó á Svalbarðsströnd. Sólin sendi geisla sína í gegnum hríð- arkóf og varpaði þeim á æðarfuglinn þar sem hann hvíldi á öldum sjávar og úaði. Tákn ljóss og frelsis sameinuð- ust í helgimynd náttúrunnar. Í feg- urðinni er fólginn styrkur, en við faðir minn fengum okkur alloft göngu á þessum slóðum eftir að hann veiktist. Við áttum mörg samtöl, en líka marg- ar þagnir þar sem við nutum fegurðar og friðsældar. Þegar ég, á göngu minni, rifjaði upp þá tíma frá því ég var barn þá mundi ég sterkast þá til- finningu hversu styrka hönd faðir minn hafði. Fyrir barn, að leggja hönd sína í stóra, hlýja hönd með þéttu handtaki, var fullkomnun ör- yggisins. Þetta hlýja handtak var tákn um persónu föður míns og hann veitti styrk og öryggi allt til enda. Þegar hann bað kvöldbænir og söng okkur systkinin í svefn þá fann ég alltaf til viðkvæmni vegna þess að hann gerði alla hluti af svo mikilli til- finningu að það gat ekki látið mann ósnortinn. Hann skapaði stemningu hvar sem hann var. Þegar maður eld- ist og þroskast, og á svo sterka fyr- irmynd, þá óneitanlega veltir maður því fyrir sér í hverju styrkurinn er fólginn. Ég naut þeirrar gæfu fyrr í vetur að lesa bókina Ugg og ótta eftir danska heimspekinginn og guðfræð- inginn Sören Kierkegaard. Ég hafði heyrt föður minn áður tala um þenn- an mann og ákvað að lesa skrif hans. Þá rann upp fyrir mér ljós. Í bókinni leggur Kierkegaard út frá sögunni um Abraham og Ísak og kröfunni um fórnina. Abraham, í algjöru trausti á Guð, fylgdi fyrirmælunum og gekk til verks, í æðra skyni, í þeirri trú að hægt væri að endurheimta það sem honum var kærast í þeirri tvöföldu hreyfingu sem felst í óendanlegri auð- sveipni og óbilandi trúarvissu. Kier- kegaard taldi að trúin væri utan skiln- ings og tilheyrði allt öðru sviði en þekkingin, vegna þess að hún væri í raun ástríða mannsins, tengd óvissu og áhættu. Hann leit á Abraham sem riddara trúarinnar vegna trúar- styrksins og í trausti þess að persónu- legur Guð væri hið algjöra. Trúin er verkefni fyrir lífið, verkefni sem hver og einn verður að ganga í gegnum. Ég hef áttað mig á því að það er leiðin sem faðir minn fór. Hann skilur eftir sig ómetanlegan, mannlegan auð og á lífsins leið hefur hann aldrei sveigt af leið auðsveipni og æðruleysis. Alltaf kurteis og óendanlega þakklátur. En það hefur líka markað honum ákveðin spor að hann var listamaður. Hann skilur eftir sig minningar sem verða mér áfram veganesti til aukins þroska og skilnings. Það eru forréttindi að eiga hann að föður og heiður að hafa átt hann að samferðamanni. Hann var predikun í mannsmynd, riddari trú- arinnar. Með virðingu og djúpu þakklæti. Hlín Bolladóttir. Vorið er komið, angan af ný- sprottnum gróðri fyllir vit okkar. Ló- an situr uppi í tré, tístir lítinn lagstúf og horfir til himins með eftirvæntingu í hjarta. Ég horfi á þig pabbi. Ég geng með þér örugg. Litla höndin mín í þykku hendinni þinni. Handtak þitt er þétt, því fylgir festa og hlýja. Við nálgumst hliðið sem skilur að bæjarhlaðið og stíginn upp í hlíðina. Við göngum hátíðleg í fasi áleiðis að ásnum sem stendur tignarlegur í morgunsólinni. „Blágresi, fjóla og holtasóley,“ segir pabbi og bendir. En hvað heitir hún þessi litla sem hjúfrar sig upp við steininn? „Hvítsmári,“ svara ég stolt og við höldum áfram að læknum sem hjalar við hlustir okkar eins og lítil sinfónía. Við stöldrum við og horfum á útsýnið. Spóinn spíg- sporar og vellur ofboðslega góður með sig og við förum að hlæja – fynd- inn fugl með sitt langa nef. Gæsirnar garga í hólmunum og fljúga hæversk- ar yfir jarðeplagrösin. Himinninn er blár og tær eins og sjórinn langt í fjarska. Við tölum saman um ævin- týrið sem verður á vegi okkar, hvern- ig náttúran lifnar við. Við hrífumst með og setjum saman orð sem verða að ljóðum og hlustum á hljóð verða að tónum. Við göngum áfram mót hækk- andi sól, kindurnar horfa á okkur í forundran, hætta að jórtra um stund og halda síðan áfram við sína skemmtilegu iðju eins og ekkert hafi ískorist. Fuglarnir syngja dirrindí og við tökum undir hástöfum, það er gaman að syngja eins og fugl úti í guðsgrænni náttúrunni. Við sitjum í stofunni heima, hlust- um á Heidenröslein og Die Forelle, sögurnar um Heiðarósina og sniðuga silunginn. Dietrich Fischer-Dieskau syngur Schubert með sinni tæru og mjúku rödd. Ljúfir tónar líða áfram í huga mínum, meðan lífið heldur áfram og fjarlægðin lengist við fortíð- ina. Framtíðin er eins og óskrifað blað sem oft er fyllt út með óvæntum hætti. Fífilbrekkan brosir í fjarska. Ég sit við rúmið hans pabba, í síðasta sinn horfi ég í heiðbláu augun hans sem vekja minningar. Það er óend- anleg dýpt í þessum augum, eins og þau vilji segja svo margt. Nú eru liðin átta ár síðan þú veiktist faðir minn. Við höfum haldist í hendur, hlustað og rifjað upp gamla tíð með fögrum tón- um sem hugga og styrkja. „Blow the wind southerly“ syngur Kathleen Ferrier, af miklu næmi og innlifun. Ég sný mér við í dyragættinni, horfi einu sinni enn, pabbi er að hlusta. Ég geng út í kvöldkyrrðina og hugsa um pabba, hvað hann hefur kennt mér og gefið mér mikið. Flögrandi rjúpur ber við svartan skóg. Hvítari en þorrafönn í þverbröttu rjóðri hverfa þær yfir ásinn. (Úr ljóðab. Borðnautar – Bolli Gúst.) Takk elsku faðir minn. Þín dóttir, Gerður. Ég gleymi aldrei þessari mynd. Ég var 10 ára gömul og gekk með pabba inn á veitingastað á Akureyri. Þar sem við stóðum og biðum afgreiðslu kom ljóshært stelpuskott hlaupandi á móti okkur, stillti sér upp fyrir fram- an pabba, gaf honum merki með agn- arsmáum vísifingri um að beygja sig niður og þegar hann beygði sig tók hún báðum höndum um vanga hans og smellti kossi á kinn. Síðan hljóp hún til baka að borði foreldra sinna sem fylgdust forviða með barninu. Þá þótti mér nú frekar um þessa uppá- komu enda var hann pabbi minn, en í dag finnst mér myndin vera táknræn fyrir líf hans og persónu. Því svo liðu árin og pabbi varð veikur, heilabilun rændi hann getu og færni en eftir stóð það sem litla stúlkan sá, á veitinga- staðnum forðum, það var hjarta hans. Því börn lesa fyrst og fremst í hjörtu manna líkt og Kristur bendir á, í guð- spjöllunum. Við pabbi fengum kannski ekki langan tíma saman, í árum talið, en sá tími var innihaldsríkur, þökk sé hon- um sem aldrei þreyttist á að taka litla örverpið með í hinar og þessar ferðir og heimsóknir. Eldriborgaraferðir í Bárðardal hina bestu sveit, héraðs- fundir austur á Húsavík, leikhúsferð- ir inn á Akureyri, fermingartímar á Svalbarðsströnd og Grenivík, kirkju- afmæli, Hólahátíðir, heimsóknir til skálda, þar sem ég fékk að hlýða á ógleymanleg samtöl og ljóðaflutning, gönguferðir upp í ásinn út að Grýlub- aði þar sem við hvíldum lúin bein og slökktum þorstann. Allar þessar dýr- mætu minningar eru fjársjóður sem hvorki mölur né ryð fær eytt. Og það sem honum pabba tókst í uppeldinu að sá í mitt hjarta er fullvissan um að ég hafi eitthvað fram að færa sem geti orðið og eigi að verða öðru fólki til blessunar. Þannig lifði hann sjálfur og dó. Guð blessi minningu pabba og Guð umvefji mömmu sem var hans besti vinur. Hildur Eir Bolladóttir. Af öllum kostum tengdaföður míns Bolla Þóris Gústavssonar var einn ágætastur. Hvernig sem örlögin rændu hann, hve mjög sem veikindi sviptu hann gjöfum listar, þekkingar og færni þá fékk sá vægðarlausi hrammur aldrei að snerta við því besta sem Bolli átti. Þess vegna er allt betra og sorgin hlaðin þökk. Dag einn stóð hann á stofugólfinu í lítilli íbúð suður í Reykjavík, sviptur embætti sínu, tímaskyni og staðhátt- um. Í hönd hans lá fíngerð askja og í henni stórriddarakrossinn sem hann eitt sinn hafði verið sæmdur. „Ég má ekki gleyma að skila þessu?“ sagði hann íhugull og fiffaði með vörunum eins og hans var vani þegar hann var hugsi. Enn undrast ég áhuga hans og elju gagnvart mér sem ungum tengdasyni og guðfræðinema og minnist með ómældri þökk hlustunar hans, ráð- gjafar og fræðslu er við hjónin hófum prestskap. Gott var að standa í skjóli séra Bolla og frú Matthildar í dagsins önn og yndi. Er heilabilun og ótímabær hrörnun lagðist að lífi Bolla hugði ég að við þau kaflaskil yrði fjölskyldan svipt þeim gæðum sem líf hans hafði borið. Þá vissi ég ekki að enn áttum við eftir að njóta þess besta, að enn ætti hann eft- ir að sýna okkur svo margt sem ekki yrði kennt í styrkleika og velgengni. Ógleymanleg eru mér orð hans er hann mælti: „Mér er ekki vandara um en öðrum mönnum að veikjast.“ Svo bætti hann við þakklætisorðum til Guðs og manna fyrir allt það lán sem honum hefði hlotnast. Þegar vondu dagarnir komu stóð það heima. Bolli Gústavsson kunni að vera máttvana. Hann átti þetta sem gerir það að verkum að menn una í veikleika sín- um. Eftir því sem minnið sveik hann meir og meir urðu tvær fréttir honum mest fagnaðarefni. Sú fyrri að frú Matthildi Jónsdóttur liði vel, hin síð- ari að nú væri hann látinn af embætti. Af öllu sem honum var kærast mátti hann síst til þess hugsa að bregðast konunni sinni eða kirkjunni. Hjóna- bandið og prestsþjónustan var honum helgasta alvaran og dýpsta gleðin, það fannst á öllu. Engum hef ég kynnst sem fengið hefur jafn marga hæfileika í vöggu- gjöf og ræktað þá af viðlíka kostgæfni og Bolli tengdafaðir minn. Óumræði- lega dýrmætt var einnig að eiga hann að ástvini og afa barnanna minna. Merkust varð þó sú reynsla að fá að vera nærri honum í vanmættinum. Því er ég þakklátastur af öllu sem hann gaf okkur. Þar birtist þetta eina sem var stærst og best og aldrei varð frá honum tekið. Grundvöllur lífs hans kom í ljós. Uppspretta gleðinnar sem umlék persónu hans jafnt í heilsu sem vanheilsu, ástæða þakklætisins sem svo áreynslulaust streymdi frá honum hvort heldur var á dögum upphefðar eða vanmáttar varð opin- ber. Þá blasti við að reisn hans var aldrei byggð á yfirburðum heldur á trú. Til hinstu stundar trúði hann og treysti góðum Guði og mönnum og bar vitni um fyrirheit frelsarans Jesú: „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.“ Blessuð sé minning Bolla Gústavssonar. Bjarni Karlsson. Nú hefur afi okkar kvatt þennan heim. Við horfum til baka og finnum hvað minningar okkar um hann eru dýrmætar. Gönguferðirnar á Hólum að „Bollalæk í Matthildargili“, hráa eggið í æðarvarpinu í Laufási, steina- safnið, jólasveinaútlitið, hafragrautur í bland við morgunleikfimina í útvarp- inu og svo sundferðirnar í seinni tíð. Kærleikur afa í okkar garð var svo auðfundinn og sú tilfinning er ómet- anleg. Þó er það annað sem okkur finnst enn dýrmætara, en það er sá lærdómur sem við drögum af báráttu afa við erfiðan sjúkdóm. Í þeirri bár- áttu komu fram hans merkilegu mannkostir; æðruleysi, auðmýkt, þakklæti og traust á guði og mönnum. Elsku afi, minning þín lifir sem þessi lærdómur. Þú ert okkur fyrir- mynd. Andri, Matthildur og Bolli Már. Kveðja frá Hólastifti Í dag drúpa íbúar Hólastiftis höfði í virðingu og þökk. Herra Bolli Þ. Gústavsson vígslu- biskup er kvaddur hinstu kveðju. Honum fylgja þakkir fyrir mikil og giftudrjúg störf í þágu kirkju og kristni. Herra Bolli vígðist til biskups á Hólum árið 1991 og sat staðinn með reisn og alkunnum höfðingsskap í 11 ár. Í því naut hann konu sinnar frú Matthildar Jónsdóttur, en þau voru samvalin í smekkvísi sinni og glaðri gestrisni. Embætti sitt rækti Bolli af kær- leiksríkri mildi og djúpri virðingu fyr- ir þeirri helgu þjónustu sem hann var kallaður til. Hann var virðulegur í allri framgöngu, hagur á orð, skýr í hugsun og hreif áheyrendur sína með hljómmikilli rödd sinni hvort heldur hann talaði eða söng. Hann var því verðugur arftaki Jóns helga á Hólum. Dagfarslega var Bolli glaður og reif- ur. Þótt Hólastaður nyti krafta Bolla skemur en vonir stóðu til, þá ber stað- urinn honum engu að síður verðugan vitnisburð til frambúðar. Hugsjón Bolla var sú að efla Hólastað og gera hann á ný að miðstöð trúar, mennta og menningar. Um það átti hann gott samstarf við stjórnendur Hólaskóla. Átti hann m.a. frumkvæðið að því að endurvekja fornan félagsskap við Bolli Gústavsson Til elsku afa. Nú falla tár. Þér fagnið þá er finnast vinir himnum á og samvist hefst í sælubyggð þá sorg mun gleymd og dauðans hryggð. Svo krjúpið hljóð við kisturnar og kveðjið þá er blunda þar og flytjið kvöldbæn hægt og hljótt. Af hjarta segið: Góða nótt. (Valdimar V. Snævarr) Jakob Þór, Sigrún Hrönn og Matthildur Þóra. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.