Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 45 Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Fim 5. júní kl. 19.30 Lady and Bird - Barði Jóhannsson og Keren Ann Zeidel Hljómsveitarstjóri: Daniel Kawka Barði Jóhansson er ekki einhamur maður í tónsköpun sinni. Ein birtingarmyndin er Lady and Bird, samstarfsverkefni hans og frönsku tónlistarkonunnar Keren Ann Zeidel. Á tónleikunum flytja þau tónlist Lady and Bird auk tónlistar sem þau semja hvort um sig, í hljóm- sveitarbúningi Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík með stuðningi Franska sendiráðsins. ■ Fös. 20. júní kl. 19.30 20 horn - og einn sólisti Sinfóníuhljómsveitin lýkur starfsárinu með stæl og flytur hina risavöxnu Alpasinfóníu Richard Stauss, og fleiri verk þessa meistara litbrigðanna. Wayne Shorter og Bob Dylaneiga ekkert sameiginlegt,en báðir eru þeir risar, sem gnæfa yfir umhverfi sínu. Short- er er einhver eftirminnilegasti blás- ari okkar tíma og hefur sett afger- andi mark á jass með leik sínum og tónsmíðum í tæplega hálfa öld. Ferill Dylans er örlítið skemmri. Hann hafði áhrif á heila kynslóð með bar- áttusöngvum sínum þótt vitaskuld gangist hann ekki við því að hafa verið nokkurs konar leiðtogi eða samið baráttusöngva.    Þeir eiga það líka sameiginlegt aðhafa lítinn áhuga á að gefa áheyrendum haldreipi í því kunn- uglega. Wayne Shorter steypti sér beint út í spunann á tónleikum sínum í Háskólabíói og leit ekki upp fyrr en einni og hálfri klukkustund síðar. Í viðtali í Ríkisútvarpinu sagði hann að hljóðfæraleikararnir, sem lékju með honum væru svo uppteknir að þeir hefðu ekki tíma til að æfa sig. Þeir kæmu bara fram. Svo bætti hann við að enda væri tónlist þeirra spuni og hvernig væri hægt að æfa sig í því að leika af fingrum fram. Á ferðalagi sínu hefur Shorter átt leið með Art Blakey, Miles Davis, Herbie Hancock, Joseph Zawinul og Joni Mitchell, svo aðeins nokkrir séu nefndir. Í Háskólabíói bauð Shorter áheyr- endum í ferðalag í gegnum tónlistar- landslag, sem iðulega virtist ekki vera af þessum heimi. Oft brá fyrir kunnuglegum stefjum, sem síðan leystust upp og tóku á sig nýjar myndir. Hljóðfæraleikararnir hik- uðu ekki við að grípa hver fram í fyr- ir öðrum og hlustandinn, sem var tilbúinn til að leggja með þeim í þessa óvissuferð var ekki svikinn.    Dylan var á allt öðrum nótumþegar hann kom fram í Laug- ardalshöll á mánudag, en hann var ekki heldur á því að veita tónleika- gestum mikinn stuðning með því að tralla gömlu lögin í upprunalegum útgáfum. Reyndar byrjaði hann á því að taka tvö af sínum eldri og þekkt- ari lögum, en hefði ekki verið hægt að greina glefsur úr textanum hefði verið erfitt að átta sig á því hvaða lög voru á ferðinni. Í upphafi var eins og röddin myndi svíkja hann. Þegar hann söng að hann væri fastur í bíl að syngja blús- inn frá Memphis aftur heyrðust brestir í raddböndunum, en eftir því sem hann söng meira var eins og þau liðkuðust. Hann átti miklu auðveld- ara með að syngja nýrri lög og þegar hann söng í ballöðunni um mjóa manninn, síðasta laginu fyrir upp- klapp, að stundum þyrfti meira að segja forseti Bandaríkjanna að vera nakinn var hann kominn á verulegt flug. Þrjár síðustu plötur Dylans hafa verið hreint afbragð og hann söng meirihluta laganna af þeirri nýjustu, Modern Times. Rödd Dylans ber ald- urinn með sér, hún er djúp og rám. Í nokkrum laganna var flutningurinn betri á tónleikunum en á plötunni og þegar hann söng að heimurinn yrði svartur fyrir augum sér í laginu um Nettie Moore var í röddinni dýpt og tregi þar sem kom saman hálf öld af tónlistarsköpun og sköpunarleit, allt frá því að hann varaði staðnaða kyn- slóð við því að tímarnir væru að breytast til okkar tíma. Dýptin minnti jafnvel á lífsreynsluna í söng Johnnys Cash undir það síðasta. Þessi sama vídd opnaðist nokkrum sinnum í leik Waynes Shorters þegar heyrðust langir, tærir tónar, fullir af trega, ýmist bjartir eða djúpir eftir því hvort meistarinn blés í ten- órsaxófóninn, eða sópraninn.    Tveir listamenn sem þurfa hvorkiá loftfimleikum né flugeldasýn- ingum að halda til heilla, heldur komast beint að kjarnanum og höfðu báðir viðkomu á Íslandi helgi eina seint í maí. Á valdi Dylans og Shorters Hrjúfur Dylan leyfði engar mynda- tökur á tónleikunum í Höllinni. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Rámur Wayne Shorter blæs af innlifun í saxófóninn á sviðinu í Háskólabíói. AF LISTUM Karl Blöndal »… var í röddinnidýpt og tregi þar sem kom saman hálf öld af tónlistarsköpun og sköpunarleit, allt frá því að hann varaði staðnaða kynslóð við því að tím- arnir væru að breytast til okkar tíma. kbl@mbl.is Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is TIL stendur að breyta fyrirkomulagi Grímunnar – Íslensku leiklistarverð- launanna á þann veg að níu manna valnefnd sviðs- verka sjái um til- nefningar á næsta ári. Valnefnd sviðsverka er í dag skipuð 30 fulltrúum frá tíu félögum, sam- tökum og stofn- unum sem starfa innan vébanda Leiklist- arsambands Íslands. Valnefndin verður því um þrefalt fámennari og um leið aukin ábyrgð hvers og eins í tilnefningaferlinu. Hugmyndin er sú að hvert fagfélag velji fulltrúa í nefndina, fjögur þeirra velja tvo full- trúa og eitt þeirra einn fulltrúa. Nýjum flokki bætt við ,,Það sem mun breytast núna er að stofnanir og leikhúsin sjálf tilnefna ekki inn í fagnefndina heldur ein- göngu fagfélögin,“ segir Viðar Egg- ertsson, formaður Leiklist- arsambands Íslands. Það hafi alltaf verið blandað til þessa, fólk úr fag- félögum og frá leiklistarstofnunum og -samtökum. Með fagfélögum er átt við fagfélög listamanna og nú á að skilja fagfólkið frá stofnununum, svo að segja. ,,Það hefur aldrei skipt neinu máli, samsetningin hefur alltaf verið þannig að engin ein stofnun eða hagsmunasamtök geta myndað meirihluta ein og sér. Þannig að þetta er svo sem ekki mikil breyting nema að það verður enn skýrara að engir eigi beinna hagsmuna að gæta sem koma inn í nefndirnar.“ Viðar segir ástæðuna fyrir breyt- ingunni þá að valnefnd sviðsverka hafi þótt fullstór og ákveðið að prófa annað fyrirkomulag, fámennari nefnd og hvort hægt væri að virkja hana enn betur. Valnefndarmenn þurfi að sjá gríðarlegan fjölda sviðsverka, þurfi helst að sjá allar sýningar á sviði á árinu sem verið er að tilnefna fyrir. Menn verði í það minnsta að sjá sem allra flestar. ,,Við erum alltaf að reyna að leggja sem mesta áherslu á að valnefndin sjái sem mest og nú er- um við að gera áherslubreytingu.“ Hvað varðar allar greinar innan leik- listarinnar telur Viðar að leikstjórar hafi hvað mesta yfirsýn yfir þær. Í valnefndinni verða tveir fulltrúar frá Félagi íslenskra leikara, tveir frá Félagi leikstjóra á Íslandi, tveir frá Félagi leikskálda og handritshöf- unda, tveir úr deild leikmynda- og búningahöfunda innan Félags ís- lenskra leikara og svo fær tæknifólk úr leikhúsunum að tilnefna einn full- trúa fyrir hljóð og lýsingu. Á næsta ári verður bætt við nýjum verðlauna- flokki Grímunnar, verðlaun fyrir bestu hljóð- og myndvinnslu. Síðan verða minni nefndir líkt og eru í dag en valnefndir Grímunnar eru alls fjórar; valnefnd sviðsverka, valnefnd dansverka, valnefnd barnaverka og valnefnd útvarpsverka. Þessar litlu nefndir eru með mjög afmarkað svið, að sögn Viðars, en valnefnd sviðs- verka er sú umsvifamesta og tilnefnir til flestra verðlauna. Fækkað í valnefnd sviðsverka Morgunblaðið/G.Rúnar Hreindýr? Benedikt Erlingsson leikari, leikstjóri og leikskáld fagnaði mjög á Grímunni í fyrra enda hlaut hann þrjár styttur. Viðar Eggertsson Í HNOTSKURN » Á Grímuverðlaunahátíðinnieru sviðsverk og útvarpsverk verðlaunuð og listamönnum veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í sviðs- listum á liðnu leikári. » Eigandi og framkvæmda-aðili Grímunnar er Leiklist- arsamband Íslands. » Starfsár Íslensku leiklist-arverðlaunanna hefst sum- ardaginn fyrsta og lýkur síðasta vetrardag ár hvert. Það þýðir að nýjustu verkin á fjölum leikhús- anna eru ekki með að þessu sinni, t.d. Ástin er diskó, lífið er pönk. Allt um Grímuna www.griman.is Gert er ráð fyrir að níu manna valnefnd sviðsverka muni sjá um tilnefningar til Grímunnar á næsta ári í stað 30 manna

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.05.2008)
https://timarit.is/issue/286594

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.05.2008)

Aðgerðir: