Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 23 HANN virðist ekki beint sáttur við meðhöndlunina þessi köttur sem er af teg- undinni Canadian Sphinx – að minnsta kosti benda svip- brigði hans ekki til neinnar stórkost- legrar hamingju. Myndin var tekin á kattasýningu í Bishkek, höfuðborg Kírgistan, á dög- unum. Kattaunn- endur frá Kírgistan, Kasakstan og Úsbek- istan þyrptust til borgarinnar til að taka þátt í sýning- unni. Reuters Komdu kisa mín … Nokkra athygli hefur vakið aðHallgrímur Pétursson hefur skotið upp kollinum á Facebook. Þar lýsir hann sér sem mjög íhaldssömum manni, áhugamálin séu Guð, tóbak, brennivín, Gudda (í þessari röð), eftirlætiskvikmynd sé „meistaraverkið“ Myrkrahöfð- inginn eftir Hrafn Gunnlaugsson. Og Hallgrímur svarar fyrirspurnum, svo sem í þessum vísum: Ingibjörg heldur að ég sé andsetinn af flámæle; tregans þar með töfraðe tárin fram á Hallgríme. Meiriháttar, margfaldlega met ég stúlku guðdómlega: Mærin Ösp með brosið bjarta bræðir aldið prestahjarta. Oft mér litust lýða dróttir litum rændar hér í den. En Guðs- er -björgin Bergmundsdóttir bæði hot og kúl í senn. Þórir Karlsson, kveik á peru! Kíktu á vinalistann minn. Garparnir Jónas og Einar eru auðvitað þarna, góurinn. Þegar Hreinn Sigmarsson sendi honum kveðju, þar sem hann lýsti skyldleika sínum við Hallgrím, svaraði skáldið: Best að játa undir eins: ég er langa-langa-langa langa-langa-langa-langa langa-langa-afi Hreins Kristín Þóra Jökulsdóttir sendi Hallgrími svofellda kveðju um páskana: „Ég vona að þú hafir það gott hvar sem þú ert og hérna, ’keep it real’ eða haltu því raunverulegu, svo við höldum okkur nú við ástkæra ylhýra. Hallgrímur er frægur fýr, fjarskalega hagur. Hann rímar svo flott með skeggið svo hot(t). Næstum jafn sætur og Dagur. Hallgrímur svaraði: Ertu nú komin með óra elskuleg Kristín Þóra? Þokkann hjá Degi þann býð ég eigi nema fái ég fimmtíu bjóra. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af Hallgrími og Facebook List. Þetta er falleg gamanharmmynd sem segir frá tveimur mönn- um sem sletta úr klauf- unum við dauðans dyr. Þeir Jack Nicholson og Morgan Freeman fara á kostum í aðalhlutverk- unum, sérstaklega hafði Víkverji unun af því að sjá hvernig Nicholson með svipbrigðum einum saman töfraði fram slíka túlkun, að Ósk- arsverðlaunin hefðu átt að vera frátekin fyrir hana. x x x Víkverji er hestaunnandi og fagn-ar því hestaíþróttaþáttum Brynju Þorgeirsdóttur í Sjónvarpinu. Hins vegar ætti Sjónvarpið að vera með fjölbreyttari hestaþætti en bara um Meistaradeild VÍS og veit Vík- verji, að Brynja er manneskja til þess að gera efninu skemmtileg skil frá fleiri hliðum eins almennt tóm- stundagaman og hestamennskan er orðin. Víkverji vildi gjarnan að hesta- íþróttaþátturinn væri seinna á mánu- dagsdagskránni en klukkan 18:30. Og ekki er endursýningin daginn eftir á þénanlegri tíma. Það bjargar málum að geta séð þáttinn á netinu. Víkverja finnst mið-ur hvað Skíða- landsmót Íslands hefur sett ofan við að missa stökkspóninn úr aski sínum. Skíðakóngurinn var sá íþróttamaður sem hæst bar í huga Víkverja og mörg nöfn svífa fram af stökkpall- inum, þegar litið er um öxl til þess tíma að stökkið var fullgild keppnisgrein á skíða- landsmóti. Það var eitthvað tignarlegt við það að sjá stökkmennina lyfta sér til flugs fram af stökkpallinum og svífa frjálsir með sínum stíl þar til jörðin kallaði þá aftur til sín. Siglfirðingar voru lengst af fremstu skíðastökkvarar landsins og svo Ólafsfirðingar. Nú sjást engir slíkir á verðlaunapalli Íslandsmótsins og búa þó hvorirtveggju í Fjalla- byggð. Víkverji lætur sig dreyma um að Fjallamenn taki höndum saman og endurreisi skíðastökkið. x x x Þegar hver spennumyndin á fæturannarri líður yfir hvíta tjaldið með tilheyrandi morðum og öðru of- beldi finnst Víkverja tilefni til þess að mæla með kvikmyndinni The Bucket      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is EINS og er eru ekki nægar vísindalegar sannanir til að hægt sé að svara þessari spurningu játandi eða neitandi. Rannsóknir hafa verið gerðar þar sem fólk hefur fengið annaðhvort aspartam eða sykur í mat og drykk. Orkuinntaka þeirra sem fengu asp- artam var marktækt minni en þeirra sem fengu sykur, en ekki þegar aspartam var bor- ið saman við ósæt viðmið eins og vatn. Það er því óljóst hversu mikil áhrif það hefur á orku- jafnvægið til langs tíma að nota sætuefni í stað sykurs þar sem sætuefni geta haft áhrif á matarlyst og seddu. Mögulega eykur sæta bragðið löngun í sælgæti eða annað sem gef- ur orku, samkvæmt upplýsingum frá Rann- sóknastofu í næringarfræði. Getur aukið höfuðverkjaköst Eins og er eru ekki nægar vísindalegar sannanir til að svara því hvort aspartam sé algjörlega skaðlaust. Aspartam virðist þó ekki auka hættu á krabbameini. Rannsóknir hafa sýnt að langvarandi notkun á aspartam geti komið af stað höfuðverkjum hjá fólki sem á hættu til að fá mígreni, en það virðist einstaklingsbundið hversu vel fólk þolir aspartam. Mögulega hefur aspartam þó ein- hver fleiri áhrif, eins og svima og ógleði, sem erfiðara er að staðfesta með vísindalegum rannsóknum. Morgunblaðið/Golli Sætulöngun Vera kann að sætabragð af aspartam auki löngun í sæl- gæti eða aðra þá fæðu sem gefur orku. Lítið fer þó fyrir slíkri gervi- sætu í hollustukökunni á þessari mynd. Eru sætu- efni fit- andi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.