Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 15
FRÉTTIR
GUÐMUNDUR Ara-
son, fyrrverandi for-
stjóri og forseti Skák-
sambands Íslands, lést
í gær 89 ára að aldri.
Guðmundur fæddist
17. mars 1919 á Hey-
læk í Fljótshlíð, sonur
Ara Magnússonar, sjó-
manns og útgerðar-
manns í Reykjavík, og
Jóhönnu Jónsdóttur,
húsmóður. Eiginkona
Guðmundar er Rann-
veig Þórðardóttir,
fædd 12. maí 1923. Þau
eignuðust tvö börn, Ara fæddan 1944
og Önnu Jóhönnu árið 1952.
Guðmundur hóf nám í Stálskipa-
smíði í Stálsmiðjunni árið 1939. Hann
lauk sveinsprófi árið 1943 og hlaut
meistararéttindi árið 1948. Frá 1950
til 1962 starfaði Guðmundur sem
verkstjóri í Landssmiðjunni. Hann
var þá stofnandi og aðaleigandi
Borgarsmiðjunnar í Kópavogi árið
1962. Síðar, eða árið 1970, stofnaði
hann járninnflutningsfyrirtæki Guð-
mundar Arasonar og
var forstjóri þess fyrir-
tækis til 84 ára aldurs.
Guðmundur vann
margvísleg félagsstörf,
einkum í sambandi við
íþróttir. Hann var t.a.m.
aðalhnefaleikaþjálfari
Ármanns á árunum
1938 til 1953 og Íslands-
meistari í þungavigt ár-
ið 1944. Einnig gegndi
hann starfi formanns
Hnefaleikaráðs Reykja-
víkur. Hann barðist
jafnframt lengi fyrir því
að hnefaleikar yrðu leyfðir hér á
landi á nýjan leik. Guðmundur var
gerður að heiðursfélaga Glímufélags-
ins Ármanns árið 1988 og sæmdur
gullmerki ÍSÍ árið 1984, auk þess
sem hann var sæmdur gullmerki
Vals.
Guðmundur var einnig mikill skák-
maður og árin 1966 til 1969 sat hann
sem forseti Skáksambands Íslands.
Árið 1981 var hann gerður að heið-
ursfélaga Skáksambandsins.
Andlát
Guðmundur Arason
ALLS bárust 22 umsóknir um starf
framkvæmdastjóra Sambands ís-
lenskra sveitarfélag, sem auglýst
var fyrir skömmu.
Umsækjendur um starfið eru:
Albert Þór Magnússon, Selfossi,
viðskiptafræðingur, Anna Guðrún
Björnsdóttir, Reykjavík, sviðsstjóri,
Anna Margrét Guðjónsdóttir,
Brussel, forstöðumaður, Drífa Jóna
Sigfúsdóttir, Keflavík, viðskipta-
fræðingur, Gísli Tryggvason, Kópa-
vogi, talsmaður neytenda, Guðjón
Bragason, Reykjavík, sviðsstjóri,
Gunnar Pétur Garðarsson, Ísafirði,
kennari, Gunnlaugur A. Júlíusson,
Reykjavík, sviðsstjóri, Hafdís Gísla-
dóttir, Kópavogi, MPA, Hallgrímur
Guðmundsson, Kópavogi, sérfræð-
ingur, Hinrik Fjeldsted, Reykjavík,
viðskiptafræðingur, Hlynur Arnórs-
son, Selfossi, nemi, Hörður Sverr-
isson, Álftanesi, löggiltur fasteigna-
sali, Hólmfríður Sveinsdóttir,
Danmörku, MPA, Jóhanna Ýr Jó-
hannsdóttir, Hveragerði, leiðbein-
andi, Jóhanna Harpa Árnadóttir,
Reykjavík, forstöðumaður, Jón
Egill Unndórsson, Reykjavík,
MPA, Jón Halldór Guðmundsson,
Kópavogi, MA, Karl Björnsson,
Reykjavík, sviðsstjóri, Ragnar
Matthíasson, Kópavogi, MBA,
Svavar Halldórsson, Reykjavík,
fréttamaður, Sveinn Bragason,
Garðabæ, ráðgjafi.
22 vilja
stýra Sam-
bandinu
RANNSÓKN lögreglunnar á Sel-
fossi vegna meintra kynferðisbrota
sr. Gunnars Björnssonar, sóknar-
prests á Selfossi, er á lokastigi og
væntir lögreglan þess að geta sent
málið til ríkissaksóknara á allra
næstu vikum. Mun embætti hans
ákveða hvort ákæra verður gefin út
á hendur hinum kærða
Kærendur eru fjórir, allt stúlkur,
þar af þrjár undir 18 ára aldri að
sögn lögreglunnar.
Rannsóknin á lokastigi
Sjá dagskrá á mpm.is.
Allir velkomnir!
VOR Í ÍSLENSKRI
VERKEFNASTJÓRNUN
Opin ráðstefna MPM námsins
Hótel Loftleiðum, þingsal 1-4
Föstudaginn 30. maí,
kl. 13-17
MPM • Verkfræðideild HÍ • Hjarðarhaga 6 • 107 Reykjavík • sími 525 4700
Verkefnastofur og
verkefnaskipulögð fyrirtæki
Menning og siðfræðileg
álitamál í verkefnum
Uppbygging þekkingar
og færni í verkefnastjórnun
Tæki og aðferðir í verkefnastjórnun
Samningar og stefnumótandi þættir
Skipuheildir og stjórnunaraðferðir
Dæmi um viðfangsefni eru:
Útskriftarnemendur í MPM náminu kynna
fjölbreytt lokaverkefni tengd verkefnastjórnun.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
FÉLAGS- og tryggingamálanefnd
hefur lagt til veigamiklar breyting-
ar á frístundabyggðafrumvarpi fé-
lagsmálaráðherra en hún skilaði
áliti sínu á því í gær. Frumvarpið
hefur verið talsvert umdeilt en
markmiðið með því er að tryggja
þeim sem leigja lóðir fyrir sum-
arbústaði, eða frístundahús, rétt til
að framlengja leigusamning að
leigutíma liðnum. Landeigendur
voru mjög ósáttir við frumvarpið en
með breytingartillögum sínum vill
félags- og tryggingamálanefnd
reyna að koma til móts við þessi
ólíku sjónarmið og jafna helsta
ágreining. Tillögur nefndarinnar
miða að því að leigutaki og leigusali
geri sitt ýtrasta til að leita samn-
inga við lok leigusamnings. Náist
það ekki eigi báðir aðilar kost á úr-
ræðum.
Þá er lagt til að leigusamningar
sem ná til skemmri tíma en 20 ára
falli ekki undir lögin og áréttað að
vel sé hægt að gera lóðarleigu-
samning til styttri tíma. Gert er ráð
fyrir að lögin taki gildi 1. júlí.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frístundabyggða-
frumvarpi breytt
SAKBORNINGAR munu að há-
marki þurfa að sæta eingangrun í
gæsluvarðhaldi í fjórar vikur, nema
brot þeirra geti varðað tíu ára fang-
elsi eða meira. Þetta kemur fram í
áliti allsherjarnefndar á sakamála-
frumvarpi menntamálaráðherra en í
því var gert ráð fyrir hámarksgæslu-
varðhaldi í átta vikur.
Nefndin leggur jafnframt til að
gildistöku laganna verði frestað til
áramóta svo nægur tími gefist til að
kynna efni þeirra og undirbúa breyt-
ingar á skipan ákæruvaldsins. Þá er
lögð áhersl á að nægt fjármagn fylgi
stofnun embættis héraðssaksóknara.
Að hámarki
fjórar vikur
EKKI er algengt að óskað sé eftir
undanþágu frá þeirri reglu að starfs-
fólk yngra en 18 ára megi ekki af-
greiða tóbak. Þegar það er gert er
það venjulega vegna þess að auglýs-
ingar eftir starfsfólki sem er eldra en
18 ára hafa ekki borið árangur. Þetta
kemur fram í svari umhverfisráð-
herra við fyrirspurn Þuríðar Back-
man, þingmanns VG. Í svarinu kem-
ur fram að heilbrigðiseftirlit sveitar-
félaga hafi nægilegt bolmagn til að
sinna reglubundnu eftirliti með út-
sölustöðum tóbaks en að stundum sé
farið í sérstakar eftirlitsferðir til að
kanna tóbakssölu.
Tóbaks-
eftirlit í lagi
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
EINAR Magnús Magnússon, upp-
lýsingafulltrúi umferðarstofu, nefnir
tvennt sem hann telur geta dregið úr
umferðarslysum á vegum landsins.
Fyrst og fremst að menn aki eftir að-
stæðum og jafnvel „eins og þeir
gerðu hérna fyrir 40 árum þegar
hægri umferð var tekin upp. Þá voru
menn með skerpta athygli og vönd-
uðu sig mjög, nánast eins og byrj-
endur,“ segir Einar. Hitt sem hann
segir stórt atriði í umferðaröryggis-
málum er að yfirvöld fari ætíð eftir
ýtrustu öryggiskröfum við gerð um-
ferðarmannvirkja. „Það er nokkuð
sem má gera enn betur en gert hefur
verið,“ segir hann.
Í gær var þess minnst með tákn-
rænum hætti að 40 ár eru liðin síðan
hægri umferð var tekin upp hér á
landi og á sama tíma var minnt á það
að 916 manns hafa látist í umferðar-
slysum. Við Dómkirkjuna var raðað
upp 916 skópörum og innan dyra var
haldin kyrrðarstund til að minnast
hinna látnu.
„Það sem kannski stendur upp úr í
þessu samhengi,“ segir Einar, „er
þessi mikli fjöldi ungs fólks sem látið
hefur lífið í umferðarslysum.“ Hann
bendir á að með framreikningi sé
fjöldi þeirra sem hafa látist á aldrin-
um 0-20 ára yfir 240 einstaklingar.
„Það er svolítið óhuggulegt að hugsa
til þess að fólk á þessum aldri hefur
líklega ekki eignast börn og þarna er
búið að þurrka út ansi stóra stærð í
okkar fámenna samfélagi.“
180 látist af völdum hraðaksturs
Undanfarin 5-10 ár hafa allt að 150
einstklingar látist vegna aksturs eftir
neyslu áfengis eða annarra vímuefna
og um 180 hafa látist af völdum hrað-
aksturs. Jafnframt hafa 120 ein-
staklingar látið lífið vegna þess að
ekki voru notuð bílbelti og 45 vegna
þess að ökumaður sofnaði undir
stýri. Einar bendir á að koma hefði
mátt í veg fyrir langflest þessara
slysa með mjög einföldum ráðum.
„Maður veltir því fyrir sér þegar
maður sér þessar tölur hvort fólk al-
mennt er farið að líta svo á að um-
ferðarslys séu eðlilegur fórnarkostn-
aður,“ segir Einar. Þó að um sé að
ræða fjölda slysa yfir 40 ára tímabil
sé tíminn í raun stuttur. „Hvernig
myndum við og stjórnvöld bregðast
við ef allur þessi fjöldi léti lífið á ein-
um degi í umferðinni?“ spyr hann og
svarar því sjálfur til að allir myndu
grípa til gríðarlega róttækra ráðstaf-
ana til að uppræta slysin.
„Ökumenn eiga að hafa athyglina
100% við aksturinn, hann krefst allr-
ar athygli. Slysin verða í langflestum
tilfellum vegna þess að menn missa
athyglina og taka algjörlega ófyrir-
gefanlega áhættu, eins og að aka eft-
ir neyslu áfengis eða annarra vímu-
efna,“ hnykkir Einar á. „Það er
aldrei hægt að túlka það sem mann-
leg mistök og menn verða að láta af
slíku.“ Líka megi gera kröfu um það
að vinir og aðstandendur stöðvi þá
sem ætla að leggja út í umferðina í
óökuhæfu ástandi.
Morgunblaðið/Hjaltested
Táknrænt 916 skópörum var raðað upp við Dómkirkjuna í Reykjavík til minningar um þá 916 einstaklinga sem lát-
ist hafa í umferðarslysum sl. 40 ár. Koma hefði mátt í veg fyrir langflest þessara slysa með mjög einföldum ráðum.
Þurfum að skerpa athyglina
og aka eins og fyrir 40 árum