Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.04.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 25 Stuðlar eftir Friðgerði Guðmundsdóttur 1Milliveggurinn Stuðlar er unninn í samstarfivið Kassagerðina. Hann er myndaður með ein- ingum úr bylgjupappír sem krækjast saman á ein- faldan máta þar sem hver og ein getur myndað sinn eigin vegg. Hann nýtist bæði heimilum og fyr- irtækjum og eru 15 einingar seldar saman í knippi í þremur litum; appelsínugulu, bláu og hvítu. Dalvíkursleðinn eftir Dag Óskarsson 2Dalvíkursleðinn sækir tilverurétt sinn í gamlaerkitýpu af magasleða. Hönnunin miðar að því að fanga nytjahlut úr fortíðinni og færa hann í ný- tískuklæði. Sleðinn er upphafning á gömlum arfi og hugsaður bæði til hagnýtingar og vakningar komandi kynslóða. Sleðinn er framleiddur í Pro- mens á Dalvík. Áhöld eftir Sóleyju Þórisdóttur 3Áhöld er samstarfsverkefni hönnuðar og Gull-og silfursmiðjunnar Ernu þar sem hefðbund- inn silfurborðbúnaður er færður í nútímalegan búning. Í stað silfurs er notast við ál sem Álverið sér um að rafhúða. Rafhúðunin gefur álinu nífald- an styrk og litun en annars er framleiðsluferlið nánast það sama og í silfursmíði. Margir kannast við mynstrin frá Ernu og hér er notast við útlínur Vorsins. Hreinræktaður skartgripur eftir Hafstein Júlíusson 4Hreinræktaður skartgripur er endurskilgrein-ing á verðmætum samtímans þar sem náttúran og heilbrigði eru raunveruleg verðmæti. Um er að ræða seríu af handskartgripum sem verða seldir í Growing Jewelry Store á lokasýningunni. Verk- efnið er tilraun til þess að færa náttúruna aftur nær manninum enda er hún forsenda alls lífs. Ljósgjafi eftir Kristínu Birnu Bjarnadóttur 5Lampinn Ljósgjafi er hannaður út frá þeirritrú manna að allar okkar hugsanir og gjörðir komi til okkar aftur. Þú uppskerð eins og þú sáir. Lampaskermurinn er gerður úr endurskinsefni og hangir úr loftinu í girni. Ljósaperan er staðsett í lampafætinum og sendir geisla sína í skerminn sem svo endurkastar ljósinu. NOKKUR VERKA ÚTSKRIFTARNEMANNA 3 2 41 5 á að reiðhjólanotkun yrði alltaf takmörkuð hér vegna veðurs er ljóst að göngustígarnir hafa orðið til þess að notkun reiðhjóla hefur aukizt. Auk þess sem reiðhjólin sjálf eru orð- in betri og auðveldari í notkun en áður. Þetta tvennt, ókeyp- is strætó og aðgangur að reiðhjólum eru beztu hugmyndir sem fram hafa komið til lausnar á umferð- arvandanum bæði hér og annars staðar. Þess vegna er full ástæða til að fylgja þessum hug- myndum eftir á þann veg að fleiri notfæri sér ókeypis strætó og reið- hjól. Svo virðist sem stjórnmálamenn- irnir í sveitarstjórnum hafi ekki al- veg kveikt á því hversu snjallar þessar hugmyndir eru og þess vegna skorti á að þeim sé fylgt eftir sem skyldi. Það væri gagn að því að prófa ókeypis strætó fyrir alla og aðgang að reiðhjólum á lykilsvæðum og sjá hver árangurinn yrði. Á undanförnum ár-um hafa komið fram tvær hugmyndir sem eru líklegar til að draga úr því umferð- aröngþveiti, sem er orðið einkenni á stór- borgum um heim allan. Önnur er ókeypis strætóferðir. Hin er ókeypis aðgangur að reiðhjólum. Sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæðinu og víðar, m.a. á Akureyri, hafa verið að prófa sig áfram með að veita sumum íbúum aðgang að strætisvagnaferðum fyrir ekki neitt. Reynslan af þessu er svo góð að það hlýtur að vera spurn- ing, hvort ekki sé tímabært að veita öllum ókeypis aðgang að strætó. Það kostar auðvitað töluvert fyrir sveit- arfélögin en umferðaröngþveitið kostar líka. Sú aðferð að veita fólki aðgang að reiðhjólum, sem hægt er að nota inn- anbæjar og skilja eftir á þar til gerð- um reiðhjólamiðstöðvum, er snjöll. Hún hefur reynzt vel í París og er að breiðast út til fleiri borga í Evrópu. Þótt við höfum hingað til litið svo         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.