Morgunblaðið - 19.04.2008, Side 35

Morgunblaðið - 19.04.2008, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 35 ✝ Anna Stef-ánsdóttir fædd- ist á Mælifelli í Skagafirði 2. febr- úar 1925. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Neskaups- stað 2. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- rún Halldórsdóttir frá Högnastöðum í Helgustaðahreppi og Stefán Eyjólfur Hermannsson bóndi á Högnastöðum. Kynfaðir Önnu var Þorsteinn Snorrason og ólst hún upp hjá honum og móður sinni Guðrúnu, á Eskifirði. Systkini Önnu eru; Pét- ur Stefánsson, f. 1917, d. 1993, Helga Stefánsdóttir, f. 1919, d. 1991, Hafsteinn Stefánsson, f. 1921, d. 1999, Kristín Þorsteins- dóttir, f. 1930, d. 2006, Siggerður ir, Eskifirði. Þau eiga 4 börn. f) Haukur Líndal f. 1960, maki Jó- hanna Rafnsdóttir, Eskifirði. Þau eiga 3 börn. g) Guðrún Helga f. 1963, maki Hannes Sigmarsson, Eskifirði. Þau eiga 5 börn. Barna- barnabörn Önnu eru 36 og barna- barnabarnabörn eru 4. Anna stýrði stóru heimili með myndarbrag. Hún hafði mikinn áhuga á garðrækt og lagði sig fram við að prýða í kringum hús sitt með hvers kyns gróðri. Einnig átti hug hennar alls konar hand- verk og undi hún sér ekki nema vera með eitthvað á milli hand- anna. Nýtni og útsjónarsemi voru henni töm í því sem hún tók sér fyrir hendur. Utan heimilis vann Anna alla sína tíð en seinni hluta ævi sinnar vann hún m.a. í Frysti- húsi Eskifjarðar og í Fiskimjöls- verksmiðju Eskifjarðar. Síðustu æviárin dvaldi Anna á hjúkr- unarheimilinu Hulduhlíð á Eski- firði. Útför Önnu fer fram frá Eski- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Þorsteinsdóttir, f. 1931, og Kolbrún Þorsteinsdóttir, f. 1933. Ung að árum kynntist Anna eig- inmanni sínum Jóni Alfreði Arnfinnssyni frá Reyðarfirði, f. 1915, d. 1985. Bjuggu þau allan sinn búskap á Mel á Eskifriði. Börn þeirra urðu 8, 1 andvana fætt. Hin eru; a) Hafdís, f. 1941-2003. b) Hjálmveig María f. 1945, maki Rafn Helgason, Eskifirði. Þau eiga 5 börn. c) Arnfinnur Gísli f. 1947, maki Dagný Sigurðardóttir, Egils- stöðum. Þau eiga 5 börn. d) Elín Hrönn f. 1948, maki Guð- laugur Gíslason, Hveragerði. Þau eiga 3 börn. e) Þorsteinn Snorri f. 1951, maki Kristbjörg Helgadótt- Elsku amma, þegar ég lít til baka til æsku minnar var alltaf sólskin og sumar á Eskifirði. Þar stóð húsið ykkar afa á Melnum, stórt, rautt og fallegt, garðurinn stór, fallegur með fullt af trjám, blómum, vindmyllu og litlum burstabæ. Þarna var kjarninn í fjölskyldunni og alltaf fullt hús af fólki. Mér fannst alltaf svo gaman að koma til ykkar afa og það var mikið tilhlökkunarefni að skreppa á Eski- fjörð um helgar þegar ég var lítil stelpa. Í lok hverrar heimsóknar kvaddir þú okkur systkinin með kon- fektmola í nesti en að mér laumaðir þú aukamola í nesti því ég var nafna þín. Mér fannst alltaf svo gaman að skoða í kistuna þína sem var full af skartgripum og fyrir mig var þetta eins og fjársjóðskista. Þú sagðir líka við mig að þegar þú dæir fengi ég kistuna. Það er merkilegt og tákn- rænt að síðast þegar ég var í heim- sókn hjá þér skoðuðum við í kistuna og þú gafst mér fallega nælu og sagðir mér að setja hana á mig. Ég á eftir að minnast þess lengi. Handavinna var eitt af því sem við áttum sameiginlegt og í hvert sinn sem við heyrðumst spurðir þú hvað ég væri að gera í höndunum. Þú kenndir mér að hekla þegar ég var lítil. Seinna aðstoðaði ég þig við að draga upp í marga dúka og þú sast og saumaðir endalaust út og þegar þú varst búin með dúkana gafst þú þá austur og vestur og ætlaðist aldr- ei til að fá neitt að launum. Amma, þú varst sérstaklega gjafmild og góð kona. Þú áttir stóra fjölskyldu og hugs- aðir vel um hana alla, alltaf var bakk- elsi á borðum, þú vílaðir ekki fyrir þér að vakna eldsnemma á morgn- anna og steikja kleinur, baka pönnu- kökur og jólakökur svo tugum skipti og ein kaka var í uppáhaldi hjá okkur systkinunum og það var „ömmu á Eski“-kakan sem var þín hugmynd og útfærsla. Þú varst svo hugmynda- rík, útsjónarsöm og ósérhlífin í hverju sem þú tókst þér fyrir hendur og varst börnum og barnabörnum svo góð fyrirmynd. Þegar þú varst að segja mér frá liðinni tíð hugsaði ég oft, ja, þvílíkur dugnaður og drif- kraftur sem bjó í þér. Eftir að þú fórst á hjúkrunarheim- ilið fór ég stundum með þig í öku- ferðir upp í Egilsstaði í búðarferðir og það þótti okkur gaman. Þó svo að þú værir orðin fótalúin og þreytt varðstu að komast út og í búðir, skoða og kaupa föt. Þú leist alltaf svo vel út í fínum fötum, máluð og skreytt og þú varst algjör pæja. Mér er það mjög minnisstætt þegar ég heimsótti þig fyrir nokkru eftir að þú slasaðist og varðst rúmliggjandi og ég hafði orð á því hvað þú litir vel út. Þarna lástu í rúminu þínu uppá- klædd, máluð og vel til höfð þó svo að þú gætir þig ekki hreyft og ástæðan fyrir því að þú leist svona vel út að þinni sögn var: „Að þú drykkir ekki, reyktir ekki – og eltist ekki við karl- menn“. Gamansemi þín var líka ein- stök og þarna var þér rétt lýst. Jæja, elsku amma, það er hægt að skrifa margt um þig, þú varst ein- stök. Ég á eftir að sakna þess að heyra ekki í þér og hitta þig. Ég veit að í framtíðinni á ég eftir að hugsa oft um þig og vitna til þín. Kveðja, Anna María Arnfinnsdóttir. Elskulega langamma mín. Það eru ótal minningar sem ég á um þig. Það var alltaf svo gaman að koma á Melinn til þín, það var svo notalegt. Þegar komið var að því að halda aftur heim á leið sagðir þú alltaf við mig: „Fáðu þér nú eina lúku af karamell- um“ og réttir fram dunk fullan af þeim. Þú varst mér alltaf svo ljúf og góð, ég man svo vel eftir því þegar þú gafst mér prinsessukjólinn, ég var svo ánægð því mig hafði lengi langað í svona kjól, ég man líka vel eftir heim- ferðinni, ég starði á kjólinn allan tím- ann, mér fannst hann svo fallegur. Mér fannst líka svo æðislega gam- an þegar við mamma náðum í þig nið- ur á Eskifjörð og svo fórum við allar saman í búðir. Það þótti þér nú ekki leiðinlegt. Þegar ég kom til þín á Neskaup- stað eftir að þú hafðir lærbrotnað í byrjun árs 2007 áttum við yndislegar stundir saman, við gátum talað um svo margt þegar við vorum einar. Við ræddum framtíð mína oft og meðal annars í þetta skiptið þar sem mikil breyting var að verða í mínu lífi, þér fannst ég svo góðhjörtuð og vildir alltaf að ég myndi vinna við umönn- unarstörf og eins og þú veist þá ligg- ur leið mín þangað. Þig langaði svo að hitta unnusta minn og í lok heim- sóknarinnar hittir þú hann, bauðst hann velkominn í fjölskylduna og baðst hann að passa vel upp á Hilmu þína. Þú hvíslaðir því svo í eyrað mitt: „Segðu við hann að ef hann sé ekki góður við þig þá rasskelli ég hann,“ svo hlógum við. Þú varst allt- af með húmorinn í lagi. Amma, þú ert kona sem allir hefðu viljað þekkja, ég er afskaplega þakk- lát að litli Mikael Leó minn fékk að hitta þig. Mig langaði alltaf til þess að þú fengir að hitta afkvæmi mitt og það fékkstu þótt kynnin hafi ekki verið löng. Ég mun segja Mikael frá þér og rifja upp mínar minningar af þér fyrir hann í framtíðinni. Síðustu orðin mín til þín voru: Guð geymi þig amma mín, mér þykir vænt um þig, á móti sagðir þú: sömu- leiðis elskan mín. Þetta eru orð sem ég mun alltaf geyma í hjarta mínu. Ég vonast til þess að þú hafir það gott, að þér líði vel. Ég sakna þín sárt, elsku langamma mín, ég hlakka til að hitta þig hinum megin. Þú verður alltaf ofarlega í minn- ingu minni og hjarta mínu. Ég er stolt að vera eitt af afkvæm- um þínum Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín, enda þótt öll sé kross upphefðin mín. Hljóma skal harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. Sofanda sýndu þá sólstigans braut upp í þitt eilífa alföðurskaut. Hljómi svo harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. (Matthías Jochumsson.) Hvíldu í friði. Þitt langömmubarn, Hilma. Anna Stefánsdóttir ✝ Guðbjörg MaríaMagnúsdóttir húsmóðir ( Mæja Magg ) fæddist á Flateyri við Önund- arfjörð 5. desember 1922. Hún andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði að kveldi 11. apríl síð- astliðins. Foreldrar hennar voru Magn- ús Jónsson skip- stjóri, f. 26.8. 1886, d. 16.11. 1968 og Bjarney Steinunn Einarsdóttir, f. 21.8. 1893, d. 21.5. 1927. Fósturforeldrar Maríu voru Jóhannes E. Guðmundsson, f. 2.11. 1870, d. 23.9. 1960 og Val- gerður Guðbjartsdóttir, f. 2.7. 1877, d. 05.11. 1965. Systkin Mar- íu: Sigríður, f. 19.7. 1911, d. 20.5. 1995, Svava, f. 13.1. 1913, d. 28.2. 1965, Gíslína, f. 1.7. 1915, d. 22.5. 1994, Einar, f. 26.8. 1917, d. 28.12. 1971, Kristján J., f. 24.9. 1918, d. 25.11. 1949, Hrafnhildur, f. 16.8. 1920, d. 22.5. 2007, Guð- björg María, f. 1921, d. 3.12. 1921, Haraldur, f. 28.7. 1924, og Bjartmar, f. 23.10. 1925, d. 10.7. 1982. Fóstursystkin Maríu: Sig- ríður Jóhannesdóttir, f. 11.10. 1902, d. 9.4. 1995, Eiríkur Jó- geirsson, f. 3.3. 1987. Árið 1981 giftist Gunnar Magn- ús Áróru Jóhannsdóttur, f. 13.12. 1958. Þau slitu samvistum. Sonur þeirra: Jóhann Haukur Gunn- arsson, f. 7.5. 1982. Maki Margrét Lára Jónsdóttir, f. 9.10. 1980. Hálfsystir Jóhanns Hauks sam- mæðra er Sandra Halldórsdóttir, f. 14.7. 1976. María giftist aldrei. Hún átti við minniháttar fötlun að stríða í baki frá barnæsku, sem ágerðist mjög við meðgöngu sona hennar. Upp úr fimmtugu fóru að hrjá hana meira og minna alvarleg veikindi allt til hins síðasta og var hún að heita má alveg rúm- liggjandi eftir sjötugt. María nam við Húsmæðraskólann að Stað- arfelli veturinn 1945 til 1946. Sumrin 1947 og 1948 vann María í eldhússkála Síldarverksmiðj- unnar í Djúpuvík og sumarið 1949 í eldhúsi Sjúkrahúss Pat- reksfjarðar. María annaðist fóst- urforeldra sína á heimili sínu uns þau létust og var það ærinn starfi eftir að synir hennar fæddust. María var um árabil virk í Kvenfélaginu Brynju á Flateyri og félagi þar allt til hún fluttist til Reykjavíkur árið 1985, eins söng hún lengi með Kirkjukór Flateyrar og tók þátt í starfi leik- félagsins á sínum yngri árum. María fluttist aftur til Flateyrar árið 2000 sem vistmaður Öldr- unarheimilisins Sólborgar. Útför Maríu fer fram frá Flat- eyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. hannesson, f. 1904, d. 6.1. 1926, Guð- mundur V. Jóhann- esson, f. 17.12. 1905, d. 9.5. 2000 og Ragnheiður Frið- riksdóttir, f. 11.1. 1916, d. 23.11. 2004. 12. apríl 1959 fæddust Maríu tví- burasynirnir Valgeir Jóhannes og Gunnar Magnús. Barnsfaðir Maríu var Ólafur Haukur Ólafsson læknir, f. 10.2. 1930, d. 29.4. 1989. Hálfsystkin Val- geirs og Gunnars: Ólafur Haukur Ólafsson, f. 9.2. 1949, Einar Benedikt Ólafsson, f. 14.3. 1950, d. 18.1. 1990, Kristján Már Ólafs- son, f. 3.1. 1952. Ásdís Katrín Ólafsdóttir, f. 16.4. 1956, og Sig- ríður Edda Ólafsdóttir, f. 8.8. 1959. Árið 1978 giftist Valgeir Jó- hannes Jarþrúði Bjarnadóttur, f. 6.10. 1960. Þau slitu samvistum. Börn þeirra: Guðmunda Valborg Valgeirsdóttir, f. 29.3. 1979, d. 10.3. 1995, Vigfús Birgir Val- geirsson, f. 04.3. 1981. Maki. Frida Hallenbo, f. 11.7. 1979. Ás- geir Örn Valgeirsson, f. 12.10. 1982, og Guðbjörn Már Val- Við andlát Mæju Magg, eins og hún var alltaf kölluð, fer hugsunin að rifja upp, hvernig var hennar lífs- saga? Hvernig komst hún í gegnum lífið með eilífar ágjafir? Sumt fólk getur brosað, hlegið og fíflast þótt ástæður og fleira gefi annað í skyn. Mættum við hin læra að brosa alla- vega út í annað við hin ýmsu tæki- færi. Þannig kynntist ég Mæju fyrst, eldhress að fíflast í morgunkaffi hjá tengdamóður minni, Guju á Kamb- inum. Þá var oft hlegið hátt. Þær voru sannar vinkonur alla tíð, bjuggu í húsum hlið við hlið meðan báðar bjuggu á Flateyri. Guðrún hafði stórt hjarta og ríka þörf til að aðstoða nágrannakonu sína, það best hún gat, vegna heilsu- leysis Mæju og þess að hún var ein- stæð móðir með tvo hressa drengi (tvíbura). Ég féll strax inn í þetta samband á milli heimilanna, að fara sendiferð fyrir Mæju eða halda á ein- um sígarettupakka með mér heim, en þá vann ég í Kaupfélaginu. Er ég kom í dyrnar var oft sagt: „Þú ert ekkert að flýta þér, komdu inn í kaffi,“ og oft fylgdi sérríglas með. Í lagi að segja frá núna, en þarna var ég bara 17 ára, nýflutt til Flateyrar. Heilsuleysi var fylgifiskur Mæju mikið af lífinu, gigtin lék hana grátt. En fleira kom þar til, stóru ástina í lífinu, frænda minn Gunnar Pétur Guðmundsson, fékk hún ekki að eiga, amma sá til þess. Hann dó síð- an kornungur og er Mæja eignast tvíburana skírir hún annan drenginn Gunnar. Myndin af Gunnari Pétri var alla tíð í herberginu hennar. Eins var það þungt högg er sonardóttir hennar lést af slysförum. Mæja sagði sínar skoðanir um- búðalaust, var hrókur alls fagnaðar í samkvæmum, hafði gaman af söng og var umtalað hve vel þær systur syngju, Sigga og hún, en lengi sungu þær með kirkjukórnum. Mæja var sannur vinur vina sinna, því fékk ég að kynnast og það hafa drengirnir hennar erft. Að leiðarlokum þökkum við Mæju samferðina. Hún kenndi okkur æðruleysi. Elsku Valli, Gunni og öll ykkar börn og tengdabörn og aðrir aðstandendur. Guð styrki ykk- ur. Gunnhildur og Þorsteinn. Vinkona okkar, María Magnús- dóttir frá Flateyri, er látin á áttug- asta og sjötta aldursári. Hún var uppalin á Flateyri og átti þar lengst af heima. Líf hennar var sannarlega ekki eilífur dans á rósum. Ung fékk hún mein í bakið sem háði henni ekki svo mikið í fyrstu en ágerðist með ár- unum og setti henni algerlega stól- inn fyrir dyrnar síðustu árin. Auk þess að sinna heimili sínu var María á yngri árum ágætur þátttakandi í félagslífi á Flateyri. Þeir sem þekkja til í dreifðum og oft einangruðum byggðum landsins um og fyrir miðja síðustu öld, vita að þá var ekki völ á mikilli afþreyingu, sjónvarp ekki til, ekki kvikmyndahús að ekki sé talað um annað sem fangar hugi fólks nú um stundir. En menn vissu að lífið er ekki bara fiskur. Fólk stofnaði félög í mörgum tilgangi. Þessi félög gerðu margt til að stytta mönnum stundir auk þess að sinna öðrum þörfum samfélagsins. Í því skyni voru t.d. sýnd leikrit og æfður söngur. Þeir sem lærðari eru og þykjast kunna tala stundum með vott af lítilsvirð- ingu um þessar tilraunir til að efla menningarlíf í fábreytninni. Auðvit- að var ekki allt fullkomið en tókst þó oft vel til og ómetanlegt er framlag þessa fólks til að lyfta hugum sam- borgara sinna frá amstri dagsins. Það var einmitt þetta, sem nú var nefnt, leiklist og söngur sem átti hug Maríu og á þeim sviðum var hún öfl- ugur og góður liðsmaður. Hún tók þátt í fjölda leiksýninga með góðum árangri en söngurinn var hennar lífsnautn. Hún hafði afar fallega sópranrödd og tók þátt í sönglífi á Flateyri sem var oft og tíðum mjög blómlegt. Þar starfaði auðvitað kirkjukór að staðaldri en þar að auki voru oft myndaðir sönghópar af ýmsu tilefni. Þar var María félagi í fremstu röð og prýddi sönginn með sinni fallegu rödd. María var einkar fríð kona, skemmtileg, röggsöm og ágætlega hispurslaus í tali, sagði mönnum til syndanna þegar svo bar undir en gleymdi ekki að láta þá vita þegar henni þótti vel gert og gerði sér í þessu engan mannamun. Mál- farið var skýrt og skorinort og rammíslenskt. Þrátt fyrir veikindi hennar sem áður eru nefnd og ásóttu hana hatramlega á efri árum var hún alltaf glöðust allra á góðri stund allt fram á það síðasta. Hún vann eins og aðrir utan heimilis en heimilið var samt hennar aðalstarfsvettvangur. Hún var vel verki farin, laghent og stundaði um árabil saumaskap og saumaði þá fatnað af ýmsu tagi. Hún annaðist aldraða fósturforeldra sína af umhyggju og drengirnir hennar, tvíburarnir Gunnar og Valgeir, bera þess vitni að vel var um þá hugsað. Við söknum Maríu og minnumst ára- tuga vináttu hennar og tryggðar með þakklæti. Við sendum sonum hennar og öðrum afkomendum og ættingjum samúðarkveðjur Anna og Emil. Guðbjörg María Magnúsdóttir Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.