Morgunblaðið - 19.04.2008, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 33
Fyrir 50 árum, þann 23. mars
1958, stofnuðu nokkrir ungir for-
eldrar Styrktarfélag vangefinna. Á
síðasta aðalfundi félagsins var sam-
þykkt að breyta nafni félagsins í Ás
styrktarfélag. Framtíð félagsins
felst m.a. í þátttöku ungu foreldr-
anna, sem eru að stíga erfið skref
með sín börn. Við viljum sjá nýja
félagsmenn með nýja sýn, til enn
frekari afreka í þjón-
ustu við börnin okkar.
Við viljum vera vegvís-
ir öðrum til handa. Með
nafn sem er til þess
fallið að við náum þeim
markmiðum okkar að
halda á vit næstu 50
ára með sömu frum-
kvöðlahugsjónina í far-
teskinu sem lagt var
upp með. Við þurfum
hér eftir sem hingað til
að ráða til okkar góða
starfsmenn. Í þjónustu
sem sífellt krefst þess
að gefið sé af sér í
starfi og unnið að málum með hug-
sjónir þess, er vill eitt samfélag fyr-
ir alla.
Starf Styrktarfélags vangefinna
hefur verið einstaklega farsælt og
við sem höfum tekið þátt í því erum
ákaflega stolt af okkar félagi. Mikl-
ar breytingar hafa átt sér stað í ís-
lensku þjóðfélagi frá stofnun fé-
lagsins. Kjör almennings á Íslandi
hafa batnað jafnt og þétt á þessu
tímabili og sama má segja um þá
einstaklinga sem hafa notið þjón-
ustu og starfs félagsins.
Góðgerðarfélög sem sinna mál-
efnum fatlaðra hafa gert sér grein
fyrir mikilvægi þess að vinna að
viðhorfsbreytingum gangvart fötl-
uðum. Viðhorf almennings til
þroskahamlaðra eins og þau birtust
fyrir 50 árum þættu fráleit í dag.
Sumt af því, sem e.t.v. þótti í lagi
fyrir örfáum árum, telst ekki boð-
legt í dag. Það er okkar skylda að
fylgjast með þeirri öru þróun sem á
sér stað í málefnum þroskahaml-
aðra og vinna jákvæðum breyt-
ingum brautargengi, okkar fólki til
hagsbóta.
Frá upphafi hefur starfsemi Áss
styrktarfélags miðað að því að
koma á þjónustu fyrir þann hóp
sem félagið hefur beitt sér fyrir.
Félagið byrjaði á stofnun Lyngáss
1961 sem er dagheimili fyrir börn
þá og nú. Sá hópur eltist og nauð-
synlegt reyndist að koma fleiri til-
boðum í gang sem gert var með
stofnun Bjarkaráss, 1971 og síðan
Lækjaráss, 1981 í framhaldi af því.
Sama ár og Lækjarás var stofnað
tók Ás vinnustofa þar til starfa. Ás
vinnustofa flytur í rýmra húsnæði
1989 þegar starfsemin var flutt í
Brautarholt 4. Miklar breytingar til
batnaðar var í þjónustu við þroska-
hamlaða á þessum árum. Fyrsta
sambýlið á landinu var tekið í notk-
un 1976. Fjórum árum síðar, 1980,
var svo annað sambýli tekið í notk-
un. Svona hefur þetta þróast koll af
kolli fram til dagsins í dag þar sem
félagið stendur fyrir rekstri 10
sambýla auk annarrar þjónustu.
Saga félagsins er samofin frum-
kvöðlahugsjón og baráttuvilja um
bætta þjónustu til handa þjón-
ustuhópnum. Brugðist er við þeim
þörfum hverju sinni eftir því sem
hægt er og nýjustu hugmyndafræði
hvers tíma fylgt.
Á því sem hér hefur komið fram
sést að starfsemi Áss, styrktar-
félags, hefur vaxið jafnt og þétt á
þeim 50 árum sem félagið hefur
starfað. Félagið sér í dag um rekst-
ur þriggja dagstofnana, Lyngáss,
Bjarkaráss og Lækjaráss, auk
vinnustofunnar Áss, sem er vernd-
aður vinnustaður fyrir einstaklinga
með þroskahömlun. Ás styrktar-
félag starfrækir einnig liðveislu,
sem er ætluð þeim sem búa sjálf-
stæðri búsetu, en þurfa frekari að-
stoð en þá sem félagsþjónustan
veitir. Fleira er hægt að tína til en
ég vil sérstaklega geta aðkomu fé-
lagsins að rekstri sumardvalar. Alls
njóta 218 einstaklingar þjónustu fé-
lagsins í dag og starfsmenn þess
eru 228 í 135 stöðugildum. Til
grundvallar starfseminni er þjón-
ustusamningur við ríkið.
Rekstur félagsins er tvískiptur.
Annars vegar er sá rekstur sem hér
hefur verið nefndur og byggist á
þjónustusamningnum. Hins vegar
rekur félagið öfluga félagsstarf-
semi þar sem styrkir og sjálfsaflafé
þess standa undir nýsköpun og
frumkvöðlaverkefnum. Þjónustu-
samningurinn og félagsstarfsemin
hafa í raun stutt hvort annað. Með
því að vera í marg-
háttuðum rekstri
hefur félagið getað
náð þeirri stærðar-
hagkvæmni sem
nauðsynleg er til
þess að hægt sé að
sinna félagsstarfinu
af alvöru, s.s. hvað
varðar starfsfólk
með þekkingu, hús-
næði og fleira. Á
hinn bóginn má segja
að með því að vera í
fararbroddi í félags-
starfi tryggjum við
að ávallt séu gerðar
ýtrustu gæðakröfur til þeirrar
þjónustu sem við veitum í gegnum
þjónustusamninginn.
Stjórn félagsins er skipuð for-
eldrum og systkinum þeirra ein-
staklinga sem þjónustunnar njóta.
Sú skipan var ákveðin í lögum fé-
lagsins strax í upphafi og má full-
yrða að þessi tilhögun hafi reynst
félaginu einstaklega happadrjúg.
Félagið setur sér háleit markmið,
gerir miklar kröfur til handa þjón-
ustuþegum og sættir sig aldrei við
neitt sem er lakara en það sem best
reynist hverju sinni.
Hér á eftir verður greint stutt-
lega frá því sem er efst á baugi hjá
félaginu nú um þessar mundir,
einkum því sem snýr að fé-
lagsstarfinu.
Stefnan
Það er í senn skylda og stefna fé-
lagsins, sem samofin er grunn-
gildum þess, að vera í stöðugri leit
að nýjum tækifærum fyrir þjón-
ustuhóp sinn. Það leitast við að vera
vel vakandi fyrir öllum nýjungum,
fylgjast með straumum og stefnum
úr okkar nánasta umhverfi og hvað-
anæva að úr heiminum. Við þurfum
að taka þátt í umræðunni og láta
okkur málin varða.
Ás styrktarfélag á mjög gott og
víðtækt samstarf við samtök, félög
og opinbera aðila bæði hér heima
og erlendis.
Stefnumörkun félagsins lýtur
annars vegar að innra starfi félags-
ins, s.s. varðandi starfsmenn, gæða-
mál, fjármál og fleira. Á hinn bóg-
inn lýtur stefnumörkun félagsins að
málefnum þjónustuþeganna. Þar
eru ýmis grunngildi í hávegum höfð
eins og að:
Stuðla að velferð einstakling-
anna.
Virða sjálfræði þeirra.
Gefa fólki með þroskahömlun
kost á að lifa sambærilegu lífi
við aðra í þjóðfélaginu.
Veita þeim stuðning til þess
eftir því sem við á hverju
sinni.
Að þjóðfélag okkar sé án að-
greiningar á sem flestum svið-
um, s.s. í búsetu, atvinnu,
menntun ofl.
Helstu verkefni á afmælisári
Mörg verkefni eru í gangi hjá fé-
laginu sem hafa verið í undirbún-
ingi og verða opinber og eða tekin í
gagnið á afmælisárinu, samanber
íbúðasambýlið að Langagerði 122
sem hafin var bygging á með fyrstu
skóflustungu þann 8. febr. 2007.
Þar er fylgt nýjustu kröfum um
einstaklingsrými og aðgengi og til-
gangurinn sá að bjóða fólki sem
þegar er í búsetuþjónustu enn betri
aðstæður. Reiknað er með að íbúar
flytji inn í apríl/maí 2008.
Saga félagsins kemur út í bókar-
formi á árinu og hefur útgáfunefnd
stjórnar haft veg og vanda af utan-
umhaldi og eftirfylgd þeirrar vinnu.
Hilma Gunnarsdóttir sagnfræð-
ingur hefur tekið að sér verkið og
stefnt er að því að ljúka því haustið
2008.
Atvinnumál fólks með þroska-
hömlun brenna á mörgum og hefur
félagið beitt sér sérstaklega í þeim
málum. Sérstakt verkefni „Allt að
vinna“ hefur verið í gangi frá því í
maí 2006. Með því verkefni hefur
félagið aflað sér mikilvægra upp-
lýsinga um vinnumarkaðinn, mynd-
að tengsl við fjölda fyrirtækja og
einstaklinga sem er góður grunnur
til að byggja á. Mjög mikilsvert
verkefni sem stjórn félagsins vill
veita sem best bautargengi. Ekki
má heldur gleyma Ási vinnustofu,
en þar starfa 32 starfsmenn í
verndaðri vinnu samkvæmt ný-
gerðum kjarasamningi við Eflingu.
Að auki eru 7 einstaklingar sem
starfa eftir sama kjarasamningi á
hæfingarstöðinni að Bjarkarási.
Vinnustofur eins og Ás og Bjark-
arás eru enn sem komið er nauð-
synlegar til þess að veita sem flest-
um atvinnu við hæfi. Vonandi tekst
okkur í framtíðinni að efla fyrir-
tækin til samstarfs því innan þeirra
eru næg verkefni sem geta hentað
ólíkum einstaklingum.
Samskipti kynjanna og kyn-
fræðsla, „Þekkingarsetrið“, er eitt
af þeim verkefnum sem félagið hef-
ur beitt sér fyrir og hófst á árinu.
Aðkallandi verkefni sem hefur verið
í undirbúningi um nokkurrra ára
skeið. Nánari kynningar á verkefn-
inu er að vænta á afmælisárinu.
Breyttur lífsstíll er sérlega áhuga-
vert verkefni af hálfu félagsins. Hér
er um að ræða átak fyrir þá sem
komnir eru á hættulega braut
heilsufarslega, sökum ofþyngdar.
Verkefnið felst í fræðslu um mik-
ilvægi góðrar hreyfingar og holls
mataræðis. Frábært verkefni sem
stjórn hefur þegar ákveðið að haldið
verði áfram með.
Félagið er á mikilli siglingu með
frumkvöðlahugsjón að leiðarljósi.
Það sést á þeim verkefnum sem hér
hefur aðeins verið tæpt á. Mörg
fleiri verkefni eru í gangi sem vert
væri að geta um.
Virði félagsins er mikið og munar
þar mest um fjölda frábærra starfs-
manna, sem búa yfir dýrmætri
þekkingu og reynslu. Ás, styrkt-
arfélag, er líkt og allir aðrir vinnu-
veitendur í erfiðri samkeppni um
hæfasta starfsfólkið. Í þeirri baráttu
hefur félaginu vegnað vel. Hags-
munir fatlaðra og aðstandenda
þeirra eru samofnir kjörum starfs-
manna innan starfsgreinarinnar.
Líkt og gagnvart þjónustuþegum
okkar þarf engu að síður viðhorfs-
breytingu í stjórnkerfinu, hjá sveit-
arfélögunum og meðal almennings
til þess að tryggja sem best kjör til
handa því fólki sem vinnur í fötl-
unargeiranum. Launin verða að vera
samanburðarhæf við laun annarra
þjóðfélagshópa. Þannig getum við
enn frekar haldið besta fólkinu inn-
an okkar vébanda.
Við höldum upp á tímamótin að
Gullhömrum þann 20. apríl og bjóð-
um þar alla velvildarmenn og vel-
unnara velkomna.
Frumkvöðlastarf í 50 ár
Eftir Sigurð Þór Sigurðsson
» Saga félagsins er
samofin frum-
kvöðlahugsjón og bar-
áttuvilja um bætta
þjónustu til handa
þjónustuhópnum.
Brugðist er við þeim
þörfum hverju sinni
eftir því sem hægt er
og nýjustu hugmynda-
fræði hvers tíma fylgt.
Sigurður Þór
Sigurðsson
Höfundur er formaður Áss styrkt-
arfélags.
Úr gróðurhúsinu við Bjarkarás.
Karlaklúbburinn í Lækjarási.
Byggingu Langagerðis 122 er að ljúka og verða íbúum afhentir lyklar að
húsinu þann 30. apríl nk.
hann hlakkaði til þess að geta nú í nokkur ár
lgað sig hugðarefnum sínum og unnið úr því
ysilega safni heimilda, sem hann hafði sank-
að sér í önnum dagsins. Þessi upplýsinga- og
æðaþörf var honum í blóð runnin. Að honum
óðu sterkir stofnar bændahöfðingja og lær-
msmanna og nefni ég þar forföður hans Pál
elsted sagnfræðing til sögunnar. Og aftur tek
líkinguna af Ólafi Davíðssyni og gef Fornólfi
ðið:
Fróðleiksþyrst og öflug önd,
eljanþróttur styrkur,
bæði var um hug og hönd
halrinn mikilvirkur.
Það varð héraðsbrestur við sviplegt fráfall
ls í Sandvík. Hann var gæddur einstökum
annkostum, greiðvikinn og úrræðagóður og
fði ljúfa og létta lund. Það kom því af sjálfu
r, að á hann hlóðust margvísleg trún-
arstörf fyrir sveit sína, hérað og bænda-
mtökin, sem hann leysti öll vel af hendi.
Djúpur er söknuður Elínborgar, barnanna
fjölskyldunnar og höggið sárt. Þau hafa
sst mikið. Guð blessi þau öll og vaki yfir
nningu Páls í Sandvík.
Halldór Blöndal.
kvæðis
um við
ólki
, fara í
nn sé
afi þan-
og þar
ngu
ð-
da við
að
ort
með
ð áður
gefst
miss-
á ró-
gleika,
að það gefist færi á því að skoða
hvernig við getum örvað nýsköpun
í landinu.“
Evrópumálin hafa verið ofarlega
á dagskrá hjá Samtökum atvinnu-
lífsins á umliðnum mánuðum og
misserum og segir Þór að það sé
vel. „En það er alveg ljóst að Evr-
ópumálin munu verða enn meira á
dagskrá á næstunni og við hjá
samtökunum munum verða í for-
ystu í þeirri umræðu.
Ég er jákvæður gagnvart auknu
Evrópusamstarfi en vil ekki að það
verði með einhverjum ofsa. Þetta
þarf að ræðast og það þarf að
skoða kosti þess og galla. Og ég er
jafnframt jákvæður gagnvart evr-
uvæðingu,“ segir Þór Sigfússon,
nýr formarður Samtaka atvinnu-
lífsins að lokum.
ú að
tinu
Morgunblaðið/Golli
örgólf Guðmundsson.
Ingimundir bætti því við að sú hætta blasti
ð að íslensk fyrirtæki, sem að stórum hluta
arfi á erlendum mörkuðum, muni sjá hag
um betur borgið með því að flytja starfsemi
a til annarra landa þar sem stöðugleiki er
eiri og rekstrarumhverfi hagfelldara.
„Við óbreytt ástand er ekki unnt að una, og
því nauðsynlegt að fara yfir allar hug-
yndir um umbætur á núverandi aðstæðum,“
gði Ingimundur Sigurpálsson í síðustu ræðu
ni sem formaður Samtaka atvinnulífsins
ir 5 ár í því starfi.
flytji út