Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 14
Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „Í ÞESSU máli hafa menn látið eins og dómarar hafi verið viljalaus verk- færi í höndum dómsmálaráðherra,“ sagði Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra í utandagskrárumræðum um símhleranir á árunum 1949-1968 á Alþingi í gær og bætti við að í því fælist dæmalaus óvirðing við þá dómara sem hlut áttu að máli. Helgi Hjörvar, málshefjandi og þingmaður Samfylkingar, sagði grundvallaratriði í lýðræðissam- félagi að heiðarlegt fólk þyrfti ekki að sæta hlerunum og að dómsmála- ráðherra ætti að ítreka að viðhorf stjórnvalda væru breytt frá því sem áður var. „Enginn rökstuddur grun- ur um saknæmt athæfi þeirra sem í hlut áttu var fram færður. Engin gögn eru til um hleranirnar,“ sagði Helgi og bætti við að alvarlegast væri að 12 alþingismenn hefðu sætt hlerunum. Kallaði hann eftir afsök- unarbeiðni og krafa um það sama kom frá fulltrúum Vinstri grænna og Frjálslyndra. Björn Bjarnason áréttaði hins vegar að einstaklingar gætu sótt rétt sinn í samræmi við lög. „Að dóms- málayfirvöld biðjist afsökunar vegna niðurstöðu dómara er með öllu óþekkt. Mál eru til lykta leidd fyrir dómstólum,“ sagði hann. Liður í lögregluaðgerðum Björn taldi enga ástæðu vera til að skauta framhjá því að Kjartan Ólafs- son hefði verið framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, sem hefði haft á stefnuskrá sinni að ná völdum í land- inu með ofbeldi. „Trúir stefni sinni hikuðu kommúnistar og sósíalistar hér á landi ekki við að beita valdi í þágu eigin málstaðar,“ sagði Björn og í máli hans kom fram að hleran- irnar hefðu verið liður í lögregluað- gerðum. „Ég hef enga ástæðu til að ætla að lögregla hafi hlerað síma án dómsúrskurðar,“ sagði hann. Lúaleg ræða Ekki voru allir sáttir við þessi orð og Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði ræðu Björns hafa verið lúalega og spurði hvort þetta væri afstaða ríkisstjórnarinn- ar. „Við sjáum það að kaldastríðs- hamur rennur á dómsmálaráðherr- ann hæstvirtan þegar þessi mál koma til umræðu,“ sagði Álfheiður og taldi Björn ekki hæfan til að fást við þetta mál. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, furðaði sig einnig á ræðu dómsmálaráðherra og kallaði eftir afsökunarbeiðni en framsóknarmenn voru á annarri skoðun. „Það orkar auðvitað tvímæl- is hvort stjórnvöld samtímans geti beðist afsökunar á því að stjórnsýsla hafi verið gölluð fyrir áratugum,“ sagði Bjarni Harðarson. Eins og dómarar hafi verið viljalaus verkfæri Morgunblaðið/Frikki Ekkert fyrirgefðu Kallað var eftir afsökunarbeiðni frá stjórnvöldum vegna símhlerana á Alþingi í gær en Björn Bjarnason sagði með öllu óþekkt að beðist væri afsökunar vegna niðurstöðu dómara. VG, Frjálslyndir og Samfylkingin kalla eftir afsökunarbeiðni Í HNOTSKURN » Símar á 32 heimilum voruhleraðir frá 1949-1968. » Kjartan Ólafsson, fyrrver-andi ritstjóri og þingmaður, var þeirra á meðal en hann skrif- aði grein um málið í Morg- unblaðið á þriðjudag. » Þar kemur fram að dómararhafi heimilað hleranir, án fyrirstöðu, að beiðni dóms- málaráðherra. 14 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI ÚTGERÐARMÖNNUM sem fyr- irhuga að flytja afla úr landi án þess að hann hafi verið endanlega veginn verður gert skylt að senda upplýsingar um afla til Fiskistofu sem sendir upplýsingarnar áfram til birtingar á opnum uppboðsvef uppboðsmarkaðs með sjávarafla. Þetta er megininntak frumvarps sjávarútvegsráðherra um breyt- ingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. Með frumvarpi þessu er tekið á þeim þáttum sem eru til þess fallnir að bæta aðgengi fisk- kaupenda að afla sem fyrirhugað er að flytja úr landi. Auknar kröfur erlendis Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars: „Uppboð á afla stuðlar að því að fiskkaupendur hafi tækifæri til að kaupa aflann. Mikilvægt er að hafa í huga að regla þessi á einungis við um afla sem fluttur er úr landi án þess að hafa verið endanlega veginn og skráður í aflaskráningarkerfi Fiskistofu. Útgerðir eiga þess kost að vigta aflann hér á landi og þá er þeim frjálst að ráðstafa aflanum að vild. Enn fremur eru fyrirhugaðar breytingar á reglum er lúta að vigtun aflans hjá markaði erlendis á þann veg að auknar verði kröfur sem gerðar eru til vigtunarbúnaðar hjá fiskmörkuðum erlendis. Þá er talið mikilvægt að tryggja að eft- irlit með afla sem fluttur er úr landi án þess að hafa verið skráður til aflamarks sé fullnægjandi. Eftirlit með afla sem fluttur er úr landi án þess að hafa verið end- anlega vigtaður fer annars vegar fram hér á landi og hins vegar er- lendis. Gert er ráð fyrir að Fiski- stofa innheimti kostnað sem hlýst af eftirliti erlendis. Þá eru gerðar breytingar á við- urlagakafla laganna þar sem kveð- ið er á um afturköllun leyfis er- lends markaðar til að taka á móti íslenskum afla hafi ekki verið farið að ákvæðum III. kafla laganna og er það til samræmis við kröfur sem gerðar eru til vigtunarleyfishafa hér á landi. Auk þess er gert ráð fyrir að Fiskistofa afturkalli leyfi erlends markaðar í þeim tilvikum sem markaður stendur ekki í skil- um með greiðslu kostnaðar vegna eftirlits.“ Byggt á niðurstöðum starfshóps Frumvarp þetta er meðal annars byggt á niðurstöðum starfshóps undir forystu Illuga Gunnarssonar, alþingismanns, en hann var skip- aður í kjölfar þess að 10% útflutn- ingsálag á óunninn fisk var afnum- ið. Starfshópurinn við alla helstu hagsmunaaðila ásamt því að heim- sækja fiskmarkaðina í Grimsby og Hull í Bretlandi, sem í dag taka á móti mestum hluta þess afla sem fluttur er á markað erlendis. Fá aðgang að gámafiskinum Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Útflutningur Mikið af ýsu og þorski fer óunnið utan í gámum á markaði. Frumvarp sjávar- útvegsráðherra bætir aðgengi fisk- kaupenda að „gámafiski“ AÐEINS þrjár af 36 höfnum lands- ins geta staðið undir rekstri og við- haldi mannvirkja á komandi árum og með tilstyrk ríkisins má reikna með að fjórar aðrar hafnir verði rekstrarhæfar. Þetta kemur fram í skýrslu hagfræðistofnunar HÍ, sem gerð var fyrir Hafnasamband Ís- lands. Það eru aðeins Faxaflóahafn- ir og hafnirnar í Fjarðabyggð og Hafnarfirði, sem skila hagnaði Í ályktun frá Hafnasambandinu vegna þessa segir meðal annars: „Afkoma langflestra hafna landsins er afleit og veruleg óvissa um rekstrargrundvöll þeirra á kom- andi árum. Því samþykkir fund- urinn að beina þeirri áskorun til samgönguráðherra að nú þegar verði í samráði við Hafnasamband Íslands leitað leiða til þess að rétta hlut hafnanna og skapa þeim fjár- hagslegar rekstrarforsendur. Hafnir landsins eru mikilvægur hornsteinn í samgöngukerfi lands- ins og grundvallarforsenda fyrir þróun atvinnulífs og tryggum bú- setuskilyrðum víða um land. Því er brýnt að leitað verði lausna á þeim fjárhagsvanda sem við blasir þann- ig að hafnirnar geti áfram sinnt því mikilvæga hlutverki sem krafa er gerð til.“ Tap á rekstri hafnanna ÚR VERINU HJÓLHÝSUM í umferð hefur fjölgað meira en þrefalt á fimm árum, að því er fram kemur í svari samgönguráðherra við fyr- irspurn Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns VG. Tjaldvögnum, húsbifreiðum og fellihýsum hefur einnig fjölgað mjög og í það heila eru næstum 17 þúsund slíkir grip- ir í umferð. Að sama skapi hefur stærð hjólhýsa og tjaldvagna auk- ist til muna en þau auk fellihýsa eru ekki skoðunarskyld og geta þ.a.l. verið í umferð án þess að vitað sé um ástand öryggisbún- aðar þeirra. „Brýnt er að koma þessum málum í viðunandi horf, en eins og tölur sýna hafa alvar- leg umferðarslys og banaslys tengst eftirvögnum og tengitækj- um,“ segir í svarinu en þar kemur fram að síðastliðin fimm ár hafa fellihýsi, tjaldvagnar og hjólhýsi tengst 175 umferðarslysum og þar af einu banaslysi. Gamla tjaldið á undanhaldi KORNRÆKT á Íslandi hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin tíu ár og þrefalt meira land er notað und- ir hana en var árið 1998. Þetta kem- ur fram í svari Einars K. Guðfinns- sonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyr- irspurn Birkis J. Jónssonar, þing- manns Framsóknar. Þar segir einnig að á tíu árum hafi kornuppskera aukist úr tæpum 4.600 tonnum í 11.500 tonn og að búist sé við aukningu nú í ár. Kornrækt í miklum blóma Óvissa um þinglok Þingfundur hófst með atkvæða- greiðslum í gær sem stóðu á annan tíma. Um sextíu þingmál lágu fyrir og dagskráin mjakaðist áfram fram eftir degi. Á göngum þingsins var um fátt annað rætt en hvenær þingi yrði frestað en sam- kvæmt áætlun á það að gerast í dag. Eins og við er að búast næst ekki að klára öll þau mál sem liggja fyr- ir og ná þarf sam- komulagi um hvaða málum verður lokið. Annars vegar þarf að semja stjórnarflokk- anna í milli og hins vegar þarf að reyna að ná samkomulagi við stjórn- arandstöðuna. Seint í gærkvöld voru bæði ráðherrar og þingmenn á vappi í þinghúsinu en enginn vissi hvenær yrði farið heim eða hvað morgundag- urinn bæri í skauti sér. Hvað segir Ögmundur? Margir stjórnarliðar höfðu á orði í gær að þeir beindu þeirri spurningu til Ögmundar Jónassonar, þing- flokksformanns VG, hvenær þingi lyki og einn þingmaður sagði „þing- skapameirihlutann“ hafa myndast að nýju, þ.e. að allir flokkar nema VG væru nokkuð sammála um hvernig málum skyldi háttað á síðustu metr- unum. VG leggst hart gegn sjúkra- tryggingafrumvarpi heilbrigð- isráðherra og þar að auki er deilt um framhaldsskólafrumvarpið, frum- varp um að starfsemi Keflavík- urflugvallar verði sett í opinbert hlutafélag og frumvarp fjár- málaráðherra um lífeyrissjóði, sem felur m.a. í sér að þeir geti fjárfest í verðbréfum. Bið eftir bótum Geir H. Haarde, forsætisráðherra, greindi þingheimi frá því í gær að ekki yrði lagt fram nýtt eftirlauna- frumvarp í vor og að heldur hefði ekki náðst að ljúka vinnu við frumvarp um greiðslu bóta til manna sem sættu illri meðferð á Breiðavíkurheimilinu, eins og vonast hafði verið til. Það yrði þó lagt fram strax í haust. Ögmundur Jónasson Geir H. Haarde ÞETTA HELST … ÞAÐ ER engum vafa undirorpið að hér eftir sem hingað til verður óleyfilegt að kaupa sig fram fyrir raðir þegar kemur að heilbrigð- isþjónustu. Þetta kemur skýrt fram í áliti meirihluta heilbrigðisnefndar Alþingis á sjúkratrygginga- frumvarpi heilbrigðisráðherra. Einstaklingar geta því ekki afþakk- að kostnaðarþátttöku Sjúkratrygg- ingastofnunar, sem er boðuð í lög- unum, við tiltekna aðgerð og komist þannig fram fyrir biðröð. Bannað að kaupa sig fram fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.05.2008)
https://timarit.is/issue/286594

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.05.2008)

Aðgerðir: