Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 51
Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík
Sími: 591 9000 · www.terranova.is
Akureyri sími: 461 1099
Súpersól til
Salou
13. júní
frá aðeins kr. 39.995
Terra Nova býður frábært tilboð til Salou í sumarbyrjun. Salou er
fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar
er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar.
Stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða og litríkt næturlíf. Þú
bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita
hvar þú gistir
Kr. 39.995
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna
og 2 börn, 2-11 ára í íbúð.
Súpersól tilboð. 13. júní í viku.
Aukavika kr. 15.000.
Kr. 49.990
Netverð á mann. M.v. 2 fullorðna
saman í herbergi / stúdíó / íbúð.
Súpersól tilboð. 13. júní í viku.
Aukavika kr. 15.000.
Birt með fyrirvara um prentvillur. Terra Nova áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Rhodos
7. - 21. júní
frá kr. 49.990 í 2 vikur
Bjóðum nú allra síðustu sætin til
Rhodos 7. júní í 2 vikur. Þú bókar
flugsæti og gistingu og 4 dögum
fyrir brottför færðu að vita hvar þú
gistir. Gríptu tækifærið og njóttu
lífsins á þessum vinsæla áfangastað.
Verð kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi /
stúdíó / íbúð í 2 vikur. Stökktu tilboð
7. júní.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Stökktu til
***Allra síðustu sætin ***
STUTTMYNDADAGAR í Reykja-
vík 2008 verða haldnir í Kringlu-
bíói í kvöld kl. 19. Fjörutíu myndir
bárust í keppnina og hefur dóm-
nefndin, sem samanstendur af
þeim Marteini Þórssyni leikstjóra,
Gunnari B. Guðmundssyni leik-
stjóra og Jóhanni Ævari Gríms-
syni handritshöfundi, valið 15
myndir sem keppa til sigurs í
kvöld.
Myndirnar sem komust áfram
eru: „Friðardúfan“ eftir Grím Jón
Sigurðsson, „Post it“ eftir Hlyn
Pálmason, „Reflections“ eftir Gísla
Darra Halldórsson, „Kassinn“ eft-
ir Halldór Halldórsson og Helga
Jóhannsson, „Monsieur Hyde“ eft-
ir Veru Sölvadóttur, „Hux“ eftir
Arnar M. Brynjarsson, „Uniform
Sierra“ eftir Sigríði Soffíu Níels-
dóttur, „The bird watcher“ eftir
K. Newman, „Miska“ eftir Grím
Örn Þórðarson, „Lion King and
Vodka“ eftir Söndru Guðrúnu
Guðmundsdóttur, „Smásaga“ eftir
Magnús Unnar, „Fullkominn“ eft-
ir Baldvin Kára Sveinbjörnsson,
„Morgunmatur“ eftir Leo Ásgeirs-
son, „Ties“ eftir Baldvin Kára
Sveinbjörnsson og að lokum
„Lumpy Diversity“ eftir Önnu
Hallin.
15 myndir í úrslitum
Morgunblaðið/G.Rúnar
Hátíðin hefst kl. 19 og stendur til
21:20. Aðgangur að hátíðinni er
ókeypis og verða verðlaun veitt
eftir sýningu myndanna.
Kvikmyndagerðarfólk Nokkrir keppenda í úrslitum Stuttmyndadaga 2008. Sigurvegarinn verður krýndur í kvöld.
LEIKKONAN Kristin Davis sem
þekktust er fyrir að leika hina sett-
legu Charlotte í Beðmálum í borg-
inni segist hafa haldið að hún
myndi drekka sig í hel fyrir þrí-
tugt.
Í viðtali við tímaritið Marie
Claire segir hún að alkóhólismi sé í
ætt sinni og hún hafi strax á ung-
lingsárunum verið farin að drekka
mjög mikið. „Ég bjóst ekki við að
ná þrítugu. Ég hafði mjög neikvætt
viðhorf til lífsins.“
Hún segir hluta ástæðunnar þá
að hún flutti til Suðurríkjanna í
ókunnugt umhverfi sem krakki.
„Mér leið eins og ég væri skrýtin.
Þarna suðurfrá voru allir ljós-
hærðir og mér fannst ég ekki passa
neinsstaðar inn.“
Hún dreif sig í meðferð þegar
hún var 22 ára og hefur ekki
drukkið síðan. Þess í stað hellti hún
sér út í leiklistarnámið. „Námið var
krefjandi og mér hafði ekki gengið
vel, enda alltaf þunn í skólanum.
Ég sá að ég gæti ekki bæði sleppt
og haldið og annað hvort yrði ég að
hætta námi eða hætta að drekka.“
Reuters
Edrú Löngu hætt að drekka.
Bjóst ekki
við að verða
þrítug