Morgunblaðið - 04.04.2008, Qupperneq 52
Ef maður er hjá ömmu
sinni þá er það mögi-
son, þar sem u er skýrt fram
tekið sem flámælt ö… 59
»
reykjavíkreykjavík
Stórsöngv-
arinn Geir Ólafs
situr ekki auðum
höndum þessa
dagana en auk
þess að vera til-
tölulega nýkom-
inn frá Bandaríkjunum þar sem
hann fylgdist með upptökum 34
manna hljómsveitar í hljóðveri út-
gáfurisans Capitol Records á lögum
fyrir fyrirhugaða plötu kappans, þá
hefur hann lóðsað tónlistarmann-
inn Bigga Gunn um fjölmiðlastræti
borgarinnar og séð til þess að plata
hans I Was Younger Then sé nægi-
lega vel kynnt í öllum helstu miðl-
um landsins.
Annars heyrast þær sögur nú að
Gísli Guðmundsson bílasölumaður,
sem staðið hefur þétt við bakið á
Geir, hafi sagt skilið við söngv-
arann og vilja einhverjir meina að
það haldist í hendur við vináttu
Geirs við annan fjársterkan aðila,
Bretann Peter Harvey, en Geir
heillaði Harvey upp úr skónum á
veitingastað á Kanaríeyjum á síð-
asta ári. Hvað sem öllu því líður er
ljóst að Geir mun takast að senda
frá sér aðra stórsveitarplötu fyrir
næstu jól – og er það vel.
Tók upp í hljóðveri
Capitol í Kaliforníu
Dr. Spock, Sign og Benny
Crespo’s Gang þeytast nú um Suð-
urlandið á leið austur. Í kvöld verð-
ur þó stoppað í Höfn í Hornafirði
þar sem Hornfirðingum verður gef-
in kennslustund í rokki en næsti
viðkomustaður er Eskifjörður. Tón-
leikar á morgun hefjast ekki fyrr
en kl. 22 en ástæðan er ferðalag
tveggja liðsmanna Dr. Spock, Arn-
ars Þórs Gíslasonar og Þorbjörns
Sigurðssonar. Þeir félagar spila á
Höfn í kvöld en fara ekki með band-
inu með rokkrútunni til Eskifjarðar
í fyrramálið, heldur fljúga suður til
að geta spilað í Bandinu hans
Bubba á föstudagskvöld. Að því
loknu hoppa þeir upp í vél og fljúga
austur þar sem þeir sameinast rest-
inni af bandinu á sviði rétt eftir
miðnætti.
Á fleygiferð um landið
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
„ÞAÐ hefur gengið alveg rosalega
vel, bandið er vel þétt og það er
mjög góður mórall hjá okkur strák-
unum. Við höfum verið að kynnast
svolítið upp á nýtt,“ byrjar
Krummi, söngvari Mínuss, þegar
blaðamaður hitti þrjá fjórðu hluta
sveitarinnar að máli í London á
dögunum. Þá var að baki 10 daga
tónleikaferðalag um Bretland og
síðustu tónleikar ferðarinnar áætl-
aðir á Barfly-klúbbnum í London
nokkrum klukkutímum síðar.
Krummi: „Það eru þrjú eða fjög-
ur ár síðan við túruðum síðast sam-
an og þetta er í fyrsta sinn sem
Siggi túrar með okkur.“
Bjarni: „Það er fínt að blása ryk-
ið af okkur.“
Krummi: „Já blása rykið af túr-
skónum.“
Hvernig líst nýjasta liðsmann-
inum á þetta allt saman?
Siggi: „Bara rosalega vel. Það er
ótrúlega gaman að komast aðeins í
burtu og vera bara að gera þetta,
spila tónlist og hanga saman.“
Nú hafa Mínusmenn verið í smá-
hvíld frá tónleikahaldi og öðru, var
einhver sérstök ástæða fyrir því?
Krummi: „Við tókum okkur smá-
hvíld einfaldlega. Bjarni og Bjössi
eignuðust börn …“
Bjarni: „Ekki saman reyndar.“
Krummi: „Og ég vildi fara að fá
mér venjulega vinnu og finna mér
íbúð. Hvíldin var alveg nauðsynleg.
Mitt persónulega líf var í algjörum
henglum þegar við komum heim úr
tónleikaferðinni síðast og þá varð
ég bara að taka mér tíma til að
næra sjálfan mig og finna út úr
mínum málum. En núna erum við
alveg endurnærðir og það er svo
gaman að vera saman.“
Eru tónleikaferðirnar með
breyttu sniði hjá ykkur eftir hvíld-
ina góðu?
Krummi: „Við erum svo miklu ró-
legri og sofum miklu betur. Metn-
aðurinn hjá okkur liggur í því að
fara snemma í háttinn til að við get-
um verið úthvíldir daginn eftir og
haldið frábæra tónleika. Við feng-
um reyndar tveggja daga frí núna
og þá fórum við á smáfyllerí og
trúnó. Þegar við vorum yngri var
miklu meiri kraftur í okkur til að
vera í partístandi. Núna er þetta
miklu þægilegra, það er enginn
okkar búinn á því. Fyrir vikið erum
við miklu betra band einfaldlega,
spilum betur og erum þéttari.“
Nýir og gamlir áhorfendur
Platan The Great Northern
Whalekill kom út í Bretlandi í byrj-
un mars og var tónleikaferðin farin
til að fylgja henni eftir. Fundu
strákarnir fyrir því að tónleika-
gestir væru búnir að kynna sér nýja
efnið?
Bjarni: „Já það eru alltaf ein-
hverjir.“
Krummi: „En svo var fólk líka
ánægt þegar við tókum gömlu lög-
in.“
Lifir Mínus á einhverri fornri
frægð síðan síðast hér í Bretlandi?
Krummi: „Já það eru alltaf ein-
hverjir sem muna eftir okkur. En
við erum líka að sanka að okkur
nýjum hlustendum, sem er ekki síð-
ur mikilvægt. Við erum að vissu
leyti að byrja aftur á byrjuninni en
eigum þó smáforskot síðan í gamla
daga.“
Síðustu misseri hafa Mínusmenn
alið mannin í Borgarleikhúsinu þar
sem þeir taka allir þátt í uppfærslu
Jesus Christ Superstar.Finnst þeim
annað að fara í tónleikaferð með þá
reynslu í farteskinu?“
Bjarni: „Við erum í miklu betri
æfingu en við værum annars.“
Krummi: „Ja, það er ákveðin
tækni sem ég lærði við að syngja á
sviði sem ég nýti mér hiklaust. Ég
hef meira þol í söngnum.“
Næsta plata á netið
En eru þið farnir að leggja drög
að nýrri plötu?
Bjarni: „Já við erum búnir að
semja fullt af nýju efni og ætlum að
reyna að taka upp nýja plötu í júní
eða júlí.“
Krummi: „Þetta eru ekki einu
sinni lög hjá okkur. Þetta eru ein-
hverjir 10 til 15 mínútna ópusar af
einhverri sækadelíu. Næsta plata
verður örugglega nokkurs konar
konsept-plata, allavega ekki þessi
hefðbundna 10 laga rokkplata. Við
ætlum að fara í mikla tilrauna-
mennsku. Og við erum líka búnir að
blanda þessari tilraunamennsku
svolítið við gömlu lögin okkar,
nokkuð sem gestir á Organ fá að
heyra.“
Og hvenær ætlið þið svo að gefa
plötuna út?
Krummi: „Ætli við reynum ekki
að koma henni út á netið fyrir jólin.
Við höfum aldrei farið þá leið áður
en nú skuldum við engum plötufyr-
irtækjum neitt og getum ráðið
þessu alveg sjálfir.“
Bjarni: „Við græðum það lítið á
hverri seldri plötu að við viljum
frekar að sem flestir hlusti á okkur
á netinu. Þannig er líklegra að fólk
heyri í okkur og kaupi jafnvel fleiri
plötur í kjölfarið. En við myndum
trúlega ekki fara þessa leið ef við
seldum hverja plötu í hundruðum
þúsunda eintaka.“
Krummi: „Ég var reyndar mjög
hrifinn af því sem þeir í Radiohead
gerðu en þeir settu nýjustu plötuna
sína á netið og fólk réð hvað það
borgaði mikið fyrir að hlaða henni
niður. Svona nokkuð aflimar líka
plötufyrirtækin algerlega.“
Hverju mega tónleikagestir bú-
ast við í kvöld?
Krummi: „Við að spila mjög langt
sett þar sem við spilum tónlist af
öllum plötunum okkar í bland við
nýtt, óútgefið efni. Við höfum verið
að betrumbæta mörg af lögunum
okkar líka undanfarið. Þetta eru
bara tónleikar sem enginn Mínus-
aðdáandi má láta framhjá sér fara.
Blása rykið af túrskónum
Mínus nýkomin úr tónleikaferð um Bretland og heldur tónleika á Organ í
kvöld Tónleikaferð um Evrópu áætluð í maí og ný plata fer beint á netið
Ljósmynd/Birta Björnsdóttir
London Mínusliðar fyrir utan tónleikastaðinn Barfly í hinu skemmtilega Camden-hverfi í Norður-London. Nokkr-
um tímum síðar stigu þeir sveittir niður af sviði eftir vel heppnaða tónleika.
Tökur á nýrri
sex þátta
spennuþáttaröð,
Svörtum engl-
um, hefjast í
Reykjavík í lok
apríl. Þættirnir
eru byggðir á
tveimur skáldsögum Ævars Arnar
Jósepssonar, Skítadjobbi og Svört-
um Englum, og verða þeir í leik-
stjórn Óskars Jónassonar. Í helstu
hlutverkum verða þau Sigurður
Skúlason, Sólveig Arnarsdóttir,
Steinn Ármann Magnússon og Dav-
íð Guðbrandsson. Sigurjón Kjart-
ansson hefur yfirumsjón með hand-
ritaskrifum og verða þættirnir
sýndir í Ríkissjónvarpinu áður en
langt um líður.
Svartir englar í tökur
■ Í kvöld kl. 21.00
Heyrðu mig nú!
Öðruvísi upplifun af sinfóníutónleikum. Stuttir tónleikar þar sem
listamennirnir kynna verkin og partí í anddyri Háskólabíós á eftir.
Róbert Levin leikur píanókonsert eftir Beethoven og spinnur út frá
lögum sem tónleikagestir leggja til. Heppnir tónleikagestir vinna
iPod í boði FL Group.
Hljómsveitarstjóri: Carlos Kalmar
Einleikari: Robert Levin
■ Á morgun kl. 17.00
Kristallinn – kammertónleikaröð í Þjóðmenningarhúsinu
Oktett eftir Ludwig Spohr, sem á sinni tíð var talinn standa
jafnfætis Beethoven og Mozart.
■ Fim. 10. apríl – Örfá sæti laus
Síðbúin meistaramessa
Heimsóknir heiðursstjórnanda hljómsveitarinnar, Vladimir
Ashkenazy, eru alltaf stórviðburður. Að þessu sinni stjórnar hann
flutningi á Missa Solemnis eftir Beethoven.Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is