Morgunblaðið - 19.04.2008, Side 4

Morgunblaðið - 19.04.2008, Side 4
4 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR OG EINN, TVEIR OG REYKJAVÍK! www.reykjavik.is sími: 411 11 11 SAMRÁÐ UM BETRA BORGARUMHVERFI Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is STJÓRNARFORMAÐUR Orku- veitu Reykjavíkur (OR) lagði á stjórn- arfundi í gær fram tillögu um að gerð yrði úttekt á verðmæti REI og verð- mat á verkefnum þess með það fyrir augum að fyrir- tækið gæti ein- beitt sér að ráð- gjöf og þróunar- verkefnum en hugað verði að sölu á þeim verk- efnum sem ekki féllu undir þá starfsemi. Af- greiðslu tillögunn- ar var frestað að beiðni fulltrúa minnihlutans og ákvað meirihlut- inn að halda sér- stakan vinnufund stjórnarinnar um málið nk. miðviku- dag. Eftir því sem blaðamaður kemst næst leggja borgarfulltrúar mismunandi skilning í þróunarverk- efni. Þannig bendir Svandís Svavars- dóttir, borgarfulltrúi Vinstri-grænna sem sæti á í stjórn OR, á að séu þró- unarverkefni skilgreind sem verkefni sem séu til bóta fyrir þau samfélög sem um sé að ræða þá megi ljóst vera að öll verkefni REI erlendis séu ekki aðeins fjárfestingarverkefni, heldur líka þróunarsamvinnuverkefni. Sig- rún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem sæti á í stjórn OR, bendir hins vegar á að séu þróun- arverkefni skilgreind sem verkefni sem ekki séu rekin í hagnaðarskyni þá myndu engin núverandi verkefna REI skilgreinast sem slík. Borgarstjóra stillt upp við vegg „Það er ekki hægt að bjóða borgar- búum upp á þennan vandræðagang lengur. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins valda hvorki REI, OR né borginni. Þetta er allt svo krampa- kennt, tilviljunarkennt og óyfirvegað, þannig að mér fyndist það kurteisi gagnvart borgarbúum að þetta fólki léti þetta bara duga,“ segir Svandís. „Núverandi meirihluti stefnir OR og REI í áframhaldandi óvissu, ósátt og pólitískar deilur. Markmiðið með stýrihópnum var að frelsa REI út úr þessum pólitísku deilum. Þessi tillaga stefnir þeirri sátt hins vegar í upp- nám,“ segir Svandís og tekur fram að tillagan stilli borgarstjóranum í Reykjavík í besta falli upp við vegg og í versta falli í þá stöðu að ganga á bak orða sinna. „Því það að að selja verk- efnin frá REI er náttúrlega að selja hluta af fyrirtækinu.“ Aðspurð segir Svandís tillögu stjórnarformannsins ganga þvert á niðurstöðu hins þverpólitíska stýri- hóps borgarráðs um málefni REI og OR sem Svandís stýrði. Bendir hún á að kjarninn í niðurstöðu hópsins hafi verið sá að REI yrði í 100% eigu OR og áfram rekið með það hlutverk að sinna þróunar- og fjárfestingarverk- efnum á erlendri grundu. Bendir Svandís á að þessi afstaða hafi verið samþykkt á eigendafundi OR 15. febrúar sl. og því sé ljóst að tillaga meirihlutans sé eðlisbreyting frá þeirri samþykkt. Stjórn OR geti ekki tekið fram fyrir hendurnar á eigend- um með þessum hætti hvað svo sem öllum ágreiningi í borgarfulltrúahópi sjálfstæðismanna liði. Sá sem fari í mestu fýluna ráði „Það er greinilegt að sá sem ræður ferðinni í hópi borgarfulltrúa Sjálf- stæðismanna er sá sem fer í mestu fýluna. Í augnablikinu er það Gísli Marteinn og þá hlaupa allir hinir til og virðast fá móral yfir þeim samningum sem búið er að skrifa undir á erlendri grundu að undanförnu. Það er ekki hægt að vinna eftir svona duttlunga- pólitík,“ segir Sigrún Elsa Smára- dóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar- innar. „Gísli Marteinn sat í stýrihóp borgarráðs og skrifaði eigin hendi undir tillögur hópsins fyrir nokkrum vikum þar sem samþykkt var að REI ætti að vera í orkuútrás. Ég skil ekki hvað honum finnst svona hræðilegt við þetta núna,“ segir Sigrún. Að sögn Sigrúnar er tillaga meiri- hlutans sem fram var lögð í gær í hrópandi ósamræmi við þær skuld- bindingar sem stjórnarformaður OR skrifaði nýverið undir á ferðalögum sínum í Afríku. Segir hún hætt við að tillagan hafi neikvæð áhrif á verð- mæti REI og einstaka verkefni fyr- irtækisins. „Þessi tillaga skaðar REI og ekki síst samningsstöðu fyrirtæk- isins gagnvart þeim erlendum bönk- um sem voru viðstaddir undirskrift- ina í Djíbútí og eru að gera úttekt á verkefninu og koma með tillögu að því hvernig þessum málum verði háttað og jafnvel að koma inn með víkjandi lán. Því hver getur treyst á svona fyr- irtæki sem segir eitt í dag og annað á morgun?“ spyr Sigrún og tekur fram að þó svo fari að tillagan verði dregin til baka þá hafi hún nú þegar valdið fyrirtækinu skaða. Hvorki náðist í Kjartan Magnús- son, stjórnarformann OR, né Júlíus Vífil Ingvarsson, borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokks sem sæti á í stjórn OR, við vinnslu fréttarinnar. „Þessi tillaga stefnir sátt- inni um REI í uppnám“ Hart tekist á um tillögu meirihluta stjórnar OR um framtíð REI Morgunblaðið/Brynjar Gauti Svandís Svavarsdóttir Sigrún Elsa Smáradóttir KRAKKARNIR í 1.-5. bekk Lindaskóla í Kópa- vogi hafa undanfarnar tvær vikur verið duglegir að ganga á tveimur jafnfljótum í skólann. Átakið „Göngum í skólann“ hefur staðið yfir í Lindaskóla í tvær vikur, en því lauk með formlegum hætti í gær. María Guðnadóttir, íþróttakennari í Linda- skóla, skipulagði átakið, en það náði til barna í 1.-5. bekk. Hún segir það hluta af grænfánaverk- efninu, sem starfrækt er á grunnskólastigi og snýst um ýmiss konar umhverfismál. Í ár er þema verkefnisins umhverfi barnanna og því fannst Maríu tilvalið að efna til átaks um að ganga í skólann, í stað þess að foreldrar og for- ráðamenn aki börnum þangað í bíl. María segir þátttökuna í átakinu hafa verið afar góða. Undantekning sé að börnum hafi verið ekið í skólann þær tvær vikur sem átakið hefur staðið. „Við höfum verið dugleg við að finna lausnir. Þeim börnum sem ekki búa í hverfinu hefur verið ekið til vina sinna og þau gengið þaðan í skólann,“ seg- ir hún. María segir umferðaröryggismál í góðu lagi við Lindaskóla. Skólinn sé miðsvæðis í hverfinu og undirgöng séu þar sem stórar umferðargötur eru. Börnin fengu mismunandi verkefni sem tengd- ust verkefninu, svo sem að teikna myndir, sögur eða ljóð. Í bígerð sé að veita verðlaun fyrir bestu myndirnar sem krakkarnir gera, sem og að verð- launa þann hóp sem best hefur staðið sig í göngu- átakinu. Einnig er afrakstur átaksins sýnilegur á veggjum kennslustofa, en börnin hafa klippt út myndir af ávöxtum af ýmsu tagi eftir gönguna og límt á veggi. María segir foreldra hafa tekið átakinu vel. Nokkuð sé um það að þeir gefi sér ekki tíma til þess að ganga með börnum sínum í skólann, held- ur aki þeim þangað í því skyni að spara tíma. Hún vonast til þess að átakið skili því að börn og foreldrar gangi í auknum mæli í skólann fram- vegis. Dugleg að ganga í skólann  Í Lindaskóla stendur yfir átak sem miðar að því að fá nemendur til að ganga í skólann  Þátttaka í verkefninu er góð og fáum börnum er nú ekið í skólann Morgunblaðið/Frikki Ganga Eitt af því sem krakkarnir í 4. bekk Lindaskóla gera er að telja bæði skref og mín- útur sem tekur þau að labba í skólann. „REI hefur síðan í haust verið rekið með gróðasjónarmið í huga. Menn hafa farið út í verkefni erlend- is í þeirri von að þau yrðu ábata- söm og það er að mínu mati ekki hlutverk OR að standa í slíkum rekstri. Þessi tillaga er fyrsta skrefið í þá átt að við seljum þessa hluta fyrirtækisins. Þegar búið verður að selja allan áhætturekst- ur út úr REI verðum við búin að selja REI eins og við þekkjum það í dag. Það hvort þróunardeildin inn- an OR heitir í framtíðinni REI eða eitthvað annað er fullkomið auka- atriði og í raun aðeins skipurits- mál innan OR,“ segir Gísli Mar- teinn Baldursson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, sem er afar sátt- ur við fram komna tillögu stjórn- arformanns OR. Spurður hvort þessi tillaga stjórnarformannsins sé í sam- hljómi við niðurstöðu stýrihóps borgarráðs um málefni REI og OR svarar Gísli Marteinn því játandi. Segir hann stýrihópinn hafa verið sammála um að REI ætti ekki að vera í vafasömum og áhættusöm- um verkefnum á óstöðugum mörk- uðum. „Stýrihópurinn var hins vegar sammála um að eðlilegt væri að það væri þróunardeild til innan OR og ég sé ekki betur en þessi til- laga, sem lögð var fram í dag, gangi nákvæmlega út á þetta.“ Aðspurður segir Gísli Marteinn ljóst að verkefni REI í Djíbútí séu meðal þeirra verkefna sem eðlilegt sé að selja út úr fyrirtækinu. Spurður hvort ekki hefði verið eðlilegt að þessi afstaða hefði legið fyrir áður en fulltrúar REI fóru til Afríkuríkisins og skrifuðu undir samninga við þarlend yfirvöld svarar Gísli Marteinn því neitandi og bendir á að mikilvægt hafi verið að gera ekkert í aðdraganda sölu- ferlis á verkefnum REI sem myndi rýra verðgildi fyrirtækisins. Fyrsta skrefið í sölu REI Gísli Marteinn Baldursson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.