Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MÁLÞING um stjórnun verndaðra
svæða verður haldið í Öskju, Nátt-
úrufræðahúsi, stofu 132, Sturlu-
götu 7 í dag, fimmtudaginn 29. maí,
kl. 13-17.
Í fréttatilkynningu segir að
markmið málþingsins sé að fjalla á
heildstæðan og gagnrýninn hátt um
tilurð, tilgang og aðferðir við
stjórnun náttúruverndarsvæða í al-
þjóðlegu og innlendu samhengi og
þar með einnig búa til vettvang fyr-
ir samstarf háskólasamfélagsins og
stjórnenda náttúruverndarsvæða.
Á málþinginu verður rætt um þær
hugmyndafræðilegu forsendur sem
liggja að baki þjóðgörðum og
verndun náttúrunnar, um gildi og
aðferðir verndunar og um þær
áherslubreytingar sem orðið hafa í
stjórnun náttúruverndarsvæða á
síðari árum. Sérstök áhersla verður
lögð á stjórnun náttúruvernd-
arsvæða á Íslandi.
Að málþinginu standa Stofnun
Sæmundar fróða við Háskóla Ís-
lands, Fræðasetur HÍ á Hornafirði,
námsbraut HÍ í umhverfis- og auð-
lindafræði, Þjóðgarðurinn á Þing-
völlum, Umhverfisstofnun, Vatna-
jökulsþjóðgarður og Félag
umhverfisfræðinga á Íslandi.
Stjórnun
verndaðra
svæða
AFMÆLISRÁÐSTEFNA um al-
þjóðlega friðargæslu verður haldin
í dag, fimmtudaginn. 29. maí, á al-
þjóðlegum degi friðargæslu en sex-
tíu ár eru liðin frá því fyrstu frið-
argæsluliðarnir voru sendir á
vegum Sameinuðu þjóðanna. Ráð-
stefnan fer fram á Háskólatorgi
Háskóla Íslands, í fundarsal
HT-102.
Tryggvi Jakobsson, formaður
Félags SÞ á Íslandi setur ráðstefn-
una kl. 17.15. Erindi halda: Urður
Gunnarsdóttir fjölmiðlafulltrúi,
Pétur Dam Leifsson, lektor í al-
þjóðalögum við HÍ og HA, Páll Ás-
geir Davíðsson, sérfræðingur við
lagadeild HR, og Þórir Guðmunds-
son fréttamaður. Ný stuttmynd frá
SÞ verður frumsýnd: Friðargæsla
60 ára og kveðja frá George Cloo-
ney. Einnig verða umræður.
Ráðstefna
um alþjóð-
lega friðar-
gæslu
JÓN Eiríksson, jarðfræðingur hjá
Jarðvísindastofnun Háskólans, veit-
ir gestum í Sesseljuhúsi innsýn í
það sem jarðfræðingurinn sér í
landslaginu.
Jón byrjar á fræðsluerindi innan-
dyra en síðan verður farið út og
spáð í landslagið. Fundurinn er
laugardaginn 31. maí, kl. 13 og er
aðgangur ókeypis. Kaffihúsið
Græna kannan og verslunin Vala
eru opin frá kl. 14-17.
Fræðslu-
erindi í
Sesseljuhúsi
NÁMSKEIÐIÐ „Þú ert það sem þú
hugsar“ verður haldið í síðasta
sinn helgina 30. maí til 1. júní á
Hótel Loftleiðum.
Á námskeiðinu er tekið saman
brot af því besta um stjórn og
þjálfun hugans. Kenndar eru að-
ferðir til að draga úr streitu,
byggja upp sjálfstraust og já-
kvæðni, koma lífinu í betra jafn-
vægi og ná betri stjórn á eigin
hugsunum.
Í fréttatilkynningu kemur fram
að ákveðið hafi verið að styrkja
tvö krabbameinstengd málefni í
gegnum þetta síðasta námskeið.
Annars vegar verkefnið „Á allra
vörum“ með því að láta gloss sem
kostar 2.000 kr. fylgja með hverj-
um keyptum miða og hins vegar
Ljósið sem er stuðnings- og end-
urhæfingarstöð fyrir krabbameins-
greinda og aðstandendur með því
að láta nælu sem kostar 1.000 kr.
fylgja með hverjum keyptum
miða.
Námskeiðið kostar fullu verði
32.900 kr. en er nú boðið á 30%
afslætti eða 23.030 kr. Af því verði
mun 3.000 kr. verða varið til ofan-
greindra málefna. Kennt er á
föstudegi frá 20 til 22.30, laug-
ardegi og sunnudegi frá kl. 9 til
17. Samnefnd bók fylgir námskeið-
inu ásamt geisladiski og veglegri
vinnubók.
Nánari upplýsingar um nám-
skeiðið má finna á vefsíðunni
www.gbergmann.is.
Þú ert það
sem þú
hugsar
KAFFISALA verður í Vindáshlíð í
Kjós sunnudaginn 1. júní.
Dagskráin hefst með gönguferð
frá Fossá í Hvalfirði yfir í Vind-
áshlíð í umsjón göngugarpanna
Klöru Þórhallsdóttur og Vigfúsar
Pálssonar. Gangan tekur um fjórar
klukkustundir. Rútuferð frá Holta-
vegi kl. 8.30 um morguninn. Skrán-
ing í síma 588-8800. Verð fyrir rútu
er 2.000 kr.
Sr. Bryndís Malla Elídóttir mess-
ar í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð kl.
14. Að messu lokinni hefst kaffisal-
an í Vindáshlíð, sem stendur til kl.
18. Í boði verður kaffihlaðborð í
bland við skemmtun fyrir börnin,
svo sem hoppkastala, andlitsmálun,
leiki, aparólu, apabrú, útileiktæki,
stultur, íþróttahús o.fl.
Kaffisala í
Vindáshlíð
MENNTASKÓLINN í Kópavogi
brautskráði 23. maí sl. við hátíð-
lega athöfn í Digraneskirkju 233
nemendur. Alls 72 stúdentar og
31 iðnnemi. Þá brautskráðust 14
ferðafræðinemar, 46 leið-
sögumenn, 28 nemar af skrif-
stofubraut, 16 nemar úr hagnýtu
viðskipta- og fjármálagreinanámi,
20 matsveinar og 3 nemar úr
meistaraskóla matvælagreina degi
áður, 22. maí. Auk þess 3 nemar
af starfsbraut einhverfra. Alls
voru brautskráðir 233 nemar frá
Menntaskólanum í Kópavogi á
þessu vori.
Þrír nemar hlutu viðurkenn-
ingu fyrir afburðanámsárangur
úr Viðurkenningarsjóði MK: Ný-
stúdentarnir Arngrímur Þórhalls-
son og Sindri Magnússon og ný-
sveinninn Björgvin Páll
Gústavsson. Þá veitti Kvenfélag
Kópavogs nýstúdent Erlu Hlíf
Kvaran námstyrk. Rótarýklúbbur
Kópavogs veitti Arngrími Þór-
hallssyni styrk fyrir góðan árang-
ur í raungreinum og Rótarýklúbb-
urinn Borgir í Kópavogi veitti
Björgvini Páli Gústavssyni styrk
fyrir einstakan námsárangur í
iðnnámi.
Í máli Margrétar Friðriksdóttur
skólameistara kom m.a. fram að
kennsla hófst á tveimur nýjum
brautum við skólann sl. haust.
Annars vegar viðskipta- og hag-
fræðibraut til stúdentsprófs og
hins vegar í hótelstjórnun í sam-
starfi við hótelskóla í Sviss César
Ritz en námið er skilgreint sem
fyrsta árið til BA-gráðu í hót-
elstjórnun. Einnig hefur verið í
gangi vinna að undirbúningi og
innleiðingu á gæðastjórnunarkerfi
skv. ISO 9001 og hefur skólinn nú
sótt um vottun á kerfinu.
Þá hlotnaðist skólanum sá heið-
ur að hljóta jafnréttisviðurkenn-
ingu Jafnréttisráðs fyrir árið 2007
en skólinn hefur haft jafnrétt-
isáætlun frá árinu 2000, og stóð
fyrir jafnréttisviku á vorönn. Það
nýmæli varð á skólaárinu að
stofnað var foreldrafélag við skól-
ann, segir í fréttatilkynningu.
MK útskrifar 233 nemendur
FJÖLBRAUTASKÓLANUM í
Garðabæ var slitið í 48. sinn 24. maí
sl. Brautskráðir voru 70 stúdentar
og einn nemandi af viðskiptabraut.
Dux scholae er Hugrún Jónsdóttir
sem hlaut fjölda viðurkenninga fyrir
góðan námsárangur. Auk Hugrúnar
hlutu 3 aðrir stúdentar ágæt-
iseinkunn.
Gospelkór Jóns Vídalíns söng tvö
lög í byrjun en síðan tók Þorsteinn
Þorsteinsson skólameistari til máls.
Hann flutti stutt yfirlit yfir vetr-
arstarfið og sagði m.a. að byrjað
yrði á nýrri 1.000 fermetra viðbygg-
ingu vorið 2009 en sú bygging er
einkum ætluð list- og verkgreinum.
Stefna skólans er að veita sem víð-
tækasta menntun og góður skóli
skilar virðisauka og taldi Þorsteinn
til fyrirmyndar að stofnað hefði ver-
ið bindindisfélag við skólann.
Hann sagði líka að stefnt væri að
því að skemmtanir á vegum skólans
yrðu alfarið vímulausar. Hann hvatti
nemendur til að efla með sér sjálfs-
virðingu og til þess að þakka sínum
nánustu fyrir veittan stuðning á liðn-
um árum.
Þá flutti Ingibjörg Lind Karls-
dóttir, formaður skólanefndar,
ávarp, bæjarstjórinn Gunnar Ein-
arsson, flutti útskriftarnemum
kveðjur og ávarp nýstúdenta flutti
Daníel Þór Bjarnason. Ingva Þór
Þorkelssyni sem nú hættir að kenna
voru þökkuð vel unnin störf og fékk
hann gullmerki skólans og blóm-
vönd.
FG brautskráði 70 stúdenta
BORGARHOLTSSKÓLI útskrifaði 24.
maí sl. 195 nemendur af hinum ýmsu
brautum skólans þar af 15 nemendur
af fleiri en einni braut. Nemendahóp-
urinn skiptist nokkuð jafnt í þrjá hluta:
nemendur í iðngreinum, nemendur í
bóknámi, nemendur í starfsnámi. Skól-
inn er í góðu samstarfi við atvinnulífið
og önnur skólastig á mörgum sviðum.
Hæstu einkunn hlaut Halldór Al-
bertsson af náttúrufræðibraut. Ágúst
Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst,
var sérstakur gestur og flutti ávarp. Í
ræðu sinni til útskriftarnema fjallaði
Ólafur Sigurðsson skólameistari um
skólamenninguna og vonaðist til að
hún hefði mótað nemendur á jákvæðan
hátt. Hvatti hann nemendur til ábyrgð-
ar á eigin lífi og minnti á grunngildi
skólans, jafnrétti sjálfsaga og náunga-
kærleik, segir í fréttatilkynningu.
Borgarholts-
skóli útskrif-
ar 195
nemendur