Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
LAUNAMUNUR
Gagnrýni hagdeildar Alþýðusam-bands Íslands á þann launa-mun, sem orðinn er á Íslandi,
er skiljanleg. Efnislega er um sömu
gagnrýni að ræða og Davíð Oddssson,
þáverandi forsætisráðherra, hafði
uppi á fyrirhuguð starfskjör æðstu
forráðamanna Kaupþings fyrir nokkr-
um árum. Gagnrýni Davíðs varð til
þess, að þeir féllu þá frá þeim kaup-
rétti, sem þeir höfðu samið um.
Það hefur lítið verið um umræður af
þessu tagi síðan en kemur ekki á
óvart, að þær skjóta upp kollinum nú.
Þegar hér er komið sögu hafa menn
betri yfirsýn en áður yfir það, sem hef-
ur verið að gerast í fjármálageiranum
á undanförnum árum. Nú skilja menn
betur hvernig hinn mikli hagnaður
bankanna er til orðinn og á hverju gíf-
urlega há starfskjör æðstu stjórnenda
bankanna alla vega sumra hverra hafa
byggzt.
Þegar þessi mynd blasir nú við og
fjármálafyrirtækin eru að sigla inn í
ólgusjó er skiljanlegt að samtök
verkafólks taki þetta mál upp og
spyrji spurninga.
Það er gert í fleiri löndum en hér á
Íslandi. Í Þýzkalandi hafa geisað um-
ræður um þetta mál misserum saman
og þar hafa æðstu stjórnendur lands
og þjóðar, m.a. Angela Merkel, kansl-
ari Þýzkalands og leiðtogi Kristlega
demókrataflokksins, haft stór orð um
slík launakjör.
Í enn öðrum löndum er leitað svara
við þeirri spurningu, með hvaða rök-
um sé hægt að réttlæta svo mikinn
launamun, og yfirleitt vefst mönnum
tunga um tönn, þegar kemur að því.
Nú má auðvitað segja sem svo, að
bankarnir séu einkafyrirtæki og það
sé hluthafanna að taka ákvarðanir um
launakjör æðstu stjórnenda. Það eru
fá og jafnvel engin dæmi um að hlut-
hafar í almenningshlutafélögum eins
og allir stóru bankarnir á Íslandi eru
standi upp á aðalfundum og spyrji
spurninga eða geri athugasemdir.
Hvers vegna gera þeir það ekki? Ein
skýringin getur verið sú, að þeir hafi
einfaldlega verið þeirrar skoðunar á
undanförnum árum, að stjórnendur
bankanna hafi staðið sig svo vel, að
þeir ættu rétt á slíkum starfskjörum,
sem ASÍ er að vísa til. En önnur skýr-
ing getur verið, að í návíginu hér á Ís-
landi veigri menn sér við að gera slík-
ar athugasemdir. Það er hins vegar
þarft verk hjá ASÍ að taka þetta mál
upp til umræðu og sjálfsagt að ræða
það.
Svo verður líka fróðlegt að sjá,
hvaða breyting verður á þeim starfs-
kjörum, sem til umræðu eru, ef reynd-
in verður sú, að bankarnir skili á
næstu misserum mun lélegri afkomu
en þeir hafa gert síðustu árin. Hefur
það áhrif á starfskjör stjórnenda til
lækkunar?
Athugasemdir Alþýðusambands Ís-
lands eru réttmætar og ættu að verða
bönkunum umhugsunarefni.
STEFNUMÓTANDI ÁKVARÐANIR
Á SVIÐI MYNDLISTAR
Í ráðherratíð Þorgerðar KatrínarGunnarsdóttur hafa myndlistar-
mál í landinu verið sett í faglegri og
framsæknari farveg en áður var. Þótt
það hafi ekki farið ýkja hátt og mörg
önnur málefni á könnu menntamála-
ráðuneytisins hefðu getað vakið meiri
athygli, er ljóst að ráðherrann hefur
borið hag myndlistarinnar fyrir
brjósti og lagt sig eftir því að vinna
henni það gagn sem unnt er í gegnum
ráðuneytið. Það er ekki lítils virði
fyrir þá klassísku listgrein í landinu
sem á sér einna stysta sögu að eiga
sér slíkan málsvara.
Það átak sem knúið hefur verið
fram við framlag Íslands til stærsta
myndlistarviðburðar í heimi,
Feneyjatvíæringsins, er til mikilla
bóta miðað við það sem áður var.
Fjárframlög hafa verið efld til muna
og framkvæmdin sett í hendur fag-
aðila, Kynningarmiðstöðvar íslenskr-
ar myndlistar, en umsjón með fram-
kvæmdinni er ein grunnstoða í starfi
hennar. Starfsemi Kynningarmið-
stöðvarinnar, sem menntamálaráð-
herra ýtti úr vör, hefur að öðru leyti
einnig vaxið með hverju árinu sem
líður. Þar hefur myndlistarlífið í
landinu verið kortlagt, kynningarefni
framleitt, íslenskt veftímarit um list
verið gefið út með reglulegu millibili,
myndlistarhátíð á borð við Sequences
komið á koppinn, erlendir listamenn,
sýningarstjórar og fjölmiðlamenn
kynntir fyrir íslenskri myndlist hér
heima og erlendis, og svo mætti lengi
telja. En öll þessi tengslavinna var
áður fyrr bæði handahófskennd og
ómarkviss. Umræður um að til greina
komi að halda Manifesta-myndlistar-
viðburðinn hér á landi innan fárra
ára, sem menntamálaráðuneytið hef-
ur lagt lið, eru auðvitað fyrst og
fremst til marks um það að Ísland er
komið rækilega á kortið í heimslist-
unum og óskandi að niðurstaða þeirra
viðræðna verði okkur í hag. Ekki má
gleyma ötulu starfi menntamálaráðu-
neytisins í garð einstakra verkefna á
borð við Vatnasafnið í Stykkishólmi
og samstarfi við Listahátíð í Reykja-
vík í þessu sambandi, en bæði þessi
verkefni hafa verið gríðarlega mik-
ilvæg við myndum verðmætra
tengsla fyrir íslenskan myndlistar-
heim og menningu.
Þessu þróunarstarfi er þó hvergi
nærri lokið og ljóst að menntamála-
ráðuneytið þarf að halda áfram að
vera í forystu um stefnumótandi
ákvarðanir á sviði myndlistar. Því má
ekki gleyma að myndlist er sú list-
grein sem gengur þvert á öll mæri
tungumála, landafræði og menningar
– hún er sameinandi kraftur sem auð-
velt er að gera bæði að útflutnings-
og innflutningsvöru. Sá brennipunkt-
ur sem nú finnst á Íslandi í hinum al-
þjóðlega listheimi er í raun ótrúlega
sterkur og um að gera að nýta það lag
á meðan það gefst; áður en sjónir
manna beinast annað.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Áhaustdögum fagnaði BergurGarðar Gíslason aldarafmæli sínu.Hann var ern og vel heima í flest-um málefnum samfélagsins og
hann naut þess að vera umvafinn fjölskyldu
sinni og vinum. En nú er langri og við-
burðaríkri lífsgöngu hans lokið.
Ég kynntist Bergi þegar ég var rúmlega
tvítugur maður og hafði nýlega kynnst
Gerði, dóttur hans, sem síðar varð eiginkona
mín.
Bergur var um margt óvenjulegur maður.
Hann var góður fulltrúi þeirrar kynslóðar
Íslendinga sem hóf mestu framfarasókn
þjóðarinnar á fyrri hluta síðustu aldar. Við-
horf hans til manna og málefna voru svo já-
kvæð og uppbyggileg að það fór ekki hjá því
að hann hefði sterk og mótandi áhrif á mig,
ungan manninn, og verður það uppeldi aldr-
ei fullþakkað.
Áhugi hans á flestum málefnum sem
fleytt gætu þjóðfélaginu inn í nútímann var
nánast smitandi, enda tókst honum að fá
menn úr öllum áttum og stjórnmálaflokkum
til liðs við sig. Frumkvæði hans og metnaður
í samgöngumálum, og þá sérstaklega bar-
áttunni fyrir því að gera flugið að ferðamáta
fjöldans, hvatti marga til dáða á þeim vett-
vangi. Bergur fór um allt land í leit að hent-
ugum stöðum fyrir væntanlega flugvelli fyr-
sat í stjórn
sagði stund
efni sitt hef
á jörðinni,
Félagi B
lands í Mos
mér einu si
þreyttir inn
ræður við þ
inn reyndi
þeirra til h
„KGB-leyn
in að skoða
því rétt að
ingar á me
lenska send
var ljóst að
taka til efti
vel að hann
málum“.
Bergur v
eignaðist 5
björgu Gísl
kominn.
Það hefu
langa saml
fá að njóta
inu. Blessu
ir innanlandsflug og kom að gerð þeirra
margra í góðu samstarfi við heimamenn og
stjórnvöld. Ég efast ekki um að ráðamenn
hafi fagnað þeim krafti og framkvæmdavilja
sem fylgdi Bergi og kannski fegnir því að
einhverjir tóku af þeim ómakið.
Allt þetta gerði Bergur án þess að fá
nokkur laun fyrir sitt framtak, enda held ég
að hann hafi ekki kært sig um slíkt. Ef til
eru hreinræktaðir hugsjónamenn, þá var
Bergur einn þeirra.
Í fyrstu ferð sem ég fór með Bergi í sum-
arbústað hans í Þingvallasveit stöðvaði hann
bíl sinn nokkrum sinnum á leiðinni til að tína
grjóthnullunga úr nýhefluðum malarveg-
inum. Ég spurði hann því hvort hann væri í
vinnu hjá Vegagerðinni. „Nei, en það gætu
einhverjir komið, sem ekki vöruðu sig á
grjótinu og ef til vill skemmt bíla sína,“ var
svar hans. Þetta er bara lítið dæmi um já-
kvætt hugarfar Bergs, hann hugsaði fyrst
um það sem var til almenningsheilla. Aldrei
varð ég var við sérgæsku í hans þankagangi.
Allt sem laut að framförum í þjóðþrifa-
málum var honum mjög hugleikið.
Ævistarf Bergs var á sviði viðskipta og
var hann mjög farsæll á þeim vettvangi. Oft
tók ég eftir því hve mikils trausts menn úr
viðskiptalífi og stjórnmálum báru til hans,
enda var Bergur mikill mannasættir. Hann
Bergur Garðar Gíslason
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
Víkin – Sjóminjasafnið í Reykja-vík, verður opnuð á ný á laug-ardaginn kemur eftir gagn-gerar breytingar. Forseti
Íslands mun opna safnið og við þá at-
höfn munu Hollvinasamtök vs. Óðins
afhenda skipið safninu til varðveislu.
Eins munu Faxaflóahafnir afhenda því
dráttarbátinn Magna til varðveislu.
Bæði skipin eru nú komin að Bót-
arbryggju sem er við safnið. Víkin
verður síðan opnuð almenningi kl. 13.00
og verður aðgangur ókeypis um helgina
í tilefni af Hátíð hafsins. Þar verður
hægt að skoða fimm sýningar innan-
dyra og einnig varðskipið Óðin.
Sigrún Magnúsdóttir, forstöðumaður
Víkurinnar – Sjóminjasafnsins í
Reykjavík, hefur haft í nógu að snúast
undanfarið. Iðnaðarmenn hafa keppst
við að ljúka frágangi breytinga og end-
urbóta innandyra sem utan auk þess
sem starfsmenn safnsins hafa sett upp
nýjar sýningar. Safnið er í fyrrum fisk-
verkunarhúsi Bæjarútgerðar Reykja-
víkur í vesturhöfn Reykjavíkur. Sigrún
sagði staðsetninguna vera aðalsmerki
safnsins og gefa því mikið gildi.
Sjávarangan í safninu
„Hér getur fólk skoðað sýningarmunina
í því umhverfi sem þeir komu úr og
andað að sér sjávarloftinu,“ sagði Sig-
rún. „Við erum hér á mörkum tveggja
heima. Á aðra hönd er fiskihöfnin, ein
stærsta fiskihöfn landsins, og svo horfir
maður beint inn í miðborgina héðan.
Ég er sannfærð um að hér er margt að
sjá sem fólk hefur almennt ekki haft
hugmynd um – þar er ekki síst dá-
semdin sem blasir við hér bakvið húsið
Nýtt anddyr
notkun og þar
aranum Sigríði
minjasafnsins.
Sigrún rifjar up
manni að vesta
leita sér að vin
ríði. Sagt er að
sinni stuttort s
ekki af henni. S
Sýning um hák
sett upp í samv
Húnvetninga o
en sést ekki þegar ekið er hér
framhjá.“
Áform eru um að smíða göngubrú
meðfram safnhúsinu sem mun tengja
safnið og Bótarbryggjuna. Önnur brú
mun tengja safnið við hafnarbakka sem
kemur neðan við Mýrargötu og myndar
búin beina gönguleið þaðan og í gegn-
um safnið yfir á Grandagarð. Í víkinni
sem myndast við Víkina er hvalaskoð-
unarbátum ætlaður staður í framtíðinni
og má því telja víst að margir ferða-
menn leggi leið sína á þessar slóðir.
Safn á mörkum
tveggja heima
Víkin – sjóminjasafnið í
Reykjavík verður opnuð á
laugardag eftir miklar
breytingar. Safnið mun
taka að sér varðveislu
varðskipsins Óðins og
dráttarbátsins Magna auk
þess sem nýjar sýningar
bætast við innandyra.
Víkin Myndin er tekin af brúarvæng vs. Óðins framan við sa
verður byggð göngubrú og önnur yfir á hafnarbakka bakvið
Lúkar Þröngt v
Í HNOTSKURN
»Liðin eru 110 ár frá því að fyrstvar bryddað upp á því að stofna
sjóminjasafn í Reykjavík. Þá fóru þrír
tómthúsmenn á sjávarútvegssýningu
í Bergen og komu fullir eldmóðs til
baka um safnstofnun.
»Sveinbjörn Egilsson, ritstjóri Æg-is, var líklega fyrstur til að nota
orðið sjóminjasafn.
»Sjómannadagsráð var stofnað1938 og árið eftir var haldin sýn-
ing á sjóminjum sem reykvískir sjó-
menn söfnuðu. Þeir munir fóru flestir
á Þjóðminjasafnið.
»Sjóminjasafn Íslands, deild í Þjóð-minjasafni Íslands, var opnað í
Brydepakkhúsi í Hafnarfirði 1986.
Sýningin var tekin niður 2003.