Morgunblaðið - 29.05.2008, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
SÉRÐU
EITT-
HVAÐ?
JÁ...
SJÁÐU BARA
SJÁLFUR...
ÞAÐ ER GAMALT! ÆTTUM VIÐ EKKI AÐ
SKOÐA EINHVERJAR NÝRRI?
SUMAR AF ÞESSUM STJÖRN-
UM ERU TUTTUGU OG FIMM
MILLJARÐA ÁRA GAMLAR!
KANNSKI FENGI ÉG BETRI
EINKUNNIR EF ÞÚ MUNDIR
BORGA MÉR 100 kr. FYRIR
HVERT „S“ 500 kr. FYRIR
HVERT „G“ OG 1.000 kr.
FYRIR HVERT „Á“
ÉG ÆTLA EKKI AÐ
MÚTA ÞÉR. ÞÚ VERÐUR
AÐ LÆRA FYRIR
SJÁLFAN ÞIG
ÉG ER MEÐ
HUGMYND
ANSANS! ÉG SEM
ÆTLAÐI AÐ REYNA
AÐ FÁ 400 kr. ÁN ÞESS
AÐ GERA NEITT
VISSIR ÞÚ AÐ ÞAÐ
ERU BARA ÞRÍR DAGAR
TIL JÓLA?!?
JÁ
ÉG ER VANUR AÐ
FINNA GJAFIRNAR Á
SÍÐUSTU STUNDU
BLÁR! NEI...
GRÆNN!
NEI...
BLEIKUR!
„FAIRY GODMOTHER
EYE FOR THE
STRAIGT GUY“
JÆJA, ÞÁ FARA
JÓLIN ALVEG AÐ KOMA HÚRRA!
ÞAÐ ER
GAMAN AÐ ÞÚ
HLAKKAR
SVONA MIKIÐ
TIL JÓLANNA
JÁ, ÞAÐ
VERÐUR ALVEG
FRÁBÆRT AÐ
FÁ ALLAR
GJAFIRNAR
NÚNA FÆ ÉG LOKSINS
HESTINN SEM MIG LANGAR Í!
KIDDA, VIÐ VORUM
BÚNAR AÐ RÆÐA ÞETTA FÆR
HÚN
HEST?
ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR
AÐ KÓNGULÓARMAÐURINN
HAFI NÁÐ DR. OCTOPUS
ÞEIR ERU BARA AÐ LEIKA...
ÞEIR HAFA SÉÐ AÐ VIÐ
ERUM Á STAÐNUM
FLJÓT! NÁÐU MYND AF MÉR AÐ
SEGJA ÞEIM TIL SYNDANNA!
dagbók|velvakandi
Kattareigendur
MARGIR nota tækifærið þegar
dvelja á í sumarbústaðnum og taka
með sér gæludýrin að heima til að
þau fái að njóta sveitasælunnar með
fjölskyldunni. En ekki allir átta sig á
því að allt um kring eru mófuglarnir
með ungana sína sem eru varn-
arlausir fyrir heimilisköttunum í
sumarfríi. Kettir eru rándýr og það
þarf að passa upp á þá í sveitinni og
reyna koma í veg fyrir að þeir drepi
ungana og eyðileggi hreiðrin.
Sumarbústaðaeigandi.
Burberry-kápa
NÝ ljósbrún Burberry-kápa fannst í
versluninni Salon Veh í Húsi versl-
unarinnar í lok apríl sl.
Eigandinn getur haft samband við
verslunina í síma 568-7305.
Stöðvið frumvarpið
VEGNA lagafrumvarps um mat-
vælalöggjöf er rétt að segja frá eft-
irfarandi dæmum:
Fyrir nokkrum árum kom upp
sýking víða í Bandaríkjunum sem
rakin var til hrárra matvæla. Margir
sjúklingar urðu mikið veikir og sum-
ir létust. Það tók tíma að finna hvað-
an þetta kom en loksins tókst það.
Grænmeti frá Mexíkó bar sýklana.
Þegar fyrirtækið þar var skoðað
kom í ljós að kælitæki, sem kældi
vatnið sem grænmetið var skolað úr,
hafði bilað og sýklar því fjölgað sér
gríðarlega í volgu vatninu. Ekki var
kaupendum sagt frá þessu enda
hætt við að hollustan yrði að víkja
fyrir kaupmennskunni. Við Íslend-
ingar framleiðum trúlega heimsins
hreinustu matvörur og því er engin
ástæða til að spilla því. Takið mark á
Margréti Guðnadóttur, virtum vís-
indamanni, og stöðvið frumvarpið.
Sveinn Indriðason.
Fjallareiðhjól í óskilum
FJALLAREIÐHJÓL fannst í trjá-
runna á Laugarásnum. Ef einhver
kannast við það getur sá haft sam-
band í síma 892-9013.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Í Grasagarðinum í Laugardal er gjarnan líf og fjör, enda ýmislegt í boði
þar. Þessi ungi fótboltamaður sýnir listir sýnar með knöttinn og sá litli
fylgist með af miklum áhuga.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Með boltann á lofti
RÁÐSTEFNA verður haldin á Lær-
dómssetrinu á Leirubakka 6.-8. júní.
Fjöldi innlendra og erlendra fyrirles-
ara tekur þátt í ráðstefnunni en dag-
skráin hefst með sameiginlegum
kvöldverði á föstudag kl. 19. Gísli Sig-
urðsson, formaður fræðastjórnar,
setur ráðstefnuna.
Kl. 20 flytur Andrew Dugmore,
prófessor við Edinborgarháskóla,
opnunarfyrirlestur. Móttaka verður
síðan í boði Margit F. Tveiten, sendi-
herra Norðmanna í Reykjavík, og
kynning á nýrri útgáfu á Noregssögu
Þormóðs Torfasonar (Tormods Tor-
fæus) sem fyrst kom út á latínu árið
1711.
Á laugardag hefst dagskrá kl. 9:
Víkingaöld í Noregi og Færeyjum.
Erindi halda: Torgrim Titlestad, pró-
fessor við háskólann í Stavanger, og
Helgi Michelsen, fornleifafræðingur
við Þjóðminjasafn Færeyja. Kl. 10.45:
Saga landnáms, uppruni manna/dýra
og bæir og leiðir í ritheimildum og ör-
nefnum. Erindi halda: Gísli Sigurðs-
son, rannsóknaprófessor við Stofnun
Árna Magnússonar, og Agnar Helga-
son, sérfræðingur hjá Íslenskri erfða-
greiningu. Kl. 13.30: Fornminjar,
trúarbrögð og byggð í hellum og hús-
um. Erindi halda: Adolf Friðriksson,
forstöðumaður Fornleifastofnunar
Íslands, og Árni Hjartarson, jarð-
fræðingur hjá Íslenskum orkurann-
sóknum. Kl. 15.15: Áhrif eldgosa og
samspil ritheimilda og náttúruminja;
breytingar á gróðurfari. Erindi halda:
Egill Erlendsson, Björg Gunnars-
dóttir, Guðrún Gísladóttir og Guðrún
Larsen jarðfræðingur, Jarðvísinda-
stofnun Háskólans, Öskju, Reykjavík.
Pallborðsumræður og síðan verður
hátíðarkvöldverður.
Á sunnudag hefst dagskrá kl. 10
með skoðunarferð um Rangárþing
undir leiðsögn Önnu Lísu Rúnars-
dóttur, deildarstjóra í Þjóðminjasafni
Íslands. Áætluð dagskrárlok eru kl.
14.
Ráðstefna á Lærdóms-
setrinu á Leirubakka
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Við Heklurætur Anders Hansen og
Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir við
Lærdómssetrið á Leirubakka.
FRÉTTIR