Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.04.2008, Blaðsíða 1
Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is KEA hefur keypt allt stofnfé í Sparisjóði Höfðhverfinga á Greni- vík skv. heim- ildum Morgun- blaðsins. Stofnfjáreig- endur munu hafa samþykkt söluna sam- hljóða á fundi á Grenivík í gær- kvöldi en kaupin eru gerð með fyr- irvara um samþykki Fjármálaeft- irlitsins að vanda. Kaupverð verður ekki gefið upp. Sparisjóður Höfðhverfinga er næstelsti sparisjóður landsins. Starfsmenn eru fjórir og herma heimildir Morgunblaðsins að hann verði rekinn í sömu mynd fyrst um sinn en KEA stefnir fljótlega að því að efla starfsemina verulega. Viðræður um kaup KEA áttu sér töluverðan aðdraganda. KEA var einn stofnenda Saga Capital fjárfestingarbanka í fyrra. KEA kaupir sparisjóð á Grenivík STOFNAÐ 1913 91. TBL. 96. ÁRG. FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is RYKFALLIÐ RÍKI SILJA HAUKSDÓTTIR LEIKSTÝRIR GAMAN- ÞÁTTARÖÐ Í ANDA LITLA-BRETLANDS >> 55 FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ALLIR vilja borga minna fyrir eldsneyti á bíla sína, en mótmælaaðgerðir atvinnubíl- stjóra kosta samfélagið mikið. Mótmælaaðgerðirnar hafa nú staðið yfir í sex daga og á hverjum morgni og stundum síðdegis hefur umferð verið stöðvuð í um klukkustund í einu á háannatíma á helstu stofnleiðum eins og til dæmis í Ártúns- brekku, á Kringlumýrabraut, Hafnarfjarð- arvegi og Reykjanesbraut. Vegagerðin og framkvæmda- og eignasvið Reykjavík- urborgar mæla umferðarálag á þessum stöðum og út frá þeim mælingum er ljóst, að að minnsta kosti 4.000 ökutæki hafi stöðvast í aðgerðunum á höfuðborgarsvæð- inu á hverjum degi. Samkvæmt könnunum Bjargar Helgadóttur, landfræðings hjá framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkur, eru um 1,2 til 1,3 manns í hverjum bíl að meðaltali, þegar umferðarálagið er sem mest í borginni. Það þýðir að um 5.000 manns hafa stöðvast í umferðinni vegna að- gerðanna daglega, miðað við umferðar- stopp einu sinni á dag, eða 30.000 manns á sex dögum. Ef miðað er við að hver maður hafi þurft að bíða aukalega í hálftíma hverju sinni þýðir það þrjá tíma á sex dögum eða samtals 15.000 klukkustundir. Miðað við al- mennan vinnutími á mánuði, 173,33 stundir, samsvarar töfin vinnu einstaklings í 86,5 mánuði. Samkvæmt upplýsingum Hagstof- unnar eru meðallaun á almennum vinnu- markaði um 363 þúsund krónur á mánuði fyrir utan ýmsar aukagreiðslur eins og t.d. jólabónus. Samfélagslegur kostnaður vegna fjarveru í vinnu er því ekki undir 31,4 millj- ónum króna. 53.800 kg af koltvísýringi Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Inga Friðleifssyni, framkvæmdastjóra Orkuseturs, eyðir meðalbifreið um 1,5 lítr- um á klukkustund í lausagangi (sumar bif- reiðar eyða jafnvel 2,5 lítrum og trukkar 4 lítrum). 4.000 bílar eyða því 3.000 lítrum (0,75 l x 4.000) á hálftíma. Þeir mynda 9.300 kg af koltvísýringi (CO2) eða 53.800 kg á sex dögum. Það jafngildir ársbrennslu um 50 smábíla, sem aka 13.000 km á ári. Þetta eru því ekki umhverfisvæn mótmæli. Eldsneyt- iskostnaðurinn í bið miðað við 150 kr. á lítr- ann er 450 þúsund kr. á dag eða 2,7 millj- ónir króna á sex dögum. Þá er ótalinn kostnaður vegna seinkunar á flugi og hugsanlegur kostnaður nemenda, sem verða að hætta námi vegna þess að þeir hafa ekki náð að uppfylla mætingar- skyldu, og einstaklinga, sem eiga uppsagnir á hættu vegna fjarveru. Dýr mótmæli bílstjóra Um 34 milljóna króna kostnaður til þessa Skilaboðaskjóðan >> 53il j Komdu í leikhús Leikhúsin í landinui i í l i Nýjar 1 lítra umbúðir Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra hefur staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 4. október 2007 um að ekki verði beitt heimild í lögum til að láta fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrif- um fyrirhugaðs álvers í Helguvík og tengdra framkvæmda. Matsskyldar framkvæmdir í tengslum við það eru m.a. lagnir háspennulína, hafn- arframkvæmdir og virkjanir. Land- vernd kærði ákvörðun Skipulags- stofnunar til umhverfisráðherra þann 11. október 2007. „Ég ætla að segja það hreinskiln- islega hér að að sjálfsögðu er þessi úrskurður að landslögum en það er ekki þar með sagt að hann sé um- hverfisráðherranum að skapi,“ sagði Þórunn á blaðamannafundi í gær. Þá kvaðst hún hafa kynnt í rík- isstjórninni s.l. þriðjudag að hún hygðist leggja fram frumvarp til breytingar á 5. grein umhverfis- matslaganna þannig að skýrt væri að tengdar matsskyldar fram- kvæmdir skyldu fara í sameiginlegt umhverfismat. Bergur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landverndar, sagði að úrskurðurinn útilokaði ekki að umhverfisáhrif vegna orkuöflunar og -flutninga vegna álvers í Helgu- vík yrðu metin sameiginlega. „Við munum beita okkur fyrir því að það verði gert,“ sagði Bergur. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, sagði úrskurðinn eins og búist var við. Ákvörðunin stendur  Álver í Helguvík ekki í sameiginlegt umhverfismat  Umhverfisráðherra undirbýr frumvarp svo tengdar framkvæmdir fari í sameiginlegt mat Í HNOTSKURN »Landvernd kærði ákvörðunSkipulagsstofnunar um að fyr- irhugað álver í Helguvík og tengd- ar framkvæmdir þyrftu ekki að fara í sameiginlegt umhverfismat.  Ákvörðun | 4 GEIR H. Haarde forsætisráðherra segir mikilvægt fyrir Nató að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hafi verið í Afganistan. „Það hefur náðst mikill árangur en það má ekki hætta í miðjum klíðum, um það eru menn einróma á þessum fundi,“ sagði Geir eftir fund sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins áttu í gær í Rúmeníu um málefni Afganistans. Frakkar hafa ákveðið að fjölga um þúsund manns í sínu liði og Þjóðverjar og Danir hafa gefið vilyrði um að auka framlag sitt. Um 40 þjóðir eru með herlið í Afganistan. Bush Bandaríkjaforseti ávarpaði Karzai forseta Afganistans og sagði fundarmenn hafa marga hverja þurft að taka mikla póli- tíska áhættu með því að telja að það væri á sig leggjandi að vera í landinu. | Miðopna Reuters Leiðtogar Geir H. Haarde ásamt Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, Yves Leterme, for- sætisráðherra Belgíu, Stjepan Mesic, forseta Króatíu, og George W. Bush Bandaríkjaforseta. „Megum ekki hætta í miðjum klíðum“ Frakkar ákveða að fjölga hermönn- um um þúsund manns í Afganistan Forsætisráðherra um málefni Afganistans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.