Morgunblaðið - 19.04.2008, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 29
VEGAGERÐIN kveinkar sér
ekki undan gagnrýni en fer hins veg-
ar fram á að hún sé sanngjörn. Það
er ekki alltaf tilfellið í grein sem
framkvæmdastjóri Hlaðbæjar-Colas
hf. ritar í Morg-
unblaðið á fimmtudag.
Þar segir hann Vega-
gerðina víkja sér und-
an ábyrgð og heldur
því í raun fram í grein-
inni að verktakar beri
enga ábyrgð.
Endanlega ber
Vegagerðin ábyrgð á
því hvernig ástandið er
á vegum úti, það er
rétt. Það er ekki þar
með sagt að verktakar
beri enga ábyrgð og
gerir Vegagerðin ríkar
kröfur til þeirra.
Sigþór Sigurðsson gagnrýnir
Vegagerðina fyrir að hafa samið við
Jarðvélar um tvöföldun Reykjanes-
brautarinnar eða að „verk upp á
rúman milljarð var sett í hendurnar
á nánast gjaldþrota verktaka“ líkt
og hann orðar það í greininni. Þetta
er alrangt. Jarðvélar höfðu unnið
mörg verk fyrir Vegagerðina, stór
og smá, með góðum árangri. Um það
bil ári eftir að samið var við Jarð-
vélar, sem þá uppfylltu öll skilyrði,
skipti fyrirtækið hins vegar um eig-
endur. Vegagerðin gerir ekki þá
kröfu að sömu eigendur séu að fyr-
irtæki allan samningstímann. Það er
hins vegar gerð krafa um ársreikn-
inga tvö ár aftur í tímann, jákvæða
eiginfjárstöðu og að verktaki skuldi
engin opinber gjöld. Velta verktak-
ans er einnig borin saman við út-
boðsverkið. Þá er einnig krafist
ákveðinnar reynslu og var hún í
góðu lagi hvað Jarðvélar varðar.
Á engan hátt var verktökum mis-
munað við útboðið á tvöföldun
Reykjanesbrautar eins og Sigþór ýj-
ar að. Enda er það hagur Vegagerð-
arinnar og ríkissjóðs að samið sé við
ábyrga verktaka. Og
það er allra hagur að
verktakar sitji allir við
sama borð.
Unnið er að nýjum
reglum um vinnustaða-
merkingar þar sem all-
ar kröfur verða hertar.
Verktakar geta ekki
hlaupið í það skjól að
Vegagerðin beri
ábyrgð á því að þeir
merki framkvæmda-
svæði almennilega og
samkvæmt útboðsskil-
málum. Það má örugg-
lega herða eftirlit með því að vel sé
merkt en það leysir ekki verktakann
undan ábyrgð. Það er og hefur verið
áhyggjuefni hversu illa er merkt og
viðurkennir Sigþór að verktakar
spari sér fé á þessum lið. Það er ól-
íðandi.
Vegagerðin stórbætti merkingar
þegar tekið var við Reykjanesbraut-
inni og það urðu þeir vel varir við
sem aka þar um daglega. Menn
verða að hafa í huga að ekki hefði
verið unnt að aðskilja aksturs-
stefnur fyrr en gert var vegna þarf-
arinnar á því að hreinsa snjó af
brautinni. Aðskilnaður með stein-
blokkum í stað gátskjalda hefði einn-
ig leitt til snjósöfnunar og þess
vegna aukinnar hættu á því að veg-
urinn lokaðist.
Það er svo laukrétt hjá Sigþóri að
þótt nýr verktaki hefði tekið við
verkinu strax í ársbyrjun væri stað-
an enn sú sama enda hefði ekki verið
mikið malbikað þessa fyrstu mánuði
ársins. Til þess að forðast það ástand
sem nú er á Reykjanesbrautinni
hefði Vegagerðin þurft að taka verk-
ið af Jarðvélum í ágúst síðastliðnum.
Tæplega er Sigþór að biðja um það
að Vegagerðin grípi inn í í hvert sinn
sem líklegt er að verk tefjist lítillega.
Samt hlýtur það að skoðast eftir
þessa reynslu hvort grípa verði inn í
ef verktaki hættir til dæmis að
standa í skilum við opinbera aðila
eða er farinn að greiða laun hægt og
illa. En það getur aldrei verið einfalt
mál.
Vegagerðin lagði mikla áherslu á
að stytta þann tíma sem endurútboð
tæki, en þar líkt og alltaf verður að
vanda til verka. Það er mikilvægt að
vel takist til með áframhald tvöföld-
unar Reykjanesbrautarinnar, menn
hljóta að vera sammála um það.
Vegagerðin samdi einnig eins fljótt
og kostur var við verktaka um brú-
arsmíðina til að flýta fyrir.
Vegagerðin víkur sér ekki undan
ábyrgð en gerir líka kröfur á hendur
verktökum. Þeir geta ekki vísað til
þess að Vegagerðin hafi með þeim
eftirlit og því séu þeir ábyrgð-
arlausir.
Ólíklegt verður að teljast að svip-
uð staða komi upp aftur, en menn
munu eigi að síður læra af þessu
máli öllu. En, líkt og þegar umferð-
arslys verða, þá verða menn að hafa
allar staðreyndir á hreinu og skilja
hvað í raun gerðist, til að geta lært
af því.
Ábyrgðarlausir
verktakar eða hvað?
G. Pétur Matthíasson segir frá
vinnu- og verklagsreglum
Vegagerðarinnar
» Á engan hátt var
verktökum mis-
munað við útboðið á
Reykjanesbrautinni
eins og Sigþór ýjar að.
Enda er það hagur allra
að samið sé við ábyrga
verktaka.
G. Pétur Matthíasson
Höfundur er upplýsingafulltrúi Vega-
gerðarinnar.
VINNUBRÖGÐ hafa verið eitt
helsta viðfangsefni borgarstjórnar
Reykjavíkur í vetur. Eftir stóra
REI-málið hafa
fulltrúar allra flokka
sammælst um mik-
ilvægi gegnsærrar og
opinnar stjórnsýslu.
Boðleiðir eiga að vera
skýrar og reglur um
valdmörk og máls-
meðferð virtar.
Á undanförnum
vikum hefur meiri-
hluti Sjálfstæð-
isflokks og Ólafs F.
Magnússonar sýnt að
orð og gjörðir fara
ekki alltaf saman.
Vinnubrögð borg-
arstjórans í Reykja-
vík og meðferð mála í
fagráðum borg-
arinnar sýna að fögur
fyrirheit um opin og
heiðarleg vinnubrögð
stendur ekki til að
efna.
Fyrir nokkrum vik-
um undirritaði borg-
arstjórinn í Reykja-
vík, Ólafur F.
Magnússon, þjónustu-
samning við Alþjóða-
hús. Í samningnum
er kveðið á um hvernig samstarfi
þessara tveggja aðila skuli háttað
og hvaða þjónustu Alþjóðahúsi
beri að veita. Við samninginn sjálf-
an geri ég ekki athugasemdir hér
– en vinnubrögð borgarstjóra eru
til háborinnar skammar.
Þjónustusamningurinn var lagð-
ur fram til kynningar í mannrétt-
indaráði, fullkláraður og undirrit-
aður ásamt tilkynningu um að 10
milljónum af fjármagni mannrétt-
indaráðs hefði verið varið til verks-
ins – að ráðinu sjáfu forspurðu.
Samkvæmt sam-
þykktum borgarinnar
er mannréttindaráð í
fyrirsvari af borg-
arinnar hálfu á sviði
mannréttindamála.
Það er algjört nýmæli,
sem ekki getur talist
til bóta, að borg-
arstjóri taki fram fyrir
hendur fagráða. Að
hann, einn og óstudd-
ur, taki að sér að
vinna og undirrita
stefnumótandi samn-
inga og verja fjár-
munum fagráða er
fullkomið virðing-
arleysi við málaflokk-
inn, samstarfsfólk og
borgarbúa.
Borgarstjóra, Ólafi
F. Magnússyni, hefur
verið tíðrætt um opin
og heiðarleg vinnu-
brögð. Hann segist
bera mikla virðingu
fyrir borgarbúum og
vera heilindamaður
mikill. En verkin tala.
Verk sem eru í hróp-
andi mótsögn við orð
borgarstjórans í Reykjavík. Maður
sem þumbast áfram og virðir
hvorki valdmörk sín né annarra
ástundar hvorki opin né heiðarleg
vinnubrögð.
Valdhroki
borgarstjóra
Sóley Tómasdóttir skrifar um
borgarstjórnarmál
Sóley Tómasdóttir
» Fyrirheit um
opin og heið-
arleg vinnu-
brögð stendur
ekki til að efna.
Verkin tala.
Verk sem eru í
hrópandi mót-
sögn við orð
borgarstjórans í
Reykjavík.
Höfundur er varaborgarfulltrúi VG.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
Ármúla 42 · Sími 895 8966
mánudaga - föstudaga 10-18
laugardag 10-17 sunnudag 13-17Opið
OPIÐ
Laugardag og sun
nudag
Vortilboð á
inni- og úti
blómapottum
úr postulíni
Sprengihelgi