Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 6
Í HNOTSKURN »Siðanefnd Háskóla Íslands barst í apríl 2004kæra Auðar Sveinsdóttur, ekkju Halldórs Lanxness, á hendur Hannesi Hólmsteini. »Taldi kærandi að Hannes hefði brotið gegnhöfundarrétti nóbelsskáldsins við gerð og útgáfu 1. bindis ævisögu hans. Siðanefnd vísaði málinu til þáverandi rektors og þá hafði kær- andi höfðað dómsmál á hendur Hannesi Hólm- steini. »Hæstiréttur dæmdi Hannes þann 13. marssl. til að greiða Auði fébætur og málskostnað fyrir að hafa brotið gegn höfundarrétti Halldórs Laxness. HANNES Hólmsteinn Gissurar- son prófessor segist una þeim skilaboðum sem bréf háskólarekt- ors beri með sér og segist hafa gert mistök við ritun 1. bindis ævi- sögu Halldórs Laxness. „Ég tel að mistökin séu til að læra af þeim í stað þess að sýta þau eða afneita þeim,“ segir Hann- es Hólmsteinn. „Eins og ég hef sagt opinberlega, og bauðst til þess eftir dóm héraðsdóms, þá ætla ég að gefa bókina út aftur endurskoðaða og fara eftir þeim ábendingum og gagnrýni sem komið hafa fram. Ef ég hef á ein- hvern hátt rýrt orðstír Háskóla Ís- lands, þá þykir mér það mjög leitt og ætla að gera mitt besta til að bæta úr því.“ Hannes Hólmsteinn segir sér til málsbóta, að hann hafi ekki vitað að hann væri að brjóta nein lög vísvitandi. Einnig að hann hafi endurbætt úrvinnslu og vinnu- brögð sín við ritun 2. og 3. bindis ævisögunnar. Hannes segir ekkert við bréf há- skólarektors að athuga. Í bréfinu segir meðal annars að staðfesting Hæstaréttar á því að Hannes Hólmsteinn hafi brotið gegn höf- undarrétti Halldórs Laxness sé áfall fyrir Háskóla Íslands. Getur ekki metið hvort málið sé áfall fyrir HÍ Spurður hvort hann sé sammála því að brotin séu áfall fyrir HÍ seg- ir Hannes: „Ég get ekki metið það sjálfur hvort svo sé, en ef svo er, þá er það mjög miður,“ segir hann. „Ég geri ráð fyrir að háskóla- rektor sé í betri aðstöðu til að meta það en ég,“ bætir hann við. „Ég er ekki viss um að ég sé eini háskólaprófessorinn sem hafi ein- hverntíma gerst sekur um vinnu- brögð sem má gagnrýna. Það er enginn fullkominn eða óskeikull.“ „Tel að mistökin séu til að læra af þeim í stað þess að sýta þau“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson 6 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UNICEF – Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna – á Íslandi og Orkuveita Reykjavíkur hafa bundist sam- tökum um að safna fé til að afla drykkjarvatns fyrir börn um víða veröld. Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unicef Ísland, segir að vatnsvikan sé fyrsta verk- efnið sem farið er í, en hún hefst í dag og stendur til 13. apríl. Gest- um fjölda veitingahúsa mun þá standa til boða að greiða 250 krón- ur fyrir glasið af kranavatni. „Orkuveitan mun leggja annað framlag á móti, þannig að af hverju seldu vatnsglasi leggur Orkuveitan fram 250 krónur,“ seg- ir Stefán Ingi og upplýsir að þetta sé í fyrsta skipti sem eitthvað þessu líkt sé reynt á Íslandi en á síðasta ári hafi þetta verið gert í New York. „Þetta gekk mjög vel þar og við vonum bara að fólk taki mjög vel í þetta. Uppákoman er mjög skemmtileg fyrir fólk að taka þátt í,“ segir Stefán sem vonar að fólk noti tækifærið og fari út að borða og kaupi vatn. „Við vitum auðvitað ekki nákvæmlega hverju þetta mun skila, en verkefnið er mjög þarft af því að vatn skiptir mjög miklu máli fyrir heilsu og líð- an. Á ári hverju deyja þúsundir barna vegna óhreins vatns, þau fá niðurgang og þorna upp,“ segir Stefán Ingi og minnir á að árið 1909 hafi vatnsveita Reykjavíkur verið stofnuð, ekki síst vegna taugaveikifaraldurs sem þá geis- aði. „Við áttum þá í nákvæmlega sömu vandræðum og Unicef er að hjálpa við í dag og samstarfið er þess vegna mjög viðeigandi,“ segir Stefán Ingi. Vatni veitt um víða veröld Vatnsvika Unicef – Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna – og Orkuveitu Reykjavíkur hefst í dag Morgunblaðið/hag Afla drykkjarvatns Kjartan Magnússon og Stefán Ingi Stefánsson handsala samning OR og Unicef. FRÉTTATILKYNNING frá Há- skóla Íslands um Hannes Hólm- stein Gissurarson er birt hér í heild sinni: „Í apríl 2004 barst siðanefnd Háskóla Íslands kæra Auðar Sveinsdóttur, ekkju Halldórs Kilj- ans Laxness, á hendur dr. Hannesi Hólm- steini Giss- urarsyni, pró- fessor í stjórn- málafræði við Háskóla Ís- lands. Taldi kærandi dr. Hannes hafa brotið gegn höfundarétti Halldórs Kiljans Laxness við gerð og útgáfu fyrsta bindis ævisögu skáldsins sem út kom síðla árs 2003. Siðanefnd vís- aði málinu til þáverandi rektors HÍ í desember 2004. Þá hafði kærandi höfðað dómsmál á hend- ur dr. Hannesi. Í ljósi þess ákvað þáverandi rektor að fresta með- ferð málsins þar til niðurstaða dómstóla lægi fyrir og var dr. Hannesi tilkynnt um það. Hæsti- réttur dæmdi í málinu 13. mars sl. Samkvæmt dómnum er dr. Hann- ritun ævisögunnar brotið gegn höfundarétti Halldórs Kiljans Laxness sé áfall fyrir Háskóla Ís- lands. Dómurinn sé staðfesting þess að dr. Hannes hafi sýnt af sér óvandvirkni í starfi sem teljist ósæmileg og ósamrýmanleg þeim kröfum sem Háskóli Íslands geri til akademískra starfsmanna sinna. Að fengnu áliti fjölmargra lögfræðinga, bæði utan og innan Háskóla Íslands, telur rektor brotið efnislega verðskulda áminningu til starfsmanns. Í ljósi mats á stjórnsýslulegri meðferð málsins og þess stranga laga- ramma sem skólanum er gert að fylgja, ásamt því að fjögur ár eru liðin frá því að brotið átti sér stað, telur rektor hins vegar að virða verði þessa þætti starfsmanninum í hag. Háskólinn hafi ekki lagalegt svigrúm til að veita áminningu með tilsvarandi réttaráhrifum. Niðurstaða málsins er því að í bréfinu til dr. Hannesar átelur rektor vinnubrögð hans og gerir þá kröfu að þau verði ekki end- urtekin. Með bréfinu er lokið meðferð rektors á máli því sem upphaflega hófst með kæru Auðar Sveins- dóttur. Rektor Háskóla Íslands bendir á að skólinn og starfsmenn hans hafi notið óviðjafnanlegs trausts í störfum sínum og slíkt traust sé grundvöllur starfsemi skólans og lykilatriði í þeirri sókn sem skól- inn hefur hafið. Úttektir al- þjóðlegra og innlendra stofnana á starfsemi háskólans hafi leitt í ljós að starfsmenn hans hafi skilað mikilli og góðri rannsóknarvinnu á fjölbreyttu sviði vísinda und- anfarin ár. Málið sem hér um ræðir er einstakt, þar sem vinnu- brögð starfsmanns hafa rýrt traust skólans. Rektor hefur sett af stað vinnu innan skólans um setningu starfsreglna þar sem meðal annars verður tekið á þeim álitaefnum sem hafa komið upp í tengslum við mál dr. Hannesar til að fyrirbyggja að mál af þessu tagi komi upp aftur.“ Rektor átelur vinnubrögðin Morgunblaðið/Ómar Kristín Ingólfsdóttir  Gerir kröfu um að þau verði ekki endurtekin  Rektor segir að HÍ hafi ekki lagalegt svigrúm til að veita áminningu  Starfsreglur verða settar esi gert að greiða Auði Sveins- dóttur fébætur og málskostnað fyrir að hafa í fjölmörgum til- vikum brotið gegn höfundarétti eiginmanns hennar. Dr. Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, hefur ritað dr. Hannesi bréf. Þar kemur fram að sem prófessor við Háskóla Íslands njóti dr. Hannes akademísks rannsókn- arfrelsis sem feli m.a. í sér rétt til að ákveða sjálfur viðfangsefni inn- an þess fræðasviðs sem viðkom- andi starfi á og rétt til að velja sjálfur þær aðferðir sem beitt er. Þetta frelsi takmarkist þó af því að virða lög og reglur og brjóta ekki gegn mikilvægum réttindum annarra eins og höfundarétti. Í bréfi rektors kemur fram að rektor telji að staðfesting Hæsta- réttar á því að dr. Hannes hafi við ALLS mætti á fimmta hundrað manns á opinn borgarafund um „Framsækið sam- félag með álver á Bakka“, sem haldinn var í Fosshótelinu á Húsavík í gærkvöldi. Að sögn fréttaritara Morgunblaðsins var stóri salurinn troðfullur og komust ekki allir þar inn. Fundarmenn voru komnir víða að af Norðausturlandi eða allt frá Kópaskeri, Öxarfirði og Kelduhverfi í austri og til Eyjafjarðar í vestri og langt innan úr sveitum. Nokkrir þingmenn kjör- dæmisins mættu á fundinn og þangað bár- ust kveðjur m.a. frá samgönguráðherra, iðnaðarráðherra og fjarstöddum þing- mönnum núverandi og fyrrverandi. Á fundinum kynntu fulltrúar Norð- urþings, Alcoa, HRV, Landsvirkjunar og Landsnets undirbúning og stöðu áforma um byggingu álvers og orkuöflun. Auk þess var fyrirspurnum svarað. Hátt í 500 á borgarafundi Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Áhugi Fjöldi sótti fund um álver á Bakka. BORGARRÁÐ hefur samþykkt að greiða KSÍ 230 milljónir króna vegna viðbót- arkostnaðar við framkvæmdir við Laug- ardalsvöll, þ.e. stúku við völlinn sem fór fram úr fjárhagsáætlun. Í samþykkt borgarráðs segir að loka- uppgjör muni fara fram þegar fram- kvæmdasvið hafi yfirfarið lokaskýrslu KSÍ um framkvæmdina og sundurliðun vegna aukakostnaðar. Borgarráð hefur samþykkt framlagða tillögu innri endur- skoðanda en leggur áherslu á að í því felist hvorki viðurkenning á þátttöku borgarinnar í viðbótarkostnaði eða auka- verkefnum sem KSÍ ákvað einhliða án samþykkis á formlega réttum vettvangi né vilyrði um viðbótargreiðslur í tengslum við yfirferð á lokaskýrslu KSÍ um framkvæmdina. Getur það þá ýmist leitt til hækkunar eða lækkunar á ofan- greindri fjárhæð. Er það von borgarráðs að þessi samþykkt geti innsiglað sátt milli aðila um uppgjör vegna fram- kvæmdarinnar sem borgarráð telur mik- ilvæga. KSÍ fær 230 milljónir frá borginni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.