Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 17
Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is FORYSTUMENN stjórnarflokksins í Simbabve bjuggu sig í gær undir lokatilraun til að halda Robert Mug- abe forseta við valdataumana. Tals- maður flokksins sagði hann tilbúinn til að etja aftur kappi við Morgan Tsvangirai, helsta forsetaefni stjórn- arandstöðunnar, í annarri umferð forsetakosninganna ef hvorugur þeirra hefði fengið rúm 50% atkvæða í fyrri umferðinni á laugardaginn var. Flokkur Tsvangirais sagði að hann hefði fengið 50,2% atkvæðanna í fyrri umferðinni. Óháðir eftirlitsmenn sögðu á hinn bóginn að Tsvangirai hefði fengið mest fylgi en ekki meiri- hluta atkvæða, þannig að kjósa þyrfti aftur á milli tveggja efstu frambjóð- endanna. Hermt var í gær að sumir ráðgjafa Mugabes vildu að hann léti af emb- ætti þegar í stað en aðrir að hann við- urkenndi að hafa ekki náð endurkjöri í fyrri umferðinni og reyndi að sigra Tsvangirai í þeirri síðari. Hvort tveggja er álitið auðmýkjandi fyrir Mugabe sem hefur verið við völd í 28 ár, eða frá því að Simbabve fékk sjálfstæði frá Bretlandi. Stjórnmálaskýrendur telja að dyggustu stuðningsmenn Mugabes í yfirstjórn hersins ráði úrslitum um hvort Mugabe haldi velli. Fréttastofan AFP hafði eftir hátt settum manni í flokki Mugabes, ZANU-PF, að forsetinn hefði sam- þykkt að láta af embætti en yfirhers- höfðinginn Constantine Chiwenga reyndi að telja hann af því. „Það er aðeins einn maður sem hindrar þetta, yfirhershöfðinginn,“ sagði hann. Chiwenga lýsti því yfir fyrir kosn- ingarnar að hann myndi ekki geta viðurkennt forseta sem hefði ekki tekið þátt í frelsisstríði Simbabve- manna á áttunda áratugnum og skír- skotaði einkum til Tsvangirais. Herinn klofinn Lögfræðingurinn Brian Kagoro, sem hefur beitt sér fyrir breytingum á stjórnarskrá Simbabve, kvaðst telja að harðlínumenn í yfirstjórn hersins kæmu í veg fyrir að Mugabe léti af embætti. Hann lýsti honum sem „peði“ í gíslingu gamalla vopna- bræðra sem legðu fast að honum að sitja áfram í forsetastóli. Vestrænn stjórnarerindreki í Harare kvaðst þó telja litlar líkur á að hervaldi yrði beitt til að halda Mugabe við völd. „Svo mikið er víst að herinn er klofinn. Margir lágt settir herforingjar og hermenn vilja breytingar, en aðrir herforingjar eru e.t.v. á öndverðum meiði,“ sagði hann. Takura Zhangazha, stjórnmála- skýrandi í Harare, tók í sama streng. „Það vill svo vel til að sauðtryggustu þrjóskupúkarnir eru aðeins lítill hluti hersins,“ sagði hann. „Án þeirra væri Mugabe löngu farinn.“ Telja að yfirstjórn hersins ráði úrslitum Flokkur Mugabes býr sig undir aðra umferð forsetakosninga Í HNOTSKURN » Fregnir hermdu í gærkvöldiað lögreglumenn hefðu gert húsleit í skrifstofum Lýðræðis- hreyfingarinnar, flokks Morgans Tsvangirais. Nokkrir af for- ystumönnum flokksins voru sagðir hafa farið í felur. » Tveir erlendir blaðamenn,annar þeirra fréttaritari New York Times, voru einnig handteknir á hóteli í Harare. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 17 ERLENT NÝJA óperuhúsið í Ósló verður vígt eftir rúma viku, 12. apríl, en bygg- ingin hefur verið mjög umdeild og er það enn. Kostaði hún um 53 milljarða ísl. kr. en reiknað hefur verið, að hver gestakoma muni kosta ríkið um 30.000 ísl. kr. í nið- urgreiðslum sé tekið tillit til út- gjalda við húsið. Í húsinu eru rúm- lega 100 herbergi, þar af tveir stórir salir. Rúmar annar 1.370 manns í sæti en hinn 400. Er húsið klætt hvítum marmara innan sem utan en hann fór að gulna strax í fyrra vegna efna í líminu. Reuters Nýja óperuhúsið í Ósló fullbúið MATARSKORTURINN í Norður- Kóreu er orðinn svo mikill, að jafnvel hinir útvöldu, þeir, sem fá að búa í höfuðborginni, Pyongyang, hafa verið sviptir sín- um daglega skammti. Haft er eftir starfsmönnum suðurkóreskra hjálparsamtaka, sem starfa í N-Kóreu, að yfir- völd þar hafi til- kynnt, að ekkert verði um opinbera matarúthlutun næsta misserið. Það þýðir, að íbúar borgarinnar verða sjálfir að bjargast eftir bestu getu. Fram kemur einnig í fréttabréfi s-kóresku samtakanna, að annars staðar í N-Kóreu, utan höf- uðborgarinnar, sé ástandið miklu verra. Verð á hrísgrjónum hafi rokið upp og víða sé ekki enn farið að huga að vorverkunum vegna skorts á út- sæði og áburði. „Um það er talað hér, að í Pyong- yang og öðrum stórum borgum verði fólk farið að falla úr hungri í apríllok og í maí verði mannfellirinn skelfileg- ur,“ segir í fréttabréfinu. Alvarleg hungursneyð var í N-Kór- eu á síðasta áratug og talið er, að þá hafi mörg hundruð þúsunda manna fallið í valinn. Síðan hefur landið reitt sig á alþjóðlega aðstoð, ekki síst frá Suður-Kóreu, en samskipti stjórn- valda í norður- og suðurhlutanum hafa heldur verið að versna. Vegna þess hafa þau síðarnefndu hvorki sent hrísgrjón né áburð til norðurhlutans það sem af er þessu ári. Matvælaað- stoð SÞ áætlaði í febrúar, að þá sylti fjórðungur landsmanna heilu hungri. Óttast mikinn mannfelli í N-Kóreu af völdum hungurs Í N-Kóreu eru skál- arnar að tæmast. LÆKKUN vörugjalda á bíla myndi stuðla að hraðari endurnýj- un bílaflota Íslendinga, sem aftur myndi auka hlutfall sparneytnari og öruggari bíla sem menga minna. Þetta kom fram á aðalfundi Bíl- greinasambandsins í gær. Sam- bandið hefur lagt fyrir nefnd fjár- málaráðuneytisins tillögur sem eiga að miða að einfaldari skatt- heimtu, lækkun vörugjalda í 15% án undanþága. Að sögn Egils Jó- hannssonar, formanns sambands- ins, eru vörugjöld nú allt að 45%. Þeim sé skipt í tvo flokka með tug- um undanþágna. „Það þýðir lítið að skattleggja bílinn sem slíkan, heldur er eðlileg- ast að sá borgi sem mengar,“ segir Egill í samtali við Morgunblaðið. Mótvægi við samdrátt í tekjum rík- issjóðs vegna lækkunar gjaldanna eigi að vera í takt við umhverf- issjónarmið. Lækkun hvetji til end- urnýjunar, til notkunar sparneytn- ari bíla sem menga minna, en tæplega til aukinnar bílasölu, í ljósi sölutinda síðustu ára. Þá sé mik- ilvægt að mismuna ekki eftir gerð eða tækni. „Smábíll hentar t.d. ekki öllum, val á bíl fer eftir aðstæðum,“ segir Egill. Hann bendir á að framtíðin sé enn óljós í málefnum orkugjafa. Aðrar ályktanir fundarins sneru m.a. að tilstuðlan þess að einungis fagmenn gætu unnið við öryggis- hluti í bílum, s.s. bremsur, bílbelti og öryggispúða, svo og að heið- arlegum viðskiptaháttum í bílasölu. Egill sagði enga formlega af- stöðu hafa verið tekna til mótmæla atvinnubílstjóra. Hins vegar skyti skökku við að draga beint úr skatt- lagningu á eldsneyti. Frekar skyldi koma til móts við hluta vandans með lækkun svokallaðs kílómetra- gjalds. Vörugjald á alla bíla lækki í 15% Morgunblaðið/Kristinn Endurnýjun Stórfjölgað hefur í bílaflota landsmanna síðustu ár. Hraðari endurnýjun flotans og aukið hlutfall sparneytnari og öruggari bíla NÝSIR hf. var rekið með 2.343 millj- óna króna tapi á árinu 2007 saman- borið við 466 milljóna tap árið áður. Rekstrarhagnað- ur fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 942 milljónum í fyrra en árið 2006 var 1.425 milljóna hagnaður. Eignir Nýsis í árslok 2007 námu um 53,5 milljörð- um króna og höfðu aukist um 9,0 milljarða frá árslokum 2006. Skuldir og skuldbindingar samstæð- unnar námu 49,7 milljörðum og eigið fé í árslok 2007 var tæplega 3,8 millj- arðar króna. Í tilkynningu frá Nýsi segir að vegna erfiðrar stöðu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hafi stjórn fé- lagsins gert samning við Lands- bankann um aðstoð við sölu á eign- um, öflun nýs hlutafjár og fjárhagslega endurskipulagningu lána til að tryggja framgang þeirra verkefna sem félagið er með í þróun. Hátt hlutfall skammtímaskulda Höskuldur Ásgeirsson nýráðinn forstjóri Nýsis, segir að samningur- inn við Landsbankann sé að stærst- um hluta vegna þess að skammtíma- skuldir séu of hátt hlutfall af heildarskuldum Nýsis, en félagið sé hins vegar mikið í fjárfestingaverk- efnum sem afli tekna til lengri tíma. Vaxtakostnaður sé þess vegna hár og greiðslubyrði einnig en ætlunin sé að breyta því. „Þá ber að hafa í huga að verðbreyting eigna var óhagstæð- ari um 552 milljónir í fyrra en árið áður, sem hefur áhrif á uppgjörið en hefur í sjálfu sér ekki beint með rekstur félagsins að gera. Uppgjörið ber að skoða í því ljósi,“ segir Höskuldur. Nýsir tapar rúm- um 2,3 milljörðum Höskuldur Ásgeirsson Dalvegi 10-14 • Sími 5771170 Innrettingar Drauma eldhu´s XE IN N IX 08 02 00 9 HLUTABRÉF í Bandaríkjunum hækkuðu lítillega við lokun markaða í gær, eftir nokkra lækkun framan af. Bætt afkoma í þjónustugeiranum vó þar á móti óvæntri fjölgun ný- skráninga til atvinnuleysisbóta. Neytendur virðast því ekki alltof áhyggjufullir þrátt fyrir aukna verð- bólgu og krepputal Bens Bernanke, seðlabankastjóra. Haft var eftir Bernanke, að áhrif síðustu stýri- vaxtalækkunar væru ekki komin fram en þau yrðu væntanlega já- kvæð fyrir efnahagslífið. Þá tilkynnti bankinn Merrill Lynch, sem varð illa úti í lánakreppunni, að hann myndi ekki þurfa á endurfjármögnun að halda, og það glæddi vonir fjárfesta. Evrópumegin lækkuðu hins vegar helstu vísitölur um 0,5% með bank- ana Lloyds, BNP Paribas og UBS í forrystu. Þá lækkuðu bréf lággjalda- flugfélagsins Ryanair um 4,5% og bréf British Airways um 3,7%. Á fréttavefnum Bloomberg kemur fram að greinendur vænta nú minni hagnaðar hjá þessum fyrirtækjum en áður var spáð. Hækkanir vestanhafs þrátt fyrir atvinnuleysi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.