Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Vonandi tekst Davíð að góma þessa krónu-nauðgara. VEÐUR Nú er farið að reyna á stefnu ogsamstöðu ríkistjórnarinnar í heilbrigðismálum, þar sem Samfylk- ingin aðgreinir sig með skýrum hætti frá Vinstri grænum og enn verða skilin ljós á vinstri vængnum.     Það er athygl-isvert að varaformaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson, sem er hagfræði- menntaður, talaði í gær fyrir Sam- fylkinguna í um- ræðum um útvist- un á heilbrigðis- þjónustu Landspítala. Hann ítrekaði að stefna rík- isstjórnarinnar væri skilgreind þannig í stjórnarsáttmálanum að skapa eigi svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma, m.a. með útboðum og þjónustusamningum, en jafn- framt að tryggja að allir hafi að henni jafnan aðgang óháð efnahag.     Hvernig er hægt að vera á móti út-vistun verkefna, ef tryggt er að slíkt mismuni ekki eftir efnahag, sé jafnvel ódýrara fyrir vikið og tryggi sambærilega þjónustu fyrir sjúk- linga?“ spurði hann og hafnaði mál- flutningi Vinstri grænna sem „vísvit- andi halda uppi hræðsluáróðri og rugli um stefnu þessarar ríkis- stjórnar og sem fyrr ræður kredda ríkjum hjá þeim flokki.“     Ögmundur Jónasson dró í efa aðsparnaður næðist, enda væri fyrst og fremst um launakostnað að ræða, og hann skilgreindi Samfylk- inguna sem „stóra jafnaðarmanna- flokkinn með litlu sálina“ fyrir að vera samstiga Sjálfstæðisflokknum í „að markaðsvæða heilbrigðiskerfið skref fyrir skref“.     Loksins snýst umræðan í þinginuum grundvallarstefnu og hug- sjónir. Og Samfylkingin tekur slag- inn gegn Vinstri grænum í mála- flokki sem oftar hefur sameinað vinstri menn en sundrað! STAKSTEINAR Ágúst Ólafur Ágústsson Skilin á vinstri vængnum SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                      *(!  + ,- .  & / 0    + -                         !   12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (  " " "  " "#    #          $ %        :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? &' &'   #&'#    & #&    &' '& '& '& '&''  '&                            *$BC            !  "        #   $ !   %    *! $$ B *! ($) *   )     %+ <2 <! <2 <! <2 (*  , ! - ./  D $                   &  %'     %'   (   B   " 2  )'    *     + "   "  /       # ,   " - !  .       #   /    %     01 $ 22   %$ 3  % , ! Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ragnar Freyr Ingvarsson | 1. apríl … hrísgrjónasalat með kúrbít, chili og rækjum ... Til að gera þetta allt hratt og örugglega var ég búinn að undirbúa hrá- efnið vel – hrísgrjónin voru soðin, grænmetið skorið, rækjurnar til- búnar og allt reddí. Fyrst voru 2 gulrætur, 2 litlar stangir af selju- rót, einn rauðlaukur, einn lítill skar- lottulaukur, 3 hvítlauksrif, hálfur kúrbít- ur, hálfur rauður chili-pipar og ein rauð paprika skorin niður … Meira: ragnarfreyr.blog.is Birgitta Jónsdóttir | 3. apríl Tek undir áskorun SUS Finnst að okkar ráða- menn ættu skilyrð- islaust að sniðganga setningu og lokahátíð ólympíuleikanna. Mann- réttindabrot kínverskra yfirvalda eru svo öfga- kennd og þeir eru ekki neitt að taka sig á, hvorki varðandi sína eigin þegna né Tíbeta. Það væri róttæk hræsni að mæta þarna í sínu fínasta pússi með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðina ef kínversk yfirvöld eru … Meira: birgitta.blog.is Einar Sveinbjörnsson | 3. apríl Aftur eðlilegur vetur? Hvað er eðlilegur vetur hvað hitastig snertir? Miðað við síðustu fjóra vetur er sá sem nú er að líða af kaldara tag- inu. Hann sker sig hins vegar engan veginn úr ef horft er til áranna þar á undan. Tilfinning fólks er afstæð og veð- urminni og hvers kyns samanburður hjá hverjum og einum persónulegur ef út í það er farið. Mælingarnar tala hins vegar sínu máli hvað sem tilfinn- ingum og getgátum líður. … Meira: esv.blog.is Marinó G. Njálsson | 3. apríl Eru matsfyrirtækin traustsins verð? Við lestur umfjöllunar um efnahagsmál í er- lendum og innlendum fjölmiðlum þá ber sífellt meira á gagnrýni á matsfyrirtækin S&amp;P, Moody’s og Fitch. Eru menn í auknum mæli farnir að velta fyrir sér þátt þeirra í þeim mikla vanda sem fjármálakerfi Evrópu og Bandaríkjanna eru í. Þannig eru nefnilega mál með vexti að þessi fyr- irtæki (öll eða sum) hömpuðu skulda- bréfavafningum sem innifólu í sér und- irmálslánin svokölluðu. Ég spurði að því í færslu hér í gær hvort að þessi fyrirtæki nytu trausts. Karl Wernersson viðrar sömu skoðun í viðtali við Markaðinn í gær, en hann bendir eins og margir aðrir á það að S&amp;P gaf þessum skuldabréfa- vafningum einkunnina AAA, sem er hæsta einkunn sem hægt er að fá. Bandarísk ríkisskuldabréf hafa sömu einkunn og því hefði mátt halda að fjárfesting í þessum skuldabréfavafn- ingum væri sambærileg við að kaupa bréf úr einhverjum flokkum US Bonds. Nú er komið í ljós að þetta var tóm tjara og líður fjármálakerfi Evrópu og Bandaríkjanna fyrir þessa glórulausu einkunnagjöf. Það sem er svo alvar- legt við þess einkunnagjöf, er að S&amp;P hefði átt að vita að þessir pappírar voru ekki AAA-bréf. Þeir voru í besta falli B-pappírar, ef ekki hreinlega verðlausir. Ég byggi skoðun mína á umfjöllun fréttaskýringarþáttarins 60 minutes sem sýndur var fyrir nokkrum vikum og því sem lesa má, t.d. á vef BBC og FT. Þessi undirmálslán hafa verið á mark- aðnum í nokkur ár. Þau byggja á því að húsnæðislánafyrirtæki gefa út skulda- bréf sem þau selja á markaði á móti þeim skuldabréfum sem húsnæð- iseigendur fá. Þannig enda bréf hús- næðiseigendanna ekki á skuldabréfa- markaði og því eiga húsnæðislánafyrirtækin veðréttin í eigum fólks en ekki þeir sem í raun fjármagna lánin. Oft er sagt að undir- málslánin hafi byrjað í Cleveland, þar sem fólk tók lán vegna efnahags- kreppu. Vandamálið við þessi lán er að þau hafa innifalda gildru, ef svo má segja. Þessi gildra fellst í því að fyrstu tvo árin eru lánin með lágum vöxtum, en eftir það hækka vextirnir verulega, tvöfaldast eða jafnvel þrefaldast. … Meira: marinogn.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR GUÐLAUGUR Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra keypti fyrstu rauðu fjöðrina úr hendi Friðgeirs Jóhannessonar, sem selur með að- stoð leiðsöguhunds síns Erró. Sala rauðu fjaðrarinnar hófst í gær, en hún er fjáröflunarverkefni Lions- hreyfingarinnar. Söfnunin er á landsvísu og er vonast til að allir Lionsklúbbar á landinu taki þátt í henni. Í ár verður söfnunarfénu varið til verkefnisins „Leiðsöguhundar fyrir blinda og sjónskerta“ sem Blindrafélagið og heilbrigðisráðu- neytið vinna nú að. Af tilefninu var opið hús hjá Blindrafélaginu, Hamrahlíð 17, þar sem athöfnin fór fram. Guðmundur Rafnar Valtýsson, formaður rauðufjaðrarnefndar Lions, segir að menn geri sér vonir um að 8-10 milljónir safnist að þessu sinni. Þó hafi ekki verið lagt eins mikið í auglýsingar nú og oft áður. Salan stendur til komandi sunnudags og verða sölumenn við inngang stórmarkaða á höfuðborg- arsvæðinu en úti á landi verður meira um að gengið verði í hús. Rauðar fjaðrir Friðgeir Jóhannesson og leiðsöguhundurinn Erró seldu Guðlaugi Þór Þórðarsyni fyrstu rauðu fjöðrina að þessu sinni. Hundurinn Erró í fjaðra- sölu með eigandanum Morgunblaðið/hag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.