Morgunblaðið - 19.04.2008, Page 43

Morgunblaðið - 19.04.2008, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2008 43 um við kærri vinkonu til grafar og við sitjum eftir orðlausar og mátt- vana. Elsku Kristín, við skiljum þetta ekki alveg. Þú sem varst nýbú- in að eignast þitt fyrsta barnabarn og áttir svo margt frábært framund- an. En það er víst ekki spurt að því. Við yljum okkur við minningarnar sem aldrei verða frá okkur teknar. Ferðirnar okkar vestur til þess að hitta saumaklúbbinn þar og ferðirn- ar ykkar suður til þess að hitta saumaklúbbinn hér. Veturinn sem þú settist á námsbekk hér fyrir sunnan og varst með okkur. Síðast en ekki síst siglingin okkar í haust sem farin var í tilefni af 50 ára af- mæli flestra í hópnum. Við vitum að það hefur tekið á móti þér heil mót- tökunefnd hinum megin og að Magga hefur örugglega verið þar líka. Þið eruð örugglega búnar að setja í gang saumaklúbb og þar verður sko ekki sest að tómu borði. Við þökkum þér fyrir frábæra vin- áttu í áranna rás og sjáumst síðar í klúbb hinum megin. Elsku Svanbjörn, synir, tengda- dætur og barnabörn, hugur okkar er hjá ykkur og við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Brynja, Steinunn (Didda), Elfa Dís, Guðný, Gunnhildur, Helga, Magnea (Maggý) og Sigríður (Sirrý). Hún Kristín vinkona okkar er dá- in og stórt skarð er höggvið í vina- hópinn. Hún Kristín var hláturmild og trölltrygg vinkona. Þegar minningarnar streyma fram ber þær allar að sama brunni, hve oft var glatt á Hjalla þegar við komum saman. Það brást yfirleitt ekki að eitthvað spaugilegt sást við hlutina og auðvelt er að sjá fyrir sér þegar Kristín tók niður gleraugun og þurrkaði tárin, sem spruttu fram af innilegum hlátri hennar, hún sem sagt grét af hlátri í orðsins fyllstu merkingu. Hún átti mjög auðvelt með að gera grín að sjálfri sér og við gátum oft hlegið að sögunni hennar, um það þegar hún var búin að vera að þrífa í marga daga, því hún gæti nú e.t.v. lagst í flensuna sem þá var að ganga og þá skyldi allt vera hreint og fínt. Ekki var nú síðra að hlusta á hana segja brandara og þeir voru ófáir sem hún safnaði að sér og lagði á minnið. Já, minningarnar streyma fram, góðar minningar um góða vinkonu og í dag þökkum við enn og aftur fyrir þá ákvörðun sem hópurinn (saumaklúbburinn) tók um að fara í siglingu þegar við yrðum fimmtug- ar. Siglingin var farin með pomp og prakt síðastliðið haust og siglt um Miðjarðarhafið á stærðarinnar skipi, sem heitir Costa Atlantica. Ferðin var algjört ævintýri, ekki síst fyrir Kristínu, sem ákvað að fresta fram- kvæmdum á heimilinu og fara frekar í þessa ferð og eins og hún orðaði það sjálf um borð í skipinu: Ég sem hélt alltaf að á svona skipum væri bara ríkt fólk en svo er bara fullt af venjulegu fólki eins og okkur. Elsku Svanbjörn, synir, tengda- dætur og barnabörn, við viljum votta ykkur okkar innilegustu sam- úð. Minningin lifir um góða vinkonu. Saumaklúbbsvinkonur á Ísafirði. Okkar elskulega Kristín hefur kvatt þessa jarðvist öllum að óvör- um. Engin orð eru nógu ríkuleg til að lýsa þeim söknuði og trega sem gagntekur okkur sem misst höfum góða vinkonu og félaga. Bárður kynntist Kristínu sem ungri stúlku í blóma lífsins, þegar Svanbjörn besti vinur hans fór að gera hosur sínar grænar fyrir henni. Þegar við Bárð- ur byrjuðum búskap 1984 kynnist ég Kristínu og Svanbirni, þau hafa ætíð verið órjúfanlegur hluti af því sem við köllum fjölskyldu okkar, raun- verulegir vinir. Það eru mörg minningarbrot sem renna í gegnum hugann, margar gleðistundir sem hægt er að kalla fram og ylja sér við á þessum erfiðu tímum. Kristín var einstök móðir og húsmóðir, natnin og dugnaðurinn sem hún bjó yfir var öfundsverður. Það er ekki orðum aukið að fullyrða að við þekkjum engan hennar líka þegar kemur að húshaldi og mynd- arskap. Hún var dugleg að leiðbeina okkur þegar við Bárður eignuðumst okkar fyrsta barn, Jóhönnu. Hún hafði ráð undir rifi hverju og gat lið- sinnt hinni ungu móður um hvernig væri best að haga sér í uppeldi og umhirðu hvítvoðunga. „Ekki gleyma að strauja rúmfötin og passa að hafa allt hvítt og hreint,“ sagði hún. Þeg- ar börn voru annars vegar var Krist- ín í essinu sínu, knús og kossar fylgdu henni. Ef við þurftum á barnapössun að halda var venjulega viðkvæðið hjá okkar börnum, getum við fengið að vera hjá Kristínu og Svanbirni? Kristín var hláturmild og létt í lund, mikill húmoristi og hún fékk delluhlátursköst sem smituðu þá sem nærstaddir voru, sannkall- aður gleðigjafi. Ljúfar minningar um matarboð sem haldin voru af mikilli reisn, skemmtileg ferðalög með þeim hjón- um og strákunum eru okkur ofar- lega í huga, einnig allar Gilsbrekku- ferðirnar og göngutúrarnir. Kristín var afar stolt af duglegu strákunum sínum og varð lukkuleg amma þegar dóttir Brynjars og Báru, Ísabella, fæddist. Hún ljómaði öll þegar hún talaði um ömmustelpuna, lítil prins- essa komin í fjölskylduna. Það er yndislegt að fá að njóta þeirra gleði- stunda að sjá upphaf nýs lífs, en sárt og erfitt að kveðja þegar að leið- arlokum er komið. Fátækleg orð um einstaka konu sem gaf okkur svo mikið í lifanda lífi duga skammt til að deyfa sársaukann. Minning Kristínar lifir um ókomna tíð. Elsku Svanbjörn, Brynjar og fjölskylda, Matti og Elín,Tryggvi, Aron og aðr- ir aðstandendur, okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Bárður Jón Grímsson og Að- alheiður Svana Sigurðardóttir. Það var í kringum miðjan janúar. Hávetur og snjór yfir Ísafirði. Ég hafði nýlega tekið þá ákvörðun að gerast au-pair í Lúxemborg og ætl- aði að dvelja þar í 5-6 mánuði. Ég skundaði á alla staði sem ég myndi sakna hvað mest meðan á dvöl minni stæði í útlöndum. Ég fór í gamla bakaríið, Hamraborg, heim til tengdaforeldranna, vinkvenna, var meira heima við með fjölskyldunni og síðast en ekki síst fór ég upp á tannlæknastofu til pabba. Þar varstu alltaf eftir hádegi og tókst á móti manni skælbrosandi og hlæj- andi. Ég kvaddi pabba og síðan þig. Það verður skrítið að koma heim í sumar og heimsækja pabba í vinn- una og þú ert ekki þar. Ég vil ekki skrifa neina langloku, heldur frekar senda kveðju og heiðra minningu þína með því að segja þér og öllum hversu góð manneskja þú varst. Eitt atvik er mér minnisstætt. Mamma og pabbi fóru suður eina helgina og skildu okkur systurnar eftir heima. Mamma hafi beðið þig að fylgjast með okkur, hvort allt væri ekki í lagi með okkur og fleira. Við vorum ekki lengi að taka til hendinni og buðum í partí. Þegar langt var liðið á kvöldið komstu og allir stukku til, partíið var búið. Þú hafðir nú ekkert svoleiðis í huga, heldur spurðirðu hvort við værum ekki búin að skemmta okkur mikið og hvort við ætluðum ekki á ball á eftir. Síðan hlóstu bara og spurðir hvort við vildum ekki bara drífa okk- ur á ballið. Þannig varstu, þú varst ekkert að skamma mig heldur tókst létt í þetta. Svona varstu alltaf, hress og ofboðslega góð. Ég þakka fyrir það að hafa kynnst þér og fjölskyldu þinni enda höfum við Tryggvi alla tíð verið góðir vinir. Ég sendi fjölskyldu Kristínar og þeim sem eiga um sárt að binda samúðarkveðjur mínar. Vala Karen Viðarsdóttir. „Sumt fólk hefur eitthvað sér- stakt við sig, það virkar þannig að það heillar þig“ söng Björgvin Hall- dórsson og hefur ómað í huga mín- um síðustu tvær vikurnar, því þann- ig virkaði Kristín á mig. Þegar dauðinn kveður dyra er eins og minningar fortíðar verði svo ljóslif- andi, atburðir sem voru svo hvers- dagslegir verða ómetanlegir. Í gegn- um lífið kynnumst við mörgu mismunandi fólki, sumir skilja eftir sig spor í hjarta manns en aðrir svífa hjá og skilja ekkert eftir. Kristín var ein af þeim sem skildi eftir falleg spor í hjarta mínu. Hún er ein af þeim eftirminnilegu frá uppvaxtar- árum mínum á Ísafirði og mikils virði. Fjölskylda mín kynntist Kristínu er hún flutti á unglingsaldri til Ísa- fjarðar með Kötu móður sinni til Óskars frænda, bróður Siggu ömmu. Þau bjuggu í stórfjölskyldu- kommúnunni að Aðalstræti 32 og var mikill samgangur milli fjöl- skyldu minnar og þeirra. Kristínu kynntist ég betur sumarið 1980 þeg- ar ég var 12 ára. Hver man ekki eftir fyrsta alvöru ábyrgðarmikla starf- inu sínu og vinnuveitandanum? Ég man það svo vel þegar Kristín bað mig um að vera í „vist“ hjá sér þá um sumarið. Hún bjó með Svanbirni í litla svarta húsinu í Sundstrætinu og búin að eignast Brynjar sem ég var í „vist“ með. Næstu árin á eftir var ég svona kvöld- og helgar- barnapía hjá þeim. Á þeim tíma kynntist ég hinni yndislega hlýju og góðhjörtuðu persónu Kristínar, hún skipti aldrei skapi nálægt mér, alltaf svo ljúf og góð, sparaði ekki brosið og það var alltaf gaman að passa hjá þeim. Ég dvaldist mikið á heimili þeirra, gisti oft því Svanbjörn var togarasjómaður og var ég þá hjá Kristínu. Mér leið alltaf vel þar, fannst ég ávallt velkomin og var eins og heima hjá mér. Barnapíustarfið gekk mjög vel fyrir utan eitt skipti. Brynjar vaknaði á undan mér einn morguninn og leiddist eftir móður sinni, hann fór á náttfötunum út í frystihús og ég, barnapían, sofandi. Mér var mjög brugðið þegar Kristín kom heim með Brynjar og vakti mig, einhver hefði verið reiður og skammast út af kæruleysinu, en Kristín brosti bara eins og alltaf þegar ég átti í hluti og gerði bara grín að þessu. Hún reyndist mér alla tíð einstaklega vel, mér fannst aldrei vera 11 ára aldursmunur á okkur, hún var alltaf svo mikil stelpa í sér og kom fram við mig sem jafningja þó ég hafi bara verið unglingur. Við hittumst síðasta sumar í sól og blíðu í sælureitnum okkar í Skötu- firði. Hún að koma að sunnan þar sem hún hafði verið að kíkja á ný- fædda barnabarnið, barn Brynjars. Hamingjan skein af henni, hún ljóm- aði eins og sólin þegar hún talaði um barnið og svo stolt sýndi hún okkur myndir. Sú minning um Kristínu lifir í hjarta mínu, geislandi glöð og svo stolt af fjölskyldunni, ég minnist sérstaklega fallega brossins hennar sem náði svo vel til augnanna. Við mamma þökkum henni samveruna og biðjum að heilsa, vitum að allt Aðalstrætisgengið tekur vel á móti henni. Elsku Svanbjörn, Brynjar, Mar- teinn, Tryggvi, Aron og fjölskyldur, megi Guð og allir englarnir á himn- um vera með ykkur og gefa ykkur styrk á þessum erfiðu stundum. Sigrún Sigurðardóttir, Ólafsfirði. Músíkin í botni, Bjöggi að syngja Ævintýri, vinur Hafnarfjarðar í sæluvímu. Nú er þínu lífsins ævin- týri lokið en eftir sitja ógleyman- legar minningar. Minnisstæðast er mér þó hvernig þú nostraðir við alla hluti, stóra sem smáa, vannst verk þín af alúð og vildi alltaf gera aðeins betur. Ræktarsemi við fjölskyldu þína og vini var þér efst í huga og fengu allir að njóta. Nærvera þín var ótrúlega þægileg og aldrei krafðist þú neins en ævinlega fyrsta manneskja á vettvang ef eitthvað stóð til. Ræt- urnar áttir þú í Hafnarfirði og var sá staður þér alla tíð mjög kær. Lækurinn, hann liðast gegnum bæinn. Lífið þar er fjörugt allan daginn en Hellisgerði og Hamarinn er Hafnfirð- inga stolt að hirða vel um bæinn sinn er hverjum manni hollt. Í Firðinum, fegra hraunsins myndir Í Firðinum, fugl á læknum syndir Í Firðinum. (Höf. Guðbjörg Tómasdóttir) Kæra fjölskylda, brekkan fram- undan er ansi brött en gott er til þess að vita að þið eigið bara góðar minningar um góða konu, konu sem vissi að bestu hlutirnir í lífinu kosta ekki neitt. Þegar söknuðurinn sækir á er ég viss með að lauma eins og einni tusku undir strauboltann og jafnvel taka lagið Í fjarlægð. Hjartans þakkir fyrir samveruna. Díana Hólmsteinsdóttir. Við starfsfólkið á tannlæknastof- unni á Ísafirði viljum þakka fyrir samveru og samstarf, sem varði allt- of stutt, við þessa rösku, samvisku- sömu og hláturmildu konu hana Kristínu Marteinsdóttur, sem í dag er kvödd hinstu kveðju. Megi hún hvíla í friði og minning hennar lifa. Svanbirni og sonunum þeim Brynjari, Marteini, Tryggva og Aroni, tengdadætrum, barna- börnum, systkinum og öðrum að- standendum og vinum Kristínar vottum við okkar dýpstu samúð. Viðar, Ragnheiður, Sólveig, Berglind, Margrét, Gréta og Sigurjón. sér að fylla í eyðurnar. Það gerði Sigurður og skrif hans um sögu Austur-Skaftafellssýslu og sagnir af svæðinu geyma óþrjótandi fróðleik um sveitunga hans, ævintýri þeirra og afkomu í fögru en harðbýlu skjóli Vatnajökuls. Við samferðamenn Sigurðar kveðjum í dag mikinn mann, mikinn sagnaþul en fremst af öllu mikinn Skaftfelling. Hafðu þökk fyrir þrot- laus störf í þágu menningar og safnastarfs í Austur-Skaftafells- sýslu, við munum gera okkar besta til að varðveita arfleifð þína. Hálfdáni og Helga sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Fyrsta heimsókn mín í Kvísker á miðju sumri 1972 er mér minnis- stæð eins og margar síðar. Sigurður var þá fyrir um mánuði sloppinn úr fangbrögðum við Fjallsá, þar sem bíll hans hafði lent út af og annar tveggja pólskra farþega drukknaði. Sigurður komst ásamt hinum út á þak bílsins, synti þegar í land og hraðaði sér heim í Kvísker eftir hjálp klukkustundarleið og til baka að slysstað með bræðrum sínum. Tókst að bjarga Pólverjanum og nú um mánuði síðar stóð Rússajeppinn laskaður í túnfæti og bílstjórinn ekki að fullu búinn að ná sér. Sig- urður sagði mér ítarlega frá þessum dapurlega atburði og dró ekkert undan. Þetta er dæmi um þær mannraunir sem hann rataði í á langri ævi, en þekktust er þó björg- un hans úr jökli við Breiðamerk- urfjall í vetrarbyrjun 1936 og er það minni nú varðveitt á Jöklasýningu á Höfn. Sigurður var æðrulaus maður og þegar hann sagði frá sjálfum sér var eins og sögupersónan væri honum óviðkomandi, atburðum lýst eins og þeir færu fram á sviði en sögumaður í hópi áhorfenda. Nákvæmni í frá- sögninni var slík að reynt gat á þol- rif þeirra sem á hlýddu, ég tala nú ekki um kaupstaðarfólk á þeysireið milli landshluta. Þessara eiginleika gætti í ríkum mæli hjá sagnfræð- ingnum Sigurði og endurspeglast í fjölmörgum ritgerðum sem eftir hann liggja og flestar fjalla um Öræfasveit og Austur-Skaftafells- sýslu. Í þeim fléttast saman mann- fólkið og síbreytileg náttúran, hvort tveggja Sigurði jafn hugleikið. Kvískerjafólk, látið og lifandi, unni umhverfi sínu og var því samgróið, Sigurður þar framarlega í flokki og ókrýndur málsvari út á við. Hann var stofnfélagi í Náttúru- verndarsamtökum Austurlands (NAUST) og sat um árabil í stjórn félagsins. Lét sig ekki muna um að sækja fundi austur á land og tók þátt í mörgum skoðunarferðum. En þótt náttúruvernd ætti hug hans var hann jafnframt framkvæmdamaður, vann á jarðýtu við vegabætur og sléttun túna. Ýtustjórinn horfði hins vegar fram fyrir sig og þannig upp- götvaði hann 1954 fornbýlið Gröf austur af Hofi. Löngu síðar átti hann hlut að stofnun Fornleifa- félags Öræfa og er uppgröfturinn undir Salthöfða m.a. sýnilegur ár- angur af starfi þess. Kvískerjasjóð- ur helgaður þeim systkinum er sprottinn af sama lifandi áhuganum á rannsóknum til að fá að vita meira um fortíð og framtíð. Vilmundur Jónsson, fyrrum land- læknir, ættaður úr Hornafirði fór landleið þaðan suður sumarið 1935 og gisti á Kvískerjum. Eftirminni- leg er lýsing hans á heimilinu og barnahópnum. Móðirin Þrúður var heima en Björn bóndi sem oftar austur á sandi að aðstoða ferða- menn við að brjótast yfir Jökulsá. „… eru öll börnin einstaklega myndarleg og svo snyrtileg, að þau myndu ekki skera sig úr í Austur- stræti.“ Menningarheimilið á Kví- skerjum var ekki ríkt að veraldleg- um efnum en þeim mun auðugra að þeim gildum sem máli skipta. Systk- inahópurinn stóri sem óx upp í garði þeirra Björns og Þrúðar naut þar atlætis sem borið hefur fágætan ávöxt. Hjörleifur Guttormsson. Sigurður Björnsson frá Kvískerj- um var einn systkinanna á Kvískerj- um, sem þekkt eru um allt land og jafnvel út fyrir landsteinana fyrir einstaka þekkingu á náttúru lands- ins. Saga, tungumál og almennur al- þýðufróðleikur var einnig í háveg- um hafður á austasta bænum í Öræfasveitinni, Kvískerjum. Þeim hefur fækkað mjög systk- inunum á Kvískerjum og með Sig- urði nú gengnum eru aðeins Helgi og Hálfdán á lífi. Með þessum hópi hverfur stór kafli í sögu sveitarinn- ar, einstakt heimili og einstakt fólk. Menningarheimilið að Kvískerjum var heimur út af fyrir sig og fyrir okkur krakkana að sunnan sem vor- um svo lánsöm að fá að dveljast á bænum var dvölin á við besta skóla og meira en það. Einstakt manngildi Kvískerja- fólksins birtist í mörgum myndum. Þau tóku að sér þroskahefta stúlku úr Reykjavík, Finnbjörgu og reynd- ust henni eins og bestu foreldrar. Æðruleysi samfara mikilli þekkingu á umhverfi sínu einkenndi allt líf fólksins og leitun á öðru eins. Lík- lega er þekktust sagan af því þegar Sigurður bjargaðist úr jökul- sprungu, sem hann lenti ofan í við leit að fé, þá aðeins 19 ára. Í stað þess að örvænta brá hann á það ráð að syngja sálma, það gaf honum bæði styrk og ró og um leið var það skynsamleg leið til að láta í sér heyra. Þannig bergmálaði söngur- inn þekkti - Lofið vorn Drottin - um allan jökulinn þar til menn runnu á hljóðið og tókst með einstökum hætti að ná Sigurði upp úr sprung- unni, þar sem hann lá með höfuðið á undan sér djúpt ofan í jöklinum. Sigurður var einstakt prúðmenni, fróður, stilltur og kurteis eins og sá heimsmaður sem þeir bræður voru allir - hann fór einna oftast til Reykjavíkur af systkinunum, en al- mennt var ekki talið mikið þangað að sækja á þeim árum sem ég dvald- ist á Kvískerjum. Menn voru sjálf- um sér nógir um flest, sjálfsþurft- arbúskapur í fyllstu merkingu þess orð var stundaður á Kvískerjum og einstakt verksvit og útsjónarsemi heimafólksins gerði margar kaup- staðarferðir óþarfar. Ég minnist margra góðra stunda með Sigga þegar hann kom í heim- sókn í Lönguhlíðina og sagði okkur skemmtilegar sögur. Enn sterkari er minningin um hann að margvís- legum vísindastörfum með bræðr- um sínum á fögrum vordögum niðrá engjum eða uppi í fjalli austur á Kvískerjum. Við systkinin, einkum við Baddi, sem bæði áttum mörg og góð sumur á Kvískerjum – og mamma, sem alltaf hafði sérstakar taugar til fjölskyldunnar á Kví- skerjum, sendum Helga og Hálfdáni innilegar samúðarkveðjur . Þórunn Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.