Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR É g er enn með hugann fyr- ir austan. Í síðustu viku var það Listahátíð, núna er það veðrið sem gefur fyrirheit um góða sum- ardaga. Þótt ýtrustu hitaspár hafi ekki gengið eftir og hitametin standi enn, hefur veðrið á Norður- og Aust- urlandi verið hreint dásamlegt. Þetta er kærkomin byrjun á sumrinu eftir nokkuð snjóþungan vetur. Íbúar flykkjast út úr húsum sínum og hlúa að sínu nánasta umhverfi. Það er líf- legt um að litast í bæjunum. Blíðan gefur góð fyrirheit um það sem koma skal í sumar. Á slíkum dögum er erfitt að gera sér í hugarlund annað, en að viðfangsefni sumarsins eigi sér öll stað í góðu veðri. Rigning og suddi er víðsfjarrri. Upp í hugann koma tónlistar- og bæjarhátíðir af ýmsum toga vítt og breitt um landið. Hátíðir sem víða eru orðnar samofnar sumrinu. Menn keppast við að snyrta og fegra bæina og koma þeim í sparifötin áður en gesti ber að garði. Allt sumarið er undirlagt af viðburðum sem undir- strika fjölbreytileika mannlífsins. Af nógu er að taka. Sem dæmi má nefna Djasshátíð á Egilsstöðum, dauða- rokkshátíðina Eistnaflug í Neskaup- stað, Bræðslutónleika á Borgarfirði eystri, Blúshátíð á Ólafsfirði, tónleika- röð Bláu kirkjunnar á Seyðisfirði, LungA listahátíð ungs fólks á Austur- landi, Franska daga á Fáskrúðsfirði, Káta daga á Þórshöfn, Vopnaskak á Vopnafirði, Síldarævintýrið á Siglu- firði, Hammond hátíð á Djúpavogi, Fiskidaginn mikla á Dalvík og Orms- teiti á Héraði. Allir ættu að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi. Sólríkir dagar í upphafi sumars gefa tilefni til bjart- sýni. Það má svo sannarlega horfa björtum augum fram á veginn. Enda margt spennandi framundan. Í Norð- urþingi keppast menn við að undirbúa sem best komu álvers. Með afleiddum störfum mun álver auka til muna fjöl- breytni í atvinnulífinu. Íbúar í Fjalla- byggð munu brátt njóta þess að aka um ný jarðgöng. Héðinsfjarðargöng hafa svo sannarlega breytt aðstæðum margra og auðvelda sameiningarferli hins nýja sveitarfélags. Það vekur okkur til umhugsunar um að horfa fram á veginn og stefna ótrauð á frek- ari jarðgangagerð og bættar sam- göngur um land allt. Margir horfa með bjartsýni til nýrra jarðganga til Norðfjarðar og jarðganga um Vaðla- heiði. Vegabætur á Öxi, nýr Dettifoss- vegur, vegur um Vesturárdal til Vopnafjarðar og Hólaskarðsleið til Raufarhafnar og Þórshafnar. Allt eru þetta kærkomnar vegabætur. Aldrei verður sú vísa of oft kveðin að besta leiðin til að styrkja byggðir um landið er að efla innviðina. Með bættum sam- göngum má nýta mun betur þá þjón- ustu sem fyrir er og styrkja stoðirnar. Jósef Niderberger lætur misgóðar samgöngur ekki aftra sér og er mætt- ur til Þórshafnar í 25. sinn. Svissneski ferðalangurinn er ungur í anda, þrátt fyrir sín 75 ár og mætti að eigin sögn með sól í farteskinu handa íbúum Langanesbyggðar. Jákvæðni gestsins á Langanesi minnir okkur á, að þrátt fyrir töluverða ólgu í efnahagsmálum og nýjar hæðir í verðbólgutölum er það svo að bjartsýni og jákvæðni ein- kennir jafnan okkur Íslendinga. Ein- hvern veginn er allt hægt á íslensku sumri, þó það sé stutt í báða enda. Bjartar sumarnætur, miðnætursólin, lognið og fuglasöngurinn. Hvað er hægt að biðja um meira? Sumarsólin » Jákvæðni gestsins áLanganesi minnir okk- ur á, að þrátt fyrir tölu- verða ólgu í efnahags- málum og nýjar hæðir í verðbólgutölum er það svo að bjartsýni og jákvæðni einkennir jafnan okkur Íslendinga. PISTILL Ólöf Nordal Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Ólöf Nordal les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is GISSUR Ó. Erlingsson, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, á 80 ára stúdentsafmæli í ár. Próf- skírteinið hans frá Mennta- skólanum í Reykjavík (MR) er dag- sett 30. júní 1928. Með Gissuri útskrifuðust 35 piltar og þrjár stúlkur. Einn piltur bættist svo í stúdentahópinn um haustið. Gissur er einn eftirlifandi úr hópnum frá 1928 og elstur núlifandi stúdenta frá MR. Hann kveðst eiga ljúfar minningar frá námsárunum og eins frá fjölmörgum stúdentsafmælum í áranna rás. Á menntaskólaárunum bundust mörg persónuleg vinabönd sem entust ævilangt. Gissur var 13 ára þegar hann hóf nám í 1. bekk MR fyrir 86 árum. „Ég var afskaplega fátækur pilt- ur og oft illa til fara því maður þurfti að ösla blauta Vatnsmýrina og oft blautar götur til að komast í skólann,“ sagði Gissur. Hann bjó í foreldrahúsum á Haukalandi, smá- býli sem faðir hans byggði 1918. Haukaland stóð við Öskjuhlíð- artaglið á svipuðum slóðum og Hót- el Loftleiðir eru nú. Leiðin yfir þúfnakollana í eyðilegri Vatnsmýr- inni og upp á Laufásveginn varð því menntavegur Gissurar á námsárum í menntaskólanum. „Þegar maður gekk Laufásveg- inn norður mættu manni fyrst á vinstri hönd Aldamótagarðarnir sem lágu neðan vegar frá Kenn- araskólanum og langleiðina að Pól- unum. Við endann á þeim var safn- hús og þangað var keyrt því sem kom úr kömrum bæjarbúa. Ef mað- ur var seint á ferð á kvöldin átti maður von á að mæta „súkku- laðivagni“. Það var ekki alltaf daungott úr safnhúsinu. Þegar þannig blés var ekki alltof lykt- argott í Kennaraskólanum. Ég gekk öll mín barnaskólaár, nema eitt, í barnadeild Kennaraskólans.“ Í gagnfræðadeild MR voru tvær deildir og námsefni það sama í báð- um. Gissur segir að á þessum árum hafi stjórnvöld litið skólasetur hornauga. Því hafi verið settur þröskuldur við gagnfræðapróf upp úr 3. bekk til að sporna við „ótíma- bærri fjölgun menntamanna“ eins og það var orðað. Nemendur þurftu 5,67 í einkunn til að komast í 4. bekk, eða hinn eiginlega mennta- skóla. Hann skiptist í máladeild og stærðfræðideild. Gissur náði upp og settist í máladeild. Stærðfræðin þvældist fyrir honum í 5. bekk og lauk Gissur skólagöngunni með því að lesa 5. og 6. bekk saman utan- skóla. Eftir stúdentsprófið skráði hann sig í Háskóla Íslands. „Ég byrjaði í læknadeild en guggnaði – held ég hafi verið hald- inn mikilli námsþreytu á þessum ár- um og las mjög lítið. Ég taldi að læknastéttin yrði engu bættari þótt ég bættist í hana,“ sagði Gissur. Hann kvæntist og fór að „hrúga niður börnum“ eins og hann orðar það. Orðinn ábyrgur fjölskyldufað- ir stórrar fjölskyldu kveðst Gissur hafa axlað sín skinn og farið í Loft- skeytaskólann sem hann lauk með glans 1941. Hann fór til sjós sem loftskeytamaður og sigldi á stríðs- árunum. Það var einmitt í löngum Ameríkusiglingum sem hann þýddi fyrstu bókina, Lykla himnaríkis eft- ir Cronin. Síðar varð Gissur stöðv- arstjóri hjá Ríkisútvarpinu og Pósti og síma víða um land. Eftir að Gissur fór á eftirlaun 68 ára hóf hann að þýða bækur af krafti. Hann þýðir aðallega úr ensku og norrænum málum en einnig svolítið úr þýsku og frönsku. Bókaþýðingar hans eru nú komnar hátt á annað hundraðið. Gissur vinnur nú að endurskoðun gam- allar þýðingar Náttúrulæknis heim- ilanna og þýðir nýjar viðbætur við verkið, 99 ára gamall. Gissur Ó. Erlingsson fagnar 80 ára stúdentsafmæli Menntavegurinn í MR lá um Vatnsmýrina Ljósmynd/MR 40 ár Árgangur Gissurar gaf MR styttuna af Pallas Aþenu í tilefni af 40 ára stúdentsafmælinu árið 1968. Á myndinni eru nokkrir úr árganginum. F.v.: Hjörtur Halldórsson, Sverrir Kristjánsson, Ólafur Hansson, Engilbert Guð- mundssson, Sigurður Ólason, Ágúst Sigurðsson og Gissur Ó. Erlingsson. Morgunblaðið/Golli 80 ár Gissur kveðst eiga góðar minningar frá menntaskólaárunum. Í HNOTSKURN »Gissur Ó. Erlingsson byrjaði íMenntaskólanum í Reykjavík fyrir 86 árum og lauk stúdents- prófi fyrir 80 árum. » Í stúdentsárganginum 1928voru 39 stúdentar, þar af þrjár stúlkur og 36 piltar. Gissur er einn á lífi úr þeim hópi. »Gissur ætlar að vera viðskólaslit MR á morgun og ávarpa nýstúdenta og aðra gesti. MÁLI yfirlæknis réttargeðdeildar- innar á Sogni verður vísað til lög- reglu, að því er Matthías Halldórs- son aðstoðarlandlæknir segir. „Þarna er maður sem er að sækja lyf fyrir aðra en þá sem þau eru skrifuð á, og án þeirra vitneskju. Þá er málið orðið ansi alvarlegt. Málið í heild sinni verður því sent lögreglu til rannsóknar.“ Líkt og komið hefur fram varð Magnús Skúlason, yfirlæknir á Sogni, uppvís að svikum sem fólu í sér að hann fékk aðra lækna til að skrifa upp á mikið magn amfetamíns og rítalíns. Talið er að á annað þús- und töflur hafi verið fengnar með þessum hætti. Magnús átti sér vit- orðsmann sem sótti lyfin fyrir hann í lyfjaverslanir. Hann hefur starfað á Litla-Hrauni en var sagt þar upp störfum fyrir um ári. Í framhaldi af því að upp komst um athæfið var Magnúsi sagt upp störfum. Því starfar nú aðeins einn geðlæknir á Sogni, hollenskur geð- læknir að nafni John Donne de Niet. Hann starfar bæði í fangelsinu á Litla-Hrauni og á réttargeðdeild- inni. Breyttar áherslur með nýjum starfsmönnum Líkt og fram kom í Morgun- blaðinu í gær var auglýst eftir geð- lækni á réttargeðdeildina fyrir nokkru en umsóknir hafa látið á sér standa. Matthías segir útlit fyrir að það sé að leysast, enda meiri þrýst- ingur eftir að upp komst um málið. Spurður hvort fleiri þættir séu til rannsóknar, s.s. aðbúnaður sjúk- linga, segir Matthías að ekki sé ástæða til þess. Deildin hafi verið heimsótt fyrir nokkrum mánuðum og aðbúnaður sjúklinga nokkuð góð- ur og herbergin fín. „En það mætti vera meiri virkni þarna, t.d. með meiri iðjuþjálfun og meiri meðferð,“ segir Matthías en tekur fram að með nýjum mönnum komi nýjar áherslur og t.a.m. hafi nýlega verið ráðinn iðjuþjálfi. Fram kom í fréttum RÚV í gær að Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segði að fyrir tveim- ur mánuðum hefði Landlæknisemb- ættinu verið bent munnlega á að Magnús virtist vera viðriðinn útgáfu lyfseðla á ávanabindandi lyf. Mál yfirlæknis í lögreglurannsókn Málið sagt mjög alvarlegt

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 145. tölublað (29.05.2008)
https://timarit.is/issue/286594

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

145. tölublað (29.05.2008)

Aðgerðir: