Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 49
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
VEL þekkt leikkona ákveður að
söðla um, eða bara stíga nett hlið-
arspor, og gefa út tónlist. Dæmi um
þetta hafa verið að hrannast upp að
undanförnu, en fæst þeirra verið
gæfuleg. Sjá t.a.m. þráhyggju Juli-
ette Lewis gagnvart því að sanna
sig sem rokkara. Þær þreifingar
hafa getið af sér tvær breiðskífur,
þar sem hún nýtur fulltingis sveitar
sinnar, The Licks. Þessar æfingar
hafa valdið mikilli armæðu, og ein-
sýnt að það bara gengur ekki að
„leika“ sig upp í það að vera rokk-
ari. Þá er óþarfi að fjölyrða um við-
líka tilraunir Kate Moss, en innslög
hennar á plötur kærasta síns fyrr-
verandi, Pete Doherty, er í besta
falli hægt að lýsa sem „athygl-
isverðum“.
Óvæntir bólfélagar
Nýjustu þreifingarnar í þessum
merkilega geira eru ný sólóplata
hinnar smágerðu og snoppufríðu
(og furðu dimmrödduðu) Scarlett
Johansson, Anywhere I Lay My
Head. Sú á að baki dágóðan slatta
af heiladeyfandi stórmyndum en
hefur og dýft tám í jaðarvænni
myndir og það skýrir væntanlega
að til samstarfs valdi hún sér engan
annan en Tom Waits sem hefur, vil
ég fullyrða, ekki svo mikið sem
komið nálægt einhverju sem mætti
kalla heiladeyfandi (í listum alltént,
ég undanskil sukkið í þessari grein-
ingu). List Tom Waits stendur svo
kirfilega utan við allt sem mætti
kalla meginstraums- og markaðs-
vænt að ekki er nema von að fólk
hafi rekið upp stór augu – og sperrt
rækilega upp eyrun – þegar fréttist
af þessum óvæntu bólfélögum.
Glöggir lesendur kannast vænt-
anlega við titil plötunnar, en um er
að ræða lag af einni af lofuðustu
plötum Waits, Rain Dogs. Innihald
plötunnar er enda gömul lög eftir
Waits, en eitt er frumsamið, eftir
Johansson og upptökustjóra plöt-
unnar, Dave Sitek. Hann er með-
limur í Brooklyn-sveitinni TV on
the Radio og þykir einn „heitasti“
og frumlegasti upptökustjórinn í
bransanum í dag. David Bowie
leggur þá til rödd í tveimur lögum
og Ivo Watts-Russell, yfirmaður
hins fornfræga útgáfufyrirtækis
4AD, sá um að raða upp lögunum.
Listræna vigtin, auk ofgnótt „hipp
og kúl“ stiga, er að ríða plötunni á
slig!
Rúst
Platan hefur þó vægast sagt
fengið mismunandi dóma. Allt frá
skerandi fagnaðarópum yfir í
grimmúðlegt hvæs hafa heyrst frá
helstu álitsgjöfum. NME hampar
plötunni, segir hana „algerlega stór-
fenglega“ („completely brilliant“) og
hún eigi efalaust eftir að toppa
margan ársuppgjörslistann!? The
Times rústar henni hins vegar, og
segir það óskiljanlegt hvernig allur
þessi „A-lista“-mannskapur sem
hafi komið að plötunni hafi náð að
klúðra henni svona gjörsamlega.
Allmusic og Pitchfork fara miðja
vegu, og yppa í raun öxlum.
Kannski þetta sé enn eitt dæmið
um tvo hæfileikaríka listamenn sem
núlla hvor annan út, í stað þess að
styrkja? Ég ætla ekki að draga dóm
um plötuna í þessari greinargerð,
en spyr þess í stað, um leið og ég
horfi dreymnum, löngunarfullum
augum út í loftið: Hvar er sólóplat-
an hennar Chloë Sevigny?
Rauðar varir Scarlett sýnir nýja hlið á sér á plötunni sem hefur fengið misjafna dóma hjá gagnrýnendum.
Fríða og dýrið
Leikkonan Scar-
lett Johansson
túlkar Tom Waits.
Snilld? Eða hrein
og klár hörmung?
Meistari Fáir ef nokkrir geta fetað
í fótspor Tom Waits.
AFMÆLISHÁTÍÐ í tilefni af 100
ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar
hefst í dag. Um er að ræða viða-
mikla dagskrá sem stendur yfir
fram á sunnudagskvöld og er hug-
myndin sú að Hafnfirðingar bjóði
landsmönnum í heljarinnar afmæl-
isveislu. Óhætt er að segja að í dag-
skránni megi finna eitthvað fyrir
alla en hér verður stiklað á stóru.
Í kvöld verður dagskrá í Gamla
bókasafninu, Mjósundi 10. Kl. 20.30
verður Eyvindur Karlsson með
uppistand og upplestur, kl. 21 held-
ur Hellvar tónleika og strax í kjöl-
farið, eða kl. 21.30, verður hljóm-
sveitin Naflakusk með
gleðipopptónleika.
Kl. 21.30 annað kvöld verður
boðið upp á bílabíó í Flensborg og
hefur dans- og söngvamyndin
Grease orðið fyrir valinu. Aðstaða
verður fyrir bæði bíla og gangandi
vegfarendur og verða stúkusæti
fyrir allt að 160 manns. Til þess að
skapa rétta andrúmsloftið munu fé-
lagar úr Dansíþróttafélagi Hafn-
arfjarðar mæta á svæðið í fullum
skrúða og taka nokkur spor.
Stuttu síðar, eða kl. 23, verður
boðið upp á miðnæturdjass í Hafn-
arborg. Þar eru á ferðinni stór-
tónleikar að hætti Bjössa Thor,
Papa Jazz og félaga. Fjöldi þekktra
listamanna treður upp og boðið
verður upp á léttan djass. Meðal
þeirra sem koma fram á þessum
tveggja tíma tónleikum eru Björg-
vin Halldórsson, Andrea Gylfadótt-
ir, Ragnheiður Gröndal, Margrét
Eir og Björn Thoroddsen.
Frá kl. 15 á laugardaginn verður
svo boðið upp á órafmagnaða tón-
leika í kirkjum Hafnarfjarðar. Í
Víðistaðakirkju koma fram þau
Ragnheiður Gröndal, Magnús
Kjartansson og Lay Low en í Hafn-
arfjarðarkirkju þau Védís Hervör,
Ólöf Arnalds, Margrét Eir, Regína
Ósk, Heiða og Ellen Kristjánsdóttir.
Loks má geta stórtónleika á Víð-
istaðatúni sem hefjast kl. 17 á laug-
ardaginn. Þar koma m.a. fram Ber-
múda, Veðurguðirnir, Megas,
Eurobandið, Baggalútur, Sprengju-
höllin, Sálin hans Jóns míns og
Björgvin Halldórsson. Kynnar
verða þeir Simmi og Jói en tónleik-
arnir standa yfir til kl. 23.
Ítarlega dagskrá hátíðarinnar
má finna á heimasíðu Hafnarfjarð-
arbæjar.
Hamagangur
í Hafnarfirði
Glæsileg dagskrá í tilefni af 100 ára af-
mæli Hafnarfjarðarbæjar um helgina
Megas Söngvaskáldið kemur fram á afmælishátíð Hafnarfjarðar og hver
veit nema Senuþjófunum takist þá að standa undir nafni.
Sprengjuhöllin Á meðal vinsælustu
sveita landsins um þessar mundir.
www.hafnarfjordur.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg