Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 31 ig að hitta sig, nara var það ekki kki einungis eign- dur líka ein- li sínu, bjartsýnn lingsstrákur frá r upp á sjálfan sig íðan að blaða- fndi hugurinn áluga en gerðist rpsins, fór svo það- týrði. m skortir áræði. , einhentu sér í a bókin um gísla- Ólafur hafði gam- að minningunni. sölubók ársins um álfur. Sú útgáfa í verkfall á miðri kur kæmust í búð- óx nýtt forlag úr ókaútgáfu allt til afði hann keypt lagið sem þau ur á verkum Hall- Ólafur hafi blási lldóri tókust góð fs um höfund sinn, axness sem kom út fyrir síðustu jól, afskaplega hlý, fróðleg og skemmtileg bók sem lýsir Ólafi ekki síður vel en Halldóri. Fyrir rúmum tveimur árum greindist nafni minn með al- varlegan sjúkdóm, MND. Hann hafði kennt sér meins um skeið en fékk úrskurðinn á sjúkrahúsi í New York. Þetta var síðla mánudags í nóvember, þau hjónin höfðu komið til borg- arinnar um helgina og gert ráð fyrir að hann yrði í rann- sóknum fram eftir viku. En dómurinn kom á fyrsta degi og lýsir það nafni mínum betur er flest annað að um kvöldið fóru þau eins og ráð hafði verið fyrir gert í Óperuna. Hann tók ekki annað í mál og bjó þar að baki sú náttúra hans að gefast ekki upp og því síður láta eigin vanda bitna á öðrum. Við sem fylgdumst náið með baráttu hans við þennan ill- víga sjúkdóm lærðum margt. Æðruleysi hans var með ólík- indum. Hann vissi auðvitað hvert stefndi og sagði það berum orðum að hann ætlaði ekki að láta sjúkdóminn eyðileggja fyr- ir sér þann tíma sem hann ætti eftir. Hann lýsti framgangi hans nákvæmlega, fyrst í máli en í tölvupóstum þegar hann var hættur að geta talað. Hann kepptist við skriftir frá morgni til kvölds því hann vildi ljúka bókum sem hann var með í smíðum – fyrrnefndri bók um Laxness og kvæðabók sem kemur út á næstu dögum. Það síðasta skrifaði hann með litla fingri hægri handar því aðrir fingur voru hættir að gagnast honum. Hann kvartaði ekki en skrifaði fallega um litla putta sem hann kunni miklar þakkir. Nafni minn fór ekki í launkofa með að happafengur hans á lífsleiðinni hafi verið Elín eiginkona hans. Þau stóðu alla tíð hlið við hlið og gekk ekki hnífurinn á milli. Við Anna vottum henni, sonum þeirra Ragnari Helga og Kjartani Erni, eig- inkonum þeirra og börnum okkar dýpstu samúð. Genginn er drengur góður. Sé hann ljósinu falinn. Ólafur Jóhann Ólafsson. „Ár vor líða sem andvarp.“ Svo er að orði komist í 90. sálmi Saltarans þar sem einnig getur að lesa þessar ljóðlínur: „Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta.“ Æskuvinur minn, séra Bolli Þ. Gústavsson, öðlaðist viturt hjarta. Hann var í eðli sínu gleðinnar barn, hlát- urmildur og bjartur á svip meðan honum var unnað alls sem hann hlaut í vöggugjöf. Þess vegna stráði hann örvandi vongleði og birtu á veg samferðamanna sinna með því einu að vera til og vera sá sem hann var. En þó að kímni og kátína væri honum svo eðlislæg að oftast varð glatt á hjalla í góðra vina hópi þar sem hann var nærstaddur hefur áreiðanlega fæstum sem kynntust honum best blandast hugur um hve djúp al- vara var snar þáttur í fari hans, og ekki er ég í vafa um að hann var góður huggari og sálusorgari. Bolli mátti ekkert aumt sjá. Hjartað var hlýtt og nærfærni og skilningur lyklar sem opnað gátu læstar dyr. Þess vegna var svo gott að vera með honum og því er hans nú sárt saknað við vegaskil. Áreiðanlega hefur flestum sem þekktu Bolla ungan þótt þyngra en tárum taki að á síðasta tug of skammr- ar ævi skyldi honum svo mjög brugðið sem raun varð á vegna heilsubrests sem sviptir fólk varnarlaust „gleð- innar þokka“ og þokar því í skuggann þar sem fátt seg- ir löngum af einum. Á þeirri þrautagöngu sem nú er lokið í birtu vaknandi vors og upprisu vann hann þó sigur sem hafa má til marks um skap- og trúarstyrk. Mér er kunnugt um að fyrir ástvini sína og allt annað sem lífið færði honum gott að gjöf þakkaði hann skap- ara sínum af einlægni og bar mótlæti sitt af auðmýkt og æðruleysi þess sem öðlast hefur viturt hjarta. Þeim sem næst honum stóðu varð dæmi hans lærdómsrík reynsla. Svo margt var kirkjuhöfðingjanum séra Bolla Þ. Gústavssyni vel gefið að með góðum árangri hefði hann getað látið til sín taka annars staðar en á akri kirkju og kristni – enda sér verka hans og hæfileika víðar stað. Það sýna bækur hans og myndir best, en fyrir það gæfuspor á Bolli nú skilið þjóðarþökk að hann gerðist kirkjunnar þjónn sem lengst snart hug og hjörtu sóknarbarna sinna í tveimur prestaköllum við Eyjafjörð og loks á Hólum í Hjaltadal þar sem Auð- unarstofa mun lengi minna á áratugar vígslubisk- upsdóm hans. Á kveðjustund hvarflar hugur minn heim á fornar slóðir. Langt er orðið síðan við Bolli gengum götur og stíga við Pollinn á lognkyrrum kvöldum og létum okkur dreyma um fjarlæga framtíð sem senn er liðin sem andvarp. Sumar gátur eru ráðnar, en minn forni vinur sér nú ekki lengur sem í skuggsjá, heldur augliti til auglitis. Í síðustu bók hans sem út kom í haust fjallaði ég um hann og kynni okkar og endurtek það ekki. Með fáeinum orðum vil ég aðeins þakka allt sem var og votta ástvinum hans samúð mína og míns húss. Um páskana var séð að hverju fór. Í dag hljóma klukkur Vídalínskirkju í Garðabæ yfir séra Bolla. Það gera klukkur Akureyrarkirkju á mánudaginn. Loks hlúir honum friðurinn og moldin mjúk undir Ásnum. Þá verður hann aftur kominn heim, en andinn til Guðs sem gaf hann. Hjörtur Pálsson. Bolli Gústavsson Um fimm milljónir flóttamanna hafasnúið til baka til Afganistans á undan-förnum árum. Ingibjörg Sólrún Gísla-dóttir utanríkisráðherra segir þetta sýna að mikill árangur hafi náðist í Afganistan. Málefni Afganistans voru rædd á sérstökum fundi í Rúmeníu í tengslum við leiðtogafund Nató í Búkarest. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir mikilvægt að hvika hvergi í Afganistan. Um það hafi menn verið sammála á fundinum í Búkarest. Á fundinum voru mættir fulltrúar allra þeirra 40 landa sem taka þátt í uppbyggingu og hernaði í Afganistan. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru Hamid Karzai forseti Afganistan, Javier Solana utanríkismálastjóri Evrópusambandsins og Ban Ki-Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, en herliðið í Afganistan er þar í umboði Sameinuðu þjóðanna. „Það er mikill samhljómur með fólki um nauð- syn þess að halda áfram að styðja Afganistan og hvika hvergi í þeirri vinnu sem er framundan. Það hefur náðst mikill árangur en það má ekki hætta í miðjum klíðum, um það eru menn einróma á þess- um fundi,“ sagði Geir eftir fundinn. Geir sagðist telja að ferð Ingibjargar Sólrúnar til Afganistans hefði verið mikilvæg og í henni hefðu falist mikilvæg skilaboð af okkar hálfu. Á fundinum lýstu nokkrar þjóðir því yfir að þær myndu leggja meira af mörkum í hern- aðinum í Afganistan. Frakkar ætla að senda þús- und manna lið til viðbótar við þá 1.500 hermenn sem þar eru í dag. Danir og Þjóðverjar ætla einn- ig að leggja meira af mörkum. Þá lýsti Solana því yfir að Evrópusambandið myndi styrkja aðkomu sína að verkefninu, ekki síst í gegnum sérfræðiað- stoð af ýmsu tagi. Geir sagði að það væri að verða nokkur breyt- ing á samsetningu liðsins í Afganistan. Ákvörðun Frakka að fjölga í herliði sínu í austurhluta Afg- anistans gerði það að verkum að Bandaríkjamenn gætu fært sig til og barist með Kanadamönnum í suðurhéruðunum. „Þetta er allt til marks um breyttar áherslur af hálfu Frakka. Þeir ætla núna að falla frá þeirri sérstöðu sem þeir hafa haft inn- an Nató. Þeir boða til næsta leiðtogafundar á 60 ára afmæli Nató ásamt Þjóðverjum á næsta ári. Síðan er mér sagt að þeir hafi áhuga á að taka þátt í starfsemi Eystrasaltsráðsins sem við Íslend- ingar eigum aðild að.“ Árangur í Afganistan „Það er ljóst að það er staðfastur vilji manna hér að sýna fulla einurð í Afganistan og taka á sig ákveðnar skuldbindingar til næstu ára,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Það sem er gott við þennan fund er að það er verið að ræða það sem vel hefur tekist í Afganistan en það er líka verið að ræða það sem upp á vantar. Það er einkum þrennt sem hefur verið nefnt í því sambandi. Það er í fyrsta lagi spilling í stjórnkerfinu í Afganistan, sem menn gera kröfu til Afgana að þeir takist á við. Í öðru lagi er viss skortur á samhæfingu hjá al- þjóðaliðinu sem þarna er; milli einstakra ríkja og milli Sameinuðu þjóðanna og Nató. Þetta er eitt- hvað sem þessar alþjóðastofanir verða að takast á við. Í þriðja lagi er skortur á ákveðnum tengslum milli alþjóðasamfélagsins, milli stjórnvalda í Afg- anistan og almennings í Afganistan. Stundum miðast aðstoðin meira við pólitíska hagsmuni að- ildarríkjanna en fólks í Afganistan. Þannig að menn eru gagnrýnir á sjálfan sig og stjórnvöld í Afganistan og ræða það opinskátt og gera kröfu til að ákveðnum hlutum sé kippt í lag. Menn leggja ekki síst áherslu á að Sameinuðu þjóðirnar verði sýnilegar í landinu og það þær verði meira leiðandi en þær hafa verið.“ Ingibjörg Sólrún sagði það enga spurningu að það væru að verða framfarir í Afganistan. „Það nægir að nefna að það hafa fimm milljónir flótta- manna snúið til baka til Afganistans. Í sögulegu samhengi er það einhver mesti fjöldi flóttamanna sem hefur einhvern tímann snúið til síns heima- lands. Menntun er í allt öðru horfi en hún var áð- ur. Það eru reknir í landinu 10 háskólar, en var einn fyrir sjö árum síðan. Það hefur dregið úr ungbarnadauða um 25%. Það er miklar fram- kvæmdir sem miða að því að byggja upp grunn- gerðina í samfélaginu. Fimm milljónir afganskra flóttamanna hafa snúið heim Samstaða hjá Nató um áframhaldandi hernað og uppbyggingu í Afganistan Geir H. Haarde Ingibjörg Sólrún Gísladóttir na Nató Haarde forsætisráðherra Reuters æmt hefð, segist hafa getað hugsað sér að Georgía og Úkraína fengju formlega aðild að umsóknarferli að Nató. Margir þjóðarleiðtoga hefðu lagt mikið á sig persónulega til að ná þessari niðurstöðu. aðild hefði víðtækari þýðingu. Aðild að Nató hefði haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir ýmsar þær þjóðir sem fengið hefðu aðild á liðn- um árum, eins og t.d. Rúneníu og Búlgaríu. Störfum fjölgaði, öryggi í fjárfestingum ykist og þetta þýddi einnig að stigið væri skref í átt að víðtækara alþjóðasamstarfi, t.d. við Evrópusam- bandið. Basha sagði að Nató hefði haft mikla þýðingu fyrir Albaníu á síðustu árum, sem hefði tekið þátt í að auka öryggi á Balkanskaga. Albanar kynnu líka að meta þetta því að skoðanakann- anir sýndu að 96% þjóðarinnar styddi aðild að Nató. Saakashvili er sáttur Mikhail Saakashvili, forseti Georgíu, sagði í samtali við blaðamenn í Rúmeníu í gær, að hann gerði sér grein fyrir að það hefði verið mikil andstaða við aðild Georgíu að Nató, ekki bara frá Rússum. Það kynni að vera rétt að þessum ríkjum hefði tekist að koma í veg fyrir að Georgía gæti hafið aðildarferilinn, tækni- ega séð, en það lægi fyrir yfirlýsing um að Georgía ætti rétt á aðild að Nató. Þetta væru því söguleg tímamót. „Formleg aðild að umsóknarferlinu er ekki svo mikilvæg þegar fyrir liggur yfirlýsing um að við eigum rétt á að gerast aðilar. Ég minni á að Makedónía gerðist aðili að umsóknarferlinu fyr- r 10 árum og hefur ekki enn fengið formlega aðild og hefur raunar ekki enn fengið 100% tryggingu fyrir aðild. Við höfum hins vegar fengið 100% tryggingu fyrir aðild,“ sagði Saak- ashvili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.