Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 51 Krossgáta Lárétt | 1 háfleygt, 8 drekkur, 9 líkamshlutinn, 10 greinir, 11 alda, 13 vesælar, 15 karlfisks, 18 afl, 21 fiskur, 22 fallin frá, 23 þjaka, 24 sljór. Lóðrétt | 2 yfirhöfnin, 3 sefur, 4 ljúka, 5 spökum, 6 æviskeiðs, 7 innyfli, 12 ótta, 14 magur, 15 skott, 16 sparsemi, 17 vitrunin, 18 hryssu, 19 óhreinkaðu, 20 kögur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 digna, 4 málar, 7 tróna, 8 rimpa, 9 lok, 11 autt, 13 saki, 14 eisan, 15 lurk, 17 Ægir, 20 err, 22 iðjan, 23 eyrun, 24 tengi, 25 skipa. Lóðrétt: 1 detta, 2 gnótt, 3 aðal, 4 mark, 5 lemja, 6 róaði, 10 ofsar, 12 tek, 13 snæ, 15 leift, 16 rýjan, 18 gervi, 19 renna, 20 enni, 21 refs. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Náinn vinskapur er uppspretta þæginda, en það eru kunningjar sem þú þekkir vart sem leiða þig á réttar slóðir ástar, peninga og hugmynda. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þér finnst gaman að hjálpa. Öðrum líður eins. Ekki ræna þá ánægjunni af að- stoða þig. Nálgastu vinnuna eins og boð- hlaup. Réttu öðrum keflið þegar þú þreyt- ist. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú nennir vart að taka hvers- dagslegum boðum, en vertu varkár. Sinntu félgaslífinu vel, því það eru ekki allir sem sjá atburði í sama ljósi og þú. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú og einhver náinn þér eigið sameiginlegt tungumál sem enginn annar skilur. (Þú þarft ekkert að útskýra það neitt nánar). Í dag eru samskiptin mjög djúp. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú hefur heyrt nóg af brjáluðum vel- gengnissögum, en engin hefur haft jafn mikil áhrif á þig og sú sem þú heyrir í dag. Hún er nefnilega um einhvern náinn þér. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú þekkir marga klára, en ekki svo klára að þú ættir að efast um eigin dómgreind. Settu mörk sem ekki þarfnast nánari umræðu. Punktur basta. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú getur fundið mjög öfgafullar til- finningar þótt lítið standi til. En það er taumhald á tilfinningunum sem leiðir til sigurs í miklum átökum á móti sterkum andstæðingum. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú hefur verið svo jákvæður undanfarið að þú verður hissa þegar þröngsýni fer í taugarnar á þér. Forðastu þannig fólk. Ekki láta það ná tökum á þér! (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Maður lærir margt á hægum tímum. Þú ert opinn og lærir hratt. Not- aðu dauðar stundir til að rækta hæfileik- ana, vinina og lesa - fullt af bókum! (22. des. - 19. janúar) Steingeit Það er skrýtin framvinda í leiknum sem þú ert í. Þótt einhver smá- munaseggur vinni, fær hann bara plat- verðlaun. Stærri manneskjan fær alltaf alvöruverðlaunin. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú laðast að kvenlegri orku, því þú þarfnast umhyggju og næringar. Hringdu í konurnar í ættinni og láttu þær hugsa um þig um stund. Þú fyllist orku. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú getur notað sömu formúluna til að öðlast velgengni í ástamálum og þú hefur notað varðandi fé, frama og önnur vandamál. Hugsaðu það, skrifaðu það, gerðu það. stjörnuspá Holiday Mathis Staðan kom upp á alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu sem lauk fyrir skömmu. Sænski stórmeist- arinn Pontus Carlsson (2501) hafði hvítt gegn bandaríska undrabarninu Ray Robson (2389). 31. Hxe6! fxe6 32. Ra7 Dd6 svartur hefði einnig haft tapað tafl eftir 32… Db6 33. Dxg6+ Kf8 34. He5. Í framhaldinu nær hvítur óstöðvandi sókn þó að langan tíma taki að koma henni af stað. 33. Dxg6+ Kf8 34. Dh6+ Kf7 35. Dh7+ Kf8 36. Dh6+ Kf7 37. He3! Dd1+ 38. Kg2 Hd6 39. Rb5! Hc6 40. Rc3 Dc2 41. Re4 Dxc4 42. Dh5+ Kg7 43. Rg5 Dd5+ 44. Hf3 Hh8 45. Dg4 Hh7 46. Rf7+ Kf8 47. Re5+ Hf7 48. Rxf7 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Leiðin rudd. Norður ♠D8 ♥D752 ♦G7642 ♣K7 Vestur Austur ♠KG10753 ♠964 ♥963 ♥K84 ♦10983 ♦5 ♣– ♣DG10985 Suður ♠Á2 ♥ÁG10 ♦ÁKD ♣Á6432 Suður spilar 6G. Sumir líta á hindrun mótherjanna sem ögrun, sem beri að taka á af fullri hörku. Í þessu spili vakti suður á sterku laufi, vestur stökk í 3♠ og norður doblaði neikvætt. „Með illu skal illt út reka,“ hugsaði suður og stökk í 6G. Slemman er augljóslega veikburða, en þó er til vinningsleið með ♦10 út. Úrvinnslan snýst um það að nálgast þrettánda hjartað í borði. Eftir þrjá efstu í tígli er laufi spilað á kóng og tveir tígulslagir teknir í viðbót. Heima hendir sagnhafi laufi og spaðaás! Næst eru þrír slagir teknir á hjarta með svíningu (byrjað á drottningunni) og ♣Á lagður inn á bók. Lokahnykk- urinn er svo að spila að ♠D í borði, en þannig kemur slagurinn á spaða til baka og auk þess innkoma á fríhjart- að, sem er tólfti slagurinn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Hvaða lið tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni í körfu-knattleik á næsta leiktímabili? 2 Brunamálastofnun hefur skilað skýrslu um Lækj-argötubrunann. Hver er brunamálastjóri? 3 Hvaða rithöfundur hlaut barnabókaverðlauninSögustein? 4 Hljómsveitin Sprengjuhöllin er á leið utan í tón-leikaferðalag. Hvert? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Hverjir standa á bak við tónlistarsjóðinn Kraum sem veitti styrki í fyrradag? Svar: Hjónin Ingibjörg Kristjánsdóttir og Ólaf- ur Ólafsson. 2. Von er á fyrrverandi eiginkonu Bobs Dylans hingað til lands til tónleikahalds. Hvað heitir hún? Svar: Carol Dennis-Dylan. 3. Aðeins tvær konur hafa setið í stjórn Ís- lenskra getrauna og er nú önnur þeirra að taka við af hinni. Hver er sú sem er að taka við? Svar: Ásthildur Helgadóttir knattspyrnukona. 4. Tónskáldið Louis Spohr, sem verður á dagskrá Sinfóníunnar á laugardag, á niðja hér á landi, Rüdiger Seidenfaden að nafni. Hvað starfar hann? Svar: Sjón- tækjafræðingur. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/RAX dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili, tekur að sér að reka hjúkrunardeild L-1 á Landakoti, samkvæmt samningi sem undirritaður var 2. apríl síðastliðinn. Samningurinn gildir frá 14. maí 2008 til 31. desember 2009. Með honum tekur Grund að sér sólarhringsþjónustu á 18 hjúkrunarrýma deild á Landakoti fyrir aldraða sjúklinga sem bíða varanlegrar búsetu, einkum einstaklinga með heilabilun. Deildin hefur ver- ið lokuð að undanförnu þar sem ekki hefur tek- ist að ráða starfsfólk til þess að tryggja rekst- urinn. Í fréttatilkynningu segir að hlutverk hjúkr- unardeildar sé að veita sjúklingum þá hjúkrun og heilbrigðisþjónustu sem þeir þarfnast, auk aðstoðar við athafnir daglegs lífs. Þjónustan skal byggjast á einstaklingsbundnu mati á heilsufarslegum og félagslegum þörfum hvers sjúklings, miða að því að mæta þörfum hans og stuðla að bestu mögulegum lífsgæðum. Inn- lagnir sjúklinga á hjúkrunardeild L-1 verða í samræmi við tillögur sérstaks samstarfshóps Landspítala og Grundar sem skipaður verður. Rekstur hjúkrunardeildarinnar var boðinn út og bárust tvö tilboð, frá Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili upp á tæpar 21 þúsund krón- ur legudagurinn. Landspítali rak árið 2007 hjúkrunardeild með samningi við heilbrigðis- ráðuneytið og reyndist raunkostnaður við þá deild rúmar 22 þúsund krónur fyrir legudag- inn. Ákveðið var að ganga til samninga við Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili og verður greitt fyrir reksturinn í formi daggjalda, tæp- lega 19.800 krónur dagurinn. Verktaki ber fulla fjárhagslega ábyrgð á rekstrinum, þar með tal- ið launagreiðslum til starfsmanna og launa- tengdum gjöldum. Landspítali tekur þó að sér vakt hjúkrunarfræðings á nóttunni um helgar. Starfsemin á hjúkrunardeild L-1 á Landa- koti hefst 14. maí. Grund tekur að sér að reka hjúkrunardeild Undirritun Gísli Páll Pálsson, forstöðumaður Grundar, dvalar- og hjúkrunarheimilis, Jóhann J. Ólafsson, stjórnarformaður Grundar, Anna Stefánsdóttir og Björn Zoëga, forstjórar Landspítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.