Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 21 SUÐURNES Reykjanesbær | Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar heim- sótti í gærmorgun börnin á leik- skólanum Tjarnarseli og las fyrir þau söguna af Gullbrá og björn- unum þremur. Tilefnið var alþjóð- legur dagur barnabókarinnar og hafði ýmsum góðum gestum verið boðið í leikskólann til þess að lesa fyrir börnin. Eiríkur Hermannsson, fram- kvæmdastjóri fræðslusviðs Reykja- nesbæjar, las Sögur af Suð- urnesjum eftir Jóhannes úr Kötlu sem börnunum þótti nokkuð sorg- legar en að auki lásu Kolbrún Sveinsdóttir, starfsmaður á bóka- safninu, og Ingibjörg Hilm- arsdóttir, sérkennslufulltrúi leik- skóla, fyrir tvo yngstu árgangana. Bæjarstjórinn vakti mikla at- hygli, sér í lagi brúðurnar sem hann hafði með sér en hann bauð börnunum að leika hlutverk sögu- persónanna samhliða lestrinum. Leikskólinn Tjarnarsel býður ár- lega elstu nemendum sínum upp á lestrar- og skriftarnámskeið sem er lokahnykkurinn á lestrarnámi þeirra á leikskólagöngunni. Þeir nemendur heimsóttu dagdvöl eldri borgara og lásu fyrir fólkið sem þar dvelur. Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Lesið fyrir leikskólabörn Sögur Eiríkur Hermannsson les fyrir börnin á leikskólanum. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Grindavík | Ný virkjun var tekin í notkun í Svartsengi í gær, að lokn- um aðalfundi Hitaveitu Suður- nesja. Afkastageta gufuhverfils Orkuvers 6 er 30 megawött, að hluta til orka úr jarðhitakerfi svæðisins sem ekki hefur nýst hingað til. Við vinnslu jarðhitakerfisins í Svartsengis hefur myndast öflug- ur gufupúði ofarlega í jarðlögun- um. Þrýstingur í honum er meiri en inntaksþrýstingur gufuhverfla orkuversins og því hefur orðið að fella þrýstinginn með lokum á hol- unum og hefur hluti orkunnar því ekki nýst. Samvinna við Fuji Skoðaðar hafa verið ýmsar leið- ir til að nýta gufuna betur enda hefur Hitaveitan reynt að nýta jarðhitaauðlindina sem best, eins og Júlíus Jónsson, forstjóri HS, sagði við athöfn í gær þegar orku- ver 6 var vígt. Fram kom hjá Júl- íusi að Geir Þórólfsson, gamal- reyndur verkfræðingur hjá fyrirtækinu, hefði komist að þeirri niðurstöðu að skynsamlegt væri að skoða orkuverið í heild sinni og tengja nýja vél einnig þeim gufu- þrýstingi sem orkuverin fimm sem fyrir eru í Svartsengi nú vinna. Hugmyndin var borin undir Fuji Electric Systems í Japan sem framleitt hafa flestar vélar virkj- unarinnar. Fram kom hjá Júlíusi að sérfræðingum Fuji hefði ekki litist á hugmyndina að fjölþrýsti- vél í upphafi en síðan séð að slík vél gæti einnig hentað öðrum jarð- hitakerfum og aukið nýtni og sveigjanleika. Við upphaf hönnunar fékk vélin vinnuheitið Kolkrabbinn, vegna fjölda gufuinntaka og festist heitið við hana. Kolkrabbinn í orkuveri 6 í Svartsengi er fyrsti gufuhverfill- inn af því tagi í heiminum. Hægt er að keyra hann á 16 bara þrýst- ingi, 6 bara og 0,6 bara þrýstingi. Framkvæmdir við virkjunina hafa staðið yfir í nærri tvö ár. Framleiðsla í virkjuninni hófst fyrir jól en þar sem gufuöflun var ekki lokið komst hann ekki í full afköst fyrr en í síðasta mánuði. Þá var tengd við hann ný hola sem boruð var í Svartsengi, hola SV-22. Hún var skáboruð í gufu- púðann rétt neðan við Grindavík- urveg. Annars er orkuver 6 í afar flóknu samspili við aðra hluta orkuversins í Svartsengi. Heildarkostnaður við fram- kvæmdina, ásamt fjármagns- kostnaði, verður um 4,4 milljarðar kr. Sex vélfræðingar Hitaveitu Suðurnesja tóku fyrstu skóflu- stunguna að orkuveri 6 fyrir tveimur árum. Þeir aðstoðuðu nú barnabörn sín við að klippa á borða til merkis um að orkuverið væri komið í gagnið. Kolkrabbinn nýtir orku sem fór til spillis Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Orkuver 6 Barnabörn sex vélfræðinga vígðu orkuver 6 í Svartsengi. Hér standa þau með öfum sínum við gufuhverfilinn sérstaka. Í HNOTSKURN »Fyrst var borað í Svarts-engi árið 1971, að frum- kvæði Grindavíkurbæjar. »Hitaveita Suðurnesja hófraforkuframleiðslu 1978 þegar gangsettur var 1 MW hverfill í Svartsengi. Borgarfjörður | Álfasteinn á Borg- arfirði eystri opnaði í mars nýja verslun innan verslunar Eden í Hveragerði. Vöruúrval Álfasteins í Hveragerði byggist á minjagripum, minni listmunum og gjafavörum. Þá hefur Álfasteinn komið sér upp framleiðsluhúsnæði á Axarhöfða í Reykjavík þar sem fram fer sölu- starfsemi á sérvinnslugripum og viðurkenningum, legsteinum og byggingarsteini. Auk þess er þar skiltagerð Álfasteins og nú nýlega var standsett glerblástursaðstaða og mun Helena Stefánsdóttir, gler- blásari og ljósmyndari, vinna þar gler og kristal í listmuni. Álfasteinn fyrirhugar að setja upp verksmiðju á Raufarhöfn í sumar eða haust, til stórframleiðslu á bergi til legsteina og bygging- arsteins og vinnslu listmuna og minjagripa. Álfasteinn færir út kvíarnar í sölu og framleiðslu steins Egilsstaðir | Tengslanet aust- firskra kvenna, TAK, stendur fyrir námskeiðum um birtingarmynd kvenna og karla í fjölmiðlum í næstu viku. Gunnar Hersveinn, heimspekingur og blaðamaður, fjallar þar um hvernig kynin birtast í fjölmiðlum og auglýsingum og að- ferðir til að greina kynjaskekkju. TAK gekkst nýverið fyrir nám- skeiði og átaki til að undirbúa kon- ur fyrir stjórnarsetu í fyrirtækjum og stofnunum á Austurlandi. Mark- miðið er að rétta mikinn kynjahalla í stjórnum í fjórðungnum og gera sýnilegt mikið framboð á hæfum stjórnarkonum á Austurlandi. Sjá vefinn www.tengslanet.is. Birtingarmynd kynjanna skoðuð á námskeiðum Egilsstaðir | Landsvirkjun hefur gefið Heilbrigðisstofnun Austur- lands vararafstöð fyrir sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Segir Landsvirkjun gjöfina til komna vegna þess að óvenju mikið hafi verið um raf- magnsleysi vegna bilana á Austur- landi undanfarið og engar vararaf- stöðvar séu til staðar hjá Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað og sjúkrahúsunum á Egils- stöðum og Seyðisfirði. Stefni þetta öryggi sjúklinga í hættu. Rafveita Reyðarfjarðar hefur lýst því yfir að hún muni gefa Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað rafstöð, en t.d. munaði minnstu að illa færi sl. áramót þegar hefja átti stóra skurðaðgerð á sjúkahús- inu og rafmagnið fór af. Verður rafstöðin tengd í vor og mun heil- brigðisráðuneytið greiða uppsetn- ingu á henni. Gjöf Landsvirkjunar er 140 kW díselrafstöð með öllum búnaði. Auk þess að veita sjúklingum og starfs- mönnum aukið öryggi þjónar raf- stöðin miðlægu tölvuneti HSA, en allir gagnaflutningur og samskipti fara um netþjóna stofnunarinnar á Egilsstöðum. Ljósmynd/HSA Flutningur Dísilrafstöð úr eigu Landsvirkjunar flutt að heilsugæslubygg- ingunni á Egilsstöðum. Rafstöðin á að taka við ef rafmagnslaust verður. Varaaflstöðvar til sjúkrahúsa HSA Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Öryggi Varaaflstöð verður sett upp hjá FSN í Neskaupstað í vor. Egilsstaðir | Stjórn AFLs Starfs- greinafélags telur nýgerðum kjara- samningum stefnt í hættu með verð- hækkunum sem dynja á landsmönnum þessa dagana. Verði ekki gripið tafalaust til aðgerða til verndar kaupmætti launafólks, áskilur félagið sér rétt til þeirra að- gerða sem nauðsynlegar kunna að teljast til að verja árangur kjara- samninga. AFL samþykkti ályktun þessa efnis á stjórnarfundi sl. mið- vikudag. Í henni segir jafnframt að félagið árétti að ekki sé tímabært að ganga frá kjarasamningum fyrir aðra starfshópa en þegar er samið fyrir. Stjórn AFLs lýsir yfir stuðningi við bílstjóra sem mótmælt hafa verð- hækkunum á eldsneyti og álögum á bifreiðar síðustu daga, en harmar að ástandið í þjóðfélaginu sé orðið þannig að launafólk finni sig knúið til að efna til mótmæla á götum úti, nokkrum vikum eftir að gengið var frá kjarasamningi. Hvetur AFL þau verkalýðsfélög sem gengu frá kjarasamningum í febrúar, til að undirbúa aðgerðir til að knýja á um að þær kjarabætur sem samið var um haldi. Sverrir Mar Albertsson, fram- kvæmdastjóri AFLs, segir álykt- unina verða lagða fram á fundi fram- kvæmdastjórnar Starfsgreinasam- bands Íslands, 15. apríl næstkom- andi. Vilja aðgerðir til að verja kjarasamninga Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Mótmæli AFL Starfsgreinafélag hvetur verkalýðsfélög til dáða. Eskifjörður | Kirkju- og menningar- miðstöðin í Fjarðabyggð hefur kom- ið á koppinn nýrri vefsíðu, www.ton- leikahus.is. Á henni er að finna ítarlegar upplýsingar um komandi viðburði, dagskrána í heild, um starfsemina og húsið, auk mynda- safns og ýmiss fróðleiks. Óhætt er að segja að menningarmiðstöðin hafi sýnt metnað í framboði við- burða og þá þykir kirkjuhúsið henta afbragðsvel til tónlistarflutnings. Kári Þormar, sem stjórnar menn- ingarmiðstöðinni, segir nú í undir- búningi tónleikana Síðasta lag fyrir svæðisútvarp, þar sem Austfirðing- ar setji sjálfir saman dagskrána með því að senda inn óskir um lög. Flytjendur verða Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Jóhann Friðgeir Valdi- marsson og spilar Kári undir. Tón- leikarnir fara fram 20. apríl nk. Auglýst eftir óskalögum Austfirðinga til flutnings AUSTURLAND FYRSTI áfangi álvers Norðuráls í Helgu- vík mun samkvæmt áætlun kosta á bilinu 60-70 milljarða króna. Þar af er ríflega helmingur beinn erlendur kostnaður vegna kaupa á framleiðslubúnaði og tækni. Áætl- un Norðuráls gerir ráð fyrir að hefja ál- framleiðslu í Helguvík síðla árs 2010 og framleiðslugeta verði þá um 150 þúsund tonn á ári. Um 15% kostnaðar kemur til vegna kaupa á byggingarefni og búnaði. Þá er áætlað að vinnulaun við fram- kvæmdir verði um 15% kostnaðar eða nærri 10 milljarðar á þriggja ára tímabili. Kostn- aður vegna hönnunar, framkvæmdastýr- ingar og eftirlits er áætlaður 6-7 milljarðar króna. Í tilkynningu frá Norðuráli kemur fram að sá þáttur verði að langmestu leyti í höndum íslenskra aðila og verkefnið muni því skila íslenskum verkfræðistofum, arki- tektum og fleiri þekkingarfyrirtækjum verulegum tekjum á næstu árum. Annar kostnaður er áætlaður um sex milljarðar króna, s.s. vegna flutninga, trygginga og samningagerðar. Forráðamenn Norðuráls telja að upp- bygging álversins í Helguvík muni ekki valda óæskilegri þenslu í samfélaginu og fjarri lagi sé að tala um hættu á kollsteypu. Efnahagsleg áhrif verði lítil á þessu ári og þeirra fari ekki að gæta að ráði fyrr en 2009 og 2010. Mun heildarfjárfesting vegna ál- versins verða 12-15 milljarðar króna á þessu ári. Á heppilegum tíma Haft er eftir Ágústi Hafberg, fram- kvæmdastjóra viðskiptaþróunar og sam- skipta hjá Norðuráli, að um erlenda fjár- festingu sé að ræða með tilheyrandi innstreymi gjaldeyris. Til skemmri tíma lit- ið séu þetta jákvæð skilaboð fyrir hagkerfið að fá erlenda fjárfestingu og gjaldeyri inn. Og til lengri tíma komi bygging álversins á heppilegum tíma inn í hagkerfið. 60-70 millj- arðar í álver í Helguvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.