Morgunblaðið - 19.04.2008, Síða 39

Morgunblaðið - 19.04.2008, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 39 sér enga líka, er í gerðinni nánast prentletur stílhreint og læsilegt. En tími hinnar einföldu stjórnsýslu rann sitt skeið á enda og ég minnist með þakklæti þess að hafa fengið að taka þátt í öllum þessum notalegu hreppsnefndarfundum sem runnu áfram ágreiningslaust og enduðu með veglegu kaffiborði í eldhúsinu hjá henni Ellu. Palli og Ella voru ákaflega sam- hent hjón og áttu góða ævi þótt auð- vitað hafi þau fengið sinn skerf af mótlæti eins og flestir í lífinu. Þau lásu mikið og hlustuðu á góða tónlist. Páll gerði sér far um að fylgjast vel með öllu sem var á döfinni. Ég minn- ist þess þegar hann tók sig til og pældi gegnum bókina „Söngvar Sat- ans“ sem ég hef fyrir satt að sé með leiðinlegri bókum en nauðsynleg lesn- ing til að skilja upphlaup múslima vegna þessa ritverks. Eða þegar þau hjónin fóru í ferðalag til Rússlands fyrir nokkrum árum, lögðu þau á sig að stunda rússneskunám til þess að búa sig undir ferðina. Svona var hinn lifandi áhugi Páls á hlutunum. Það er þyngra en tárum taki að Páli skyldi ekki gefast fleiri ár til að halda áfram að auðga líf sitt og annarra. Þau hjónin sáu fram á að sigla lygnan sjó þar sem búskapurinn var kominn í hendur afkomenda þeirra og mesta félagsmálavafstrið að baki. Við María vottum fjölskyldunni í Litlu-Sandvík innilega samúð okkar vegna hins sviplega fráfalls Páls Lýðssonar. Ólafur Kristjánsson. Meira: mbl.is/minningar Mér hefur sjaldan brugðið meira en þegar mér var sagt frá hinu svip- lega láti Páls Lýðssonar í umferðar- slysi. Við höfðum verið vinir lengi og unnið saman að einum þættinum í fé- lagsmálum bænda á Skeiðum og í Flóa, sem voru afréttarmálin. Það samstarf var ánægjulegt og vil ég minnast þess með nokkrum orðum. Skeiða- og Flóahreppar hafa frá fornu fari átt sameiginlegan afrétt of- an byggðar í Gnúpverjahreppi hinum forna. Hreppstjórar og síðar oddvitar hafa með höndum stjórn afréttar- mála, sem er smölun afréttar, aðbún- aður fjallmanna, réttir, refaveiðar o.fl. Páll tók við formennsku í afréttar- félaginu á aðalfundi félagsins í ágúst- mánuði 1982, þegar Ágúst Þorvalds- son alþingismaður hætti. Páll var formaður síðan og var búinn að vera það í 26 ár, þegar hann lést. Ég var gjaldkeri félagsins með Páli í 24 ár, eða þar til ég hætti árið 2006. Í félaginu eru tveir menn í fram- kvæmdastjórn og lýsti Páll því oft í gamni og alvöru hvað það væri gott að hafa aðeins tvo menn í stjórn félags- ins, stjórnarfundir flestir eitt símtal og málin leyst. Í þessu félagi eru engar skyldur lagðar á hreppana um fjölda fjall- manna í smölun afréttarins, heldur eru málin leyst með samkomulagi á aðalfundi félagsins í ágústlok. Kom sér þar vel lipurð formannsins við að ná samkomulagi um smölun afréttar- ins og eins um framkvæmdir varð- andi afréttinn. Þegar fjárhagur félagsins batnaði var ráðist í miklar framkvæmdir. Byggð voru fjallmannahúsin Klettur í Austurleit og Hallarmúli í Vesturleit. Brautin að Hallarmúla var malborin og nýr vegur lagður að Kletti. Er nú góð aðstaða fyrir fjallmenn í þessum húsum en utan fjallferða eru þau leigð fólkinu í sveitunum í kring og öðrum ferðamönnum. Eru þetta vinsælir dvalarstaðir fólksins, sem vill njóta kyrrðar og fegurðar fjallanna. Þá vil ég minnast skemmtilegra ferða, sem Páll bauð sveitarstjórnar- mönnum úr þessum hreppum til eftir hverjar kosningar til þess að skoða afréttinn. Eknar voru brautirnar um afréttinn og stoppað í húsunum og lyft glasi. Formaður réð ferðinni en fjallkóngar og gamlir fjallmenn lýstu leiðum. Það var glens og gaman í rút- unni, þar naut sagnameistarinn Páll sín vel og sagði hverja söguna af ann- arri af fjallferðum og mannraunum sem fjallmenn lentu í. Þær voru kryddaðar með sögum af gömlum fjallkóngum og ýmsum ævintýrum, þá bættu aðrir samferðamenn við sögum og sögnum, og var þetta hin besta skemmtun og ferðin fróðleg. Enn er afrétturinn s alaður eftir fornri venju og fólkið þyrpist í rétt- irnar. Fénu hefur fækkað, en réttar- dagurinn er enn hátíðisdagur fólksins í þessum sveitum. Hér hef ég lýst einum þætti í lífi og störfum Páls vinar míns, en læt öðr- um eftir að minnast bóndans og fræðimannsins sem nú er kvaddur. Elínborgu, börnum og öðrum í fjöl- skyldunni sendi ég samúðarkveðjur. Jón Eiríksson frá Vorsabæ. Látinn er einn af bekkjarbræðrum okkar, Páll Lýðsson, bóndi, sagn- fræðingur og sérfræðingur í mann- legu hegðunarmunstri. Fregnin um voveiflegt slysið og andlát Páls kom eins og reiðarslag yfir okkur bekkj- arsystkin hans, harkaleg áminning um hverfulleika mannlegs lífs. Páll lét ekki mikið fyrir sér fara í bekknum okkar en fyrr en varði var hann orð- inn einn af okkar vinsælustu félögum. Í þessum hópi menntskælinga á Laugarvatni árin 1952-1956 var sam- an komið fólk úr öllum landshornum á ólíkum aldri með margvíslegan bak- grunn og misjafna fjallasýn. Páll var náttúrubarn, sá hlutina eins og þeir voru og setti aldrei upp menningargleraugu, né varð hugur hans þveginn af óupplýstum skrifum blaðasnápa. Ef spurður af blaða- manni dagsins í dag hvernig tilfinning það væri að drekka kók úr plastflösku hefði Páll allt eins getað svarað: „Trú- lega betri en að lesa um það blaða- grein.“ En Páll hafði hvorki tíma fyrir fjas né föndur. Hann var strax byrj- aður að kanna samskipti manna á staðnum og fljótlega var hann beðinn um að taka að sér hið ábyrgðarmikla starf ritstjóra Mímisbrunns, en það var heiti blaðs þess er menntskæling- ar héldu úti og skyldi fjalla um líf og starf nemenda og helstu viðburði inn- an skólans, jafnvel sjálfa „menn- inguna“. Þetta var erfitt starf og and- lega aðþrengjandi af því að allmargir nemendur skólans sáu pólitík í hverju horni og sumir töldu lausn og sælu mannkyns vera handan við næstu gatnamót á breiðstræti lífsins. En Páll leysti þetta með húmor og ótrú- legu innsæi svo ungur maður. Páll hafði „límminni“ og byrjaði strax að dúxa í mannkynssögu og Ís- landssögu. Snemma varð hann eins konar „Google“ þessa tíma. Ef Páll vissi það ekki þá var úr vöndu að ráða og mikil leitarvinna fyrir höndum. Hann hélt til haga öllum skrifum og heimildum um atburði samtímans en kafaði jafnframt djúpt í fortíðina til að finna skýringar á fyrirkomulagi mála í nútíðinni. Á Laugarvatni kynntist Páll ást- inni og eiginkonu sinni, Elínborgu Guðmundsdóttur, Ellu, sem þar var einnig við nám í menntaskólanum. Að loknu háskólanámi Páls í sagn- fræði hófu þau búskap í Litlu-Sand- vík. Þeim búnaðist vel og þangað var gott að koma í heimsókn. Hjartahlýj- an, vinsemdin og kímnin umvafði gestina. Páll var strangheiðarlegur, jarð- bundinn og réttsýnn maður, en líka gjafmildur og góðhjartaður og vildi hvers manns vandræði leysa ef hann mátti. En stundum mega slíkir höfð- ingjar þola vélaþras vandræðageml- inga. Á Pál hlóðust fljótlega marg- vísleg störf auk búrekstrarins, t.d. kennsla í framhaldsskólum, starf oddvita, stjórnarformennska í Slát- urfélagi Suðurlands og seta í stjórn fyrirtækja og hagsmunafélaga bænda, stórra og smárra. Þá liggja eftir Pál fjölmörg rit, stór og smá. Í öllum þessum önnum hefur ekki lítið reynt á dugnað og ósérhlífni makans, Ellu, sem hefur staðið þétt við hlið eiginmannsins. Við kveðjum nú Pál, vin okkar og bekkjarbróður, hinstu kveðju og vottum Ellu, börnum þeirra og fjöl- skyldum, okkar dýpstu hluttekningu. Samstúdentar frá Laugarvatni, árið 1956.  Fleiri minningargreinar um Pál Lýðsson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, BJARNA JÓNSSONAR frá Skeiðháholti á Skeiðum. Kristín Skaftadóttir, Anna Fríða Bjarnadóttir, Gunnar Jónsson, Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, Björgvin Skafti Bjarnason, Camilla Maria Fors, Jón Bjarnason, Margrét Lilliendahl og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR frá Odda, Borgarfirði eystri, sem lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi mánudaginn 14. apríl, verður jarðsungin frá Útskálakirkju mánudaginn 21. apríl kl. 14.00. Halldór Guðfinnsson, Sigríður Halldórsdóttir, Jón Hjálmarsson, Árni Þór Halldórsson, Jón Már Halldórsson, Kristín Jónsdóttir, Karl Vilhelm Halldórsson, Ásgerður Þorsteinsdóttir, Inga Dóra Halldórsdóttir, Örn Arnarsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GÍSLA GUNNARSSONAR, áður til heimilis að Bárustíg 4, Sauðárkróki. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 5 á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks fyrir einstaka umönnun. Sigríður Gísladóttir, Björn Ottósson, Sveinn Gíslason, Jónína Þorvaldsdóttir, Pálmey Gísladóttir, Rúnar Ingólfsson, Haraldur Gíslason, Björg Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRG SVEINBJÖRNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík miðvikudaginn 16. apríl. Þórhallur Aðalsteinsson, Kristján Valur Jónsson, Erla Óskarsdóttir, Steinvör Jónsdóttir, Finnur Ingi Einarsson, Katla Kristjánsdóttir, Ylfa Björg Finnsdóttir, Arngrímur Ari Finnsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HELGA E. HANSEN, Álakvísl 3, Reykjavík, lést föstudaginn 4. apríl. Útförin hefur fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jörmundur Ingi Hansen, Eiríkur Hansen, Þórunn María Jóhannsdóttir, Geirlaug Helga Hansen, Davíð Kristján Guðmundsson, Skúli Hansen, Sigríður Stefánsdóttir, Ingibjörg Dóra Hansen, Gunnar Börkur Jónasson, Ragnheiður Regína Hansen, Gunnar Pétursson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, ÖRN GUÐMUNDSSON viðskipta- og kerfisfræðingur, Hólmgarði 27, Reykjavík, lést að morgni föstudagsins 18. apríl á Landspítalanum í Fossvogi. Esther Sigurðardóttir, Emilía B. Helgadóttir, Arnar Arnarson, Svava Þ. Árnadóttir, Helena Arnardóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNHILDUR HARALDSDÓTTIR, Mýrargötu 20, Neskaupstað, lést á hjúkrunarheimili FSN Neskaupstað, miðvikudaginn 16. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. María Hjálmarsdóttir, Konráð Hjálmarsson, Arndís Kristinsdóttir, Ragnhildur Hjálmarsdóttir, Benedikt Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, EINAR ÞORGEIRSSON skrúðgarðyrkjumeistari, Heimalind 28, Kópavogi, lést af slysförum föstudaginn 11. apríl. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 23. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Oddssjóð Reykjalundar. Sigrún Edvardsdóttir, Runólfur Einarsson, Þórunn Halla Unnsteinsdóttir, Laufey Karítas Einarsdóttir, Jónas Haukur Einarsson, Magnús Ingvar Þorgeirsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Ingigerður G. Þorgeirsdóttir, Ingólfur Guðnason, Anna Þorgeirsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.