Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 19 ÆTLI Horace Silver og Art Blakey séu ekki helstu kappar harðboppsins, enda stóðu þeir að fyrstu Jazz Mes- senger-sveitinni þó að leiðir skildi fljótlega og sveitir Silvers stæðu ætíð í skugga sveita Blakeys. Þó var Silver einn af fínustu píanistum harðbopps- ins og eitt helsta tónskáld stílsins og mörg verka hans eru á dagskrá djass- sveita heimsins enn í dag og verður svo lengi. Hvaða boppisti þekkir ekki „Nica’s Tempo“„Doodlin“ og jafnvel upphafslag Múlatónleikanna „Filthy McNasty“, en sem betur fer voru mörg lög sem sjaldan heyrast á efnis- skrá þeirra félaga. Tíu léku þeir eftir Silver og eitt eftir Joe Henderson, „The Kicker“, sem Silver hljóðritaði á skífu sinni „Song For My Father“. Í því lagi fór bandið fyrst almennilega í gang og bæði Ólafur og Snorri með þrususólóa; Snorri hafði að vísu farið á kostum nokkru fyrr í „Doin’ The Thing“ af samnefndri skífu og svo átti Agnar Már hvern snilldarsólóinn öðr- um betri þetta kvöld, enda engin goðgá að telja hann fremsta djasspí- anista okkar þessa dagana. Verst var hversu kompið hans heyrðist illa. Þorgrímur og Eric voru traustir að vanda og sem betur fer kæfðu trommurnar ekki píanósólóana eins- og gjarnan vill henda þegar mögnun er léleg. Horace Silver hefur samið margar frábærar ballöður eins og Lonley Woman (samnefnd verkum Bennys Carters og Ornettes Colem- ans) og Peace, sem er strayhorísk í ljóðrænni fegurð sinni. Snorri blés Peace-melódíuna fallega, en gullmol- inn var sóló Agnars þar sem einfaldar spunalínur, hljómar og lagboði flétt- uðust saman í glitrandi vígindi. Það sem helst mátti finna að tón- leikum þessum var hversu tempóið var einhæft, ballöðurnar hefðu mátt vera fleiri eða bara að leika einstöku harðbopplínu hægt eins og Horace Silver gerði stundum. Afríkury- þminn, eins og við þekkjum hann helst úr Karíbahafinu, er oft ríkjandi í verkum Silvers, enda faðir hans frá Grænhöfðaeyjum, og setti hann skemmtilegan svip á þessa fínu tón- leika. Harðbopp á hundrað TÓNLIST Múlinn á DOMO Snorri Sigurðarson trompet, Ólafur Jóns- son tenórsaxófón, Agnar Már Magn- ússon píanó, Þorgrímur Jónsson bassa og Eric Qvick trommur. Fimmtudagskvöldið 26.3. Silver-kvintettinnbbbmn Vernharður Linnet Eins og lesendur Morgun-blaðsins hafa væntanlegatekið eftir, alla vega þeir sem fylgjast með menningarum- fjöllun, hafa flestir myndlistar- dómar, frá og með janúar síðast- liðnum, birst með stjörnugjöf, en þrír af fjórum myndlistargagnrýn- endum dæma nú sýningar með þeim hætti. Var gagnrýnendum gefið grænt ljós á stjörnugjöfina um áramótin en ritstjórnin taldi þó ástæðulaust að skikka gagnrýn- endur til þessa, frekar að gefa þeim frjálst val. Það hafði lengi verið rætt á meðal gagnrýnenda hvort ekki væri tími kominn á stjörnugjöf. Eðlilega eru skiptar skoðanir um ágæti stjörnudóma, ekki bara hjá gagnrýnendum heldur líka hjá myndlistarmönnum og myndlistarunnendum. Margir álíta að ekki sé hægt að meta myndlist eins og kvikmyndir eða popptónlist þar sem hún spanni of vítt svið og form hennar sé ekki bundið álíka takmörk- unum. Einnig telja menn að við stjörnugjöf setji myndlistina ofan og henni sé skipað á bás dæg- urlistar.    Ég er að mörgu leyti sammálaþessu. Myndlistarformið er margþættara en kvikmyndir og popptónlist og þótt skil fagurlista og dægurlista séu óljós eru þau ennþá fyrir hendi, sérstaklega þegar myndlist er sett í list- sögulegt samhengi. Ég er engu að síður hlynntur stjörnugjöf og má tína margt sam- an til að styðja þá afstöðu mína. Helst eru þó tvær ástæður sem leiddu mig til þess að ríða á vaðið og hefja stjörnugjöf. Fyrri ástæðan er að eftir að les- mál fyrir gagnrýni Morgunblaðs- ins var stytt geta stjörnur vegið sem dæmandi efni í texta. Gagn- rýnin verður þá ekki afstöðulaus þótt gagnrýnandi skrifi lýsandi gagnrýni eða fari á hugarflug í ljóðrænni gagnrýni í þetta 100-300 orða texta. Síðari ástæðan er sú að ég tel stjörnugjöf vera tímabæra yfirlýs- ingu um stöðu Morgunblaðsins í menningarumfjöllun. Það eru viss- ar væntingar gerðar til blaðsins í menningarmálum sem það er ekki í stakk búið til að sinna.    Íslensk myndlistarsaga hefurekki verið skrifuð að neinu ráði í 50 ár og nú þegar á að skrá samtímalistina er einu heimild- irnar að finna í greinasafni Morg- unblaðsins. Á þetta benti Unnar Örn Jónasson Auðarson myndlist- armaður á opnu gagnrýnendaþingi í fyrra og bætti svo við: „Gagnrýni í Morgunblaðinu er eins og stað- festing á að sýning hafi verið.“ Menn hafa misjafnt álit á rit- stjórnarstefnu Morgunblaðsins, en ég held þó að allir geti verið sam- mála um að enginn fjölmiðill hefur sinnt myndlistarumfjöllun af jafn- miklu kappi og Morgunblaðið, enda eini fjölmiðillinn sem hefur gert það alla sína tíð. Sinnuleysi annarra fjölmiðla í garð myndlistar gerir það að verk- um að umfjöllun um myndlist- arsýningu sem birtist í Morg- unblaðinu verður eina aðgengilega heimildin um sýninguna þegar fram líða stundir. Við þess háttar ástand kann hlutverk gagnrýnand- ans að verða óskýrt og hann hall- ast jafnvel til heimildasöfnunar, þ.e. ef hann leggur slíka ábyrgð á sínar herðar, sem um leið getur ýtt undir afstöðuleysi eða gagn- rýni án dóms.    Stjörnugjöfin er að mínu matiskýr skilaboð um að gagnrýn- andi hafni skrásetningarhlutverk- inu og að Morgunblaðið sé ekki sérskjalavarsla íslenskrar sam- tímalistar. Dægurfjölmiðillinn Morgunblaðið sinnir dægurgagn- rýni. Undantekningar kunna að vera í fræðilegum úttektum sem birtast í Lesbók, en venjubundin gagnrýni er dægurgagnrýni. Það undirstrika stjörnurnar. Stjörnur AF LISTUM Jón B.K. Ransu »Ég er engu að síðurhlynntur stjörnugjöf og má tína margt saman til að styðja þá afstöðu mína. ransu@mbl.is Morgunblaðið/Valdís Thor Sögulegt Sýning Ívars Valgarðssonar í Galleríi i8 í janúar síðastliðnum var fyrsta myndlistarsýningin til að vera dæmd í Morgunblaðinu með stjörnugjöf. Hlaut hún þrjár og hálfa stjörnu. BARBARA-bara-barbara heitir kona. Hún var kynnir á fjölskyldu- tónleikum Sinfóníunnar á laugardag- inn. Sagðist vera rasskynnir, en það var húmor sem féll aldeilis í kramið hjá yngri áheyrendum. Og ekki bara hjá þeim, fullorðna fólkinu fannst Barbara-bara-barbara líka fyndin, a.m.k. hló ég alveg jafnmikið og níu ára dóttir mín, sem sat við hliðina á mér. Fjölskyldutónleikar Sinfóníunnar hafa verið nokkuð misjafnir í gegnum tíðina, og oft staðið og fallið með kynninum. Halldóra Geirharðsdóttir var í hlutverki Barböru-bara-barböru og stóð sig prýðilega, brandararnir hennar hittu í mark og voru frábær inngangur að sjálfum tónleikunum. Og tónleikarnir voru óvanalega vel heppnaðir. Ástæðan var mús nokkur, Maxímús Músíkús, sem er hug- arfóstur Hallfríðar Ólafsdóttur flautuleikara í hljómsveitinni. Hall- fríður hefur skrifað sögu um músina, sem villist inn á hljómsveitaræfingu, en kynnist þannig hörpunni, horninu, básúnunni, fiðlunni og öllum hinum skemmtilegu hljóðfærunum. Bókin kom út um helgina og er myndskreytt af öðrum hæfileikaríkum hljómsveit- armeðlimi, Þórarni Má Baldurssyni víóluleikara. Á tónleikunum ráfaði músin á milli hljóðfæranna á meðan verið var að stilla þau, og svo kynntist hún þeim enn betur þegar hljóm- sveitin spilaði Bóleró eftir Ravel. Bóleró er sérlega sniðugt verk til að kynna börnum ólíkar hliðar sinfón- íuhljómsveitarinnar. Sama stefið er leikið aftur og aftur, en af mismun- andi hljóðfærum og hljóðfærahópum. Þannig kynnist barnið enn betur hljóðfærunum og því hvernig hægt er að mála laglínu margvíslegum litum. Valur Freyr Einarsson var sögumað- ur og frásögn hans af því hvað músin var að upplifa á meðan tónlistin var leikin var ákaflega vel útfærð. Auðvitað er fyrsti kafli fimmtu sin- fóníu Beethovens talsvert flóknari tónsmíð en verk Ravels, en virkaði þó fyllilega á tónleikunum. Flestir þekkja upphafsstefið, og það er í rauninni endurtekið í sífellu, bara í mismunandi myndum. Prýðilegt dæmi um marga þá möguleika sem klassísk tónsmíðaaðferð (ef hægt er að nota það heiti) býður upp á. Hátíðagjall fyrir hinn almenna borgara eftir Copeland var líka góð birtingarmynd á KRAFTINUM sem býr í einni hljómsveit, og Á Sprengi- sandi eftir Sigvalda Kaldalóns stend- ur að sjálfsögðu alltaf fyrir sínu. Stef- ið um Maxímús, eftir Hallfríði, var svo fullkominn endir á tónleikunum. Bernharður Wilkinson stjórnaði hljómsveitinni og gerði það af fag- mennsku og öryggi. Og Gunnhildur Halla Ármannsdóttir var sannfær- andi í hlutverki músarinnar. Þessir tónleikar sýndu glöggt hvað hægt er að gera á fjölskyldu- tónleikum þegar fagfólk stendur að þeim. Við viljum meira svona! Músin á æfingunni TÓNLIST Háskólabíó Ravel: Bóleró; Beethoven: Fimmta sin- fónían, fyrsti kafli; Copeland: Hátíðagjall fyrir hinn almenna borgara; Sigvaldi Kaldalóns: Á Sprengisandi; Hallfríður Ólafsdóttir: Lagið hans Maxa. Laug- ardagur 29. mars. Sinfóníutónleikarbbbbn Jónas Sen FÉLAGAR úr Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja verk eftir Louis Spohr á tón- leikum í Þjóðmenningarhúsinu kl. 17 á morgun. Fram koma Ingibjörg Guð- jónsdóttir söngkona og fríður flokkur hljóðfæraleikara hljómsveitarinnar. Endurvekja meistara Spohr Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.