Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 2
LÍNUBÁTURINN Særif SH sem er 15 tonn að stærð gerði góðan túr á steinbít út af Látrabjargi í gær, þegar hann kom með 14 tonn af steinbít og eitt tonn af þorski að landi á Rifi. Arnar Laxdal skipstjóri segir í samtali við Morgunblaðið að mjög góð aflabrögð séu búin að vera í þessari viku. „Steinbíturinn er á litlu svæði og höfum við þurft að leggja línuna í bútum. Í þessum túr lögðum við línuna þrisvar sinnum, eða sem samsvarar um 50 bölum en við erum með beitningarvél um borð.“ Arnar segir að mikil vinna sé á uppstokkaranum við að bæta á króka, en á steinbítsveiðum er það þekkt að króka vantar á línuna vegna þess hversu steinbíturinn er gráðugur. „Það eru tveir menn í ganginum á fullu við að bæta krók- um á línuna,“ segir Arnar brosandi. Með fullan bát af steinbít Morgunblaðið/Alfons Mokafli Særifið kemur drekkhlaðið að landi með steinbítinn. 2 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðs- ins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi- @mbl.is Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is Útivistarsumar Enn betra golf og Hálendishandbókin saman á kr. 3.990,- m/vsk Kauptu tvær í pakka!                                                                ! "       SÖLUSTAÐIR: Enn betra golf 3 Enn betra golf Eftir Arnar Má Ólafssonlandsliðsþjálfara ogÚlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistaraog golfkennara Eftir Arnar Má Ólafssonlandsliðsþjálfara ogÚlfar Jónssonmargfaldan Íslandsmeistara GOLF ENN BETRA EN N BETRA G O LF A rnar M ár Ó lafsson og Ú lfar Jónsson Golf.umbrot.indd 3 1 Verð kr. 3.490,- m/vsk Verð kr. 1.490 ,- m/vsk ELDUR kviknaði á geymslusvæðinu fyrir utan áhalda- húsið á Heiðarvegi í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Þegar rannsókn lögreglunnar hófst var gert ráð fyrir þeim möguleika að kveikt hefði verið í, en eftir því sem leið á daginn beindist grunur í vaxandi mæli að raf- magnskapli í húsinu. Tilkynnt var um eldinn klukkan 5:30. Meðal þess sem brann var mylla sem notuð er til skrauts á þjóðhátíð. Einnig kviknaði í litla sviðinu og þá brann einnig hluti þaks á stóra sviðinu. Eru þetta einnig munir sem not- aðir eru á þjóðhátíð. Slökkviliðið í Vestmannaeyjum kom á vettvang og gekk slökkvistarf vel, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu. Í ljós kom að unnið hafði verið með rafmagnskapal til að hita upp stóra sviðið og lá rafmagnskapallinn í gegnum sviðið en lögreglan hefur þó ekki útilokað aðr- ar orsakir eldsins, þótt rafmagnið sé líkleg orsök. Morgunblaðið/Sigurgeir Rafmagn líkleg orsök eldsins MEÐALHITI í Reykjavík hefur mælst 8,4 gráður það sem af er maí- mánuði. Því stefnir í að mánuðurinn verði hlýjasti maímánuður sem Reykvíkingar hafa fengið síðan 1960 en þá mældist meðalhiti mánaðarins 8,7 gráður. Til samanburðar mældist með- alhitinn í Reykjavík í maí 6,3 gráður á árunum 1961 til 1990. Sigurður Þór Guðjónsson veð- uráhugamaður heldur úti miklu bloggi um veðurfar á slóðinni nim- bus.blog.is. „Maí nú er miklu hlýrri en maímánuðir síðustu ára, sem hafa verið kaldir og ekki fylgt með öðrum mánuðum sem hafa farið hlýnandi,“ segir hann. Laust við toppa og dali Ekki hafa verið miklir hitatoppar í Reykjavík það sem af er mán- uðinum, en ekki heldur kuldaköst, og skýrir það háan meðahlita. „Þetta er oft rysjóttur mánuður. Til dæmis náði hitinn árið 1960 hæst 20,6 gráð- um, sem er heitasti maídagur sem mælst hefur, en svo kom kuldakast í lok mánaðarins sem varð til þess að meðalhitinn mældist 8,7 en hefði annars náð upp í 9 gráður.“ Sigurður Þór treystir sér ekki til að segja til um hvort hlýr og jafn maí boði gott eða vont sumar. „Sumarið 1960 var reyndar eitt það besta sem Reykvíkingar hafa kynnst, en árið 1961, þegar með- alhiti í maí var 8,1 gráða, var sum- arið alveg afleitt,“ segir hann, „en þegar veður er svona gott í maí má alveg halda því fram að bæst hafi við sumarið.“ Hlýjasti maímánuður í Reykjavík síðan 1960 Morgunblaðið/G.Rúnar Lengra sumar Ekki hefur verið jafnhár meðalhiti í Reykjavík síðan 1960. Sigurður Þór Guðjónsson veð- uráhugamaður og kötturinn Mali. ÆÐSTI stjórnandi Kaupþings var á árinu 2006 rúma tvo mánuði að vinna fyrir ævitekjum eins verkamanns. Það tók 321 fullvinnandi verkakonu allt árið 2006 að vinna fyrir launum æðsta stjórnanda Kaupþings það ár. Laun forstjóra Glitnis á árinu 2006 samsvara 63 verkamannalaunum. Laun æðstu stjórnenda Landsbank- ans samsvara árslaunum 43 verka- manna á seinasta ári. Þessar upplýsingar eru settar fram í viðauka sem fjallar um ofur- laun í samfélaginu í vorskýrslu hag- deildar ASÍ. Í úttektinni segir að hugmyndafræði sem sænska Al- þýðusambandið hefur sett fram sé höfð að nokkru til hliðsjónar. Þar hafi um árabil verði teknar saman upplýsingar um hlutfallið milli launa almennra iðnverkamanna og ýmissa valdastétta. Bent er á að krafan hafi verið sú að launafólk axli ábyrgð til að skapa stöðugt efnahagsumhverfi. „Við hljótum að spyrja að sam- félagslegri ábyrgð stjórnenda, sem þiggja slík laun, í ljósi þeirrar stað- reyndar að um tuttugu ára skeið hef- ur ríkt sátt um að launafólk sýni ábyrgð í launakröfum sínum til þess að hér mætti ríkja stöðugleiki í efna- hagslífinu.“ Ævitekjur verkamanns á 2 mánuðum ASÍ gagnrýnir ofur- laun stjórnenda ELSA B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, segir að tilboð samninga- nefndar ríkisins í kjaraviðræðunum hafi þýtt kjararýrnun fyrir hjúkr- unarfræðinga. Hjúkrunarfræð- ingar hafi teygt sig langt með gagntilboði en því hafi verið hafnað í gær. Samninganefnd ríkisins og samn- inganefnd Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga ræddu gagntilboð FÍH hjá ríkissáttasemjara í gær. Elsa segir að tilboð ríkisins á mánu- dag hafi verið óásættanlegt. Samt sem áður hafi hjúkrunarfræðingar ákveðið í gagntilboði sínu að ganga eins langt til móts við ríkið og mögulega hafi verið unnt og meðal annars léð máls á krónutöluhækk- un þó félagið hafi alltaf verið ósátt við hana. Félagið hafi stefnt að því í þessum samningum að breikka launabilið til að reyndari hjúkr- unarfræðingar fengju sann- gjarnara mat á reynslu sína og sæju launalegan ávinning af því að vera lengi í starfi. Ríkið hafi boðið 20.300 kr. hækkun og miðað við verðbólguþróun þýddi það kjara- rýrnun fyrir hjúkrunarfræðinga. Í ályktun samninganefndar FÍH er staðan í samningaviðræðunum ennfremur hörmuð og sagt að í til- boðinu felist gjaldfelling á menntun hjúkrunarfræðinga. Segir tilboðið hafa þýtt kjararýrnun KÆRUR á hendur þremur mönnum um tvítugt vegna sinubrunans mikla við skógræktarsvæði Hafn- firðinga við Hvaleyrarvatn liggja fyrir hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu. Að sögn lögreglu er beðið greinargerðar skógræktar- fræðings vegna framhalds málsins. Er hún væntanleg í vikunni. Ljóst er að tjónið hleypur á mörgum milljónum króna og er rannsakað sem meiriháttar eignaspjöll. Lög- reglan mun að lokinni rannsókn sinni senda málið til ákæruvaldsins. Tjónið metið á milljónir kr. LÖGREGLAN í Kaupmannahöfn handtók tvo menn í fyrrinótt fyrir tilraun til manndráps með því að stinga íslenskan mann sjö sinnum við söluturninn Bobbys Kiosk á Vesturbrú. Að sögn Hendriks Svinds, sem stýrir rannsókninni hjá Kaupmannahafnarlögreglunni, var hnífaárásin gerð í kjölfar rifrildis milli mannsins og hinna handteknu. „Hins vegar vitum við ekki enn um hvað rifrildið snerist,“ segir hann. „Við þekkjum hina handteknu vel og höfum krafist gæsluvarðhalds yfir þeim vegna manndrápstilraunar.“ Síðdegis í gær greindi dönsk vef- útgáfa frá því að dómari hefði hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar og jafnframt kom fram í frétt miðils- ins að Íslendingurinn hefði haft uppi grófar kynþáttamóðganir og verið stunginn fyrir vikið. Eftir árásina var Íslendingurinn fluttur á sjúkrahús og segir lögregl- an að hann sé töluvert slasaður en úr lífshættu. Hann var ásamt félaga sínum við söluturninn þegar árásin var gerð og samkvæmt fréttum danska vefmiðilsins Tv2.dk var ann- ar hinna handteknu afgreiðslumaður í söluturninum. Segir miðillinn að árásarvopnið sé fundið. Mun Íslend- ingurinn hafa verið á leið úr Tívolíinu í Kaupmannahöfn og lagt leið sína í söluturninn þar sem fyrrgreindir at- burðir áttu sér stað. Lögregluskýrsla var tekin af fé- laga hins særða í fyrrinótt og átti að yfirheyra vitnið nánar í kjölfarið. Að sögn Hendriks Svinds hefur of- beldisbrotum í Kaupmannahöfn al- mennt fækkað nokkuð síðustu miss- erin en hins vegar hefur alvarlegum brotum og hnífaárásum fjölgað. Illa slasaður eftir hnífaárás Hinum grunuðu sleppt úr haldi í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.05.2008)
https://timarit.is/issue/286594

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.05.2008)

Aðgerðir: