Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 35 skoðuðum hinar stórkostlegu menj- ar um Forn-Egypta. Síðasta daginn í þeirri ferð fann Óli til lasleika sem ef til vill varð upphaf þess grimma sjúkdóms sem lagði hann að velli. Síðustu misserin hafa verið þessum vini okkar þungbær en hann sýndi ótrúlegt hugrekki og karlmennsku er hann tókst á við örlög sín. Ella var hjá honum dag og nótt eins og þau hafa staðið saman alla tíð. Við Gylfi kveðjum þennan besta vin okkar með sárum söknuði, hans skarð verður aldrei fyllt. Svala Thorlacius. Fyrir rúmum tuttugu árum fékk ungur maður þá flugu í höfuðið að hann gæti þýtt bækur. Hann fór því með eftirlætisbókina sína á skrif- stofur útgáfunnar Vöku-Helgafells og bað um að fá að hitta útgefand- ann. Það reyndist auðsótt mál. Út- gefandinn tók unga þýðandanum vel, enda könnuðust þeir ofurlítið hvor við annan þótt þeir hefðu aldrei hist. Útgefandinn blaðaði aðeins í bókinni en sagði svo þýðandanum skýrt en af nærgætni að svona gerðust kaupin yfirleitt ekki á eyrinni þegar bókaút- gáfa væri annars vegar, heldur veldi útgefandinn bækurnar og réði síðan fólk til að þýða þær. „Ég er einmitt með bók hérna sem ég þarf að fá þýdda,“ sagði útgefand- inn svo og rétti þýðandanum eintak af nýútkominni skáldsögu eftir vin- sælan enskan höfund. „Værirðu ekki til í að þýða fyrsta kaflann og koma svo með hann til mín? Ef kaflinn er vel þýddur vil ég gjarnan fá þig til að þýða alla bókina.“ Eitthvað á þessa leið voru orða- skipti útgefandans og þýðandans þeg- ar þeir hittust fyrst. Útgefandinn var Ólafur Ragnarsson og þýðandinn sá sem þetta ritar. Ég þýddi fyrsta kafl- ann eins og um var talað og lauk síðan bókinni. Þar með varð ekki aftur snú- ið. Enn í dag starfa ég við skáldsagna- þýðingar og þær eru orðnar ófáar, bækurnar sem ég hef þýtt fyrir út- gáfufyrirtæki sem Ólafur Ragnarsson stýrði eða tók þátt í að stofna. Aldrei bar skugga á samstarf okkar. Ég þekkti Ólaf að góðu einu. Hann var hlýr og sanngjarn maður, sann- kallað ljúfmenni, skarpgreindur og einstaklega viðfelldinn. Fjölskyldu hans sendi ég samúð- arkveðjur. Helgi Már Barðason. Ólafur Ragnarsson er farinn frá okkur, allt of fljótt. Stórt skarð er höggvið í hópinn. Vinátta okkar hef- ur staðið allt frá fyrstu dögum sjón- varpsins, fyrir rúmum fjörutíu árum, og aldrei borið skugga á. Ef hægt er að tala um hrók alls fagnaðar á þess- ari stundu þá var Ólafur sá maður, ævinlega glaður og reifur, talaði manna skýrast og hreif fólk með sér í einlægum áhuga á öllu sem var gott og fagurt. Það er því ótrúlegt að hugsa til þess að hann hafi orðið að lúta í lægra haldi fyrir illvígum sjúk- dómi sem fyrst svipti hann getunni til að tjá sig og eiga samskipti við aðra. Hvernig hann brást við þeim aðstæðum er hins vegar dæmi um styrk sem maður hélt að væri aðeins til í bókum. Hann lauk við síðustu skrif sín með einum fingri, staf fyrir staf, og útkoman er eins og allt ann- að sem frá honum kom, einlæg og vönduð. Og nú liggur á borðinu lítil ljóðabók sem hann tileinkar eigin- konu sinni, Elínu Bergs. Að tala um að hún hafi verið honum stoð og stytta dugar ekki til, þau voru fé- lagar í öllu, bæði lífi og starfi. Elín hefur sýnt slíkt þrek í veikindum Ólafs að venjulegt fólk á bágt með að skilja, og nú er það hún sem hug- hreystir vini og vandamenn. Það var lítill og öflugur hópur sem réðst til þess að búa til sjónvarp á Ís- landi árið 1966, flestir ungir, örfáir eldri og reyndari. Ólafur Ragnars- son var í þessum hópi og þetta átti við hann. Hraði og spenna, alltaf eitt- hvað nýtt að skapa og framkvæma, nýr miðill að verða til. Hann var út- sendingarstjóri frétta og frétta- tengdra þátta, dagskrárgerðarmað- ur og svo fréttamaður sjálfur. Hann hafði gott auga fyrir hinni mynd- rænu miðlun og það fylgdi honum alla tíð. Þeir sem unnu hjá sjónvarp- inu á þessum fyrstu árum fengu tækifæri sem ekki höfðu boðist áður og þeir sem birtust á skjánum urðu heimilisvinir og þjóðkunnar persón- ur. Áhrif sjónvarpsins voru mikil og margir muna Ólaf í hlutverki frétta- mannsins. Eftir tíu ár í sjónvarpinu og fjögur ár sem ritstjóri Vísis stofn- uðu Ólafur og Elín forlagið Vöku og á þeim vettvangi vann Ólafur þau verk sem munu bera hróður hans hæst. Rík tilfinning hans fyrir fólki gerðu hann að markaðsmanni í sér- flokki, bókaklúbbar Vöku blómstr- uðu og grunnur var lagður að góðum rekstri. Þau keyptu Helgafell árið 1985 og Ólafur varð útgefandi Hall- dórs Laxness. Þá hófst sá kafli á ferl- inum sem hann var án efa stoltastur af, þegar hann tók málefni Nóbel- skáldsins til gagngerrar endurskoð- unar og blés nýju lífi í útgáfu verka hans, bæði innanlands og utan. Óhætt er að fullyrða að þar hafi hann unnið íslenskum bókmenntum gott verk. Áhugi Ólafs á miðlun efnis í margvíslegri mynd kom fram í öllu sem hann gerði, ævinlega var vel að verki staðið og hugmyndaflug mikið. Hann skrifaði sjálfur nokkrar bæk- ur, ritstýrði öðrum og átti ríkan þátt í framþróun bókagerðar og útgáfu- starfsemi á Íslandi. Hann var áhuga- maður m.a. um þjóðtrú og sögu en fyrst og fremst var hann áhugasam- ur um mannfólkið, lífið og tilveruna. Samverustundirnar urðu margar og ómetanlegar, bæði á ferðum um landið, erlendis og í heimahúsum, og fjölskylduhátíð í sumarbústað Elínar og Ólafs í Skorradal mun seint líða ungum sem eldri úr minni. Við sökn- um góðs vinar, þökkum honum sam- fylgdina sem aldrei gleymist. Elínu og fjölskyldunni allri sendum við innilegar samúðarkveðjur og þakkir fyrir vináttuna. Ása og Jóhannes, Björg og Troels, Þóra og Björn. Þá var komið vor við Laugaveg. Himinninn heiðblár og sólin kallaði litina á þökum húsanna fram á ný og svipti af þeim grárri hulu. Norðan- nepjan náði sér ekki á strik. Við Óli heyrðumst í símann; bæði í leit að stæðum – á leið á sama stað. Honum hafði seinkað frá lækni. Ég hjó eftir því að errið vafðist fyrir honum í tal- inu. En það var varla nokkur hlutur. Hann var hress; fullur af orku og lífsgleði eins og alltaf. Hann var að ýta nýrri bók úr vör. Um fyrsta kvenprestinn á Íslandi. Og skyldi út fyrir jól. Við Auður Eir dálítið kvíðn- ar þennan dag. En Óli sópaði því burt. „Þið eigið vel saman,“ sagði hann og rataðist víst satt orð á munn. Nú finnst mér alla vega að sólin hafi skinið allt það sumar, fram undir jól og varla ský á himni nema þetta óljósa en þó dimma, sem vildi alls ekki fara. Sjúkdómur Óla var byrjaður að ná tökum á honum, lúmskt, örugglega. Hann setti mark sitt á manninn en virtist ekki hrífa á andann. Það góða lundarfar, sem einkenndi hann og annasama daga í nýja forlaginu Veröld, sem hafði fundið sér stað á milli tveggja stærri vestur á Bræðraborgarstíg og átti sér stóra drauma. Ég kom þangað, af og til. Til Óla og Ellu. Fáeinum sinn- um í Bjarmaland. Og hefði getað hugsað mér að hangsa hjá þeim allan daginn í andrúmi bjartsýninnar og samheldninnar sem einkenndi þau tvö og maður hugsaði einhvern veg- inn alltaf um í sömu andrá. Á meðan tími gamli leið fyrir utan en kom manni ekkert við. Óli sagði frá bók- um sem hann ætlaði að skrifa. Nú man ég leyndarmál úr vísindum for- leggjarans sem slæddust með í tal- inu. Trén vögguðu sér í sumrinu. En þegar til kom töluðu þau um veik- indin, umbúðalaust. Þetta voru ekki okkar fyrstu kynni. Þau teygðu sig aftur til átt- unda áratugarins. Óli var fréttamað- ur Sjónvarpsins en ég ungur blaða- maður sem tók við hann viðtal. Það leiddi til þess að ég steig fyrstu skref- in í ljósvakamiðlinum. Fyrir hans til- stilli. Seinna varð hann ritstjóri á Vísi. Snaggaralegur, vinnusamur, vandvirkur stikaði hann ganginn. Og siglfirski léttleikinn í kjölfarið. Við fáeinir blaðamenn hans vorum ekki langt undan þegar hann hóf ferilinn sem útgefandi og stofnaði Vöku Helgafell. Ég man eftir bók – áreið- anlega um Lennon – sem við skrif- uðum í á kvöldin. Svo varð bókin um Auði Laxness til; Á Gljúfrasteini. Á einu stuttu sumri sem rúmaði nú varla svo umfangsmikið líf, en samt. Hún kom út fyrir jól. Og ég vann hana undir vökulu auga Óla. ÓR eins og ég heilsaði honum stundum í net- pósti okkar sumarið 2005. Og milli línanna í hans var ævinlega, – með- vitað, ómeðvitað – sami blær af lífs- orku, jákvæðni og sannfæringar- krafti sem hafði alltaf einkennt hann; smitaði mann og gerði að verkum að um stund virtist sem allir vegir væru færir í lífinu og ekkert ómögulegt. ÓR hafði meiri áhrif á leið mína en ég held að hann hafi vitað. Og fyrir það verð ég þakklát. Nú sendum við Stefán okkar dýpstu samúðarkveðj- ur til Ellu og fjölskyldunnar allrar. Edda Andrésdóttir. Haustið 1975 var viðburðaríkt í ís- lenskri blaðamennsku, eftir langvar- andi kyrrstöðu á blaðamarkaði þar sem fimm dagblöð höfðu verið gefin út um árabil, öll með flokksstimpilinn á sér, voru allt í einu tvö síðdegisblöð farin að keppa sem óháð og frjáls blöð. Öll skrif í blöðunum til þess tíma voru lesin með flokksgleraug- um, þar sem allur alvarlegur þanka- gangur á prenti var gjaldfelldur með sleggjudómum pólitíkusa. Til að mynda voru ritstjórar Vísis kallaðir „mafíósar“ af einum ráðamanni þessa lands, sú nafngift loddi við hana eftir það. Ég, ungur maðurinn, sem vissi ekkert skemmtilegra en að hrærast í blaðamennsku með mynda- vél á maganum, horfði út um glugga ritstjórnar Tímans handan götunnar við Síðumúlann, blaðs framsóknar- manna, á kollega á síðdegisblöðunum hrærast í deiglu líðandi stundar, öf- undaraugum. Í þessari blússandi stemningu var mér boðið starf á Vísi, þar sem Ólafur Ragnarsson og Þor- steinn Pálsson réðu ríkjum. Með þeim var samankomið einvala lið á ritstjórn og mikil gæfa að fá að taka þátt í þessum eldheita slag á síðdeg- isblaðamarkaði, sem var eins og kappleikur um hvort blaðanna stæði sig betur. Þetta var alveg ný áskorun að takast á við, mikið voru þessir dagar skemmtilegir. Í aðstæðum sem þessum myndast oft mikið traust og fólk binst vinaböndum. Í dag kveðjum við Ólaf Ragnars- son, fyrrverandi ritstjóra og útgef- anda, dreng sem alltof ungur er kall- aður frá okkur. Síðast bar fundum okkar saman þegar boðað var til fundar 24. september 2005, áríðandi mafíufundar. Þrítug Vísis-mafían kemur saman á Sólon Íslandus, á þennan fund komu þau hjón Ólafur og Elín, allflestir af ritstjórn Vísis frá 1975-1980 sáu sér fært að mæta, þetta var skemmtileg stund, allir glaðir og höfðu margs að minnast. Ólafur var þá eitthvað að glíma við krankleika en enginn hafði hið minnsta hugboð um alvöruna sem hann stóð þá þegar frammi fyrir. Á þessari stundu vil ég þakka Ólafi fyr- ir ómetanlega vináttu sem ég naut af hans hálfu alla tíð og ekki síst eftir að þau hjón hófu bókaútgáfuna. Eitt og annað vann ég fyrir hann. Meðal ann- ars fór ég ófáar ferðir að Gljúfrasteini til skáldsins ýmissa erinda og það eru í raun forréttindi að hafa fengið að takast á við mörg þessara verkefna, sem hafa verið mér ofarlega í huga við lestur á síðasta verki Ólafs, „Til fundar við skáldið“, bók sem kom út fyrir síðustu jól, bók sem Ólafur lauk við farinn að kröftum en er skrifuð að mikilli natni eins og honum var einum lagið. Þar birtist hann eins og ávallt blaðamaðurinn fullur eldmóðs sem segir sögu skáldsins og lífshlaup þeirra hjóna á Gljúfrasteini. Ég er fullur þakklætis fyrir að hafa orðið samferða honum um tíma og í samstarfi okkar fór aldrei á milli mála hvers hann vænti af mér, hann kenndi mér margt sem ég tileinkaði mér sem ungur maður og ég bý að enn. Elínu og fjölskyldu votta ég mína dýpstu samúð við fráfall Ólafs Ragnarssonar. Gunnar V. Andrésson. ✝ Ástkær bróðir okkar og mágur, TRAUSTI MARÍNÓ FINNSSON, Eyjalandi 1, Djúpavogi, lést fimmtudaginn 27. mars. Útförin fer fram frá Djúpavogskirkju laugardaginn 12. mars kl. 11.00. Bára Ólafsdóttir, Alda Finnsdóttir , Víðir Björnsson, Kristján Finnsson , Margrét Björnsdóttir, Unnur Finnsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PETRÍNA H. JÓNSDÓTTIR, Aðalstræti 22, Bolungarvík, lést á Sjúkrahúsi Bolungarvíkur þriðjudaginn 1. apríl. Hálfdán Einarsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi minn, SVEINN HJÁLMARSSON skipstjóri, Arnarsíðu 8e, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju þriðjudaginn 8. apríl kl. 14.00. Guðrún Jónsdóttir, Auður Úa Sveinsdóttir, Friðleifur Ingi Brynjarsson, Þóra Ýr Sveinsdóttir, Hildur Ey Sveinsdóttir, Gunnar Ögri afastrákur. ✝ Okkar ástkæri, AÐALSTEINN ÞÓRARINSSON frá Djúpalæk, lést á líknardeild Landspítala, Landakoti, mánudaginn 31. mars. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 7. apríl kl. 13.00. Elfar Aðalsteinsson, Jón Þór Aðalsteinsson, Jóhanna Guðrún Aðalsteinsdóttir, Rósa Þórunn Aðalsteinsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Eiginkona mín og móðir, HANNA FRÍMANNSDÓTTIR, Bárugötu 5, andaðist miðvikudaginn 2. apríl. Jarðsett verður frá Landakotskirkju föstudaginn 11. apríl kl. 13.00. Heiðar R. Ástvaldsson, Ástvaldur F. Heiðarsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi okkar, ÓLAFUR SKÚLI SÍMONARSON vörubifreiðarstjóri, Kaplaskjólsvegi 53, Reykjavík, lést sunnudaginn 16. mars á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þakkir til starfsfólks hjúkrunardeilda Landakots og Grundar. Guðbjört Magnúsdóttir, Símon Gísli Ólafsson, Adda Lára Arnfinnsdóttir, Íris Björk Símonardóttir, Sindri Snær Símonarson.  Fleiri minningargreinar um Ólaf Ragnarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.