Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 15 ÚR VERINU NÝTT skip Ingimundar hf. var sjósett í skipa- smíðastöð á Taívan í vikunni. Um er að ræða um 29 metra langan ísfisktogara. Gert er ráð fyrir að skipið verði afhent í sumar og geti haf- ið veiðar á fiskveiðiárinu, sem hefst næsta haust. Ingimundur hf. átti áður ísfisktogara sömu gerðar en hann var seldur til Hornafjarðar upp úr árinu 2000, en þá var búið að semja um smíði nýja skipsins, sem hefur tafizt töluvert. Skpinu verður formlega gefið nafn við afhend- ingu þess í sumar. Skipið er hannað og teiknað af Skipasýn. Ármann Ármannsson, eigandi Ingimundar hf., segir að nýja skipið verði gert út á ísfisk til löndunar á markaði heima og erlendis eftir því sem við á hverju sinni. Sonur Ármanns, Ármann Friðrik Ármanns- son, hefur nú tekið við framkvæmdastjórn fyr- irtækisins af föður sínum og var hann við- staddur sjósetninguna á Taívan. Gert er ráð fyrir að sigling skipsins heim í sumar taki 35 til 40 daga. Skipstjóri á nýja skipinu verður Geir Garðarsson, en hann var með Helguna áður og síðan Steinunni eftir að Helgan var seld til Hornafjarðar og nafninu breytt. Nýtt skip Ingimundar hf. hefur verið sjósett á Taívan Gert ráð fyrir að skipið hefji veiðar hér við land á nýju fiskveiðiári í haust Ljósmynd/Ármann Friðrik Ármannsson HRINGANÓRI hefur gert sig heimakominn í höfninni á Grund- arfirði og virðist una hag sínum þar. Hann gerir nokkrar tilraunir til að komast upp á bryggjuna, en hefur ekki haft þar erindi sem erf- iði. Á heimasíðu Selaseturs Íslands er sagt á eftirfarandi hátt frá hringanóranum: „Hringanórinn er einkennisdýr heimskautaíssins á norðurslóðum og hafa frumbyggj- ar þar treyst mjög á hann til við- urværis í gegnum aldirnar. Hefur hann verið nýttur til matar, skinn- ið nýtt í klæði og spikið sem ljós- gjafi. Hringanóri er sjaldgæfur flækingur við Ísland. Í útliti svipar hringanóranum að nokkru til land- sels, en er heldur minni enda minnstur norrænna sela. Kæpir í snjóhúsi Nafn sitt dregur hann af hring- laga flekkjum á baki með ljósum hringjum í kring. Hringanórinn kæpir í mars, í eins konar snjó- húsi, sem urtan grefur við op í gegnum lagnaðarísinn, en hann getur hæglega verið um 2,5 metra þykkur. Í gegnum þetta op sækir urtan svo æti. Þessum opum halda selirnir svo opnum með nagi og klóri. Fæða hringanórans saman- stendur aðallega af krabbadýrum og ískóði. 6 til 7 milljónir dýra Til Íslands koma hringanórarnir einir eða fáir saman. Oftast er um að ræða fullorðna brimla, en ekki er mikið um ungviði. Þeir koma reglulega inn á Eyjafjörð, alveg inn á Poll, á vorin og snemmsum- ars. Stofnstærð hringanóra er lítt þekkt en gæti verið á bilinu 6-7 milljónir. Sérstakir stofnar þeirra (Phoca hispida) eru í Eystrasalti, Otkoskahafi, Beringssundi og Saima- og Ladoga-vötnum í Finn- landi. Í Kaspíahafi og Bajkalvatni er afbrigði hringanóra sem nú eru orðin sértegundir (Phoca caspica og Phoca sibirica).“ Selir Hringanórinn er fremur sjaldgæfur gestur hér við land. Hringanóri heldur sig í höfninni Ljósmynd/Sverrir Karlsson Áhrif sameiningar skilar sér í lægri rekstrarkostnaði Ársfundur 2008 Ársfundur Festu lífeyrissjóðs verður haldinn fimmtudaginn 17. apríl nk. Fundarstaður: Hótel Selfoss. Fundarstörf hefjast kl. 18:00 Stjórn Festu lífeyrissjóðs Bergþór Guðmundsson, stjórnarform. Ragna Larsen, varaformaður Kristján Gunnarsson Sigrún Helga Einarsdóttir Kristján Jóhannsson Bergþór Baldvinsson Framkvæmdastjóri Gylfi Jónasson Iðgjöld .................................................................... 3.508.396 2.814.212 Lífeyrir.................................................................... 1.220.121 1.167.757 Fjárfestingartekjur................................................. 4.504.423 7.708.958 Fjárfesingargjöld ................................................... 67.008 71.998 Rekstrarkostnaður................................................. 64.599 74.909 Húseignir og lóðir ................................................. 27.721 28.079 Verðbréf með breytilegurm tekjum ..................... 27.943.425 25.302.817 Verðbréf með föstum tekjum ............................... 25.417.424 21.915.557 Veðlán .................................................................... 1.060.803 882.896 Bundin innlán og aðrar fjárfestingar ................... 460.008 440.494 Kröfur á viðskiptamenn ........................................ 565.398 841.882 Aðrar eignir ........................................................... 86.497 176.265 Viðskiptaskuldir..................................................... 265.883 953.688 Nafnávöxtun .......................................................... 8,8% 18,8% Raunávöxtun ......................................................... 2,9% 11,3% Hrein raunávöxtun ................................................ 2,8% 11,1% Hrein raunávöxtun, fimm ára meðaltal ............... 7,9% 6,6% Hrein eign umfram heildarskuldbindingar.......... 3,2% 6,4% Hrein eign umfram áfallnar skuldbindingar........ 12,5% 14,2% Nafnávöxtun séreignardeildar ............................. 5,6% 15,9% Raunávöxtun séreignardeildar............................. -0,2% 8,4% Hrein raunávöxtun séreignardeildar ................... -0,3% 8,3% 6.661.092 9.208.506 48.634.302 39.425.796 Hækkun á hreinni eign á árinu: Hrein eign frá fyrra ári: 55.295.394 48.634.302Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris: 54.909.381 48.569.843Fjárfestingar: 386.012 64.459Annað: 55.295.394 48.634.302Hrein eign til greiðslu lífeyris: 2007(Í þús. króna) (Í þús. króna) • Áhrif sameiningar skilar sér í lægri rekstrarkostnaði • Góð ávöxtun þrátt fyrir erfitt ár á fjármálamörkuðum • Sterk tryggingafræðileg staða Sameinaður sjóður Suðurlands, Suðurnesja og Vesturlands Meðaltal fimm ára raunávöxtunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.