Morgunblaðið - 04.04.2008, Page 1

Morgunblaðið - 04.04.2008, Page 1
Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is KEA hefur keypt allt stofnfé í Sparisjóði Höfðhverfinga á Greni- vík skv. heim- ildum Morgun- blaðsins. Stofnfjáreig- endur munu hafa samþykkt söluna sam- hljóða á fundi á Grenivík í gær- kvöldi en kaupin eru gerð með fyr- irvara um samþykki Fjármálaeft- irlitsins að vanda. Kaupverð verður ekki gefið upp. Sparisjóður Höfðhverfinga er næstelsti sparisjóður landsins. Starfsmenn eru fjórir og herma heimildir Morgunblaðsins að hann verði rekinn í sömu mynd fyrst um sinn en KEA stefnir fljótlega að því að efla starfsemina verulega. Viðræður um kaup KEA áttu sér töluverðan aðdraganda. KEA var einn stofnenda Saga Capital fjárfestingarbanka í fyrra. KEA kaupir sparisjóð á Grenivík STOFNAÐ 1913 91. TBL. 96. ÁRG. FÖSTUDAGUR 4. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is RYKFALLIÐ RÍKI SILJA HAUKSDÓTTIR LEIKSTÝRIR GAMAN- ÞÁTTARÖÐ Í ANDA LITLA-BRETLANDS >> 55 FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ALLIR vilja borga minna fyrir eldsneyti á bíla sína, en mótmælaaðgerðir atvinnubíl- stjóra kosta samfélagið mikið. Mótmælaaðgerðirnar hafa nú staðið yfir í sex daga og á hverjum morgni og stundum síðdegis hefur umferð verið stöðvuð í um klukkustund í einu á háannatíma á helstu stofnleiðum eins og til dæmis í Ártúns- brekku, á Kringlumýrabraut, Hafnarfjarð- arvegi og Reykjanesbraut. Vegagerðin og framkvæmda- og eignasvið Reykjavík- urborgar mæla umferðarálag á þessum stöðum og út frá þeim mælingum er ljóst, að að minnsta kosti 4.000 ökutæki hafi stöðvast í aðgerðunum á höfuðborgarsvæð- inu á hverjum degi. Samkvæmt könnunum Bjargar Helgadóttur, landfræðings hjá framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkur, eru um 1,2 til 1,3 manns í hverjum bíl að meðaltali, þegar umferðarálagið er sem mest í borginni. Það þýðir að um 5.000 manns hafa stöðvast í umferðinni vegna að- gerðanna daglega, miðað við umferðar- stopp einu sinni á dag, eða 30.000 manns á sex dögum. Ef miðað er við að hver maður hafi þurft að bíða aukalega í hálftíma hverju sinni þýðir það þrjá tíma á sex dögum eða samtals 15.000 klukkustundir. Miðað við al- mennan vinnutími á mánuði, 173,33 stundir, samsvarar töfin vinnu einstaklings í 86,5 mánuði. Samkvæmt upplýsingum Hagstof- unnar eru meðallaun á almennum vinnu- markaði um 363 þúsund krónur á mánuði fyrir utan ýmsar aukagreiðslur eins og t.d. jólabónus. Samfélagslegur kostnaður vegna fjarveru í vinnu er því ekki undir 31,4 millj- ónum króna. 53.800 kg af koltvísýringi Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Inga Friðleifssyni, framkvæmdastjóra Orkuseturs, eyðir meðalbifreið um 1,5 lítr- um á klukkustund í lausagangi (sumar bif- reiðar eyða jafnvel 2,5 lítrum og trukkar 4 lítrum). 4.000 bílar eyða því 3.000 lítrum (0,75 l x 4.000) á hálftíma. Þeir mynda 9.300 kg af koltvísýringi (CO2) eða 53.800 kg á sex dögum. Það jafngildir ársbrennslu um 50 smábíla, sem aka 13.000 km á ári. Þetta eru því ekki umhverfisvæn mótmæli. Eldsneyt- iskostnaðurinn í bið miðað við 150 kr. á lítr- ann er 450 þúsund kr. á dag eða 2,7 millj- ónir króna á sex dögum. Þá er ótalinn kostnaður vegna seinkunar á flugi og hugsanlegur kostnaður nemenda, sem verða að hætta námi vegna þess að þeir hafa ekki náð að uppfylla mætingar- skyldu, og einstaklinga, sem eiga uppsagnir á hættu vegna fjarveru. Dýr mótmæli bílstjóra Um 34 milljóna króna kostnaður til þessa Skilaboðaskjóðan >> 53il j Komdu í leikhús Leikhúsin í landinui i í l i Nýjar 1 lítra umbúðir Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra hefur staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 4. október 2007 um að ekki verði beitt heimild í lögum til að láta fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrif- um fyrirhugaðs álvers í Helguvík og tengdra framkvæmda. Matsskyldar framkvæmdir í tengslum við það eru m.a. lagnir háspennulína, hafn- arframkvæmdir og virkjanir. Land- vernd kærði ákvörðun Skipulags- stofnunar til umhverfisráðherra þann 11. október 2007. „Ég ætla að segja það hreinskiln- islega hér að að sjálfsögðu er þessi úrskurður að landslögum en það er ekki þar með sagt að hann sé um- hverfisráðherranum að skapi,“ sagði Þórunn á blaðamannafundi í gær. Þá kvaðst hún hafa kynnt í rík- isstjórninni s.l. þriðjudag að hún hygðist leggja fram frumvarp til breytingar á 5. grein umhverfis- matslaganna þannig að skýrt væri að tengdar matsskyldar fram- kvæmdir skyldu fara í sameiginlegt umhverfismat. Bergur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landverndar, sagði að úrskurðurinn útilokaði ekki að umhverfisáhrif vegna orkuöflunar og -flutninga vegna álvers í Helgu- vík yrðu metin sameiginlega. „Við munum beita okkur fyrir því að það verði gert,“ sagði Bergur. Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, sagði úrskurðinn eins og búist var við. Ákvörðunin stendur  Álver í Helguvík ekki í sameiginlegt umhverfismat  Umhverfisráðherra undirbýr frumvarp svo tengdar framkvæmdir fari í sameiginlegt mat Í HNOTSKURN »Landvernd kærði ákvörðunSkipulagsstofnunar um að fyr- irhugað álver í Helguvík og tengd- ar framkvæmdir þyrftu ekki að fara í sameiginlegt umhverfismat.  Ákvörðun | 4 GEIR H. Haarde forsætisráðherra segir mikilvægt fyrir Nató að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hafi verið í Afganistan. „Það hefur náðst mikill árangur en það má ekki hætta í miðjum klíðum, um það eru menn einróma á þessum fundi,“ sagði Geir eftir fund sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins áttu í gær í Rúmeníu um málefni Afganistans. Frakkar hafa ákveðið að fjölga um þúsund manns í sínu liði og Þjóðverjar og Danir hafa gefið vilyrði um að auka framlag sitt. Um 40 þjóðir eru með herlið í Afganistan. Bush Bandaríkjaforseti ávarpaði Karzai forseta Afganistans og sagði fundarmenn hafa marga hverja þurft að taka mikla póli- tíska áhættu með því að telja að það væri á sig leggjandi að vera í landinu. | Miðopna Reuters Leiðtogar Geir H. Haarde ásamt Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, Yves Leterme, for- sætisráðherra Belgíu, Stjepan Mesic, forseta Króatíu, og George W. Bush Bandaríkjaforseta. „Megum ekki hætta í miðjum klíðum“ Frakkar ákveða að fjölga hermönn- um um þúsund manns í Afganistan Forsætisráðherra um málefni Afganistans

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.