Morgunblaðið - 19.04.2008, Page 24

Morgunblaðið - 19.04.2008, Page 24
lifun 24 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ jón. Þær eru nú seldar í hönn- unarverslunum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Undanfarið hafa svo hönnunarnemar og bændur unnið saman að verkefninu Stefnu- mót hönnuða og bænda við að þróa nýjar vörur úr íslensku hráefni. Ég bind miklar vonir við það verkefni.“ Í hönnunarnáminu er lögð mikil áhersla á alþjóðleg tengsl, m.a. með því að fá erlenda gestakennara til landsins. Ritstjóri hönnunarblaðsins Frame, Robert Thiemann, er próf- dómari nú í ár og undanfarin þrjú ár hafa einir virtustu hönnuðir Bandaríkjanna, hjónin Laurene og Constantine Boym, kennt við Listaháskólann ásamt Jurgen Bey, sem er þekktur hönnuður frá Hol- landi. „Þetta eru fyrst og fremst góðir kennarar og hönnuðir sem Vöruhönnun er ung að árumhér á landi. Byrjað var aðkenna fagið við Listahá-skóla Íslands árið 2000 og nú er fimmta útskriftarár deild- arinnar. Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í vöruhönnun, segir að í náminu öðlist nemendur færni til að starfa sem vöruhönnuðir, bæði sjálfstætt og í samstarfi við iðn- aðinn, þar sem fyrirtæki og stofn- anir spila mikilvægt hlutverk. „Við þurfum að kynna fagið fyrir atvinnulífinu og kosti þess að nýta sér hönnuði til að auka virði vör- unnar og opna ný tækifæri fyrir fyrirtæki,“ segir hún. „Vík Prjóns- dóttir er verkefni sem sýnir þetta glöggt en þar tóku fimm hönnuðir sig saman og hönnuðu nýjar vörur fyrir prjónaverksmiðjuna Víkurpr- setja okkur í alþjóðlegt samhengi sem er mjög mikilvægt,“ segir Sig- ríður. En hver eru atvinnutækifæri vöruhönnuða á Íslandi? „Það er ekki auðsótt að fá vinnu sem vöruhönnuður á Íslandi en á hverju ári sé ég samt sem áður opn- ast fleiri og fleiri tækifæri fyrir ný- útskrifaða nemendur. Þrátt fyrir að skilningur á mikilvægi hönnunar hafi aukist undanfarin ár er þetta enn vannýtt auðlind. Íslensk fyr- irtæki ættu að nýta sér vöruhönn- uði í mun meira mæli,“ segir Sigríð- ur að lokum. Vöruhönnunarnámið Laurene og Constantin Boym, gestakennarar frá New York, skoða verkefni nemenda. Æ fleiri tækifæri að finna í vöruhönnun Um þessar mundir útskrifast níu vöruhönnuðir með BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands. Í náminu er lögð áhersla á nána samvinnu við íslenskt atvinnulíf og í ár eru þrjú lokaverkefni unnin í samstarfi við íslensk fyrirtæki. Hildur Inga Björns- dóttir kíkti í heimsókn í Listaháskólann. Útskriftarsýning Listaháskóla Ís- lands er haldin á Kjarvalsstöðum dagana 19. apríl – 1. maí. HOLLENSKIR vísindamenn hafa komist að því að frumburðir séu gáfaðastir systkina sinna. En það hafa stóra systir og stóri bróðir náttúrlega alltaf vitað sjálf! Berlingske tidende greinir á vef- síðu sinni frá rannsóknum vísinda- mannanna sem eru frá Vrije-há- skólanum í Amsterdam. Í áraraðir hafa þeir rannsakað gáfur meira en 1.000 barna, allt frá frumæsku og fram til 18 ára aldurs. Niðurstöðurnar eru skýrar. Elsta barnið í fjölskyldunni hefur oftast hæstu greindarvísitöluna og það yngsta þá lægstu. Algengur munur á elsta og yngsta barni eru þrjú greindarvísitölustig. Minni tími á barn þegar systk- inahópurinn er stór Og hvers vegna skyldi þessi mun- ur vera? Vísindamennirnir eru ekki vissir í sinni sök en hafa uppi nokkrar kenningar sem aðallega gera ráð fyrir að muninn megi skýra með umhverfisáhrifum. Einn möguleik- inn er sá að foreldrarnir veiti börn- um sínum minni athygli eftir því sem þeim fjölgar. Því fleiri ungar sem koma í hreiðrið, því minni tími verður fyrir hvert og eitt barn. Auk mismunandi gáfnafars virð- ist systkinaröðin hafa áhrif á hætt- una á því að þróa með sér sjúkdóma á borð við astma og exem, sam- kvæmt rannsókninni. En á því hafa vísindin enga skýringu fundið ennþá. Elsta systkinið gáfaðast AP Bræður og systur Skyldi fremsti unginn í þessum föngulega systkinahóp vera elstur...og þá gáfaðastur? Í öllu falli hegðar hann sér vel í umferðinni. - kemur þér við Magnús Kristins- son hefur aldrei setið auðum höndum Álfrúnu Guðrúnar- dóttur finnst leiðin- legast að skúra Á Laufskálum geta geimverur haft fimm rassa Taflfélag Bolugar- víkur vill verða stórveldi Danskir aðdáendur bíða spenntir eftir Bo Hvað ætlar þú að lesa í dag?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.