Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 4
Í HNOTSKURN »Skipulagsstofnun ákvað 4. október sl. aðbeita ekki valdheimild til að láta fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum álvers í Helguvík og framkvæmdum í tengslum við það. »Landvernd kærði fyrrnefnda ákvörðunum að ekki yrði sameiginlegt umhverfis- mat til umhverfisráðuneytisins 11. október sl. Landvernd krafðist þess einnig að ákvörðun Skipulagsstofnunar um mat á um- hverfisáhrifum álvers í Helguvík yrði felld úr gildi. Þeirri kröfu vísaði ráðuneytið frá. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir umhverfisráð- herra gerði grein fyrir úrskurðinum vegna kæru Landverndar í tengslum við ákvörðun Skipulags- stofnunar, um umhverfismat á framkvæmdum vegna álvers í Helguvík og tengdra fram- kvæmda, á blaðamannafundi í gær. „Niðurstaða málsins er að staðfesta ákvörðun Skipulagsstofnunar. Við rannsókn málsins kom í ljós að á fyrri hluta ársins 2006 var haft samráð við framkvæmdaraðila og leyfisveitendur um hvort ætti að fara í sameiginlegt mat tengdra framkvæmda. Bréfaskipti sýna það. Hins vegar fór það svo að það var ekki tilkynnt formlega fyrr en í álitinu 4. október sl. Í raun lítum við svo á að slíka ákvörðun þurfi að taka áður en matsáætlun er samþykkt samkvæmt lögum um mat á um- hverfisáhrifum. Skipulagsstofnun hefur breytt verklagi sínu í ljósi þessa og eins og kemur fram í úrskurðinum teljum við hér að um sé að ræða ákveðinn formgalla á afgreiðslu Skipulagsstofn- unar þó að hann geti kannski ekki talist veruleg- ur,“ sagði Þórunn. Þessi úrskurður útilokar ekki að aðrar mats- skyldar framkvæmdir, sem tengjast álverinu í Helguvík, geti þurft að fara í sameiginlegt um- hverfismat, að sögn Þórunnar. Hún sagði að taka beri afstöðu til þess í hvert sinn sem matsskyld framkvæmd og frummatsskýrsla er lögð fram hjá Skipulagsstofnun hvort meta eigi tengdar framkvæmdir sameiginlega eða ekki. Þá sagði Þórunn að náttúran og umhverfið ættu ekki stjórnarskrárvarinn rétt og taldi miður að sérstakur umhverfiskafli, sem margir hafi beðið eftir, væri ekki kominn í stjórnarskrána. Hún kvaðst vilja vinna að stjórnarskrárbreyt- ingu á þessu kjörtímabili svo úr þessu yrði bætt. Ekki tekin efnisleg afstaða „Þetta er ekki sá úrskurður sem við hefðum viljað sjá,“ sagði Bergur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landverndar. „Við hörmum það einnig að ekki skyldi vera tekin efnisleg afstaða til kröfu okkar um ógildingu álits Skipulagsstofn- unar, þrátt fyrir að fallist sé á að hin kærða ákvörðun hafi verið fólgin í álitinu.“ Bergur benti á að í ákvörðun Skipulagsstofn- unar sé gerður fyrirvari um umhverfisáhrif tengdra framkvæmda vegna álvers í Helguvík. Hann sagði að stofnunin hafi ekki heimild til að setja fyrirvara af þessu tagi, hins vegar hafi hún hafi heimild til að láta meta tengdar framkvæmd- ir sameiginlega. Bergur taldi ákveðna hand- vömm hafa verið í ferli Skipulagsstofnunar varð- andi Helguvík, enda hafi stofnunin breytt verklagi sínu síðan eins og sjáist í meðferð mála varðandi fyrirhugað álver á Bakka við Húsavík. Þar hafi verið tekin sérstök ákvörðun um að gera ekki sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum vegna álvers og tengdra framkvæmda. Eins og búist var við „Þetta er eins og við áttum von á,“ sagði Ragn- ar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, um úr- skurð umhverfisráðuneytisins. „Það er búið að vinna þetta mál í góðu samstarfi við Skipulags- stofnun og aðrar stofnanir sem koma að málinu. Það hefur verið farið eftir þeirra leiðbeiningum, úrskurðurinn kemur okkur því ekki á óvart.“ Ragnar sagði að áfram væri unnið að undir- búningi álversins og undirbúningsframkvæmdir á lóðinni hafnar. Þær haldi áfram samkvæmt áætlun. Hið ljúfasta mál „Ég tel þetta vera rétta niðurstöðu. Það eru ein lög í landinu og við förum eftir þeim,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Hvað varðar aðra framkvæmdaþætti tengda byggingu álversins sagði Árni að farið yrði að lögum við þau verkefni. Þegar er búið að ákveða að leið raf- orkunnar frá tengivirkinu á Fitjum til Helguvík- ur verði um jarðstreng. Um það er fullt sam- komulag við Landsnet og sveitarfélögin. Ákvarðanir um raforkuflutninga um Reykjanes- ið, sem eru annað mál, muni fara eftir eðlilegum leiðum. „Þetta er hið ljúfasta mál,“ sagði Árni. Ákvörðun Skipulags- stofnunar var staðfest Landvernd harmar að ekki var tekin efnisleg afstaða til kröfu um ógild- ingu álits um Helguvík Ljósmynd/Jón Svavarsson Umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir greindi frá úrskurðinum. Ragnar Guðmundsson Bergur Sigurðsson Árni Sigfússon 4 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MENNIRNIR tveir sem fundust látnir í skothúsi á Auð- kúluheiði á miðvikudagsmorgun hétu Einar Guðlaugsson og Flosi Ólafsson. Einar var fæddur árið 1920, til heimilis að Húnabraut 30 á Blönduósi. Hann lætur eftir sig eig- inkonu og fjögur uppkomin börn. Flosi var fæddur árið 1956, til heimilis að Jónsgeisla 1 í Reykjavík. Hann lætur eftir sig sambýliskonu og tvo upp- komna syni. Loftræsting of lítil í skothúsinu Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri, sem fer með rannsókn málsins, er rannsóknin nánast kom- in á lokapunkt. „Það er alveg ljóst að mennirnir dóu úr þessari [kolsýrings]eitrun. Þeir voru með lítinn gasofn sem notaður var til kyndingar. Hann eyddi súrefninu og gaf frá sér eitraðar lofttegundir,“ sagði fulltrúi á rannsóknardeild lögreglunnar og gat þess einnig að loftræsting hefði verið ónóg. Þegar gas brennur eyðir það súrefni í loftinu og jafn- framt myndast eitraðar úrgangslofttegundir, s.s. kolsýr- ingur og koltvísýra. Lofttegundirnar eru lyktarlausar og erfitt fyrir fólk að átta sig á hvað er að gerast, en þær hafa m.a. sljóvgandi áhrif og gera fólk dómgreindarlaust. Slysinu svipar mjög til annars sem varð í veiðihúsi við Veiðivötn í ágúst 2001. Þá létust þrír karlmenn og ein kona úr kolsýringseitrun, sökum þess að gasljós brann yfir nótt og eyddi öllu súrefni í húsinu. Allir gluggar voru lokaðir. Mennirnir sem létust  Rannsókn á láti tveggja refaskyttna sem fundust látnar í skothúsi er nánast lokið  Lítill gasofn eyddi súrefninu Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Myndin var tekin þegar Flosi Ólafsson og Einar Guð- laugsson komu af refaveiðum í fyrravetur. „HÉR hefur hvorki verið dansaður einka- dans né sýnd nekt í að verða ár,“ segir Davíð Steingrímsson, eigandi veitinga- hússins Vegas við Laugaveg. Í Morgun- blaðinu á miðvikudag kom fram að lög- reglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu væri enn ekki búinn að afgreiða umsóknir um undanþágur þriggja veitingahúsa frá banni við nektarsýningum sem fest var í lög á síðasta ári. Staðirnir starfa því á bráðabirgðaleyfi og er Vegas einn þeirra. „Ég fór eftir þessu banni,“ segir Davíð. „Það er ekki farið úr fötunum hjá mér. Við erum búin að breyta ímynd staðarins og höfum í kjölfarið fengið miklu betri við- skipti og betri kúnna.“ Á staðnum starfa nú 5-6 stúlkur. Þær eru allar útlendar. Davíð segir þær koma hingað á eigin vegum en ekki í gegnum umboðsmenn. „Þetta eru bara flott klædd- ar stelpur en hjá okkur gengur þetta út á að selja áfengi. En svo er svona svæði þarna, en þar fara þær ekki úr fötunum.“ – Ekki úr neinum fötum? „Jú, en ekki úr að ofan, þær dansa þar inni en fara hvorki úr brjóstahaldara né nærbuxum. Það er engin nekt sýnd og engin snerting leyfð.“ Sækjast eftir spjalli og rólegheitum Davíð segir gömlu kúnnana flesta hafa brugðist vel við en aðrir hafi hætt að koma og leitað annað. „Ég er aðallega að fá kúnna sem eru að sækjast eftir spjalli og rólegheitum. Ég er mjög sáttur og stoltur af því. Ég er mjög á móti því eins og þetta var hérna fyrir nokkrum árum. Þannig að þessi þróun er mjög góð.“ Spurður hvers vegna Vegas sé þá að sækja um undanþágu til nektarsýninga segir Davíð: „Ég ætla algjörlega að halda þessu áfram svona. Það er rétt að við sótt- um um undanþágu en það er til að fá heim- ild til að halda staðnum áfram eins og hann er í dag.“ – Þannig að fengjuð þið undanþágu mynduð þið halda núverandi stefnu áfram? „Já. Kannski í versta falli myndu [stúlk- urnar] vera topplausar. En ekki á svið- inu.“ Spjallað í föt- um á Vegas Morgunblaðið/Ómar Engin nekt Eigandi Vegas segir engan nektardans hafa verið dansaðan í ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.