Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Með þessari fallegu hugvekju eftir Steinunni P. Hafstað langar mig til að minnast Þóru sem var heimilismaður hér í Gullsmára 11. Þú berð ekki endilega fátækt ut- an á þér en ef þú gerir það láttu þá ekki bugast. Segðu sögu þína og dragðu ekk- ert undan, ekki heldur gleðina í lífi þínu. Hún er kannski það eina sem við hin eigum ekki og kunnum ekki að nálgast vegna umbúðaleysis hennar og ef hún verður á vegi okkar tök- Þóra Vigfúsdóttir ✝ Þóra Vigfús-dóttir fæddist á Sólmundarhöfða VI í Innra- Hólmssókn í Borg- arfjarðarsýslu 7. september 1928. Hún lést á Land- spítalanum Foss- vogi 29. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Vigfús Brynj- ólfsson, f. 17.12. 1894, d. 21.8. 1987 og Sigríður Magdalena Þórðardóttir, f. 4.7. 1895, d. 30.8. 1970. Systkin hennar eru Guðmundur og Sig- ríður, sem lést árið 1990. Þóra Vigfúsdóttir var síðast búsett í Gullsmára 11 í Kópavogi. Útför Þóru fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15 um við ekki eftir henni vegna þess að við þekkjum hana ekki. Með hinstu kveðju, Sigrún Guð- mundsdóttir for- stöðumaður. Vetur senn að baki og vor í lofti, páskar afstaðnir, undirrituð á kvöldvakt þriðjudag 25. mars, allt gekk sinn vanagang, komið að háttatíma. Þóra mín vanaföst að venju, sótti lyfin sín, vatnsglas og þurrku, settist í stólinn sem var hennar á vissum stað, kom svo til að bjóða góða nótt og við smelltum kossi á kinn. Þetta var hennar vani, gekk til þeirra er hún bauð góða nótt með áður nefndum hætti. Þóra var traust og góð þeim er hún tók en gat verið heldur ákveðin og snú- in við þá sem hún ekki tók í fyrst- unni, þeir fengu handtak hvað sem tautaði. Í þetta sinn spurði hún sér- staklega: „Hvenær kemurðu aft- ur?“ „Ég verð í fríi tvö kvöld en svo sjáumst við á sunnudag!“ Eftir á að hyggja er engu líkara en Þóra hafi fundið eitthvað á sér um endur- fundi okkar, þráðurinn milli lífs og dauða er vissulega þunnur. Á leið minni til vinnu var Þóra einkennilega mikið í huga mínum, minntist ég á leiðinni er við fórum saman að útför Sigríðar K. sem var heimiliskona sem látin er fyrir rúmu ári og var Þóru kær. Dagblöð sem ég var með í bílnum greip ég með til að henda í gám í Gullsmára 11, ekki vildi betur til en þau fuku úr hendi minni, endaði með að hafa þau í fanginu er út úr lyftunni kom, hugsaði með mér að Þóra myndi líklegast auka mér leti og henda þeim, þar sem hún var sérleg póst- mær og sá til að blöð og bréf kæm- ust í réttar hendur úr póstkass- anum. Þegar ég var búin að heilsa komu tíðindin, að Þóra hefði fengið hvíldina deginum áður. Það kvöld naut ég tónleika í minningu okkar ástsæla söngvara Vilhjálms Vil- hjálmssonar. Þar hefði ég viljað heyra lagið „Myndin af þér“, en mynd af honum hékk yfir sviðinu og á einhvern óskiljanlegan hátt varð mér hugsað til mynda sem ég tók af Þóru. Það var ekki alveg sjálfsagt, hún lét það þó eftir mér, þegar ég eitt sinn mundaði vélina til að smella af varð henni að orði: „Þú ert búin að taka af mér mynd, það er alveg nóg!“ Þóra var ein af fyrstu íbúum í sambýlinu auk Unn- ar Júlíusdóttur er dvelur á Sunnu- hlíð, en þeim var vel til vina, auk þess sem mikill vinskapur tókst með þeim Guðrúnu Jónsdóttur sem dvelst nú á sama stað. Trygglyndi Þóru var slíkt að við fyrsta tæki- færi og hún gat heimsótt hvora fyr- ir sig, rétt eftir að þær höfðu flutt, lagði hún land undir fót og glödd- ust þær við að hittast, ekki síst Þóra, sem var að kanna hvort þeim liði vel á nýju heimili. Þóra hafði vakandi auga með öllu því er fram fór á sambýlinu, þær stöllur Þorbjörg Valdimarsdóttir ✝ Guðrún LiljaHalldórsdóttir fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1923. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 17. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmunda Guð- mundsdóttir hús- móðir, f. 17. maí 1897, d. 24. maí 1985, og Halldór Jónsson, skipstjóri og kaupmaður í Reykjavík, f. 9. ágúst 1892, d. 20. október 1945. Foreldrar Guð- mundu voru Þorvaldína Rósa Einarsdóttir verkakona frá Hvammi í Dýrafirði og Guð- mundur Hjaltason frá Nauteyri, bakari á Ísafirði og í Connecti- cut. Foreldrar Halldórs voru Guðrún Jóhannesdóttir frá Narfastöðum í Melasveit og sam- býlismaður hennar Jón Sigurðs- son hreppstjóri í Kalastaðakoti á Hvalfjarðarströnd. Alsystkini Guðrúnar Lilju eru 1) Klara, hús- móðir í Reykjavík, f. 14. sept- ember 1917, d. 25. desember 1972, börn hennar eru Halldór Ingólfsson flugstjóri, Þorsteinn Örn Ingólfsson, og Rósa Ingólfs- Jónína Guðrún, f. 16. febrúar 1968, Kristín Arna, f. 5. desem- ber 1978, d. 19. ágúst 2007, og Benedikt Ármann, f. 14. maí 1980. 2) Halldór Ármann, málfræðiprófessor í Lundi í Sví- þjóð, f. 30. júní 1950. Börn hans eru Sigurður Ármann, f. 9. júlí 1973, Anna Ragnhildur, f. 3. ágúst 1974, Guðrún Lilja, f. 25. maí 1979, og Soffía Sólveig, f. 4. ágúst 1989. 3) Anna Sigurbjörg, sálfræðingur í Reykjavík, f. 21. maí 1952. Börn hennar eru Sig- urður Ingi Pálsson, f. 14. sept- ember 1970, Guðný Pálsdóttir, f. 4. febrúar 1972, og Helga Lára Pálsdóttir, f. 18. febrúar 1975. 4) Magnús Ármann tónlistarkennari í Reykjavík, f. 18, apríl 1959. Barnabarnabörn Guðrúnar Lilju eru 15. Guðrún Lilja („Lilla“) ólst upp í foreldrahúsum við Barónsstíg og Njálsgötu í Reykjavík. Hún gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og íþróttaskólann í Snoghøj í Dan- mörku, lauk námi frá Íþrótta- kennaraskóla Íslands 1948, vann um skeið við verslunarstörf, æfði og sýndi fimleika, var íþrótta- kennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar og víðar, síðast við Vörðuskóla, prófdómari í íþrótt- um, fimleikaþjálfari og fim- leikasýningastjóri. Guðrún Lilja var húsmóðir í Reykjavík 1948- 1966 og síðan á Barðaströnd 10 á Seltjarnarnesi til dauðadags. Guðrún Lilja verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. dóttir leikkona; 2) Jón, loftskeytamað- ur í Reykjavík, f. 25. júlí 1919, d. 28. júní 1999, dóttir hans er Rósa Guðný fulltrúi; 3) og Anna, hús- móðir í Flórída, f. 7. september 1921, synir hennar eru Neil Halldór Zobler, forstjóri í Connecti- cut, Jon Allan Zo- bler, kaupmaður í Kaliforníu, og Erik Sandford Zobler, hljóðversverkfræðingur í Kali- forníu. Samfeðra hálfbróðir Guð- rúnar Lilju er Óskar Fífill, f. 4. janúar 1914, d. 9. september 1918. Guðrún Lilja giftist 22. ágúst 1948 Sigurði Ármanni Magn- ússyni stórkaupmanni, f. 26. mars 1917, d. 24. apríl 1987. For- eldrar hans voru hjónin Sig- urbjörg Kristín Sveinsdóttir hús- móðir og Magnús A. Árnason, bóndi í Ketu á Skaga og síðar verkamaður á Sauðárkróki og fisksali í Reykjavík. Börn Guð- rúnar Lilju og Sigurðar Ármanns eru: 1) Örn Ármann, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, f. 12. nóvember 1948. Börn hans eru Mig langar að minnast hennar mömmu minnar með nokkrum minningarbrotum. Þegar mamma var að segja frá sér sem lítilli stelpu var hún Rósa amma hennar alltaf einhvers staðar nálæg í sögunum. Til hennar gat hún alltaf leitað þegar eitthvað bját- aði á. Hún sagði okkur frá því að hún fór oft á hverjum degi inn í gömlu sundlaugarnar í Laugardalnum til að synda og til að stunda sólböð. Ekki hafði hún mikil auraráðin og Halldór pabbi hennar var nú heldur fastheldinn á peninga, þannig að hún bara gekk fram og til baka frá Njálsgötunni og svo fékk hún gjarn- an ókeypis inn, því allt starfsfólkið þekkti hana og var henni velviljað. Ég minnist þess að þegar við síðan áttum heima á Sporðagrunninum og ég sjálf fór oft og iðulega í sund- laugarnar með mömmu, þá var hún að kenna mér alls kyns aðferðir við að stinga sér. Hún kunni ótal að- ferðir og fólkið í laugunum horfði á hana stórum augum og naut þess- ara einkasýninga sem það fékk. Hún sagði mér frá því að þegar hún var lítil hefði íþróttakennara litist vel á hvað hún var liðug og tekið hana með sér á fimleikaæfing- ar með mun eldri krökkum. Þetta var upphafið að ævilangri ástríðu fyrir öllu sem tengdist fimleikum, íþróttum, ballett, steppi og dans. Hún var óþreytandi og óstöðvandi í þessu áhugamáli sínu og eyddi í það öllum stundum. Hún tók yngri nágrannastúlkur og frænkur sínar í kennslu strax á unga aldri og teygði þær og togaði og skipaði þeim fyrir. Það átti nú við hana! Augun í henni ljómuðu þegar hún var að segja frá þessu. Seinna gerði hún þetta sama við okkur, börnin sín og svo við barnabörnin og barnabarnabörnin sín. Hún vildi gefa öllum hlutdeild í þessu eldheita áhugamáli sínu. Við börnin sýndum mismikinn áhuga og vorum ekki alltaf hrifin, en seinni kynslóðir kunnu betur að meta þetta. En það var ekki hægt að segja annað en að hún mamma hafi viljað veita okkur börnunum sínum hlutdeild í öllu því sem hún taldi mikilvægt í lífinu. Við lærðum öll á hljóðfæri, vorum í íþróttum og hún hvatti okkur öll til náms. Mamma lagði mikið upp úr því að líta vel út og ég man eftir flottu kjólunum hennar sem voru sér- saumaðir úr brókaði, tjulli og öðrum fínum efnum. Hún lagði líka gíf- urlega mikla áherslu á fallegt heim- ili og gerði miklar kröfur til sjálfrar sín sem húsmóður. Ég held varla að hægt hafi verið að halda flottari matarboð en hún mamma gerði. Hér koma í lokin nokkur orð frá Dóra bróður: „Þegar ég skoða myndirnar af mömmu, þá kemur mér í hug að það hefur líklega verið ótrúlega mikilvægt fyrir þroska okkar barnanna hennar að henni tókst að efla með sér sjálfsmynd sem var að sumu leyti óvenjulega fögur og sterk.“ Mamma var ekki alltaf sérlega fullkomin sem mamma, en hver er góður í öllum hlutverkum lífsins á öllum stundum þess? Hún fæddi okkur og ól okkur upp og hún gaf okkur hlutdeild í fagurri og sterkri sjálfsmynd og þar með sterkri trú á lífið. Það er mikil gjöf, stærri en aðrar gjafir sem okkur hafa hlotn- ast.“ Anna Sigurbjörg. Meira: mbl.is/minningar Margt er eftirminnilegt úr fari ömmu Lillu. Röddin, hláturinn, hreinskilnin, öll knúsin og kossarn- ir. Hve falleg og fín hún var und- antekningarlaust, hvenær og hvern- ig sem maður sótti að henni. En augun hennar verða mér ógleym- anleg, svo tindrandi og lifandi og gerðu það að verkum að manni fannst hún aldrei verða gömul þótt árin yrðu áttatíu og fimm. Andinn gaf sig heldur aldrei og amma var sjálfri sér lík allt til enda. Klár í kollinum og hafði hlutina alfarið eft- ir eigin höfði. Ég lít á það sem for- réttindi sérlega sjálfstæðrar og sjálfbjarga manneskju að fá að lifa þannig og deyja. Þegar ég hugsa til æskuáranna minnist ég hve spennandi heim- sóknir til ömmu Lillu og afa Sigga voru. Heimili þeirra var afar fallega og ríkmannlega búið, í huga mínum sem ævintýraheimur. Amma og afi voru líka ævintýraleg fyrir mér, sí- fellt í útlöndum og amma sólbrún árið um kring. Þau komu jafnan færandi hendi með skemmtilegar gjafir og útlenskt nammi sem fékkst hvergi annars staðar. Þau gáfu mér líka einn minn besta æskuvin, á fjögurra ára afmælinu, brúnan tuskubangsa. Sá var um- svifalaust skírður Lilli-Kalli í höf- uðið á ömmu og fylgdi mér á öllum mínum ferðum, en situr nú á hillu í herbergi dóttur minnar. Mér þykir vænt um æskuminn- ingarnar um ömmu Lillu en dýr- mætari eru mér samskipti okkar á síðari árum, þegar ég var orðin full- orðin, og þær minningar sem ég á um þau. Við urðum nánari með hverju símtali og hverri heimsókn. Með okkur myndaðist vinátta sem byggðist á gagnkvæmri ást og virð- ingu. Amma talaði enda alltaf við mig sem jafningja. Hún bar hag minn mjög fyrir brjósti og hvatti mig í námi og síðar starfi, jós mig lofi og hældi á hvert reipi, óverð- skuldað – en mér þótti samt mjög vænt um það. Amma fylgdist sífellt betur með mér og mínum, einkum eftir að ég eignaðist mina eigin fjölskyldu. Mér þótti mjög vænt um hve vel hún tók Bóa, manninum mínum, og var hrif- in af honum. Ennfremur hvílíku ást- fóstri hún tók við dóttur okkar, Margréti Önnu. Amma fylgdist síð- an sérlega vel með mér og líðan minni er ég gekk með annað barn okkar Bóa og hringdi eftir hverja mæðraskoðun til að grennslast fyrir um útkomuna. Enda réð því engin tilviljun að það var amma sem fékk fyrsta símtalið frá mér eftir fæð- ingu sonarins, nú snemma árs. Það hryggir mig mjög að amma Lilla og sonur minn, sem hún beið svo spennt eftir, hafi ekki fengið að kynnast. Ég bjóst ekki við að hún myndi fara frá okkur núna, ekki strax. Hún hafði þolað ýmis áföll undanfarin ár og ætíð náð sér aftur á strik. Ég get því aðeins beðið og vonað að amma hafi mátt skynja nærveru sonar míns á spítalanum hjá henni, er hún átti aðeins örfáar stundir ólifaðar, og fundið lítinn lófa hans í lófa sínum. Elsku amma Lilla, ég er þér inni- lega þakklát fyrir alla ástúðina, um- hyggjuna og vináttuna sem þú sýndir mér og ég sakna mjög. Lífið verður sannarlega tómlegra án þín og ég hlakka til að hitta þig hinum megin. Guð geymi þig þangað til. Þín, Anna Ragnhildur. Elsku amma mín. Ég gæti skrifað heila ritgerð um þá stórkostlegu konu sem ég var svo heppin að eiga fyrir ömmu. En í staðinn langar mig aðeins að segja nokkur orð. Ég var heppin að eiga þig að og ég er óhemju stolt af því að bera nafnið þitt áfram til komandi kyn- slóða. Ég hef alltaf verið stolt af nafn- inu mínu og gleymi aldrei öllum þeim skiptum sem þú sagðir við mig að ég mætti aldrei láta kalla mig annað en Guðrúnu Lilju, aldrei, aldrei Lillu eins og við höfum alltaf kallað þig. Í laumi trúðir þú mér fyrir því að þú hefðir aldrei þolað þessa stytt- ingu á nafninu þínu, þessa styttingu sem mér þótti svo ofur vænt um. Að koma til þín var alltaf eins og ævintýri, húsið þitt fullt af stórkost- legum og fallegum hlutum sem lítil börn áttu oft erfitt með að láta vera. Lyktin af vindlunum, amma Lilla við eldhúsborðið, Egils appelsín og súkkulaði og dillandi hláturinn þinn þegar þú hvarfst aftur til fortíðar og sagðir mér sögur frá fyrri tíð. Og allar áhyggjurnar sem þú hafðir af mér þegar að ég var tutt- ugu og sex ára og komin með fimm börn. En þú skildir mig og sögurnar sem þú sagðir mér af þér að ala upp þín börn ásamt fullri vinnu og heim- ili gáfu mér oft styrk til þess að gef- ast aldrei upp. Ef ég á að lýsa þér í nokkrum orðum þá væri það ástúðleg, fag- urkeri, ströng, ákveðin og umfram allt ofboðslega dugleg kona allt þitt líf. Elsku amma. Þú gafst mér svo ofboðslega margt sem ég mun alltaf geyma í hjartanu og nýta mér á lífs- leiðinni. Í gær hélt ég á sálmabókinni og bað þig, elsku hjartað mitt, að beina mér á sálm sem mundi styrkja mig á þessum tíma í mínu lífi. Og upp komu tveir sálmar sem eiga einstaklega vel við í þeim erf- iðleikum sem ég er að ganga í gegn- um núna og ég er alveg viss um að þeir voru sendir til mín beint frá þér. Þess vegna langar mig að setja annan þeirra hér inn og þakka þér, elskan, fyrir styrkinn sem þú sendir mér. Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú og hennar ljós? Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú er burt mitt hrós. Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið, uns fáráð öndin sættist Guð sinn við. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr. (Matthías Jochumsson.) Ég veit að það var vel tekið á móti þér elsku hjartað mitt og trúi því og treysti að elsku afi og elsku Kristín Arna hafi tekið á móti þér opnum örmum. Núna á ég þrjá yndislega engla sem ég sendi alltaf stjörnukoss á kvöldin. Þú verður alltaf partur af mér, elsku yndislega amma mín. Ég elska þig og mun sakna þín hverja stund, hvíldu í friði mín kæra. Guðrún Lilja og fjölskylda. Elsku hjartans amma mín. Ég man eftir því hvað þú varst alltaf bjartsýn í sambandi við allt. Mínar helstu og bestu minningar um þig geymi ég í hjarta mér að ei- lífu, eins og þegar ég var lítil að æfa fimleika og þú varst svo stolt af mér Guðrún Lilja Halldórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.